Morgunblaðið - 29.01.2006, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 29.01.2006, Qupperneq 56
56 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Í dag er til moldar borinn á Ísafirði vin- ur okkar Gísli Hjart- arson sem lést hinn 10. jan. sl. Það er ekki ætlun okkar að rekja hér ættir hans eða störf nema að litlu leyti, til þess munu aðrir verða og okkur færari. Nú er komið að okkur að standa við lof- orðið sem við félagarnir sammælt- umst um fyrir nokkrum árum. Við myndum skrifa minningargrein um þann af okkur sem færi fyrstur yf- ir móðuna miklu. Nú er komið að því að einn af hópnum er farinn í það ferðalag miklu fyrr en okkur óraði fyrir og langt fyrir aldur fram. Vinskapur okkar félaganna hef- ur staðið í langan tíma og ekki borið skugga á svo orð sé á ger- andi, þó að stundum kæmi upp skoðanaágreiningur um einhver mál hvessti bara um stund og svo lygndi aftur. Vináttan varð söm og kannski var þetta einmitt nokkurt einkenni Gísla, að þegar mál voru útkljáð þá stóð vináttan eftir söm og áður. Við félagarnir höfum brallað mikið í gegnum árin. Stundirnar sem við komum saman og sögðum „sögur“ eru ofarlega í minni. Sam- vera okkar í gegn um lífið hefur verið hálfgert fóstbræðralag, ef einhvern okkar vantaði hjálp þá var hringt og hjálpin var veitt um- svifalaust. Gísli var sérlega bón- góður maður og gott að leita til hans á hverju sem gekk. Á unglingsaldri varð Gísli fyrir slysi og missti hægri handlegg við öxl, það aftraði þó ekki því að hann fann sér ætíð starf sem hann gat leyst af hendi og lagði metnað sinn í að vinna það vel og samviskulega sem hann tók sér fyrir hendur. Að ferðast með Gísla var upp- lifun. Það var sama hvað spurt var um, sagnabrunnurinn virtist ótæmandi. Gísli var til margra ára fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands og Útivist og fór þá fyrst og fremst um Hornstrandir enda var það svæði honum afar kært og hafði hann safnað saman miklum fróðleik um það svæði og var ónískur að miðla því til annarra, hann skrifaði leiðarlýsingar um allt þetta svæði sem gefnar hafa verið út á ýmsum ársritum og blöðum og bera þau verk merki um nákvæmni og samviskusemi hans, því þar eru allar lýsingar mjög vel fram settar, urmull ör- nefna ásamt sögu einstakra staða. Gísli var þrekskrokkur og naut þess að ferðast um Hornstrandir, klungrast um kletta og skriður á þessu svæði sem er líklega með erfiðustu ferðasvæðum landsins. Okkur hefur oft borist til eyrna þau ummæli fólks sem fór með honum í þessar ferðir að leiðsögn GÍSLI AÐALSTEINN HJARTARSON ✝ Gísli AðalsteinnHjartarson fæddist á Ísafirði 27. október 1947. Hann lést þriðjudaginn 10. janúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Ísa- fjarðarkirkju 21. janúar. hans hafði verið ein- staklega góð og hann hafi verið sérstaklega hjálpsamur og gæt- inn við hópa sína í bröttum hlíðum og árvöðum. Einnig fór Gísli fjölda annarra ferða með hópa svo sem yfir Glámu úr Dýrafirði yfir í Djúp og fleira og fleira. Gísli tók bílpróf mun seinna en jafn- aldrar hans flestir en eftir að hann eignað- ist bíl þá tók hann upp þann sið að fara í einskonar árlega pílagríms- ferð úr Arnarfirði fyrir Sléttanes og inní Dýrafjörð, var þá hafður með sviðakjammi og rófustappa í krús og alltaf var það fastur siður að stoppa fyrst við Stapann, stóran og myndarlegan klettadrang við mynni dalsins og jafnvel taka eina mynd af drangnum og bílnum sem líka bar einkanúmerið Stapi, fara síðan í Stapadal setjast í hús þar og stýfa sviðakjammann úr hnefa og minnast forfeðra sinna en Gísli átti föðurrætur sínar í Stapadal og reyndar víðar úr Arnarfirði. Af þessum ferðum eins og öðr- um hafði hann mikla ánægju. Margt væri hægt að nefna fleira hér um lífshlaup Gísla sem okkur félögum hans er í minni en hér verður látið staðar numið, margt verður geymt í minningunni og eitt er víst að við munum sakna hans sárt í ýmsum verkum sem við vor- um vanir að vera saman í. Alltaf mun vanta einn í hópinn en minn- ingin mun merla fram veginn. Við félagarnir viljum þakka Gísla sam- ferðina í gegnum lífið, vináttuna og hjálpsemina alla. Fjölskyldu Gísla sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Farðu í friði, vinur. Ástþór Ágústsson, Ari Sigurjónsson. Elsku vinur, fréttin um að þú værir farinn til Guðs, kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég á mjög bágt með að kveðja þig. Þú áttir alltaf að vera vinur minn, sá sem varst aldrei of upp- tekinn til að hlusta á mig, hlæja og láta mér líða vel eins og þú gerðir á morgungöngum okkar. Þú áttir alltaf að vera prinsinn á hvíta hestinum. Okkar samverustundir gleymast mér aldrei, þú varst sá sem komst á móti mér í versta snjóstormi sem við höfðum nokkurn tímann séð og varst með ullarsokkana tilbúna á ofninum. Ég veit við eigum eftir að hitt- ast, því Guð er góður og hann þurrkar tárin fyrir mig. Góða nótt, elsku Gísli, Sigrún. Dauðinn á það til að koma okkur að óvörum. Sjaldan, eða aldrei, hef ég verið eins undrandi og þegar ég frétti af ótímabæru láti vinar míns, Gísla Hjartarsonar á Ísafirði. Það voru einkennilegar tilfinningar sem bærðust í brjósti mér; söknuður, undrun – en umfram allt reiði. Merkur samtímamaður er fallinn í valinn. Lát Gísla Hjartarsonar er mikill missir; ekki síst fyrir Vest- firðinga. Gísli Hjartarson heimsótti okkur iðulega á Víðivelli. Það var ávallt glatt á hjalla þegar Gísla bar að garði. Erindin voru margvísleg, t.d. að færa mér eintak af 101 vest- firskri þjóðsögu, en sú hefð hafði myndast að Gísli færði mér jafnan sjálfur nýjasta eintakið af þjóðsög- unum. Stundum kom Gísli færandi hendi og þá var hann að selja ekta vestfirskan harðfisk. Erfitt var að fá upp úr Gísla hvað harðfiskurinn kostaði og hygg ég að oftar en ekki hafi ég fengið hann á kostn- aðarverði. Þá kom Gísli stundum til að heyra hvort ég kynni ein- hverjar nýjar og skemmtilegar sögur af Strandamönnum. Við Gísli áttum sameiginlegt brennandi áhugamál, sem var saga og þjóðhættir Vestfirðinga. Fyrir nokkrum árum héldum við Gísli báðir erindi á ráðstefnu, sem hald- in var á Patreksfirði, um matar- venjur Vestfirðinga. Ráðstefna þessi var haldin að frumkvæði Magnúsar Ólafs Hanssonar frá Hólmavík, nú búsettum á Bolung- arvík. Höfðum við félagar mikil áform um að halda fleiri slíkar ráð- stefnur um vestfirsk séreinkenni, t.d. vorum við með á borðinu ráð- stefnu um vestfirskan húmor, ráð- stefnu um fjallvegi á Vestfjörðum og enn eina um hafís og hvítabirni á Vestfjörðum. Gísli hafði næmt auga fyrir ýmsu spaugilegu í mannlegu fari. Í eðli sínu var Gísli í senn fræðimað- ur og skáld. Bækur hans um vest- firskan húmor eru afar merkilegt framlag til íslenskra þjóðfræða. Gísli var leiðsögumaður af lífi og sál og hafði yfirgripsmikla þekk- ingu á landafræði og sögu Vest- fjarða. Ósjaldan sat ég andaktugur þegar við Gísli hittumst og hlust- aði á hann segja frá fólki og lífs- háttum þess, landslaginu sem sannarlega væri lítils virði ef það héti ekki neitt, eins og skáldið sagði. Ég hef, um nokkurn tíma, haft talsverðan áhuga á samskiptum Strandamanna við Djúpmenn; ekki síst ferðir Strandamanna með rekavið og jafnvel skip vestur yfir. Það var sama hvað ég spurði Gísla um í þessum efnum, þá var hann fljótur að afla upplýsinga um það sem ég spurði um, ef hann þá vissi það ekki. Í mínum huga er það hörmulegt að Gísla hafi ekki enst aldur til að koma þessum fróðleik á prent. Hann var búinn að kynna sér sögu og þjóðhætti Vestfirðinga í svo langan tíma og bjó yfir svo gríðarlegum fróðleik um þessi efni. Ég sagði hér í upphafsorðum mínum að ýmsar tilfinningar hafi bærst í brjósti mér þegar ég frétti af láti Gísla. Ég hef hugsað til hans hvern dag frá því hann lést og svo einkennilegt sem það lætur, þá stend ég mig ósjaldan að því að brosa þegar ég hugsa um hann. Svo margar kímnisögur sagði hann mér um dagana. Jafnan lifnaði hann allur við, þegar ég sagði hon- um góða sögu af körlum og kerl- ingum á Ströndum. Ég var búinn að setja nokkrar sögur á blað sem ég ætlaði að koma á hann þegar við hittumst næst. Því finnst mér við hæfi að enda þessi fátæklegu orð mín á einni lítilli sögu: Stað- dælingar voru þekktir fyrir að vera einkar orðvarir og sögðu helst aldrei ,,já“ eða ,,nei“. Fyrir nokkrum árum sat gamall Stað- dælingur í bíl á bökkum Staðarár og horfði á son sinn og sonarson stunda veiðar í ánni. Bar þá að tvær konur á jepplingi með hús- vagn í eftirdragi. Stönsuðu þær og komu út úr bílnum ábúðarmiklar í fasi og spurðu gamla manninn hvort þetta væri leiðin upp á Steingrímsfjarðarheiði. Gamli maðurinn tók sér góða stund í að svara, en svaraði svo: ,,Það fer það víst flest.“ Kæri vinur. Ég þakka þér fyrir allar þær fróðleiks- og ánægju- stundir sem við áttum saman. Guð blessi þig. Sigmar B. Hauksson. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is 10-50% afsláttur TILBOÐ á legsteinum, fylgihlutum og uppsetningu Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, INGVI GUÐJÓNSSON, Álfalandi 7, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakots sunnu- daginn 22. janúar. Útför hans fer fram í Fossvogskirkju, miðvikudag- inn 1. febrúar kl. 15:00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Þóra Magnúsdóttir, Kristín Ingvadóttir, Hilmar Karlsson, Magnús Ingvason, Guðrún Agnes Þorsteinsdóttir, Katrín Lovísa Ingvadóttir, Páll Baldvin Baldvinsson og afabörn, Hólmfríður K. Guðjónsdóttir og Böðvar Valtýsson. Elskuleg systir mín, JÓHANNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR, lést miðvikudaginn 11. janúar á Hrafnistu við Kleppsveg, Reykjavík. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Jóhannes Sigurbjörnsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, AÐALBJÖRG AÐALSTEINSDÓTTIR frá Þingeyri, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík mið- vikudaginn 1. febrúar kl. 15.00. Jónína K. Jensdóttir, Matthías Matthíasson, Kristjana Petrína Jensdóttir, Loftur Andri Ágústsson, Guðmundur K. Jensson, Guðmunda Steingrímsdóttir og aðrir aðstandendur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINBJÖRN BENEDIKTSSON, fyrrv. stöðvarstjóri Pósts og síma, Hraunprýði, Hellissandi, lést á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 26. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Óttar Sveinbjörnsson, Guðlaug Íris Tryggvadóttir, Friðbjörn Jón Sveinbjörnsson, Erla Benediktsdóttir, Benedikt B. Sveinbjörnsson, Eggert Þór Sveinbjörnsson, Soffía Dagmar Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRA STEFÁNSDÓTTIR, Þorragötu 9, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi fimmtudaginn 26. janúar. Haraldur Björnsson, Stefán Haraldsson, Guðjón B. Haraldsson, Karólína M. Jónsdóttir, Anna S. Haraldsdóttir, Sigurður Snorrason, Þóra Sigurðardóttir, Snorri Sigurðsson, Haraldur Björnsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.