Morgunblaðið - 31.01.2006, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 31.01.2006, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 9 FRÉTTIR MARGRÉT Júlía Rafnsdóttir kenn- ari og umhverfisfræðingur býður sig fram í 2.–3. sæti í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Kópavogi sem fer fram 4. febrúar nk. Margrét hefur verið aðalmaður í umhverfisráði Kópavogs frá 1999, fyrst fyrir Kópavogslistann og svo fyrir Sam- fylkinguna og er í varastjórn Sam- fylkingarinnar í Kópavogi. Hún vill breyta um áherslur og vinnubrögð í Kópavogi, þar sem virðing fyrir fólki og umhverfi verði haft að leiðarljósi við ákvarðanir og framkvæmdir í bænum. Margrét vill samráð við íbúa, m.a. að skipulag verði aukið og eftirfylgni tryggð. Í fréttatilkynningu kemur fram að Margrét telji að í hinni hröðu upp- byggingu bæjarins hafi þjónusta við íbúa ekki fylgt eftir og því þurfi að breyta. Margrét telur að yfirvöld þurfi að styðja mun betur við bakið á skólunum hvað varðar faglegt skóla- starf og framþróun. Enn fremur þurfi að koma á samstarfsvettvangi milli skóla bæjarins. Hvað skipu- lags- og umhverfismál varðar vill Nánar er hægt að lesa um stefnu- mál Margrétar á heimasíðu hennar www.margretjulia.net. Margrét Júlía Rafnsdóttir Býður sig fram í 2.–3. sæti DOKTORSVÖRN fer fram við lyfjafræðideild Háskóla Íslands föstudaginn 3. febrúar. Þá ver Þór- unn Ósk Þorgeirsdóttir lyfja- fræðingur doktorsritgerð sína, Mónóglýseríð til meðferðar á húð- og slímhúðarsýkingum: þróun lyfjaforma. Andmælendur eru dr. Fjalar Kristjánsson, Technical Director, Lotus, Indlandi og dr. Claus-Michael Lehr, Prófessor við Saarland-háskóla í Þýskalandi. Dr. Þorsteinn Loftsson, forseti lyfja- fræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í hátíðasal, Aðal- byggingu, og hefst kl. 13. Rannsóknirnar voru að mestu unnar við lyfjafræðideild Háskóla Íslands undir handleiðslu prófess- ors Þórdísar Kristmundsdóttur. Hluti rannsóknanna var þó unninn við efnafræðideild Háskólans í Osló undir handleiðslu prófessors Bo Nyström. Í doktorsnefndinni sátu auk Þórdísar, W. Peter Holbrook prófessor við tannlækna- deild, Magnús Jóhannsson prófess- or við læknadeild, Sveinbjörn Giz- urarson prófessor við lyfja- fræðideild og Halldór Þormar prófessor emeritus en Halldór var að auki formaður doktorsnefndar- innar. Doktorsvörn frá lyfjafræðideild HÍ INGIBJÖRG Hinriksdóttir býður sig fram í annað sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi sem fram fer 4. febrúar nk. Í fréttatilkynningu frá Ingibjörgu segir að stjórnmál hafi alltaf vakið áhuga Ingibjargar, en hún var í 5. sæti á lista Alþýðuflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar árið 1994 og sat í framhaldi af þeim í um- hverfisráði og síðar sem varamaður í bygginganefnd. Hún hefur starf- að mikið með unglingum og var m.a. fyrsti for- stöðumaður Fé- lagsmiðstöðv- arinnar Ekkó í Vesturbæ Kópa- vogs. Ingibjörg hefur sinnt ýms- um störfum fyrir Knattspyrnudeild Breiðabliks allt frá árinu 1979 og hefur átt sæti í stjórn KSÍ frá árinu 2002. Undanfarin 14 ár hefur hún starfað hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ingibjörg leggur áherslu á að breyta þurfi áherslum í stjórnun bæjarins og setja þurfi íbúana í fyrsta sæti, færa fólkið framar fram- kvæmdum og hverfa frá hinni hörðu steinsteypustefnu núverandi meiri- hluta yfir í að sinna þjónustu íbúa bæjarins. Ingibjörg telur einnig að stuðningur bæjarins við starf íþróttafélaga bæjarins þurfi að vera opnari og sýnilegri. Ingibjörg Hinriksdóttir Býður sig fram í 2. sæti JÁ, sem rekur 118, símaskrá.is og gefur út Símaskrána, hefur gert samning við Og Vodafone sem eflir samstarf fyrirtækjanna og eykur þjónustu við viðskiptavini. Samningurinn tryggir að ávallt verður hægt að nálgast nýjustu upplýsingar um símanúmer og heimilisföng viðskiptavina Og Vodafone á simaskrá.is, hjá 118 og í Símaskránni, en hingað til hafa nýj- ar upplýsingar eingöngu náð til 118. Á myndinni eru Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Já, og Árni Pétur Jónsson forstjóri Og Vodafone, í húsakynnum Já í Reykjavík. Ljósmynd/Haraldur Jónasson Já og Og Vodafone gera samstarfssamning www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Erum að taka upp fullt af nýjum vörum frá Str. 38-56 s i m p l y Útsalan heldur áfram Póstsendum Laugavegi 4, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Útsalan í fullum gangi Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 1.000 kr. og 2.500 kr. buxur á útsölu Lagersalan hefst á morgunHverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Ármúla 5, Grímsbæ/Bústaðavegi, Hafnarstræti 106, Akureyri s. 588 8050, 588 8488, 642 4010 ÚTSALA – ÚTSALA 30% afsláttur á skóm Buxur frá kr. 1.500.- Peysur frá kr. 2.500.- Toppar frá kr. 1.000.- Úlpur frá kr. 3.600.- Heimsferðir bjóða frábært tilboð á flugsætum í beinu leiguflugi til Salzburg, þar sem mörg vinsælustu skíðasvæði austurrísku Alpanna eru innan seilingar. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Frábær aðstaða fyrir skíðamenn, t.d. í Zell am See og Schuttdorf, fjöldi lyfta og allar tegundir af brekkum, líka fyrir snjóbretti og gönguskíði. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is 2 fyrir 1 á skíði til Austurríkis 4. febrúar frá kr. 19.990 Allra síðustu sætin Verð kr. 19.990 Flugsæti með sköttum. 2 fyrir 1 tilboð. 4. febrúar í eina viku. Netverð á mann. Munið Mastercard ferðaávísunina Latibær biðst afsökunar á innsláttarvillu í auglýsingu sem birtist í Morgunblaðinu um helgina. 50-70% AFSLÁTTUR ÚTSALAN Í FULLUM GANGI ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn- ismála hefur komist að þeirri niður- stöðu að heilbrigðisráðherra sé í sjálfsvald sett hvort samið verði við klíníska sálfræðinga eða ekki. Með úrskurði sínum fellir nefndin úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í málinu frá því í október. Í úrskurðinum síðastliðið haust komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að sú afstaða heilbrigð- isyfirvalda að semja ekki við klíníska sálfræðinga hefði skaðleg áhrif á samkeppni og gengi gegn markmið- um samkeppnislaga. Samkeppnis- eftirlitið beindi þeim fyrirmælum til heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra að hann sæi til þess að gengið yrði til samninga við klíníska sál- fræðinga. Ráðherra vísaði málinu til úrskurðar Áfrýjunarnefndar sam- keppnismála sem felldi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins úr gildi. Í frétt frá Tryggingastofnun rík- isins segir að niðurstaðan byggist m.a. á því að ákvæði laga um heil- brigðisþjónustu gangi framar ákvæðum samkeppnislaga. Heil- brigðismálaráðherra geti því ákveðið hvort „gengið skuli til samninga um þátttöku sjúkratrygginga í meðferð sjúkratryggðra manna, sem ganga til klínískra sérfræðinga eða ekki“ eins og segir í niðurstöðu nefndar- innar. Tryggingastofnun greiðir sem kunnugt er hluta af kostnaði þeirra sem fara til geðlækna en ekki þeirra sem fara til sálfræðinga utan stofn- ana. Sálfræðingafélag Íslands hefur árum saman barist fyrir því að greiðsluþátttaka ríkisins í viðtals- meðferð sjúkratryggðra verði sú sama óháð því hvort hún fari fram hjá geðlækni eða sálfræðingi. Ráðherra ræður hvort hann semur við sálfræðinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.