Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 21 MENNING Það verður æ sjaldgæfara aðá mannamótum sé efnt tilalmenns söngs. Þessari fullyrðingu er slegið hér fram ábyrgðarlaust, en í óformlegu spjalli við vini og kunningja og af reynslu bendir flest til þess að hún sé því miður sönn. Þá sjaldan að sungið er á mannamótum verður það æ al- gengara að heyra að fólk kann ekki lengur texta að algengustu lögum, og skrönglast í gegnum þau í mesta basli og leikrænum tilþrifum, til að upp um kunn- áttuleysið komist ekki. Algeng- ustu lögum – við skulum segja lögum sem hvert mannsbarn kunni fyrir um þrjátíu árum. Kannski er það goðgá að ætla að lög sem voru sungin í mínu ung- dæmi lifi um eilífð, en hvaða lög hafa komið í staðinn? Engin! Ég hef það á tilfinningunni að hefð, sem varð til á 19. öld og reis hátt með ungmennafélags- andanum í byrjun þeirrar 20., sé að líða undir lok. Ef til vill er skýringin sú, að fólk finnur ekki til þeirrar sameignar sem fólk áður fyrr átti í lögum sem allir kunnu. Önnur skýring er örugg- lega sú, að miklu minna er sungið með börnum en áður var gert. Þó held ég að leikskólar standi al- mennt vel að söngiðkun sinna nemenda, en um leið og í grunn- skóla er komið, dalar almenn söngiðkun illu heilli. Kórstarf nýtur vinsælda, og margir kunna að fá útrás fyrir söngþörfina á slíkum vettvangi. Það kemur þó ekki í staðinn fyrir gleðina sem fylgir almenna söngnum, þar sem allir eru með burtséð frá hæfi- leikum, söngrödd og öðru. Músík- neysla fólks ef svo má kalla það, hefur líka breyst gríðarlega síð- ustu ár með nýrri tækni; músík- upplifun felst mun meira í hlustun í dag, heldur en á beinni iðkun. Það er ekki allskostar gott, þótt fagna megi því að tón- list sé almennt aðgengilegri þeim sem á hana vilja hlusta. Það jafn- ast ekkert á við að „gera sjálfur“. Svo virðist líka almennum óform- legum heimsóknum fólks hvað til annars stöðugt fækka og fólk hittist sjaldnar gagngert til þess að kankast á og hlæja. Skítt ef þessi hefð deyr út. Ef hún á að lifa, er ljóst að það þarf að endurnýja söngvana í sameig- inlegu alþýðusöngvasafni þjóð- arinnar og bæta við lögum sem orðið hafa til síðustu áratugi. En það þarf líka að minna á að það er góð aðferð við að rækta sam- veruna og njóta samvista, að syngja saman – hvað svo sem sungið er. Söngur er ekki bara fyrir „efnilega“ og „raddgóða“ – hann er fyrir hvern sem er. KK og Maggi Eiríks unnu þarft verk með því að minna á rútubíla- söngvana, og margir þeirra henta vel til samsöngs á hvers konar mannamótum. Ættjarðarlögin eru mörg hver sígild, og nátt- úruljóðin sem við eigum í tuga- tali. Svo er það allt hitt – öll þau ósköp sem samin eru af indælli og söngvænni tónlist. Það er bara að telja í og brýna svo raust- ina … ’Það þarf líka að minna áað það er góð aðferð við að rækta samveruna og njóta samvista, að syngja saman.‘ begga@mbl.is AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Morgunblaðið/Ásdís Við göngum mót hækkandi sól, sól, sól … Hin gömlu kynni ÞESSA dagana eru 250 ár frá fæð- ingu Mozarts og er af því tilefni fagnað um allan heim. Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands tók þátt í veraldartónveislunni með þessum tónleikum og má segja að fulltrúi af- mælisbarnsins síunga hafi verið óbó- konsertinn en þó svignaði veislu- borðið mest af hinum makalausu tónaréttum úr eldhúsi Jóhannesar Brahms, þar sem sinfónía hans nr. 1 var á borð borin. Óbókonsertinn var á huldu í ein 170 ár og uppgötvaðist um 1950 og að Mozart hafði aldrei þessu vant átt í erfiðleikum með að ljúka samningu annars af tveimur pöntuðum flautu- konsertum og hafi stytt sér leið með því að taka óbókonsert sinn í C-dúr og tónflytja hann í D-dúr þar sem hann hefur verið mikið fluttur með heitinu KV 314. Óbókonsertinn hafði þegar notið mikilla vinsælda um 1780 og m.a. í Mannheim, háborg hljóm- sveitanna þá. Allavega hljómaði óbókonsertinn mjög sannfærandi í túlkun Sinfón- íuhljómsveitarinnar og Daða, undir stjórn Guðmundar Óla. Verkið er kröfuhart á óbóeinleikinn og fer upp á efstu tóna, en tæknileg vandamál reyndust Daða auðleysanleg og túlk- aði hann konsertinn af miklu öryggi og næmi. Einstaklega áhrifamikil er smálenging á upphafstónum aðalstefs rondo-þáttar nr. 3, en þar var sam- band hljómsveitarstjóra og einleikara framúrskarandi. Daði lék ein- leikskadensur í köflunum þremur, sem kennari hans, hinn gengni enski óbósnillingur Sydney Sutcliffe samdi. Þessar kadensur veita verkinu meiri dýpt. Eins og með mörg verk Moz- arts er stutt á milli grallarans og al- vörumannsins og styrktu kadens- urnar framsögn alvörumannsins. Glerárkirkja er gædd miklum end- urhljómi, sem kom flutningi á Brahms-sinfóníunni mjög til góða, en var Mozart óhagstæðari. Þannig varð bassinn í Mozart stundum of sterkur í mínum eyrum og sum tónstigahlaup hljómsveitar þámuð. Sjálfsagt er vart hægt að hugsa sér meiri andstæður í tónsmíða- vinnubrögðum en á milli Mozarts og Brahms. Hjá Mozart virtust verkin oft flæða í gegnum hugann eins og lækur í vorleysingum og stundum í þeim mæli að erfitt var að hafa undan við að festa flóðið á nótnablað. Hjá Brahms var hugarflæðið nóg, en lítið brot af því var sett á blað og síðan röt- uðu mörg þeirra blaða í ruslakörfuna. Örugglega þætti okkur í dag mikið varið í sumt af því sem meistarinn henti. Þrátt fyrir það að margir vinir, m.a. Schumann, hvettu Brahms tví- tugan til að semja sinfóníu, þá liðu tuttugu ár þangað til fyrstu sin- fóníunni af fjórum var lokið. Hann bar því m.a. við að erfitt væri að semja sinfóníu og heyra stöðugt ris- ann Beethoven ganga fyrir aftan sig, en þar voru Brahms hugstæð áhrifin sem níunda sinfónían hafði á hann. En með sinfóníu nr. 1 slær hann samt það nýjan tón að sinfóníuheim- urinn varð aldrei samur eftir. Og enn flæðir þessi sinfónía yfir mann og streymir inn í allar flóðgátt- ir. Þessi endalausu púlsslög pákunnar með smástígum tónaröðum sem vísa upp til ljóssins og niður í heitt myrkr- ið. Svona er hægt að telja upp: pákus- lögin í lok fyrsta þáttar eins og ör- lagaslögin í fimmtu sinfóníu Beethov- ens, hækkun tóntegunda um stóra þríund milli kafla úr c-moll í E-dúr í As-dúr í c-moll, svo ekki sé talað um litauðgina og litlu einföldu bygging- arsteinana sem raðast saman í ein- faldleika upp í það að verða glæsihöll. Verkið gerir gríðarlegar kröfur til hljóðfæraleikaranna og hafa hornin, sellóið og tréblásturshljóðfætin oft mjög vandasama einleikshluta. Horn- in eru þar í sérhlutverki og var horna- kórinn í lokakafla hreinn og fallega hljómandi, sem var svo undirstrikuð með snilldarbragði Brahms að spara básúnurnar fram að þeim stað. Sin- fónían stefnir allan tímann að sama marki og eftir að níundusinfóníulíka stefið hefur verið leikið sundur og saman kemur málmblásarakórallinn og kórónar sköpunarverkið. Svona verk, vel æfð og stjórnað, hleypa eldmóði í flytjendur, svo þeir fara nánast fram úr sjálfum sér, það gerðist hér. Nú á Sinfóníuhljómsveit Norður- lands eftir að flytja þriðju sinfóníu Brahms og vonandi verður það sem fyrst. Veisluborðið svignaði TÓNLIST Glerárkirkja, Akureyri Óbókonsert í C-dúr eftir Mozart og Sin- fónía nr. 1 í c-moll eftir Johannes Brahms. Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit Norður- lands, einleikari á óbó, Daði Kolbeinsson. Stjórnandi: Guðmundur Óli Guðmunds- son. Sunnudagurinn 29. janúar kl. 16. Sinfóníutónleikar Jón Hlöðver Áskelsson JENNY Lind er vafalítið ein mesta goðsögn söngsögunnar. Hún hafði svo fagra rödd að fólk féll í stafi og komst við af hrifningu, og söng trill- ur og söngflúr svo listilega vel að fyrir vikið fékk hún viðurnefnið næt- urgalinn. Hún var elskuð og dáð, og tónskáldin kepptust um að semja fyrir hana – jafnvel heilu óperu- hlutverkin. Meðal vina hennar voru margir þeir listamenn sem mestrar hylli nutu á 19. öld, þar á meðal Schumannhjónin, Verdi, Mendels- sohn og H.C. Andersen. Í kvöld verða tónleikar í Salnum, þar sem Sólrún Bragadóttir sópr- ansöngkona og Thomas Lander baríton syngja lög og óperuaríur sem tengjast ferli Jennýjar, en Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur með þeim á píanó. Vinátta Jennýjar Lind og H.C. Andersens var innileg, og á tónleik- unum verða flutt lög við ljóð And- ersens og verk tónskálda sem uppi voru um þeirra daga. Jenny Lind fæddist í Stokkhólmi, 6. október 1820. Sólrún segir okkur söguna af því hvernig stúlkan, sem hét reyndar Jóhanna María, var uppgötvuð. „Hún var ekki nema níu ára, þeg- ar hún sat eitt sinn út við glugga og söng. Ballettdansari úr Konunglega ballettinum í Stokkhólmi átti leið hjá heyrði í barninu og fór og sagði vin- konu sinni, sem var söngkona, frá henni. Hún sagði að röddin hefði verið svo undurfögur, að hún hefði ekki getað annað en tárast. Vinkon- an var vantrúuð, en lét til leiðast að fara og hlusta líka. Hún lét líka heillast, og varð svo hrifin að hún kom því í kring að telpan syngi fyrir músíkmeistarann í Konunglegu óperunni. Hann komst svo við, að hann fór að skæla. Jenný Lind bjó við erfiðar aðstæður, móðir hennar var skapstór, en úr varð að leikhúsið tók hana alveg upp á sína arma, og greiddi götu fjölskyldunnar fjár- hagslega, til að Jenný gæti helgað sig söngnum. Hún var svo bara sex- tán ára þegar hún debúteraði í Kon- unglegu óperunni sem Agatha í Freischütz og eftir það tók ferill hennar flugið. Fyrst söng hún að- allega í Svíþjóð og svo í Kaupmanna- höfn en þaðan lá leiðin til Þýska- lands, Englands og svo Ameríku. Í millitíðinni fór hún til Parísar til að mennta sig meira. Þar kynntist hún óperutónskáldinu Meyerbeer, og söng Alice í Robert le Diable og Val- entine í Húgenottunum, hlutverk sem urðu fræg í hennar túlkun.“ Þótt ótrúlegt megi virðast um goðsögn sem öðlaðist svo mikla frægð, þá var Jenný Lind ekki nema 29 ára þegar hún hætti að syngja á óperusviði. Þá átti hún mjög glæstan feril að baki. „Hún hætti vegna þess að hún trúlofaði sig og maðurinn og fjölskylda hans lögðust gegn því að hún ynni í leikhúsinu – það þótti ekki fínt þrátt fyrir allan hennar frama. Hún var því þvinguð til að hætta og tilkynnti formlega að hún væri hætt. Trúlofunin fór reyndar út um þúfur en hún stóð við ákvörðun sína. Það reyndu margir að telja henni hug- hvarf en Jenný Lind varð ekki þok- að.“ Verdi samdi henni hlutverk Óperuhlutverk Jennýjar Lind voru mörg um dagana. Auk frönsku hlutverkanna, var hún þekkt sem Norma í samnefndri óperu Bellinis – líka Lucia di Lammermoor og La sonnambula; Mozarthlutverkin Donnu Önnu, Pamínu, Greifafrúna, Súsönnu hafði hún fullkomlega á valdi sínu, og sjálfur Verdi samdi óperuhluverk sérstaklega fyrir hana. Það var aðalhlutverkið í óper- unni I masnadieri – en sú ópera er sjaldan flutt í dag. Þau Sólrún og Thomas Lander ætla þó að leyfa gestum Salarins að heyra atriði úr þessari gleymdu Verdi-óperu, sem samin er undir áhrifum af söng Jennýjar Lind og fyrir hana. Jenný Lind fluttist til Bretlands og tók virkan þátt í tónlistarlífi þar. Hún hélt áfram að syngja á tón- leikum og kenna söng þótt hún hefði yfirgefið óperuhúsið fyrir fullt og allt. Sólrún segir að hún hafi þótt skapmikil en þó ákaflega hjartahlý og góð. „Hún studdi fólk fjárhags- lega, þar á meðal Robert og Clöru Schumann, en hún efnaðist vel af söng sínum. Samt var hún aldrei upptekin, hvorki af peningunum né ferli sínum. Það var fallegt sem H.C. Andersen sagði um hana, að söngur hennar gengi beint inn í hjarta þess sem hlustaði – og þetta sögðu fleiri. Hún þótti harður kennari því hún leitaði eftir röddum sem sungu frá hjartanu. Frægðin og peningarnir breyttu henni aldrei, og hún þoldi ekki söngvara sem voru eins og söngmaskínur. Bertil Thorvaldsen myndhöggvari var svo heillaður af henni að hann sagði að hver einasta hreyfing hennar á sviðinu væri eins og módel að mynd. Málarar keppt- ust um að mála myndir af henni, og þær eru til margar. Tónskáld og ljóðskáld kepptust um að semja fyrir hana lög og texta, og söngvurum er hún enn í dag mikill innblástur. Hún var einstök.“ Fyrir hlé verða sænsk, norræn og þýsk lög á dagskránni, meðal annars eftir Lindblad, Grieg og Mendels- son, en efnisskráin eftir hlé er helg- uð aríum og dúettum úr óperum eft- ir Verdi, Bellini, Mozart, Donizetti og Meyerbeer. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Tónlist | Sólrún Bragadóttir, Thomas Lander og Anna Guðný Guðmundsdóttir með dagskrá um næturgalann Jenny Lind Var kölluð næturgalinn, en þoldi ekki söngmaskínur Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Sólrún Bragadóttir, Thomas Lander og Anna Guðný Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 30. tölublað (31.01.2006)
https://timarit.is/issue/284109

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

30. tölublað (31.01.2006)

Aðgerðir: