Morgunblaðið - 29.01.2006, Page 70

Morgunblaðið - 29.01.2006, Page 70
70 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ F U N VELJIÐ HÉR AÐ NEÐAN KVIKMYNDAHÚS OG SÝNINGARTÍMA SEM**** eeee Ó.Ö.H. / DV eee D.Ö.J. / Kvikmyndir.com Sími - 564 0000Sími - 462 3500 N ý t t í b í ó Mögnuð hrollvekja sem fær hárin til að rísa! eeee HJ / MBL eeee Dóri DNA / DV FUN WITH DICK AND JANE kl. 1.45, 3.45, 5.50, 8 og 10.10 FUNWITH...ANDJANE Í LÚXUS kl. 1.40, 3.45, 5.50, 8 og 10.10 THE FOG kl. 8 og 10.10 B.I. 16 ÁRA BROKEBACK MOUNTAIN kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 2, 4, og 6 HOSTEL kl. 8 og 10.10 B.I. 16 LITTLE TRIP TO HEAVEN kl. 6 B.I. 14 DRAUMALANDIÐ kl. 2 og 4 FUN WITH DICK AND JANE kl. 6, 8 og 10 THE FOG kl. 10.40 B.I. 16 ÁRA CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 4 (400kr) DRAUMALANDIÐ kl. 3.40 (400kr) MEMOIRS OF A GEISHA kl. 5.20 og 8 Sími 553 2075 STÓRKOSTLEG SAGA UM ÁSTIR OG ÁTÖK BYGGÐ Á HINNI ÓGLEYMANLEGU METSÖLUBÓK EFTIR ARTHUR GOLDEN 6BAFTA TILNEFNINGARM.A. BESTA AÐALLEIKKONA BESTA TÓNLISTIN, JOHN WILLIAMS GOLDEN GLOBE VERÐLAUN eee Kvikmyndir.com eee Kvikmyndir.is eee Rolling Stone eee Topp5.is Þegar þokan skellur á…er enginn óhultur! THE FOG FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Fyrir tveimur vikum rakti égþá sögu er ég rakst á bassa-leikarann í Rammstein fyrir hreina tilviljun á jólamarkaði í Berlín. Það kúnstuga stefnumót átti upprunalega að vera inngangur að grein þeirri sem hér fer á eftir, vangaveltum um hljómsveitina Rammstein, samfélagslega stöðu hennar hér í Þýskalandi og svo framvegis. Fyrr en varði var inn- gangurinn hins vegar orðinn að sjálfstæðri grein – eins lags míkró- félagsfræðilegri rannsókn á tengslum aðdáenda og þeirra sem þeir dýrka og dá. En svo við höldum okkur nú við upprunalega markmiðið (ég lofa að klára verkefnið í þetta sinn!) fannst mér það eilítið táknrænt hversu Oliver (þ.e. bassaleikarinn) var feiminn og nánast var um sig þegar hann hitti mig. Það kæmi mér ekk- ert á óvart þótt hann þurfi raun- verulega að fara huldu höfði í heimalandinu, þar sem hljómveit hans er „persona non grata“ hér og í raun hægt að tala um hálgerða úlfúð í hennar garð.    Þegar ég kom til Berlínar í hausthélt ég að Rammstein væri „hometown heroes“, líkt og Sigur Rós heima, Replacements í Minneapolis o.s.frv. Ný plata sveit- arinnar, Rosenrot, átti að koma út í endaðan október og ég átti von á því að Berlín – nei allt Þýskaland – yrði veggfóðrað með gríðarstórum veggspjöldum vegna þessa merk- isviðburðar. Ég sá ekki eitt veggspjald. Hins vegar voru Robbie Williams- tónleikar auglýstir grimmt, Dylan- tónleikar, safnplata með Bryan Adams … eiginlega allt nema þessi tiltekna Rammstein-plata. Þegar ég fór að gaumgæfa þetta nánar fór ég að sjá hversu barnalegt það var af mér að gera ráð fyrir því að Ramm- stein, ein vinsælasta rokksveit Þjóðverja frá upphafi, nyti virðing- arstöðu í heimalandinu. Þjóðverj- inn „meikar“ einfaldlega ekki sveit- ina og sópar henni