Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 1
H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 2 3 7 4 Við réttum þér hjálparhönd við bílakaup Hafðu samband í síma 440 4400 eða kynntu þér málið á glitnir.is. Að ruglast í ríminu John Rack segir Sigrúnu Ásmundar ýmislegt um dyscalculiu | Daglegt líf Vel klæddir herrar í París Lágstemmdur glamúr, gráir litir og fötin frekar ríflega sniðin | 40 skuli haft á ákvörðun launa dómara. ,,Ég veit ekki hvaða hug stjórn félagsins hefur í þessu en mín afstaða er alveg skýr,“ segir Guðjón. „Á gamlársdag talaði ég við stjórnarmenn í Dóm- arafélaginu og nefndi það þá strax að ef félagið færi ekki í mál, þá myndi ég gera það. Mín skoð- un hefur ekkert breyst. Hún hefur bara styrkst,“ segir hann. Stjórnskipulegur vandi Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardóm- ari skrifar grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann segir þá aðgerð ríkisstjórnar og Alþingis að afnema úrskurð Kjaradóms með lögum að því er varðar dómara, vanhugsaða og óábyrga. GUÐJÓN St. Marteinsson, dómari við Héraðs- dóm Reykjavíkur, ætlar að höfða mál á hendur ríkinu vegna afnáms úrskurðar Kjaradóms, geri Dómarafélag Íslands það ekki. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins eru fleiri dómarar sama sinnis og Guðjón. Eins og fram kom fyrir helgi ákvað fé- lagsfundur Dómarafélags Íslands að fresta ákvörðun um málsókn á hendur stjórnvöldum vegna afnáms ákvörðunar Kjaradóms að svo stöddu. Var stjórn félagsins falið að efna til við- ræðna við stjórnvöld um hvaða fyrirkomulag Jón Steinar segir hins vegar dómara ekki eiga auðvelt með að leita lögverndaðs réttar með málsókn. Ef mál yrði höfðað gæti enginn fast- skipaður dómari dæmt. Þeir yrðu allir vanhæfir. Augljós vandkvæði væri einnig á því að dóms- málaráðherra skipaði aðra í staðinn þar sem hann tekur líka laun eftir ákvörðunum Kjara- dóms. Helst kæmi til greina að skipa starfandi lögmenn til að dæma um þetta en það væri samt varla heppilegt, því lögmennirnir eigi eftir að flytja mál umbjóðenda sinna fyrir þeim sömu dómurum og eiga hagsmuni undir dómsniður- stöðunni. Við blasi því að úr þessu yrði stjórn- skipulegur vandi, sem vandséð sé hvernig leysa ætti úr svo vel færi. Dómarar ætla í mál Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is  Guðjón St. Marteinsson dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur: ,,Ég veit ekki hvaða hug stjórn félagsins hefur í þessu en mín afstaða er alveg skýr“ Brussel. AFP. | Ursula Plassnik, utanríkisráð- herra Austurríkis, sem nú er í forsvari fyrir Evrópusambandið, for- dæmdi í gær hótanir í garð Dana í deilunni út af teikningum af Mú- hameð spámanni en sagði, að fara yrði var- lega þegar trúarbrögð væru annars vegar. Sagði hún tjáningar- frelsið einn af hornsteinum sambandsins. Carsten Juste, aðalritstjóri Jyllands- Posten, sem fyrst birti teikningarnar, baðst í gær afsökunar á að hafa móðgað múslíma en sagði, að afsökunin tæki aðeins til þess. Með tilliti til danskra laga um tjáningar- frelsi, gæti hann ekki beðist afsökunar á að hafa birt teikningarnar. Í Danmörku hefur deilan kynt undir óvild í garð múslíma og nú eru danskir tölvu- þrjótar hvattir til að ráðast gegn vefsíðum arabískra fjölmiðla. Þá vilja sumir, að fólk sniðgangi verslanir í eigu múslíma. Hafa ýmsir múslímar áhyggjur af þessu og ótt- ast, að það geti einangrað þá enn frekar. Jyllands- Posten biðst afsökunar Danskir múslímar hafa áhyggjur af æsingunum  Dönum bannað | 16 Ursula Plassnik Madrid. AP. | Hægrimenn og stjórnarandstæð- ingar á Spáni setja sig aldrei úr færi að ráðast á forsætisráðherrann og jafnaðarmanninn Jose Luis Rodriguez Zapatero og nú eru þeir í miklum vígamóð. Þeir halda því fram, að hann hafi gerst brotlegur við lög með því að reykja á skrifstofu sinni. Vitað er að Zapatero reykir þótt lítið hafi sést til hans við þá iðju en 1. janúar sl. gengu í gildi lög, sem banna reykingar á opinberum stöðum og þá að sjálfsögðu einnig á skrifstofum forsætisráðherrans. Nú fullyrða þingmenn Þjóðarflokksins, að þar hafi Zapatero þó reykt og hafa þeir hafið sérstaka rannsókn á því. Verður þetta aðalmálið þegar Zapatero verður til svara á þingi nú í vikunni. Hvar reykti Zapatero? Zapatero ÓLAFUR Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, ætlar að láta reyna á ástand sitt þegar Ís- lendingar mæta Rússum í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í St. Gallen í Sviss í dag og hefst kl. 14.45 að íslenskum tíma. Ólafur varð fyrir meiðslum gegn Serbum í fyrsta leiknum í riðlakeppninni. Hann fékk þungt högg á síðuna og gat ekki verið með í leiknum á móti Dönum og ákveðið var að hvíla hann í Ungverjaleiknum í fyrradag. „Ég verð aumur í brjóstinu næstu tvær vikurnar en ég held að læknar og sjúkraþjálfarar geti hjálpað mér til þess að ég geti leikið án verkja – en á milli leikja verð ég eflaust með verki eins og ég hef verið með undanfarna daga,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið í gær. | Íþróttir Ólafur verður með gegn Rússum Ólafur Stefánsson ætlar að láta reyna á ástand sitt í landsleiknum gegn Rússum á EM í Sviss í dag. ♦♦♦ Íþróttir í dag EM í Sviss  Viggó kallaði á Ásgeir Örn  Tiger Woods bestur í bráðabana STOFNAÐ 1913 30. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is „ÞETTA var æðislegt og klárlega það besta sem ég hef gert,“ sagði Hulda Jónasdóttir, 17 ára stúlka frá Hafnarfirði, sem hljóp í gær með ólympíukyndilinn í gegnum borgina Como á Ítalíu en Vetr- arólympíuleikarnir, sem fara fram í Tórínó, hefjast 10. febrúar næstkomandi. Hulda hefur dvalið síðustu fimm mánuði í Como sem skiptinemi á vegum AFS. „Frægur ítalskur hlaupari hljóp með kyndilinn á undan mér. Ég tók við eldinum og hljóp með hann eftir aðalgötunni. Þetta var smáspölur en mjög mikil upp- lifun,“ segir Hulda. Hulda segir að vegna hins þekkta hlaupara sem hljóp á und- an henni hafi margir fjölmiðla- menn verið á staðnum. „Vinir mínir tóku líka myndir og tveir blaðamenn tóku viðtal við mig,“ bætir hún við. En var ekkert erfitt að bera kyndilinn? „Hann var dálítið þungur, ég bjóst ekki við því að hann væri alveg svona þungur, svo það kom á óvart,“ segir Hulda, sem bætir við að þrátt fyr- ir þetta hafi hlaupið gengið ljóm- andi vel. Hulda Jónasdóttir hljóp með ólympíukyndilinn í borginni Como á Ítalíu Það besta sem ég hef gert Ljósmynd/Valeria Pozzi Hulda Jónasdóttir tekur við eldinum í Como í gær úr hendi ítalska hlauparans Alberto Cova.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 30. tölublað (31.01.2006)
https://timarit.is/issue/284109

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

30. tölublað (31.01.2006)

Aðgerðir: