Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 31 FYRIR lokaumferð A-flokks Corus- mótsins hafði búlgarski heimsmeistar- inn Veselin Topalov hálfs vinnings for- ystu á Indverjann Viswanathan Anand. Þeir höfðu gert jafntefli í frekar tíð- indalítilli skák en Anand kom með nýj- ung í spænska leiknum sem jafnaði taflið og stuttu síðar var vinningnum skipt. Topalov hafði svart gegn Peter Leko í síðustu umferð og náði fljótlega frumkvæðinu. Ungverjinn varðist hins- vegar vel og jafntefli varð óumflýjan- legt. Á meðan á þessu stóð tefldi An- and við Gelfand í eftirfarandi skák. Hvítt: Viswanathan Anand (2.792) Svart: Boris Gelfand (2.723) 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f3 e5 7. Rb3 Be6 8. Be3 Rbd7 9. Dd2 b5 10. 0-0-0 Rb6 11. Df2 Rc4 12. Bxc4 bxc4 13. Ra5 Allir þessir leikir eru þekktir en að- stoðarmaður Topalovs, Cheparinov, lék þessu gegn Katerynu Lahno í B-flokki Corus-skákhátíðarinnar í ár. Svartur má ekki taka riddarann þar sem drottningin myndi falla í valinn eftir 13. … Dxa5 14. Bb6 Db4 15. a3. 13. … Dd7 14. Hd2 Cheparinov lék 14. g4 í sinni skák en Anand breytir útaf og hefur í hyggju að fórna skiptamun. 14. … Be7 15. Hhd1 Hb8 16. Bc5 Dc7 Stöðumynd 1 17. Hxd6! Athyglisverð fórn sem byggist á því að svartur fái margar peðaeyjar og peð hans verði veikburða. 17. … Dxa5 18. Hxe6 fxe6 19. Bxe7 Hb7 Hvítur hefði fengið gjörunnið tafl eftir 19. … Kxe7 20. Da7+. 20. Bd6 Rd7 21. Dh4 Dd8 22. Dh5+ g6 23. Dh6 Df6 24. Re2 Kf7 25. h4! g5 Svartur afræður að fórna peði til þess að skipta upp á drottningum en þrátt fyrir það er staða hans vantefld. 26. hxg5 Dxh6 27. gxh6 Hg8 28. g4 Hg6 29. Hh1 Hb6 30. Ba3 Hf6 31. Hh3 Kg6 32. Kd2 Hf7 33. Ke3 Rf6 34. Rc3 Hd7 35. Hh1 Hc6 36. Ra4 Hb7 37. Rc3 Hb8 38. Rd1 Svörtum hefur tekist að koma í veg fyrir að hvítur hafi bætt stöðu sína mjög mikið en næsti leikur hans orkar tvímælis þar eð miðborðspeðið á e5 var mikilvægt til að stöðva peðamassa hvíts á kóngsvæng. Stöðumynd 2 38. … Rg8?! 39. Hh5 Rxh6 40. Hxe5 Rf7 41. Hh5 Hb5 42. Hh1 e5 43. Rc3 Hb7 44. Rd5 He6 45. Bb4 Kg7 46. Hh2 Rg5 47. Bc3 Kg8 48. Hf2 Hf7 49. Hf1 He8 50. Ke2 Hef8?! Eftir verður svarta staðan töpuð. Sennilega hefði verið skynsamlegra að leik kóngnum á f8 enda á það spak- mæli við hér að ef þú veist ekki hvað þú átt að gera þá skaltu leika kóngn- um! Stöðumynd 3 51. Bxe5! Rxe4 Hvítur hefði fengið unnið tafl eftir 51. … Rxf3 52. Rf6+. Eftir textaleik- inn nær hann að virkja kónginn sinn og við það hrynja varnir svarts til grunna. 52. Ke3 Rc5 53. f4 He8 54. Kd4 Rd7 55. He1 He6 56. He2 Rxe5 57. fxe5 Hg7 58. Rf6+ Kf7 59. Kxc4 Hg5 60. Kd4 Hb6 61. c4 Ke6 62. b3 Hb8 63. He4 h6 64. Rd5 Hbg8 65. Rf4+ Ke7 66. e6 og svartur gafst upp. Þessi sigur Anands þýddi að hann og Topalov urðu jafnir og efstir með 9 vinninga af 13 mögulegum en frammi- staða þeirra beggja hefur í för með sér að þeir hækka um fimm skákstig. Lokastaða A-flokksins varð annars þessi: 1.–2. Viswanathan Anand (2.792) og Veselin Topalov (2.801) 9 vinninga 3.–4. Michael Adams (2.707) og Vassily Ivan- sjúk (2.729) 7½ v. 5.–6. Boris Gelfand (2.723) og Sergey Karjakin (2.660) 7 v. 7.–9. Sergei Tivjakov (2.669), Peter Leko (2740) og Levon Aronjan (2.752) 6½ v. 10. Loek Van Wely (2.647) 6 v. 11. Etienne Bacrot (2.717) 5½ v. 12.–13. Shakhriyar Mamedyarov (2.709) og Gata Kamsky (2.686) 4½ v. 14. Ivan Sokolov (2.689) 4 v. Í B-flokknum hafði ungverski stór- meistarinn Zoltan Almasi (2.646) for- ystuna fyrir lokaumferðina en í henni laut hann í lægra haldi gegn Chep- arinov (2.625) á meðan norska undra- barnið Carlsen (2.625) og rússneski stórmeistarinn Alexander Motylev (2.638) unnu sínar skákir. Carlsen og Motylev urðu efstir og jafnir með 9 vinninga en Ungverjinn lenti í því þriðja með 8½ vinning. Tyrkneski stórmeistarinn Suat Atal- ik (2.618) hafði mikla yfirburði í C-flokknum en hann fékk tíu vinninga af 13 mögulegum og varð einum og hálfum vinningi fyrir ofan næsta mann. Jóhann H. Ragnarsson (2.134) tefldi í áhugamannaflokknum 1b og fékk 2½ vinning af 9 mögulegum en meðalstig flokksins voru 2.268. Nánari upplýs- ingar um skákhátíðina er að finna www.skak.is og www.coruschess.com. Stefán Kristjánsson skákmeistari Reykjavíkur Eins og við mátti búast varð alþjóð- legi meistarinn Stefán Kristjánsson (2.476) hlutskarpastur á Skeljungs- mótinu. Hann gerði jafntefli í lokaum- ferðinni við Hjörvar Stein Grétarsson (2.046) og fékk átta vinninga af níu mögulegum. Bragi Þorfinnsson (2.362) stóð sig einnig mjög vel á mótinu og fékk hann sjö og hálfan vinning. Þeir félagar græða skákstig á mótinu og sérstaklega hann Bragi. Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2.421) fékk 6½ vinning og lenti í 3.–5. sæti ásamt Bergsteini Einarssyni (2.245) og Sigurði Páli Steindórssyni (2.208). Nánari upplýsingar um keppn- ina er að finna á www.skak.is. Anand og Topalov jafnir í mark SKÁK Wijk aan Zee í Hollandi 13.–29. janúar 2006 CORUS-SKÁKHÁTÍÐN Stöðumynd 3 Stöðumynd 1 Stöðumynd 2 Topalov, t.v., og Anand urðu jafnir og efstir á Corus-mótinu. HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is Atvinnuauglýsingar Lagerstarfsmaður Guðmundur Arason ehf., járninnflutningsfyrir- tæki, Skútuvogi 4, óskar eftir afgreiðslumanni á lager. Nánari upplýsingar gefur Anna í síma 568 6844. Raðauglýsingar 569 1100 Tilkynningar Mosfellsbær Tilboð Korpúlfsstaðavegur Gatnagerð Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í gatna- gerð vegna Korpúlfsstaðavegar frá Vestur- landsvegi að brú yfir Korpu. Um er að ræða gatnagerð og holræsalagn- ir auk lagningu strengja og uppsetningu lýsingar. Helstu magntölur: Gröftur 19.000 m³ Fyllingar 16.000 m³ Holræsalagnir 450 m Malbik 3.750 m² Kantsteinn 925 m Yfirborðsfrágangur 5.500 m² Strengir 800 m Áætluð verklok eru 15. júní 2006. Prentuð útboðsgögn verða seld gegn 5.000 kr. greiðslu hjá Tæknideild Mos- fellsbæjar, Völuteigi 15, frá og með þriðju- deginum 31. janúar 2006. Hægt verður að fá útboðsgögn á geisla- diski án endurgjalds. Tilboðum skal skilað á sama stað fyrir kl. 11:00 þriðjudaginn 14. febrúar nk. þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóð- enda sem þess óska. Tæknideild Mosfellsbæjar. Uppboð Nauðungarsala á vinnubúðum Skiptastjóri þrotabús Slippstöðvarinnar ehf. hefur óskað eftir nauðungarsölu á vinnubúðum í eigu þrotabúsins. Um er að ræða nýjar vinnu- búðir í Fljótsdal, samtals ríflega 500 fermetrar að grunnfleti og eru þær vandaðar að allri gerð. Búðirnar eru alls 21 eining og í dag nýttar undir skrifstofur og íbúðir. Nauðungarsala á búðunum er fyrirhuguð hjá embætti sýslumannsins á Seyðisfirði föstudag- inn 3. febrúar nk. kl. 16:00. Salan fer fram á Lögreglustöðinni á Egilsstöðum, Lyngási 15. Nánari upplýsingar veitir Sigmundur Guð- mundsson hdl., skiptastjóri þrotabús Slipp- stöðvarinnar ehf., í síma 466 2700 og 864 4384. Félagslíf  HLÍN 6006013119 VI  FJÖLNIR 6006013119 III  EDDA 6006013119 I Atvinnuauglýsingar augl@mbl.is LANDSSAMBAND sjálfstæð- iskvenna efnir til fundar um stöðu eldri kvenna, þar sem fjallað verður um hver sé fé- lagsleg- og fjárhagsleg staða eldri kvenna og hvernig þær takast á við efri árin. Fundurinn er í dag, þriðjudaginn 31. janúar kl. 12–13.30, í Valhöll, Háaleit- isbraut 1. Fundarstjóri er Salóme Þor- kelsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis og núverandi formaður Sambands eldri sjálfstæðis- manna. Framsögumenn og erindi halda: Sigríður Jónsdóttir skrif- stofustjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Margrét S. Jónsdóttir félagsráðgjafi og for- stöðumaður í þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar ríkisins og Berglind Magnúsdóttir sál- fræðingur. Fundur um stöðu eldri kvenna 4% heimsfram- leiðslu á áli Misskilnings gætti í fyrirsögn baksíðufréttar síðastliðinn laugardag um hlut Íslendinga í heimsframleiðslu á áli árið 2007. Vitnað var í orð Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar. Hann sagði að áætluð framleiðsla áls hér á landi 2008 yrði um 2,5% af heimsframleiðslu ársins 2004. Verði af áformum um stækk- un í Straumsvík og ný álver á Suðurnesjum og Norðurlandi gæti hlutur íslenskrar ál- framleiðslu aukist í 3,5–4%. Áætlanir gera ráð fyrir að það gerist síðar en 2007. Vinstri grænir eru með lista- bókstafinn V Vegna fréttar um skoð- anakönnun Félags- vísindastofnunar í Morgunblaðinu vill Vinstrihreyfingin – grænt framboð taka fram að lista- bókstafur flokksins er V en ekki U eins og kom fram í frétt blaðsins. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 30. tölublað (31.01.2006)
https://timarit.is/issue/284109

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

30. tölublað (31.01.2006)

Aðgerðir: