Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 23
Miklar öfugmælavísurvoru kveðnar á Al-þingi í síðustu vikuþar sem rætt var ut-
an dagskrár um skattbyrði að
beiðni þingmanns Samfylking-
arinnar.
Hver stjórnarandstæðingurinn
af öðrum kvaddi sér hljóðs og
hélt því fram að skattar hefðu
alls ekkert verið
lækkaðir hér á landi
á síðustu árum,
skattbyrði hefði þvert
á móti hækkað.
Þessi málflutningur
er með miklum ólík-
indum, hvort sem lit-
ið er til fyrri um-
mæla stjórnarand-
stöðunnar um
skattalækkanir rík-
isstjórnarinnar eða
staðreynda málsins.
Í nóvember 2004
samþykkti rík-
isstjórnin, í samræmi
við fyrirheit rík-
isstjórnarflokkanna,
að leggja fram frum-
varp sem fæli í sér
umtalsverða skatta-
lækkun.
Þar var meðal ann-
ars um að ræða
lækkun tekjuskatts-
ins og hækkun per-
sónuafsláttarins og
voru heildaráhrifin til
lækkunar skatta met-
in á 22 milljarða
króna á ári þegar
áhrifin yrðu að fullu
komin fram.
Stjórnarandstaðan
gagnrýndi miklar
skattalækkanir
Viðbrögð stjórn-
arandstöðunnar létu ekki á sér
standa og Össur Skarphéð-
insson, sem þá var formaður
Samfylkingarinnar, sagði um
þessi áform í samtali við Morg-
unblaðið: „Það er auðvitað gam-
an að geta verið í hlutverki jóla-
sveins, sem dreifir gjöfum í allar
áttir, en ef maður er fjár-
málaráðherra verður að vera
innistæða og umhverfi sem gerir
slíkt mögulegt.
Við núverandi aðstæður er
ljóst að það er bæði óþarfi og
óheppilegt miðað við ástand
efnahagsmála að ráðast í um-
fangsmiklar skattalækkanir.“
Mér finnst rétt að vekja at-
hygli á þessum orðum leiðtoga
stjórnarandstöðunnar frá þeim
tíma þegar ráðist var í þessar
miklu skattalækkanir, sem
reyndar eru aðeins hluti þeirra
skattalækkana sem ríkisstjórnin
hefur ráðist í á síðustu árum.
Fyrir rúmu ári taldi leiðtogi
stjórnarandstöðunnar að skatta-
lækkanirnar væru „umfangs-
miklar“, verið væri að „dreif[a]
gjöfum í allar áttir“ og að þetta
væri ekki aðeins „óþarfi“ heldur
beinlínis „óheppilegt“.
Á Alþingi nokkrum dögum síð-
ar bætti Össur um betur og
sagði ríkisstjórnina vera með
„gáleysislegar yfirlýsingar um
23 milljarða skattalækkanir“.
Össur taldi skattalækkanirnar
„hvetja landsmenn til eyðslu“,
eða með öðrum orðum að þær
ýttu undir þenslu eins og það
var stundum orðað, og aðrir
þingmenn stjórnarandstöðunnar
tóku í sama streng.
Fyrir rúmu ári viðurkenndi
stjórnarandstaðan sem sagt þá
staðreynd að ríkisstjórnin hefur
staðið fyrir stórfelldum skatta-
lækkunum og mótmælti meira að
segja þessum skattalækkunum.
Samfylkingin lét sig með þessu
ekki muna um að snúa baki við
loforðum sínum um töluverða
lækkun skatta frá því fyrir kosn-
ingar.
Umtalsverð lækkun
skattbyrði
Nú hentar það stjórnarand-
stöðunni ekki að viðurkenna þá
lækkun skatta sem hún mótmælti
áður og það segir meira um mál-
flutning stjórnarandstöðunnar en
skattalækkanir ríkisstjórn-
arinnar.
En hverjar eru þá
staðreyndirnar um
skattalækkanirnar?
Þar sem skatt-
kerfið er flókið og
samspil margra
þátta, svo sem skatt-
hlutfallsins, persónu-
afsláttarins og
barnabótanna, hafa
áhrif á skatt-
greiðslur ein-
staklinga og fjöl-
skyldna er best að
taka dæmi til að átta
sig á áhrifum skatta-
lækkananna.
Fjármálaráðu-
neytið hefur reiknað
fjölmörg dæmi sem
nálgast má á vef
þess, en hér vil ég
aðeins nefna tvö.
Hjón með samtals
360.000 krónur á
mánuði sem bæði
eru á vinnumarkaði
og eiga tvö börn
undir sjö ára aldri
væru með 28,5%
skattbyrði miðað við
reglur ársins 1994,
eru með 13,2% skatt-
byrði í ár og verða á
næsta ári með 9,8%
skattbyrði. Skatt-
byrðin er því aðeins
um þriðjungur þess
sem hún hefði verið án þessara
skattalækkana þegar lögfestar
skattalækkanir ríkisstjórnarinnar
eru að fullu komnar til fram-
kvæmda.
Einstaklingur með 120.000
króna mánaðarlaun væri miðað
við óbreyttar skattareglur ársins
1994 með 21,9% skattbyrði en er
í ár með 11,1% skattbyrði og á
næsta ári 8,6%.
Þessi dæmi eru alls ekki sér-
staklega valin því það er sama
hvaða dæmi er tekið, skattbyrði
fólks er mun lægri eftir skatta-
lækkanir ríkisstjórnarinnar en
hún væri ef skattar hefðu ekki
verið lækkaðir.
Kaupmáttaraukningin
þýðingarmest
Um það verður þess vegna ekki
deilt með rökum að ríkisstjórnin
hefur lækkað skatta eins og
stjórnarandstaðan viðurkenndi
áður en hún hóf fyrir skömmu að
kveða öfugmælavísur sínar.
Um þetta tala einfaldar stað-
reyndir skýru máli.
Það sem skiptir almenning hins
vegar mestu er að kaupmáttur
hans hefur vaxið mjög hratt á
síðustu árum og eru engin dæmi
áður um slíka kaupmáttaraukn-
ingu.
Þetta á ekki aðeins við um þá
efnameiri eins og stundum er
ranglega haldið fram, heldur ekki
síður um þá sem lægst hafa laun-
in.
Þetta er ákaflega ánægjuleg
þróun og þar spila saman skatta-
lækkanir ríkisstjórnarinnar og sú
hækkun launa sem orðið hefur
vegna traustrar efnahagsstefnu
ríkisstjórnarinnar og þess góða
árferðis sem að hluta til að
minnsta kosti er efnahagsstefn-
unni að þakka.
Öfugmæli
á Alþingi
Eftir Sigríði Önnu
Þórðardóttur
Sigríður Anna
Þórðardóttir
’Fyrir rúmu ári viðurkenndi
stjórnarandstað-
an sem sagt þá
staðreynd að rík-
isstjórnin hefur
staðið fyrir stór-
felldum skatta-
lækkunum og
mótmælti meira
að segja þessum
skattalækk-
unum.‘
Höfundur er umhverfisráðherra.
„ÞAÐ ER alltaf best að vera heima. Það er ekki
hægt að lýsa því hvað það er dýrlegt. Ég leggst ekki
inn á sjúkrahús nema að mér sé lofað að ég fái að
fara aftur heim. Þær eru svo góðar við mig og
passa mig svo vel,“ segir Fjóla Eiríksdóttir um
starfskonur heimahjúkrunarinnar á Suðurnesjum.
Fjóla er fædd árið 1919 að Stafnesi rétt fyrir utan
Sandgerði og hefur hvergi annars staðar búið en
suður með sjó.
Flestir afkomendanna eru fluttir til Reykjavíkur
en Fjóla er ákveðin í að eyða síðustu æviárunum í
Keflavík og þá sem lengst á eigin heimili. „Ég vona
að ég fái að deyja hérna heima.“
Það eru liðin ein sextán ár síðan Fjóla flutti að
Kirkjuvegi 1 í Keflavík þar sem eru þjónustuíbúðir
fyrir aldraða. Í mörg ár hefur hún notið þjónustu
heimahjúkrunar og er hæstánægð með hana. Hún á
erfitt með gang þar sem nokkrir hryggjarliðir í
bakinu eru ónýtir. Þrátt fyrir að þurfa að heim-
sækja hjarta- og nýrnasérfræðinga reglulega ber
hún sig vel og segist nokkuð frísk.
Fjóla segist þekkja starfsfólk heimahjúkrunar-
innar vel. „Mér þykir orðið svo vænt um þær, þær
eru eins og börnin mín.“ Hún segir að félagsskap-
urinn skipti ekki síður máli en aðhlynningin sem
þær veiti sér. „Mér hlýnar alltaf um hjartaræturnar
þegar ég sé framan í þær.“
Fjóla er alltaf vel til höfð og hugsar vel um útlit-
ið. Hún er sjö barna móðir og á því orðið fjölmarga
afkomendur.
Hún er Keflvíkingur í húð og hár og finnst vanta
hjúkrunarheimili í bæinn, þó hún segist alls ekki
tilbúin að fara á slíkt heimili. Hins vegar kæmi aldr-
ei til greina að fara á hjúkrunarheimilið í Njarðvík
sem þar hefur verið ákveðið að byggja. Þó bæjar-
félögin hafi sameinast í Reykjanesbæ, er og verður
Keflavík alltaf Keflavík.
„Það er alltaf best
að vera heima“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjóla Eiríksdóttir kann vel að meta þá þjónustu sem
heimahjúkrunin veitir. Hún og Bryndís, deildarstjóri
heimahjúkrunar, ræddu um allt milli himins og jarð-
ar þegar þær hittust í síðustu viku.
„HEIMAHJÚKRUNIN skiptir gríð-
arlegu máli fyrir okkur til að við
getum útskrifað fólk tímanlega,“
segir Sigurður Þór Sigurðsson,
læknir á lyflækningadeild Heil-
brigðisstofnunar Suðurnesja.
„Flestir okkar sjúklingar eru
aldrað fólk og þó að meðferðinni sé
lokið og fólk búið að ná sér að
verulegu leyti er það oft eftir sig
og lasið í lengri tíma. Þá getur
hjálpað gríðarlega mikið að fá að-
stoð og aðhlynningu heima fyrir og það getur verið
algjör forsenda fyrir því að fólk komist heim til sín á
skikkanlegum tíma.“
Legudögum á HSS hefur fækkað mikið undanfarin
ár, úr sjö að meðaltali árið 2004 og í 5,5 árið 2005. Á
lyflækningadeild hefur fækkunin verið enn meiri og
segir Sigurður heimahjúkrunina eiga þar stóran hlut
að máli. Hann bendir á að sú nálægð sem skapist á til-
tölulega litlum vinnustað á borð við Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja og einnig í litlu samfélagi líkt
og Reykjanesbæ sé mikils virði. Persónuleg tengsl og
traust skapist milli starfsfólks og við sjúklinga sem
hafi mikla þýðingu.
Sigurður segir HSS ekki glíma við útskriftarvanda
að neinu marki. Nú séu fjórir sjúklingar inniliggjandi
á lyflækningadeild að bíða eftir hjúkrunarrými og
þar af séu þrír líklega á förum fljótlega. „En það ger-
ist almennt ekki að fólk liggi hér inni mánuðum sam-
an á meðan það bíður eftir öðrum úrræðum,“ segir
Sigurður.
Legudögum á sjúkra-
húsinu hefur fækkað
Sigurður Þór
Sigurðsson
HEIMAHJÚKRUN á Suðurnesjum sinnir öllum þeim
sem þarfnast hjúkrunar- og læknisþjónustu á heim-
ilum sínum vegna styttri eða lengri veikinda, færni-
taps, líknandi meðferðar og þeirra þarfa sem ekki er
bráðnauðsynlegt að séu uppfylltar á sjúkrahúsi eða
öldrunarstofnun. Ekki eiga að vera að biðlistar eftir
þjónustunni.
Hugmyndafræði
heimahjúkrunar
skrifaðir að meðferð lokinni og liggja
ekki inni lengur en nauðsyn krefur.
Hjúkrunarrými fyrir þá sem
alls ekki geta verið heima
Sautján einstaklingar á Suðurnesjum
eru í mjög brýnni þörf eftir hjúkrunar-
rými samkvæmt vistunarskrá. Hildur
og Bryndís segja það sína reynslu að
skráin endurspegli ekki alltaf raunveru-
lega þörf fyrir varanlega vistun heldur
sé á henni að finna ein-
staklinga sem eru að
tryggja sér aðgang ef og
þegar þeir þurfi hans með.
Sumir eru þegar komnir
inn á hjúkrunarheimili en
hafa óskað eftir flutningi.
„Hugmyndafræðin varð-
andi umönnun aldraðra og
óskir fólks hafa breyst
mjög mikið síðan vistunar-
mat var tekið upp fyrir
nokkrum árum,“ segir
Hildur. „Á vistunarskrá
eru alltaf einhverjir sem
eru samkvæmt vistunar-
mati í mjög brýnni þörf en
eru að fá næga aðstoð
heima og er oft ekki sjálft
tilbúið til þess að fara á
hjúkrunarheimili.“
Dæmi um þetta er að
þegar pláss losna á hjúkr-
unarheimilunum tveimur á
Suðurnesjum, Víðihlíð í
Grindavík og Garðvangi í
Garði, þarf stundum að
fara nokkuð aftarlega á
listann því þeir sem eru
fremstir eru ekki tilbúnir
að leggjast inn. „Reynslan
er sú að þegar losnar pláss
og hringt er í þá sem eru á
biðlista er kannski enginn
tilbúinn að koma inn,“ seg-
ir Hildur. Nú hefur reglum
verið breytt þannig að ef
fólk þiggur ekki pláss dett-
ur það útaf listanum eftir 18 mánuði.
„Í haust var staðan þannig að níu
pláss voru laus á okkar hjúkrunarheim-
ilum en enginn vildi þau,“ segir Bryndís
en bendir á að staðan hafi breyst síðan
þá. „En það er enginn að bíða heima
eftir vistun,“ segir Bryndís. „Séu þeir
að bíða eru þeir á sjúkradeildum spít-
alans.“
Þær Hildur og Bryndís segjast því
fullvissar um að ekki ríki neyðarástand
hvað þetta varðar.
„Okkar hugsun er sú að hjúkrunar-
rými eigi aðeins að vera fyrir þá sem
geta alls ekki verið heima vegna alvar-
legs heilsubrests og eða færnitaps,“
segir Hildur. „Við þurfum líka að hverfa
frá þeim hugsunarhætti að öldrun sé
sjúkdómur. Að það að verða gamall
þýði að viðkomandi sé veikur. Fólk
missir ákveðna færni með aldrinum
sem er eðlilegt ferli. Slíkt fólk á að fá að
vera heima og ráða sér sjálft.“
Þær benda á að auðvitað falli ekki all-
ir innan sama rammans. Fólk hafi ólík-
ar þarfir og því þurfi að meta hvern ein-
stakling fyrir sig. „Sumir eru
einangraðir og eiga enga að. Aðrir eru
hræddir við að vera einir. Aðstæður eru
margskonar.“
Fleiri hópum hjúkrað
Aðspurð hvað framtíðin beri í skauti
sér fyrir heimahjúkrun á Suðurnesjum
svarar Bryndís að hún telji að aðhlynn-
ing krabbameinssjúkra í heimahúsi eigi
eftir að eflast enn frekar.
„Ég held að það sé mikilvægast núna,
eftir mjög hraða uppbyggingu síðustu
ár, að koma góðu jafnvægi á þjónustuna
og þétta hana,“ segir Hildur. „Símennt-
un og fræðsla er auðvitað alltaf nauð-
synleg. Við munum horfa til þess að
verða sérfræðingar í hjúkrun enn fleiri
hópa, t.d. hvað varðar langvinna tauga-
sjúkdóma. Þannig að brýnasta framtíð-
arverkefnið er frekari fagleg styrking
þjónustunnar.“
lst okkar starf mikið í
ningi,“ ítrekar Bryndís.
gang á því hvort skjól-
séu einangraðir fé-
ir eru þá hvattir til að
öl Félagsþjónustunnar,
er boðið upp á föndur,
ýmsa aðra dægradvöl.
á hvíldarinnlögn á lyf-
eða endurhæfingardeild
stæðingana. Slík innlögn
júkrun getur hjálpað
að vera heima mun
rs. „Þetta er frábær og
a sem skilar miklu,“ seg-
eðan á dvölinni stendur
arnir sig upp andlega og
standendur hvílast.
heimahjúkrunar
arfa við heimahjúkrun
kveðna kosti til að bera,
allt annars eðlis en þau
nn á sjúkrahúsum. „Inni
er það heilbrigðisstarfs-
ræður ferðinni, hann er
mavelli,“ segir Bryndís.
n kemur inn á heimili
þetta við, þar er heil-
ðurinn gestur og skjól-
m stjórnar.“
agmennska og færni í
mskiptum eru því lyk-
starfi. „Maður dregst
ra inn í allar aðstæður
eimahjúkrun en ef hann
aut fræðslu og ráðgjaf-
jónustunnar Karítasar
n er starfrækt af hjúkr-
með sérþekkingu á og
f hjúkrun krabbameins-
úsum.
r á að sjúkradeildirnar
n séu nauðsynlegt bak-
runarinnar og við þessa
mikið samstarf.
f milli lyflækningadeild-
að sögn Hildar orðið til
eildin getur starfað sem
sem sjúklingar eru út-
fnun á að
úrræðið“
m hefur aukist
starfsmenn um
fa á mismikilli
bameinssjúkir,
Sunna Ósk
ni suður með sjó.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
(HSS), og Bryndís Guðbrandsdóttir,
þjóðhagslega hagkvæma.
sunna@mbl.is