Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað-
arráðherra sagði í utandagskrárum-
ræðu á Alþingi í gær að Íslendingar
myndu standa við skuldbindingar sín-
ar gagnvart Kyoto-bókuninni á árun-
um 2008 til 2012.
Helgi Hjörvar, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, var málshefjandi um-
ræðunnar. Hann sagði að stóriðju-
áform ráðherra, sem væru reyndar
misvísandi, myndu leiða til losunar á
um tveimur milljónum tonna gróður-
húsalofttegunda árið 2012, en Íslend-
ingar hafa heimild til að losa 1,6 millj-
ónir tonna af gróðurhúsaloftteg-
undum á fyrsta skuldbindingartíma-
bili Kyoto-bókunarinnar, á árunum
2008 til 2012.
„Við í Samfylkingunni teljum að
hér sé alltof geyst farið í stóriðju-
áformum,“ sagði hann. „Við verðum
að uppfylla þær alþjóðlegu skuldbind-
ingar sem við höfum tekist á hendur
og standa að virkjunum í sátt við nátt-
úru landsins og fólkið í landinu.“
Valgerður fór í ræðu sinni yfir
stöðu mála; hún sagði að hér væru
starfrækt tvö álver; álver Alcans í
Straumsvík og álver Norðuráls á
Grundartanga. Auk þeirra væri verið
að byggja álver Fjarðaáls í Reyðar-
firði. Hún sagði enn fremur að fyr-
irtækin Alcan, Century Aluminium,
eigandi Norðuráls, og Alcoa, eigandi
Fjarðaáls, væru nú í könnunarvið-
ræðum við orkufyrirtæki, stjórnvöld
og í sumum tilfellum sveitarfélög um
þrjú möguleg verkefni. Alcan væri að
skoða stækkun álversins í Straums-
vík, Century Alumunium væri að
skoða byggingu nýs álvers við Helgu-
vík á Reykjanesi og Alcoa væri að
skoða byggingu nýs álvers á Norður-
landi. Fyrsti áfangi síðastnefnda ál-
versins gæti hugsanlega hafið fram-
leiðslu á árinu 2012.
Síðan sagði hún: „Það er því ljóst að
jafnvel þótt litið sé til allra ítrustu
áforma um stækkun álvera eða bygg-
ingu nýrra hér á landi, og ef miðað er
við þær tímaforsendur sem að framan
greinir, þá munu Íslendingar standa
við skuldbindingar sínar í Kyoto-bók-
uninni gagnvart útstreymi gróður-
húsalofttegunda vegna stóriðju. Þar
sem engar ákvarðanir liggja fyrir um
nokkurt þessara nýju verkefna er
alltof snemmt að segja til um hvort af
þeim mun verða. Mitt hlutverk og ís-
lenskra stjórnvalda er hins vegar að
gæta þess að Íslendingar standi við
skuldbindingar sínar gagnvart
Kyoto-bókuninni.“
Engin glóra í stefnu
stjórnvalda
Fleiri þingmenn tóku þátt í um-
ræðunni. Kolbrún Halldórsdóttir,
þingmaður Vinstri grænna, sagði m.a.
að það væri ekki nokkur glóra í stór-
iðjuáformum ríkisstjórnarflokkanna.
En Guðlaugur Þór Þórðarson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, sagði á hinn
bóginn að sátt ríkti meðal stjórnmála-
afla á Íslandi um að nýta þá orku sem
landið hefði upp á að bjóða. Undir for-
ystu R-listans hefði Orkuveita
Reykjavíkur til dæmis undirritað
viljayfirlýsingu um að útvega hluta
raforku til stækkunar álversins í
Straumsvík.
Guðjón A. Kristjánsson, formaður
Frjálslynda flokksins, sagði enga þörf
á því að byggja gríðarlega stór álver
og Þórunn Sveinbjarnardóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, sagði að
iðnaðarráðherra lofaði álverum hrað-
ar en hún gæti munað. Birkir J. Jóns-
son, þingmaður Framsóknarflokks,
kvaðst vilja upplýsa vegna ummæla
þingmanna Samfylkingarinnar um
þensluástand, að ekkert þensluástand
væri í Þingeyjarsýslum. Hann sagði
að gríðarlegt atvinnuleysi væri í
Eyjafirði og að forystumenn sveitar-
félaga á Norðurlandi hefðu haft gott
samstarf við iðnaðarráðherra um
uppbyggingu atvinnutækifæra á
svæðinu.
Ögmundur Jónasson, þingmaður
Vinstri grænna, sagði að ef draumar
iðnaðarráðherra yrðu að veruleika
myndu Íslendingar sprengja allar
sínar skuldbindingar varðandi losun
gróðurhúsaefna. En Arnbjörg
Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðis-
flokks, sagði að nýting orkuauðlinda
væri ein af þeim leiðum sem fara ætti
til að bæta kjör þjóðarinnar.
Þá sagði Sigurjón Þórðarson, þing-
maður Frjálslynda flokksins, að það
væri mjög alvarlegt að einblína ein-
göngu á álver.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra ræddi á Alþingi um Kyoto-bókunina
Íslendingar munu standa
við skuldbindingar sínar
Morgunblaðið/Ómar
„Við í Samfylkingunni teljum að hér sé alltof geyst farið í stóriðjuáformum,“ sagði Helgi Hjörvar.
SAMFYLKINGIN leggur þunga áherslu á að stjórn-
völd fari í hvívetna að þeim skuldbindingum sem Ís-
lendingar öxluðu með aðild að Kyoto-bókuninni við
Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna, samkvæmt
yfirlýsingu þingflokksins.
„Bókunin veitir Íslendingum aðeins svigrúm til að
auka framleiðslu á áli um 280 þúsund tonn fram til
ársins 2012. Samfylkingin telur að það svigrúm
verði að nýta af varfærni og varar við öllum áform-
um um að velta yfir á framtíðina vandamálum sem
tengjast of mikilli losun gróðurhúsalofttegunda,“
segir þar.
„Við ákvörðun um stóriðju innan ramma Kýótó-
bókunarinnar vega eftirfarandi sjónarmið þyngst,
að mati Samfylkingarinnar:
– Staðarval og orkuöflun séu byggð á ströngustu
kröfum um umhverfisvernd. – Stóriðju sé valinn
staður þar sem líklegt er að hún hafi veruleg, já-
kvæð áhrif á byggðaþróun og sé í fullri sátt við
heimamenn.
– Framkvæmdir séu tímasettar þannig að þær
örvi hagkerfið þegar dregur úr núverandi hag-
sveiflu.
– Orkuverð tryggi verulega arðsemi af virkjunum.
Ákvörðun um ráðstöfun takmarkaðra losunar-
heimilda og staðarval stóriðju varðar svo margþætta
og mikilvæga hagsmuni að hana þarf að taka í sam-
ráði við Alþingi og ríkisstjórn. Það vekur því sér-
staka athygli að iðnaðarráðherra hefur lýst því op-
inberlega að ákvörðun Landsvirkjunar um samninga
vegna aukinnar stóriðju sé tekin án samráðs við iðn-
aðarráðherra og þar með ríkisstjórnina.“
Stjórnvöld fari að
skuldbindingum Kyoto-bókunar
ÍBÚAR í Skagafirði eru ósáttir
við ákvörðun Símans um að
loka starfsstöð og þjónustumið-
stöð sinni á Sauðárkróki. Aðal-
fundur Vinstri grænna í Skaga-
firði, sem haldinn var á
sunnudagskvöldið, skorar á
Símann að endurskoða ákvörð-
unina. Einnig hvetur hann
sveitarstjórn Skagafjarðar til
þess að taka upp viðræður við
Símann um hvernig megi
tryggja núverandi störf hjá fyr-
irtækinu í Skagafirði og efla
þjónustu við almenning og fyr-
irtæki í héraðinu.
Bjarni Jónsson, sveitar-
stjórnarmaður Vinstri grænna
í Skagafirði, segir fólk uggandi
yfir því að verið sé að skerða
þjónustu við íbúana auk þess
sem störf tapist.
„Jafnvel þótt þessu yrði sinnt
annars staðar að eða einhverju
af þessu í verktöku þá væri
þetta ekki þessi góða og per-
sónulega þjónusta sem fólk hef-
ur verið ánægt með,“ segir
Bjarni og segir stutt síðan
Sjóvá-Almennar hafi ákveðið
að loka sínu útibúi á svæðinu.
Þá hafi margir verið óánægðir
og flutt viðskipti sín og loks hafi
fyrirtækið samið við Sparisjóð
Skagafjarðar um samstarf um
þjónustuna.
„Þá var hægt að snúa hlut-
unum við og menn sáu að sér,“
segir hann. „Þetta er það fjöl-
mennt svæði hér að við teljum
að nær væri að horfa á hvernig
mætti efla starfsemi Símans
hér en að draga úr henni.“
Bjarni segir að hagkvæmt
hljóti að vera að reka slíka
starfsemi á svæðinu.
„Við viljum að sveitarstjórn-
in fari yfir þetta með forsvars-
mönnum Símans og athugi
hvort ekki sé hægt að hugsa
þetta á einhvern annan hátt,“
segir hann. „Ég er viss um að
sveitarstjórnin yrði þeim líka
innan handar ef áhugi væri á að
efla starfsemina í stað þess að
fara í þessa átt.“
Lokar starfsstöð
á Sauðárkróki
Íbúar
óánægðir
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl.
13.30 í dag.
Eftirfarandi mál eru á dagskrá:
1. Rannsóknir og nýting á auð-
lindum í jörðu.
2. Tóbaksvarnir.
3. Stjórn fiskveiða.
4. Meðferð opinberra mála og al-
menn hegningarlög.
5. Útvarpslög o.fl.
6. Stjórnarskipunarlög.
7. Stofnbrautakerfi fyrir hjól-
reiðar.
PÉTUR H. Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, gerði eignarrétt
að Hótel Sögu að umtalsefni í upp-
hafi þingfundar á Alþingi í gær og
spurði landbúnaðarráðherra að því
hvort hann myndi ekki standa dygg-
an vörð um eignarréttinn, þannig að
þeir bændur sem lögðu fram fé til
hótelsins á sínum tíma myndu fá það
endurgreitt með vöxtum, yrði það
selt.
Tilefni þessara orða Péturs voru
fregnir þess efnis að kauptilboð
hefði verið gert í Hótel Sögu og Hót-
el Ísland. Pétur sagði að bændur
landsins hefðu árið 1955 ákveðið að
byggja hótel í Reykjavík og að þeir
hefðu lagt umtalsverða peninga í
það. „Síðan eru liðin fimmtíu ár og
nú heyrði ég í fréttum að það ætti að
fara að selja þessa eign bænda,“
sagði Pétur. Hann bætti því við að ef
ekki tækist að finna eigendur að því
fé sem lagt var í hótelið eða erfingja
þeirra ætti að láta Lífeyrissjóð
bænda njóta ávaxtanna. Hann tók
þó fram að sá kostur væri lakari, því
hann vildi helst að þeir menn sem
hefðu lagt fram fé á sínum tíma nytu
þess nú í samræmi við eignarrétt-
arákvæði stjórnarskrárinnar.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra rifjaði upp að þegar hann
hefði verið þingmaður hefði komið
fram á Alþingi fjárlagafrumvarp þar
sem beðið var um heimild þingsins
til að selja Hótel Sögu. „Fram fór
mikil könnun á því hver ætti Hótel
Sögu,“ sagði hann. „Það var þá lög-
fræðilegt mat að það væri Búnaðar-
félag Íslands og Stéttarsamband
bænda. Þess vegna er formlegur og
löglegur eigandi að þessum hótelum
í dag Bændasamtök Íslands. Það
mun þýða að bændur samtíðarinnar
eiga þessi hótel.“
Hann sagði enn fremur að þessi
sameign íslenskra bænda yrði ekki
nýtt öðruvísi en í þágu landbúnaðar-
ins og til styrktar íslenskum land-
búnaði. „Því er landbúnaðarráð-
herra rangur maður á röngum stað
að svara spurningu sem ekki er
hægt að setja hér fram því form-
legur og löglegur eigandi þessa fyr-
irtækis eru Bændasamtök Íslands,
íslenskir bændur og þeir auðvitað
taka sjálfir ákvörðun um þennan
rétt. Ég er þannig gerður, eins og ég
veit að Pétur Blöndal veit, að ég vil
ekki skipta mér af eignum sem ég
ekki á.“
Halldór Blöndal, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, blandaði sér í um-
ræðuna og sagði m.a. að það hefði
verið mjög myndarlegt hjá Pétri
Ottesen og öðrum rausnarbændum
að koma Reykvíkingum til hjálpar
þegar þeir hefðu ekki verið menn til
að byggja almennilegt hótel. Hann
sagði að Hótel Saga væri lýsandi
tákn fyrir dugnað bænda. Á hinn
bóginn væri mikið vafamál hverjir
ættu Mjólkursamsöluna og yfirhöf-
uð mjólkursamlög bænda. „Ég held
þess vegna að háttvirtur þingmaður
[Pétur H. Blöndal] ætti heldur að
snúa sér að Mjólkursamsölunni og
þeim fyrirtækjum en leyfa Bænda-
höllinni að vera í friði.“
Guðni Ágústsson kom aftur í
pontu og sagði það nú ekki mikið
vinarbragð af Halldóri Blöndal að
vísa gráðugum frænda sínum á aðr-
ar eignir bænda, þegar ljóst væri að
Mjólkursamsalan og mjólkuriðnað-
urinn á Íslandi væri sameign bænda
samtíðarinnar.
Vill verja eignarréttinn að Hótel Sögu
STJÓRN Samfylkingarinnar á Ak-
ureyri mótmælir harðlega áform-
um stjórnvalda um stórfellda at-
vinnuuppbyggingu á höfuðborgar-
svæðinu til viðbótar þeirri þenslu
sem þar er fyrir. Á fundi stjórn-
arinnar í vikunni var m.a. fjallað
um þá stöðu sem upp er komin í
atvinnumálum landsbyggðarinnar
vegna nýjustu frétta af þeim mál-
um.
„Ástand í atvinnumálum á lands-
byggðinni er víða alvarlegt eins og
flestum er kunnugt og það er öm-
urlegt að ríkisstjórnin skuli á
sama tíma bregðast Norðurlandi í
uppbyggingu atvinnumála þar,“
segir í ályktun stjórnarinnar.
Víða alvar-
legt ástand