Morgunblaðið - 29.01.2006, Page 58

Morgunblaðið - 29.01.2006, Page 58
58 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólafur Sigurðs-son fæddist í Hafnarfirði 15. júní 1918. Hann andaðist á Vífilsstöðum föstudaginn 20. jan- úar síðastliðinn. Ólafur var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Fjóla Hermannsdóttir, d. 1952. Þau eignuðust þrjú börn, þau eru: Guðrún Ólafsdóttir, f. 1946, gift Herði H. Garðarssyni, þau eiga þrjú börn og fimm barna- börn. Hermann Ólafsson, f. 1947, kvæntur Jóhönnu Þorvaldsdóttur. Þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. Sigurður Ólafsson, f. 1950, sambýliskona Hildisif Björgvinsdóttir. Sigurður á eina dóttur úr fyrra hjónabandi. Seinni kona Ólafs var Hulda Jóna Hávarðardóttir en þau skildu 1980. Þau eignuðust þrjá syni og eru þeir: Hilmar Dagbjartur Ólafsson, f. 1955, kvæntur Jóhönnu Egilsdóttur og eiga þau fjögur börn og tvö barnabörn. Ólafur Ólafsson, f. 1964. Hlynur Ólafs- son, f. 1967, kvænt- ur Sólborgu Guð- mundsdóttur og eiga þau fjórar dæt- ur og eitt barna- barn. Fyrir átti Hulda einn son sem Ólafur ól upp, Reyni Örn Eiríksson. Ólafur gekk í Samvinnuskólann og vann við ýmis störf en lengst vann hann hjá Olíufélaginu, í 38 ár, allt þar til hann hætti störfum sjötugur að aldri. Síðustu tvö ár hefur Ólafur búið á elliheimilinu á Vífilsstöðum. Útför Ólafs fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Elsku afi, núna ertu farinn og kemur aldrei aftur. Það eina sem við fáum að halda eftir eru minn- ingar og frábærar stundir sem við áttum með þér. Að eiga afa einsog þig var æð- islegt, þú varst svona ekta afi. Ein- mitt einsog afar eiga að vera, alltaf með eitthvað sniðugt, ef það var ekki nammi, einhver brögð þá voru það sögurnar sem ég hélt alltaf svo mikið uppá. Rétt áður en ég átti að fermast sagðirðu mér sögu af því þegar þú varst ungur og sast uppá kirkjulofti með Kalla og varst að kasta steinum í prestinn. Síðan var það líka þegar mamma þín fór með þig og Kalla á hestbaki uppí sveit, og það tók ykkur þrjá daga, mér fannst það ansi merkilegt! Það er ömurlegt að geta ekki lengur haft neinn afa til að heimsækja og gera líf manns enn áhugaverðara. Nú verða víst ekki fleiri afakarmellur, sódastrím eða flatkökur og kókó- mjólk. Ekki einu sinni harðfiskur með smjöri, sem tekur á móti manni þegar maður kemur í heim- sókn á næstu tímum. Við söknum þín svo mikið og vildum að lífið væri ekki svona ósanngjarnt. Við komum saman einn daginn og ákváðum að telja upp nokkrar góðar minningar um þig en þær komu svo fljótt að það var varla hægt að koma þeim öllum niður á blað, þetta segir mörgum bara það hvað þú varst æðislegur og leitt að missa. Marín man eftir því þegar hún var yngri og þið tvö voruð allt- af að fara í búðina. Eitt sinn keyrðu þið á rauða skodanum uppí 10/11 í Engihjalla og ætluðuð að kaupa í matinn, þegar það var búið drógstu Maríni inní nammideildina og baðst hana að velja eitt stykki. Hún valdi sér súkkulaði, síðan var komið að því að borga byrjaði Marín að fá sér bita af súkkulaðinu, þá allt í einu stóð hann í kokinu á henni, hún hóstaði og náði varla andanum, þá kom einhver kona og byrjaði að hrista hana til og beyta ýmsum brögðum. Loks náði Marín að hósta þessu upp, þá kemur þú í sömu andrá með kókómjólk í hendinni og sagðir ,,Ég ætlaði nú bara að sækja kókómjólk handa þér“. Þetta er svo fyndið, og ég veit svo sannarlega að þú vilt ekki hafa okkur grátandi einsog kornabörn, heldur eigum við að brosa og hafa það gaman. En minningarnar verða enn fleiri og fleiri. Þú í köflóttu skyrtunni þinni, með derhúfuna á skodanum. Eða gamli herjeppinn sem þú gast einungis ferðast á á sumrin. Þegar þú fluttir í Smárann breyttist margt, það var styttra fyr- ir Maríni og systur hennar að kíkja oftar í heimsókn til þín og fá sér flatköku og kókómjólk. Svo var öll- um pappír eytt með því að skreyta veggina þína, og þegar pappírinn var búinn var byrjað að teikna á servíettur, þetta var allt hengt upp og þegar maður kom í heimsókn sá maður að þú áttir þína aðdáendur! Þú varst líka snillingur í því að gera sódastrím, það var alger snilld að koma í heimsókn til afa og fá sér sódastrím. Eftir veikindin þín á tíma, gerðistu kókisti og varst án efa verri heldur en unglingar nú á dögum, það var kók sem lagaði allt hjá þér, ég og Marín hlógum oft af þér. Eldri maður að drekka kók, við ætluðum bara að bíða og sjá hve- nær við mættum bjóða þér pizzu! Það er æðislegt að geta bara hlegið og haft gaman af þessu, þó að sökn- uðurinn segi oft til sín. Okkur langar bara að þakka fyrir æðislegar og ógleymanlegar stund- ir. Og okkur þykir endanlega vænt um þig og munum aldrei gleyma hversu yndislegur þú varst. Þín barnabörn, Linda Ósk Hilmarsdóttir, Marín Ósk Hlynsdóttir. ÓLAFUR SIGURÐSSON Lágvaxinn, grann- ur og fíngerður. Snjó- hvítt hár og gleraugu á nefinu. Teinréttur. Hvítur stafur við hönd. Óaðfinnanlega klæddur, allt- af í skyrtu. Snyrtipinni. Afi Magn- ús. Afi Magnús á Erluhrauninu og Tómasarhaganum. Afi Magnús á Selfossi og á Aflagrandanum. Afi Magnús á Eir. Við eigum margar ljúfar og góðar minningar um afa Magnús. Hann var alveg sérlega dagfarsprúður maður og ekki hægt að segja að mikið hafi farið fyrir MAGNÚS MÁR LÁRUSSON ✝ Magnús MárLárusson fædd- ist í Kaupmanna- höfn 2. september 1917. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 15. janúar síð- astliðinn og var jarðsunginn í kyrr- þey 24. janúar. honum. En það sem hann kunni og vissi. Skopskynið og hlátur- rokurnar ótrúlegar. Afi og vindlarnir. Sælkerinn afi. Fræði- maðurinn afi. Skrif- stofan hans afa, helgi- dómurinn, bækur upp um alla veggi og skrattinn á skrifborð- inu. Lítil börn féllu í stafi við það eitt að stíga þar inn fæti. Ósjaldan stolist til að kíkja inn og prufa stækkunarglerið, horfa á bækurnar og koma við skrattann. Lyktin þar inni engu lík. Afi sem átti sænska móður og íslenskan föður. Fæddur í Kaupmannahöfn og afar stoltur af sínum uppruna. Afi sem elskaði Svíþjóð og allt sænskt. Afi sem var bara afi í augum lítilla barna. Afi sem okkur þótti svo vænt um og honum þótti vænt um okkur. Allar heimsóknirnar hans og ömmu til okkar norður í land. Alltaf leyndist súkkulaði hjá afa því afi var jú heimsins mesti sælkeri. Einn dag- inn er vöfflujárnið tekið fram heima hjá börnunum og bakaðar vöfflur því forsetinn hafði gefið afa fína viðurkenningu. Þann dag átt- uðu börnin sig á því að afi var merkilegur maður. Ekki bara í okkar augum heldur svo margra annarra líka. Afi var guðfræðingur, sagnfræðingur, kennari, rannsókn- armaður, vísindamaður, skrifaði greinar í blöð og bækur. Passaði upp á að við glötuðum ekki þjóð- ararfinum okkar. Afi var fræðimað- ur fram í fingurgóma. Og svo afi Magnús og amma Maja. Leiddust saman í gegnum lífið í meira en hálfa öld. Yndislegi afi og yndislega amma. Ástúð og hlýja, faðmlög og knús. Fallega heimilið þeirra var síðast í Vest- urbænum. Hátt uppi þar sem ynd- islegt var að sitja og horfa út á sjó- inn. Heima hjá afa og ömmu þar sem allt var svo fínt og fágað og fallegir hlutir út um allt. Ruggu- stóllinn og stóra klukkan. Alltaf eitthvað gott í litla og stóra maga. Alltaf þessi góða afa og ömmu lykt. Afi og amma sem áttu tvær dætur og þrjá syni og nú heilan her af af- komendum. Afi Magnús var einstakur maður. Hann lét ekki augnsjúkdóm stoppa sig í því að gera það sem honum datt í hug. Duglegi afi og stundum þveri afi. Afi sem flutti á Eir þegar amma dó. Afi sem alltaf kættist þegar honum voru færðar smákök- ur eða eitthvert annað gotterí. Átti það til að gleyma að taka bréfið ut- an af súkkulaðimolanum. Afi sem saknaði ömmu. Nú hefur afi kvatt okkur og við erum þess fullviss að nú haldi þau áfram að feta veginn, hönd í hönd, afi Magnús og amma Maja. Með djúpri virðingu kveðjum við. Megi afi Magnús hvíla í friði. Ragnheiður María, Magnús Már og Steinunn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, SIGURÐAR JÓNSSONAR, Álfaskeiði 127, Hafnarfirði. Sigríður Sesselja Oddsdóttir, Lára Björk Sigurðardóttir, Sigursteinn Björn Sævarsson, Sigríður Þórunn Ragnarsdóttir, Birna Björk Sigursteinsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, ömmu og lang- ömmu, ÁSLAUGAR ÞORFINNSDÓTTUR, Stellu, Hrafnistu, Reykjavík, áður Sogavegi 142. Hólmfríður Kristjánsdóttir, Magnús Óskar Kristjánsson, Lilja Kolbrún Kristjánsdóttir, Hafliði Árnason, Þorfinnur Kristjánsson, Sigríður Margrét Kristjánsdóttir, Páll Helgason, Þórunn Jóna Kristjánsdóttir, Valdimar Guðmundsson, Kristín Kristjánsdóttir, Hjalti Bjarnason, Bryndís Kristjánsdóttir, Erling Viðar Guðlaugsson, ömmubörn og langömmubörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts ástkærrar dóttur minnar, móður okkar, systur, tengdamóður og ömmu, BJARNFRÍÐAR H. GUÐJÓNSDÓTTUR (Fríðu), Orrahólum 7, Reykjavík. Lára Hjartardóttir, Ester Gísladóttir, Haukur Barkarson, Eyrún Helga Jónsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Elva Rut Jónsdóttir, Erna Ósk Guðjónsdóttir, Þórdís M. Guðjónsdóttir, Margeir Elentínusson, Lára Samira Benjnouh, Yann Le Pollotek, Telma Rún, Mikael Elí og Sóley Nadia. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður og afa, JÓHANNESAR KR. ÁRNASONAR, Suðurengi 33, Selfossi. Sérstakar þakkir til Ágústs Sverrissonar og starf- sfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Selfossi fyrir hlýhug og umönnun. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Einarsdóttir, Árný Jóna Jóhannesdóttir, Kjartan Kristófersson, Sveinn Borgar Jóhannesson, Guðbjörg J. Tómasdóttir, Eyja Þóra Einarsdóttir, Jóhann G. Frímannsson, Jóhann G. Guðmundsson og barnabörn. Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju vegna fráfalls elskulegs eigin- manns, föður, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR S. MAGNÚSSONAR. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks 4B, Hrafnistu, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Kristín Þóra Gunnsteinsdóttir, Geir Magnússon, Kristín Björnsdóttir, Helgi Magnússon, Guðlaug Guðjónsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Jóhannes Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR DANÍELSDÓTTUR REID, Öldugötu 37, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til deildar 3 á Sólvangi fyrir frá- bæra umönnun og elskulegheit á meðan Kristín dvaldi hjá þeim. Guð blessi ykkur öll. Ronald H. Reid og aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.