óðar undir teppi þegar á hana er minnst. Hver er ástæðan? Meginástæðan er auðvitað dufl Rammstein við nasisma, en pervertismi og önnur bannhelgi sem sveitin hefur tekist á við frá upphafi ferils síns hefur ábyggilega eitthvað að segja líka. Þjóðverjar virðast að minnsta kosti ekki hafa húmor fyrir þessum hlut- um, eða vilja hreinlega ekki meta þann vinkil sem sveitin tekur á þessa hluti. Bretar t.a.m hafa sömu- leiðis engan húmor fyrir Ramm- stein en Pólverjar (og Austur- Evrópubúar almennt), Íslendingar og Mexíkóar eru með hana á stalli. Ég held að nasisminn, það er að segja hvernig Rammstein ýjar að þáttum hans og merkingu, hafi þó langmest að segja hvað óvinsældir hennar varðar hér. Eðlilega. Breyt- ir þar engu um að Rammsteinliðar sjálfir líta á þessa þætti í tónlist sinni og sköpun (myndbönd Ramm- stein eru t.d. ávallt áhrifamikil) sem leikhús. Þeir persónulega eru hvorki nasistar né leðurhommar. Nasisminn truflar því að leður, gaddar og afbrigðilegt kynlíf lifir góðu lífi í Þýskalandi og því skrítið að þeir þættir skuli eitthvað trufla Þjóðverjann. Eða hvað? Líkt og hjá Bretunum er þetta mikið til nið- urbælt, og það að Rammstein sveifli þessu öllu svona óhikað framan í landa sína sem aðra gengur bara ekki upp. Þjóðverjar skammast sín fyrir Rammstein.    Það er því ekki nema von aðÞjóðverjar vilji lítið tala um þessa sveit sína. Ætli þetta sé ekki svipað og að (setjið inn hallærislega íslenska sveit eftir smekk) væri þekktasta íslenska sveitin í útlönd- um? Maður væri lítið til í að monta sig af slíku en það er ekkert mál að halda langar ræður um Sigur Rós, Björk og múm og jafnvel láta fljóta með að maður hefði nú séð þetta lið á barnum um daginn. Enginn er spámaður í sínu föð- urlandi. Þetta máltæki átti vel við um Sigur Rós og Sykurmolana í upphafi ferils þeirra, en þetta hefur aðra merkingu og skuggalegri í til- felli Rammstein. Á hitt ber svo að líta að ungir Þjóðverjar eru í meira mæli en áður farnir að takast á við þessa erfiðu fortíð sína eins og sjá má í kvikmynd eins og Der Unter- gang og á dögunum sá ég auglýst brúðuleikhús, þar sem Hitler var ein af dúkkunum. Rammstein-menn horfast skammlaust í augu við þessa sögu Þýskalands, setja hana í gróteskan grínbúning, sem er er vel þekkt leið til að hreinlega komast í gegnum erfiða hluti í lífinu. Það er samt ómögulegt fyrir útlending að segja til um hversu erfitt þetta er fyrir hinn almenna Þjóðverja, en seinni heimsstyrjöldin liggur ekki bara eins og mara á þjóðarsálinni heldur liggja afleiðingar hennar eins og milljón ósýnilegir þræðir í gegnum allt samfélagið. Rammstein eru því að strá salti í sárin hér í landi – enn sem komið er – og uppskera líka eftir því. Enn af Rammstein ’Ég held að nasisminn,það er að segja hvernig Rammstein ýjar að þátt- um hans og merkingu, hafi þó langmest að segja hvað óvinsældir hennar varðar hér.‘ Þjóðverjar skammast sín fyrir Rammstein, að mati pistlahöfundar. arnart@mbl.is AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.