Morgunblaðið - 31.01.2006, Side 28

Morgunblaðið - 31.01.2006, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sonja Andrés-dóttir Cichy fæddist í Reykjavík 30. desember 1944. Hún lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans við Hring- braut 22. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Kristrún Guðjóns- dóttir, f. í Helga- fellssveit, 8.1. 1924, og Andrew Cichy, f. í Bandaríkjunum. Hálfsystkini Sonju eru Linda, Cindy, Earl og Donna, búsett í Bandaríkjunum. Sonja giftist 16. maí 1964 Lár- usi J. Kristjánssyni verkstjóra, f. á Ísafirði 9.6. 1942. Synir þeirra eru: 1) Kristján Helgi, f. 16.8. 1961, kvæntur Hrönn Walters- dóttur. Börn þeirra eru Lárus Helgi, Rúnar Karl, Sonja Ósk og Guðjón Ósk- ar. 2) Guðmundur, f. 20.12. 1964, d. 6.12. 1988, kvæntist Dag- nýju S. Jónsdóttur. Dóttir þeirra er Hera. Sonja var búsett mestan hluta ævi sinnar í Hveragerði og starfaði lengst af við umönnunarstörf á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Nú síðast átti hún og rak Gallerí Smiðju í Hveragerði ásamt tengdadóttur sinni Hrönn Waltersdóttur. Sonja verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hið göfugasta í lífi okkar er ást er móðir ber til sinna barna hún fórnar, gefur helft af sjálfri sér og sækir styrk til lífsins dýpsta kjarna „hún veitir ljós sem ljómi bjartra stjarna“ hún veitir ljós, og leysir hverja þraut hún lífið unga styður fyrstu sporin er fræðari á framvindunnar braut og fyrirmynd sem yljar best á vorin „hinn unga stofn sem er til þroska borin“ er stofnin ungi erfir hennar sið ást og virðing geymir sér í hjarta við mundum eiga gnótt af yndi og frið að efla og styðja gleði lífsins bjarta þá hefur enginn yfir neinu að kvarta ef móðurástin mótaði okkar spor og mildi hennar gjörðum okkar réði þá yrði lífið eins og fagurt vor sem okkur færði hamingju og gleði „þá lifðum við sem blóm í fögru beði“ þá kærleikur og tryggðin tækju völd og trú á lífið veitti sanna gleði þá ríkti fegurð lífsins fram á kvöld því fagurt mannlíf stýrði voru geði „að forsjá hans er fyrst oss hingað réði“ já móðurást er yndi sérhvers manns og allra besta stoð á vegi hálum hin dýrmætasti kjarni kærleikans sem kallar fram hið besta í vorum sálum „hún ætti að ráða í öllum okkar málum“. (Árni Böðvarsson.) Takk fyrir samfylgdina, elsku mamma og tengdamamma. Kristján og Hrönn. Elsku amma. Nú hefur þú kvatt okkur á þessu tilverustigi, en ert fyrir víst að fara á betri stað. Minning okkar um ömmu er kærleiki, hlýja og um- hyggja. Þú kenndir okkur að leysa verkefni veraldarinnar með heiðar- leika, þolinmæði og kærleika. Ef vel er að gáð er fátt sem þarf að auki. Amma var umhyggjusöm og hafði oft áhyggjur af okkur öllum í einu. Hún fylgdist vel með hverju fótspori sem við tókum og passaði upp á að við misstigjum okkur ekki. Undir niðri var hún samt prakkari og dálít- ill spennufíkill, með góðan húmor og langaði oft að gera hluti sem maður sér ekki venjulegar ömmur gera. Amma stóð sig með einstakri prýði í ömmuhlutverkinu. Strákarnir, Guðjón Óskar, Lárus Helgi og Rúnar Karl. Elsku Sonja amma mín. Minning þín verður ætíð varðveitt í hjarta mínu. Á sólríkum sumardegi, afi að grilla og við systkinin að busla í lauginni, hversu gott var það þegar þú komst með ný og fersk jarðarber úr garðinum. Ég fann hvernig mað- ur var umvafinn ást og umhyggju í návist þinni. Og hversu gaman var það þegar við frænkurnar komumst í skart- gripina þína, hengdum þá alla á okk- ur og mátuðum svo háhælaða skó- safnið. Ég þakka svo innilega fyrir að hafa fengið að þekkja þig og eiga þig að sem svo ástúðlega og yndislega ömmu sem þú varst og verður alltaf í hjarta mínu. Sonja Ósk. Þín ljúfa minning lifir mér í hjarta, og ljóma slær á ævi minnar braut. Ég á þig enn, svo fagra, blíða og bjarta og bíð sem fyrr við töfra þinna skaut. (Ásmundur Jónsson.) Elsku amma, þakka þér fyrir samfylgdina, sjáumst í ljósinu. Barnabörnin, Lárus, Rúnar, Sonja og Guðjón. Elsku Sonja mín, æskuvinkona, nú ert þú horfin okkur, eftir stutt en erfið veikindi. Þú barðist eins og hetja en þetta var þér ofviða. Aldrei gat ég trúað því þegar Lalli hringdi um miðjan nóvember og sagði mér að þú værir mikið veik og komin á sjúkrahús að þú yrðir öll 22. janúar eftir ekki lengri legu. Í hvert skipti þegar við kvöddumst á spítalanum þá sögðum við „berjast áfram“ og gáfum hvor annarri merki. En þeim merkjum fækkaði eftir því sem á leið. Aldrei varstu svo veik að þú spyrðir ekki um börnin mín, þú lést þig alltaf aðra varða en vildir gleyma sjálfri þér, þannig varstu, elsku vinkona, þú barst ekki tilfinn- ingar þínar á torg. Þú beiðst eftir hverju einasta vori til að komast í Hólminn því þú elsk- aðir sveitina þína á Hofsstöðum og Hólminn þinn. Þegar þú komst þá bjóst þú hjá ömmu þinni og afa í næsta húsi við mig á Aðalgötunni í Stykkishólmi. En það var þitt annað heimili svo lengi sem þau lifðu. Eitt sumarið þegar við vorum í kringum 12 ára tókum við okkur til og ákváðum að smíða hlið handa mömmu svo að beljurnar hennar kæmust ekki út. Tókst okkur það með smáaðstoð. Þetta hlið var engin smásmíði, heldur um tveir metrar að lengd, og stóð sú smíð uppi til margra ára fullmótuð og nýttist vel. Einu sinni gátum við líka grenjað út að þú fengir að vera í skóla heima í Stykkishólmi. Þá stóðum við saman sem oftar og unnum þann leik. Það var góður tími og dýrmætur fyrir okkur. Ég man að oft þegar ég bankaði upp á og vildi fá þig út varst þú að læra, þú varst svo skynsöm og vel gefin. Last alla tíð mikið, það kom enginn að tómum kofunum hjá þér, hvort sem þú varst spurð um heims- SONJA ANDRÉSDÓTTIR CICHY SÓLSTEINAR  Gæði  Góð þjónusta  Gott verð  Mikið úrval i j i i l Kársnesbraut 98, 200 Kópavogi – s: 564 4566 www.solsteinar.is – sol@solsteinar.is 15-50% afsláttur Eiginmaður minn og faðir okkar, MARINÓ GUÐMUNDSSON, Hrísateigi 19, Reykjavík, andaðist föstudaginn 27. janúar. Guðrún Guðmundsdóttir og börn hins látna. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GÍSLASON frá Skálafelli í Suðursveit, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardag- inn 28. janúar. Jarðsungið verður frá Kálfafellsstaðarkirkju í Suðursveit, Austur-Skaftafellssýslu, föstudaginn 3. febrúar kl. 14.00. Pálína G. Gísladóttir, Ingunn Jónsdóttir, Eggert Bergsson, Róshildur Jónsdóttir, Eyþór Ingólfsson, Þorvaldur Þ. Jónsson, Stella Kristinsdóttir, Sigurgeir Jónsson, Elísabet Jensdóttir, Þóra V. Jónsdóttir, Þorsteinn Sigfússon, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, sonur og tengdasonur, GUÐMUNDUR TEITSSON, Akurgerði 6, Akranesi, lést á heimili sínu 26. janúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 2. febrúar kl. 14.00. Elín Bjarnadóttir, Þórdís Bj. Guðmundsdóttir, Skarphéðinn M. Guðmundsson, Sigurgeir F. Guðmundsson, Juliet Joensen, Rannveig H. Guðmundsdóttir,Gunnar Högnason, Baldvin Þ. Guðmundsson, Steinar Bragi Gunnarsson, Snædís Lilja Gunnarsdóttir, Dóra Þórðardóttir, Bjarni Stefánsson, Benný Sigurgeirsdóttir. Elskulegur sonur minn, GUÐMUNDUR AÐALSTEINN ÞORKELSSON, fæddur 14. febrúar 1946 á Húsavík, lést eftir skurðaðgerð á sjúkrahúsi á Cozumel í Mexíkó miðvikudaginn 25. janúar sl. Útförin hefur farið fram í Mexíkó. Karen Guðlaugsdóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir mín, amma, dóttir og systir, ERNA FRIÐBJÖRG EINARSDÓTTIR, Vallargötu 34, Sandgerði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 24. janúar. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 3. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Hannes Friðrik Oddsson, Guðný Rósa Hannesdóttir, Erna Líf Gunnarsdóttir, Filippía Kristjánsdóttir og systkini. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, NJÁLL SVEINBJÖRNSSON, Háaleitisbraut 22, lést á heimili sínu laugardaginn 28. janúar. Dóra Guðbjörnsdóttir, Jóna Oddný Njálsdóttir, Einar Ágústsson, Ágúst Valur Einarsson, Dóra Esther Einarsdóttir, Erla Björk Einarsdóttir, Njáll Örvar Einarsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GRÉTA SVANLAUG JÓNSDÓTTIR, Villingaholti, Flóa, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands laugardaginn 28. janúar. Börn, tengdabörn, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.