Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Frönsk Kvikmyndahátíð
Byggð á sönnum orðrómi...
*****
V.J.V. / topp5.is
****
S.V. / Mbl.
E.P.Ó. / kvikmyndir.com
****
Allur heimurinn fylgdist með árið 1972 þegar 11 ísraelskir
íþróttamenn voru myrtir á ólympíuleikunum í munchen
þetta er sagan af því sem gerðist næst
mynd eftir
steven spielberg
Munich kl. 5:50 og 9 b.i. 16 ára
Pride & Prejudice kl. 5:30 - 8 og 10:30
Oliver Twist kl. 5:30 - 8 og 10:30 b.i. 12 ára
The Chronicles of Narnia kl. 5:30
Rumor Has It kl. 8:10
Harry Potter and the Goblet of Fire kl. 6 b.i. 10 ára
KING KONG kl. 9 b.i. 12 ára
Babúska - Le Poupées Russes
kl. 10:10 B.i. 12
FRÖNSK
KVIKMYNDAHÁTÍÐ
*****
L.I.B. Topp5.is
****
S.U.S. XFM 91,9
****
kvikmyndir.is
****
Ó.Ö. DV
*****
L.I.B. Topp5.is
****
S.U.S. XFM 91,9
****
Ó.Ö. DV
****
Kvikmyndir.is
Allur heimurinn fylgdist með árið 1972 þegar 11 ísraelskir
íþróttamenn voru myrtir á ólympíuleikunum í munchen
þetta er sagan af því sem gerðist næst
„Munich er tímabært
stórvirki sem á
erindi við alla.“
*****
S.V. Mbl.
„Munich er tímabært stórvirki
sem á erindi við alla.“
*****
S.V. Mbl.
Le Poupées Russes
Babúska
mynd eftir
steven spielberg
eeeM.M.J. kvikmyndir.com eeeS.K. DVeeeeL.I.N. topp5.is
Frá framleiðendum „Bridget Jones Diary“
SKÁLDVERK Jane Austen hafa
notið mikilla vinsælda í hvers kyns
kvikmynda- og sjónvarpsupp-
færslum frá því að heilmikil Austen-
vakning hófst fyrir rúmum áratug.
Engu að síður hafa aðeins örfáar
kvikmyndaútgáfur verið gerðar eftir
einni af lykilskáldsögum Austen,
Hroki og hleypidómar (Pride and
Prejudice) sem út kom árið 1813.
Síðasta kvikmyndaaðlögun skáld-
sögunnar, á undan þeirri sem hér er
til umræðu, kom út árið 1940 og
skartaði engum öðrum en Laurence
Olivier í hlutverki sjarmörsins
heimshrygga, herra Darcy. Ýmsar
óbeinar útgáfur sögunnar hafa
reyndar verið áberandi á allra síð-
ustu árum, s.s. kvikmyndirnar um
skarpa klaufabárðinn Bridget Jones
sem vísa sterklega í Hroka og
hleypidóma og Bollywood-samsuðan
Bride and Predjudice. Ef til vill er
ástæðan fyrir því að ekki hefur verið
lagt í hreinræktaða kvikmyndaút-
gáfu sögunnar fyrr en nú, að fáir hafi
þorað að skora á hólm hina ástsælu
BBC sjónvarpsþáttaröð sem sýnd
var árið 1995 og átti stóran þátt í að
stuðla að umræddri Austen-
vakningu. Colin Firth festi sig þar í
sessi sem hinn eini sanni Darcy, og
Jennifer Ehle þótti gæða aðal-
persónu sögunnar Elizabeth Bennet,
öllum þeim töfrum, gáfum og fegurð
sem skáldsagan gefur henni.
Með samanburðinn í huga verður
hin nýja kvikmyndaútgáfa Hroka og
hleypidóma að teljast einkar vel
heppnuð. Leikstjórinn Joe Wright
og hæfileikafólkið sem hann hefur
sér til halds og trausts, nær hér að
fanga marga af helstu kostum skáld-
sögunnar, en kvikmyndin glitrar af
húmor og hnyttni, hæðin samfélags-
greiningin er skörp, auk þess sem
mikið er lagt í að lyfta kvikmyndinni
á flug í sjónrænni og rómantískri
stemningu.
Ágætis leikaralið er hér mætt til
leiks, og skilar hver og einn sínu og
vel það. Keira Knightley sýnir hér
leikkonuna sem í henni býr í hlut-
verki Elizabeth Bennet, og Matthew
Macfadyen er öruggur í hlutverki
Darcys. Hann leggur kannski ekki
kvenþjóðina að fótum sér eins og
Colin Firth gerði um árið, en sannur
Darcy er hann engu að síður. Donald
Sutherland og Brenda Blethyn eru
traustir bakhjarlar í hlutverkum
Bennet-hjónanna og er sérstaklega
vel farið með hin viðkvæmu mörk
milli gamansemi og skopstælingar í
útfærslu þessara skemmtileg sögu-
persóna. Þá er Tom Hollander
sprenghlægilegur sem klerkurinn
William Collins, frændinn sem erfa á
ættarsetur Bennet-hjónanna sem
voru svo ólánssöm að eignast ein-
tómar dætur, dætur sem mikið ligg-
ur á að koma í örugga höfn hjóna-
bandsins. Samleikur er frábær í
myndinni og sérstaklega er gaman
að fylgjast með hugvitsamlegum
tökum og sviðsetningu og hreyfingu
leikara um sviðið.
Hvað útlits- og leikmyndahönnun
varðar er myndin engu að síður
hrárri en mörg tíðarandauppfærslan
og ná aðstandendur þannig að frelsa
söguna úr spennitreyju „bún-
ingadramans“. Hér gætir hvort
tveggja í senn, nákvæmni í sviðs- og
búningahönnun og talsverðrar sköp-
unargleði. Ekki er hikað við að draga
umhverfið niður á jörðina þegar það
á við, en þegar komið er inn á svið
„alvöru“ aristókrata fer það ekki
milli mála. Einstakar sviðssetningar
í myndinni, allt frá atriðum á götu-
markaði til prúðbúinna stofa, verða
líkt og málverk, og má reyndar víða
greina meðvitaðar vísanir í listhefð-
ina. Þannig nýtir kvikmyndin útlits-
hönnunina markvisst til þess að
draga fram þá ströngu samfélags-
legu kóða sem útlit, hegðun og híbýli
lúta í því stéttskipta samfélagi sem
Jane Austen lýsir á svo skarpan og
leikandi hátt í skáldsögum sínum.
Að sama skapi er þess gætt að
taka lögmál tíðarandasköpunar ekki
of hátíðlega og hér komum við einnig
að einu af megineinkennum – og
kostum kvikmyndarinnar. Þessi út-
gáfa Hroka og hleypidóma er leik-
andi og ævintýragjörn, en að sama
skapi vönduð, skörp og hnyttin. Sem
sagt hin allra ánægjulegasta kvik-
myndaupplifun.
Glimrandi Austen
„Kvikmyndin glitrar af húmor og hnyttni, hæðin samfélagsgreiningin er
skörp, auk þess sem mikið er lagt í að lyfta kvikmyndinni á flug í sjónrænni
og rómantískri stemningu,“ segir m.a. í dómi.
KVIKMYNDIR
Háskólabíó og Sambíóin
Leikstjórn: Joe Wright. Aðalhlutverk:
Keira Knightley, Matthew Macfadyen,
Donald Sutherland, Brenda Blethyn,
Rosamund Pike og Simon Woods. Frakk-
land, Bandaríkin og Bretland, 127 mín.
Hroki og hleypidómar (Pride and
Prejudice) Heiða Jóhannsdóttir
SÝNINGAR á herratískunni fyrir næsta vetur standa nú yfir í Par-
ís. Stefano Pilati hannar fyrir hið þekkta tískuhús Yves Saint Laur-
ent og einkenndist lína hans af lágstemmdum glamúr og gráum lit-
um. Fötin voru frekar ríflega sniðin en ekki sem límd á líkamann
að hætti rokkarastílsins, sem hefur verið áberandi síðustu misseri.
Þetta átti helst við yfirhafnirnar en bæði sýndi Pilati þrengri og
víðari jakkaföt. YSL-karlmennirnir verða vel klæddir næsta vetur,
í báðum merkingum þessa orðs.
AP
Lágstemmdur
glamúr YSL
Tíska | Herratískuvika í París: Haust/vetur 2006–7