Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í vor útskrifast stærstiárgangur Íslandssög-unnar úr grunnskól- um landsins og búast ýms- ir við vandkvæðum við innritun í framhaldsskóla í haust. Í síðustu viku var skipaður starfshópur á vegum menntamálaráðu- neytisins sem kannar mögulega kosti vegna byggingar nýrra fram- haldsskóla. Gagnrýni hef- ur orðið vart um að of seint sé brugðist við fjölg- un nemenda. Gert er ráð fyrir að hópurinn skili greinargerð fyrir fyrsta maí á þessu ári en honum er ætlað að líta til landsins í heild, með sér- staka áherslu á höfuðborgarsvæð- ið og utanverðan Eyjafjörð. Þar hefur lengi verið áhugi á að stofna framhaldsskóla og með samein- ingu fjölmennra sveitarfélaga og væntanlegum göngum hafa skap- ast nýjar forsendur fyrir því, að sögn Þóris Ólafssonar, deildar- stjóra skóladeildar menntamála- ráðuneytisins, sem situr í starfs- hópnum. Þórir segir höfuðborgarsvæðið skera sig úr, því þar séu stærstu skólarnir og mesti þrýstingurinn fyrir innritun á haustin. „Þar er þörfin mest aðkallandi, en þeir sem hafa enga skóla í sinni heimabyggð upplifa kannski svip- aðan skort á þjónustu, þótt þar séu færri einstaklingar,“ segir Þórir. Hann segir skólana á höf- uðborgarsvæðinu mjög ásetna en sér ekki fram á meiri vandamál við innritun en síðustu ár. „Á svæði þar sem allir skólar eru full- ir eru auðvitað vandkvæði á að verða við óskum allra og nemend- ur komast kannski ekki í þá skóla eða það nám sem þeir æskja. Nú kemur stærri hópur inn en í fyrra en það rýmkast líka aðeins í skól- um höfuðborgarsvæðisins. Það tókst að koma öllum nýnemum fyrir síðast. Ég held að ástandið sé svipað og hægt verði að verða við óskum þeirra.“ Allir nýnemar fái skólavist Útskriftarárgangurinn úr grunnskólunum í ár er 900 nem- endum fjölmennari en árið 2002 og 300 fleiri en í fyrra. Tæplega 4.800 nemendur kveðja grunn- skóla sína í vor. Þórir segir nokk- uð stóra árganga útskrifast úr sumum af stærri skólunum í Reykjavík í vor og að talsvert fleiri pláss verði í boði en áður. „Það verður auðvitað þröngt en það á að vera hægt að koma alla- vega nýnemunum vel fyrir,“ segir hann. „Það er samt aldrei hægt að sjá þetta fyrir og árgangamynstr- ið er ekki eins frá ári til árs. Það leggst misjafnlega á skóla og at- vinnulífið tekur nokkuð marga til sín. Miðað við það pláss sem er að bætast við virðist þetta verða svipuð staða og í fyrra.“ Þórir segir þá sem gagnrýna að starfshópurinn hafi ekki verið skipaður fyrr, vera að leggja sam- an óskylda hluti. Nefndin sé ekki aðeins að bregðast við ástandinu heldur horfi hún til framtíðar. „Inn í umræðuna eru líka að koma hugmyndir um að þjónusta þurfi að vera nær heimabyggð,“ segir hann. „Við erum ekki að tala um byltingarkenndar breytingar í stærð árganga. 300 nemendur til viðbótar við 4.500 er ekkert sem kollsiglir hlutunum og kallar á nefnd. Tilurð hennar er studd víð- tækari rökum.“ Þórir segir þó að skólakerfið hafi ekki byggst jafnhratt upp og aðsóknaraukningin. „Á vissu tímabili áttu menn í vandræðum með að meta aðsóknina því hún var ekki í samræmi við stærð ár- ganga,“ segir hann. „Vaxandi að- sókn kom mönnum dálítið í opna skjöldu og líka það að námstími hefur verið að lengjast. En upp- byggingin á höfuðborgarsvæðinu hefur auðvitað verið of hæg.“ Löngu tímabært að byggja Már Vilhjálmsson, skólastjóri Menntaskólans við Sund, segir löngu tímabært að taka ákvarð- anir um byggingu nýrra fram- haldsskóla og hefur áhyggjur af að vandamál skapist við innritun fyrir haustið í ár. „Þetta verður vandamál í haust og er það á Reykjavíkursvæðinu,“ segir Már. „Það eina sem hefur komið síðan Borgarholtsskóli var byggður er viðbygging við Versl- unarskólann. Það léttir eitthvað á pressunni, en það er hrikalegt ósamræmi á aðstöðu nemenda eft- ir því hvort þeir búa í Reykjavík eða utan hennar.“ Már segir Menntaskólann við Sund, Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann í Reykjavík búa langþrengst. „Það má segja að það sé ekki sómasamleg að- staða. Það er búið vel að krökk- unum inni en þetta er ekki aðstaða fyrir nútíma framhaldsskóla. Það vantar opin rými, hópvinnurými, almennileg mötuneyti og svo framvegis.“ Már kveðst óviss um að allir sem sækist eftir skólavist fyrir haustið fái inngöngu. „Ég hef ekki hugmynd um það,“ segir hann. „Það verður mjög þröngt hjá okkur. Ég geri fastlega ráð fyrir að við tökum inn töluvert færri nemendur en und- anfarin tvö ár. Lítill hópur útskrif- ast og fá pláss losna, en þetta er mismunandi eftir skólum.“ Fréttaskýring | Fjölmenn útskrift úr grunnskólum í vor Framhalds- skólar fyllast Vandamál gætu skapast en allir nýnemar ættu að fá skólavist næsta haust Allir nýnemar ættu að fá skólavist í haust. Tímabært að fjölga skólaplássum í Reykjavík  Á undanförnum árum hefur verið byggt við alla framhalds- skóla á landinu nema í Reykja- vík, en þar hefur verið tekin ákvörðun um að byggja við Menntaskólann við Hamrahlíð, Fjölbrautaskólann við Ármúla, Iðnskólann í Reykjavík, Fjöl- brautaskólann í Breiðholti og Menntaskólann við Sund. Ríkið hefur ekki byggt framhaldsskóla í Reykjavík síðan Borgarholts- skóli var byggður. Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is STEFNT er að sameiningu Félags járniðnaðarmanna og Vélstjórafélags Íslands á vormánuðum og hafa áform um sameiningu verið kynnt fé- lagsmönnum að undanförnu. Alls- herjarkosning innan félaganna mun hefjast í miðjum febrúar og standa til 31. mars. Ef sameiningin verður samþykkt er stefnt að því að nýtt fé- lag líti dagsins ljós í maí næstkom- andi. Örn Friðriksson, formaður Félags járniðnaðarmanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að stemningin innan félagsins væri góð: „Miðað við það sem ég hef heyrt af mönnum virðist stemningin fyrir sameiningunni vera þokkalega góð. Á mörgum vinnustöð- um eru menn úr báðum félögum að vinna saman og hafa menn oft rætt um að það hafi þurft að sameina fé- lögin.“ Örn tók fram að nokkur óánægja hefði þó verið með þær fyrirætlanir að nýtt félag yrði ekki í Samiðn, en Félag járniðnaðarmanna er í Samiðn í dag. Áformað er að nýtt félag sæki um beina aðild að ASÍ. Spurður hvaða kosti möguleg sam- eining hefði í för með sér sagði Örn að sameining myndi skila sér í kraft- meira starfi til félagsmanna, bæði hvað varðar launakjör og þróun á vinnumarkaði. Örn sagði enn fremur að sameiningin myndi hafa góð áhrif á símenntunarstarfið: „Við getum sameinað símenntunarstarfið innan fræðslumiðstöðvar málmiðnaðarins. Þar verða væntanlega möguleikar á að bjóða upp á meiri fjölbreytni og betra verð í námskeiðahaldi.“ Auk þess benti Örn á að sjúkrasjóðurinn yrði stærri og ætti að geta boðið betri aðstoð við félagsmenn. Að sögn Helga Laxdals, formanns Vélstjórafélagins, hafa kynningar- fundir staðið yfir vegna sameining- arinnar og hafa menn almennt tekið vel í sameiningartillögur þó svo að andmæli hafi heyrst á ýmsum stöð- um. Helgi sagði að stjórn félagsins hefði skrifað undir yfirlýsingu þess efnis að hún væri fylgjandi samein- ingu. Helgi sagði að ávinningurinn fyrir félagsmenn yrði talsverður þar sem það myndi hafa innan sinna vébanda um 4.000 félagsmenn og möguleikar til lækkunar á félagsgjöldum myndu aukast. Hann sagði að skrifstofur fé- lagsins myndu stækka og þar af leið- andi myndi þjónusta við félagsmenn aukast. Helgi vildi einnig geta þess að félagar innan Vélstjórafélagsins hefðu oft verið að vinna í vélsmiðjum á milli vertíða og deilur hefðu oft sprottið vegna félagsgjalda og greiðslur í styrktar- og sjúkrasjóði og réttarstaða manna ekki nægilega skýr, en með sameiningunni yrðu þessi mál leyst. Járniðnaðarmenn og vélstjórar stefna að sameiningu Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson siggip@mbl.is Hann svínvirkaði aldeilis hjá þér, Bjössi minn. UM 20–30 grömm af fíkniefnum, hvítu dufti, og töflur fundust í bíl við reglubundið eftirlit lögreglunnar í austurbæ Reykjavíkur í fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var ökumaður bílsins, sem er 35 ára, færður til skýrslutöku og sagði hann efnin ætluð til eigin neyslu. Rannsókn málsins er ekki lokið. Fíkniefni fundust í bíl í Reykjavík SUMARBÚSTAÐUR við Hafravatn stórskemmdist í bruna í gærmorg- un. Slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins sendi bíla frá þremur stöðvum á staðinn, auk sjúkrabíla og tank- bíls. Bústaðurinn, sem er um 60 fer- metrar að flatarmáli, stendur uppi en er illa brunninn og talinn ónýtur. Enginn var í bústaðnum þegar eldurinn kom upp og er ekki vitað hvenær gestir voru síðast í honum. Eldsupptök eru ókunn. Sumarbústaður við Hafravatn brann PÓST- og fjarskiptastofnun hefur opnað nýjan upplýsingavef um tölvu- og netöryggismál, www.netoryggi.is. Í frétt frá stofnuninni segir að sam- fara síaukinni netumferð hafi margs- konar ónæði og misnotkun gagna aukist, s.s. tölvuveirur, amapóstur, njósnahugbúnaður og fleira. Nauð- synlegt sé að stemma stigu við þessu með samstilltu átaki stjórnvalda, fyr- irtækja og almennings. Í fjarskiptaáætlun 2005–2010, sem Alþingi samþykkti, kemur fram að ör- yggi Internetsins verði bætt þannig að almenningur geti treyst á það í við- skiptum og daglegu lífi. Þar er nánar tekið fram að leiðbeiningum verði miðlað til neytenda, svo og fræðslu- efni um öryggismál, neytendavernd, persónuvernd og siðferðileg álitaefni sem tengjast sívaxandi notkun upp- lýsinga- og fjarskiptatækni. „Samgönguráðherra hefur falið Póst- og fjarskiptastofnun að annast framkvæmd þeirra verkefna sem fram koma í fjarskiptaáætlun. Nýi vefurinn er skref til þess að upplýsa almenning um þau mál er snúa að netnotkun og veita góð ráð en afar mismunandi er hversu vel netþjón- ustufyrirtækjum tekst til í þessum efnum. Öryggismál þurfa að vera í stöðugri endurskoðun og mun vefur- inn breytast í samræmi við þró- unina,“ segir í frétt frá Póst- og fjar- skiptastofnun. Opnar vef um tölvu- og netöryggismál SAMTÖK atvinnulífsins og Sjó- mannasamband Íslands hafa und- irritað kjarasamninga um kaup og kjör háseta og þjónustufólks á m.s. Herjólfi sem gilda til ársloka 2010. Fá hóparnir sömu launabreytingar og samið hefur verið um við aðra hópa á kaupskipum í samningum sem gilda til ársloka 2007. 2008–2010 eru hópunum tryggð- ar hliðstæðar launabreytingar og samið verður um í samningum við sambærilega starfshópa. Samið við skip- verja á Herjólfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 30. tölublað (31.01.2006)
https://timarit.is/issue/284109

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

30. tölublað (31.01.2006)

Aðgerðir: