Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið SALKA VALKA Fi 2/2 kl. 20 AUKAS. Fi 16/2 kl. 20 AUKAS. WOYZECK AUKASÝNINGAR Lau 11/2 kl. 20 Su 12/2 kl. 20 Fö 17/2 kl. 20 Lau 18/2 kl. 20 KALLI Á ÞAKINU Lau 4/2 kl. 14 UPPS. Su 5/2 kl. 14 UPPS. AUKASÝNING Su 5/2 Kl. 17. CARMEN Fö 3/2 kl. 20 Lau 4/2 kl. 20 Fö 10/2 kl. 20 Su 19/2 kl. 20 Lau 25/2 kl. 20 UPPS. Fö 3/3 kl. 20 RONJA RÆNINGJADÓTTIR Lau 11/2 kl. 14 FORSÝNING UPPSELT Su 12/2 kl. 14 FRUMSÝNING UPPSELT Lau 18/2 kl. 14 Su 19/2 kl. 14 Nýja svið/Litla svið MANNTAFL Fö 3/2 kl. 20 AUKASÝNING ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 16/2 kl. 20 UPPS. Fö 17/2 kl. 20 UPPS. Lau 25/2 kl. 20 UPPS. Su 26/2 kl. 20 BELGÍSKA KONGÓ Mi 1/2 kl 20 UPPS. Lau 4/2 kl. 20 UPPS. Su 5/2 kl. 20 UPP. Fi 9/2 kl. 20 UPPS. Fö 10/2 kl. 20 Lau 11/2 kl. 20 Lau 18/2 kl. 20 Su 19/2 kl. 20 GLÆPUR GEGN DISKÓINU Fi 2/2 kl. 20 Su 12/2 kl. 20 Mi 1/3 kl. 20 NAGLINN Fö 3/2 kl. 20 Lau 4/2 kl. 20 Lau 11/2 kl. 20 Su 12/2 kl. 20 Sýnt á NASA við Austurvöll Miðvikudagur 1. febrúar - Uppselt Fimmtudagur 2. febrúar - Örfá sæti Föstudagur 3. febrúar - Örfá sæti Laugardagur 4. febrúar - Örfá sæti Sunnudagur 5. febrúar - Uppselt Miðvikudagur 8. febrúar - Uppselt Fimmtudagur 9. febrúar - Örfá sæti Húsið opnar kl. 20:00 - Sýningar hefjast kl. 20:30 Miðasala í verslunum Skífunnar, www.midi.is og í síma: 575 1550 Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is Fullkomið brúðkaup Fös. 3. feb. kl. 20 Örfá sæti laus Lau. 4. feb. kl. 19 Örfá sæti laus Lau. 4. feb. kl. 22 AUKASÝNING Fös. 10. feb.kl. 20 Nokkur sæti laus Lau. 11. feb.kl. 19 Nokkur sæti laus Lau. 11. feb.kl. 22 AUKASÝNING Lau. 18. feb kl. 20 UPPSELT Lau. 18. feb kl. 22 AUKASÝNING Síðustu sýningar! Miðasala opin allan sólarhringinn á netinu. Allir norður! Miðasalan opin virka daga kl. 13-17 og frá kl. 15 á laugardögum.                                      ! "                !"   # $% #    $  # % &   # $  #   ' $  # % (   # $  # )))     *    & ' (( )!""                       ! "# $ %&  '&  ( )    *  &)+,)+-     & ! # #) FÖS. 3. FEB. kl. 20 LAU. 4. FEB. kl. 20 FÖS. 10. FEB. kl. 20 LAU. 11. FEB. kl. 20 MIND CAMP eftir Jón Atla Jónasson FIM. 2. FEB. SUN. 5. FEB. EF eftir Valgeir Skagfjörð/ Einar Má Guðmundsson VESTMANNAEYJAR ÞRI. 21. FEB KL. 9 - UPPSELT KL. 11 - UPPSELT KL. 18 - UPPSELT Námsmenn og vörðufélagar frá miðann á 1000 kr. í boði Landsbankans TAKMARKAÐUR SÝNINGARFJÖLDI Maraþonhlaup fiðluleikara Hljómsveitarstjóri ::: Carlos Kalmar Einleikari ::: Rachel Barton Joseph Joachim ::: Fiðlukonsert nr. 2 Sergej Prokofíev ::: Sinfónía nr. 6 FIMMTUDAGINN 2. FEBRÚAR KL. 19.30 gul tónleikaröð í háskólabíói SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Í RÖSKA tvo áratugi hefur Hallveig Thorlacius starfrækt eins-manns leikhúsið Sögusvuntuna. Fyrir skemmstu fór Hallveig í leikför um Svíþjóð og flutti þar verk byggt á Eg- ils sögu Skallagrímssonar, við góðar viðtökur: „Þetta er fyrsta sýningin sem ég geri beint upp úr Íslendinga- sögunum. Verkið hef ég flutt í skólum vítt og breitt um landið og var í kjöl- farið boðið að ferðast með sýninguna til Svíþjóðar,“ segir Hallveig. Langur aðdragandi hefur verið að verki Hallveigar: „Ég var lengi að safna kjarki og kröftum til að gera einhverri af Íslendingasögunum skil. Ég var samt ákveðin í að gefast ekki upp því þær eru svo mikilvæg und- irstaða okkar menningar, og sumir segja jafnvel að sjálfstæði þjóð- arinnar megi rekja til þessa sagna- arfs. Ef við berum ekki gæfu til að kynna nýjum kynslóðum þessar sög- ur erum við kannski að stíga skref afturábak,“ útskýrir Hallveig. „Ég sá fyrir mér að brúðuleikhús væri miðill sem myndi henta mjög vel til að kynna þennan menningararf fyrir börnunum.“ Arfur sem hlúa þarf að Að fræða yngsta fólkið um íslensku fornsögurnar er enda í samræmi við það starf sem Hallveig hefur unnið undir merkjum Sögusvuntunnar: „Nafnið segir nokkuð til um tilganginn, en ég vil heiðra formæður okkar sem sögðu sögur í eldhúsinu. Það hefur aldrei þótt merkilegt á Íslandi að segja sögur, því það hefur verið eins og fiskurinn í sjónum: alltaf nóg af þessu. En nú er kannski hætta á ferð, að við sem sögu- þjóð gætum glatað þessari hefð þegar börnin horfa svona mikið á myndbönd og sjónvarp. En með sögu- manninum fæst nálægð sem tæknibrellur geta aldrei komið í staðinn fyrir.“ Lengi vildi Hallveig fást við Njálu, en þótti þó fullhátt fjall að klífa, eins og hún orðar það sjálf. Það gerðist þá að Egluáhugamenn úr Borgfirði komu að máli við Hallveigu og hvöttu til að búa til brúðuleiksýningu um Egil. Við hæfi barna Það reyndist þó vandasamt verk að búa til barnavænt leikrit um ævintýri Egils: „Þetta er blóðug saga og við Þórhallur Sigurðsson, leikstjóri verksins, vorum lengi búin að liggja yfir þessu en fundum ekki réttu leið- ina fyrr en það gerðist að ég sótti trúðanámskeið. Ég lærði til trúðs og um leið og ég set upp rauða nefið og gerist sögumaður get ég sagt börnunum þessa hryll- ingssögu. Þetta reynd- ist vera lausnin og nú finnst mér að ég gæti tekið Njálu og fleiri sög- ur, – hvað sem ég nú geri næst.“ Sýning Hallveigar féll vel í kramið hjá Sví- um en verkið flutti hún á sænsku. Hún sýndi í Uppsölum, Jönköping og Gautaborg og segir verkið hafa höfðað bæði til ungra sem aldinna. Sýningin er stutt – mið- ast við lengd einnar kennslustundar – og verkið flutt á vönduðu nútímamáli en ekki með fornum hætti. Einblínt er á ævi Egils og þannig hægt að búa verkið með góðu móti í svo knappt form. „Þetta var vel heppnuð útrás og liggur kannski beint við, því Egla gerist í ýmsum löndum, þar á meðal Svíþjóð, enda var Egill víðförull. Ég get því, ef svo ber undir, lagt meiri áherslu á þá söguhluta sem gerast ut- an Íslands og höfðað betur til áhorf- enda á hverjum stað.“ Hallveig segist því stefna á fleiri ferðir með Egil út fyrir landsteinana en næstu vikur mun Egill skemmta sér við að að heimsækja skólabörn austur á fjörð- um. Egill í útrás Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Hallveig Thorlacius í hlutverki sögumannsins í brúðuleikritinu um Egil Skallagrímsson. HÖFUNDUR þessarar bókar, sem er Svisslendingur, er mörgum vel kunnur hér á landi. Fyrir tæpum 50 árum kom hann fyrst hingað til lands og heillaðist þá svo af landi og þjóð, að hann hefur haldið tryggð við það síðan. Hann hefur verið óþreytandi við að fræða menn um Ísland og þekktast rita hans er bókin Island. Feuerinsel am Polarkreis, sem kom út fyrir um 30 árum. Sú bók hefur reynzt notadrjúg mörgum ferða- manninum, en seint mun hún teljast til „undirstöðurita um náttúru Ís- lands“ eins og komizt er að orði á bókarkápu þessa rits. Í bók þeirri, sem hér liggur fyrir, rekur höfundur sig í gegnum eldgos- asögu Kötlu. Hann greinir frá öllum þekktum gosum og veltir vöngum yfir öðrum, sem hugsanlega hafa átt sér stað, og setur spurningarmerki við enn önnur. Í nær hálfa öld hefur höf- undur viðað að sér öllu efni, sem fjallar um eldgos og önnur umbrot í og við Kötlu í Mýrdalsjökli. Hér er því gríðarmikill fróðleikur saman kominn, sem unnið hefur verið úr af mikilli natni. Höfundur er augljóslega mjög vel að sér um alla staðhætti á þessu svæði og öll frásögn er nost- ursöm. Nokkur greinargóð kort eru í bókinni og margar allvel gerðar blý- antsteikningar prýða hana. Höfundur hefur ekki sjálfur stund- að jarðfræðirannsóknir, en hann hef- ur rýnt í tiltækar heimildir og víða leggur hann eigið mat á niðurstöður annarra. Sem dæmi hér um má nefna svo kallað Sturluhlaup, sem hann tel- ur, að hafi orðið um 1500 en ekki 1311 eins og almennt er álitið. Að vísu er á stundum dálítið erfitt að sjá í fljótu bragði, hvar mörk liggja á milli eigin athugana eða ályktunar höfundar og annarra, því að tilvitnanir eru ekki alltaf tilgreindar. Það skal þó skýrt tekið fram, að allra heimilda er sam- vizkusamlega getið. Annað atriði, sem vekur sérstaka athygli, er, að höfundur segir um Íslandslýsingu (Qualiscunque descriptio Islandiae), að nú sé vitað, að hún var samin af Sigurði Stefánssyni, skólameistara í Skálholti, en ekki af yfirmanni hans, Oddi byskupi Einarssyni, eins og Jakob Benediktsson færði rök fyrir, þegar lýsingin var gefin út 1971. Fróðlegt hefði verið að fá að vita, hver hefur hrakið röksemdir Jakobs, sem á sinni tíð þóttu mjög traustar. Höfundur fleygar frásögn sína af eldsumbrotum með ýmsum þjóðsögum og munnmælum af Kötlueldum. Þetta gerir það að verkum, að bókin er skemmtileg aflestrar og er að því leyt- inu ólík mörgum öðrum jarðfræði- ritum. Það kann líka að skipta hér máli, að bókin er þýdd úr þýzku, og þýðand- inn, Baldur Ingólfsson, orðar oft hlut- ina á annan hátt en jarðfræðingar hefðu gert; en verkið er ekkert síðra fyrir það. Hins vegar er æðimikið um óþarfa prentvillur í texta. Þessi bók, sem kalla má nokkurs konar heim- ildaritgerð um Kötlu, er ágætis sam- antekt og kjörin handa þeim, sem áhuga hafa á að kynna sér gossöguna. Sjálfsagt er þó ennþá margt órannsak- að í sambandi við eldstöðina og ekki síður, hvernig umhorfs var í næsta ná- grenni áður en Katla spillti löndum manna, en vitað er um allmarga bæi, sem hafa eyðzt af völdum jökulhlaupa á ýmsum tímum. Gossaga Kötlu BÆKUR Náttúrufræðirit Höfundur: Werner Schutzbach. Íslenzk þýðing: Baldur Ingólfsson. 203 bls. Út- gefandi: Lafleur. Reykjavík 2005 Katla – Saga Kötluelda Ágúst H. Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 30. tölublað (31.01.2006)
https://timarit.is/issue/284109

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

30. tölublað (31.01.2006)

Aðgerðir: