Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 44
BRYNJÓLFUR Sigurðsson, for- stjóri HHÍ, segir í samtali við fréttavef Morgunblaðsins að svona atburður hafi aldrei fyrr gerst í 72 ára sögu happdrætt- isins. „Við gætum þess að hafa eins lítið af peningum í kössunum og mögulegt er,“ sagði Brynjólfur. Hann segir ræningjann hafa verið snaran í snúningum og gengið hratt til verks. Brynjólfur var staddur á hæðinni fyrir ofan og varð því ekki vitni að sjálfu ráninu. Hins vegar hafði hann séð myndbandsupptöku af atburð- inum. „Hann gekk mjög rakleitt til verks. Hann virðist hafa komið á reiðhjóli og skildi það eftir við dyrnar,“ segir Brynjólfur varð- andi það sem sást á myndbandinu. „Svo gengur hann beint inn og rakleitt inn fyrir afgreiðsluborðið og beinir byssu að einni starfs- stúlkunni, sem var að tala í sím- ann. Hann tilkynnir henni að um rán sé að ræða. Síðan gengur hann rakleitt að einum pen- ingakassanna og opnar hann eins og hann væri þaulvanur gjald- keri, hirðir peningana og gengur beint út. Þannig að þetta tók að- eins örskamma stund.“ Ránið tók aðeins örskamma stund ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. EINS og fram kom í Morgun- blaðinu í gær sást álftin Svandís óvenjusnemma á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi með sínum ekta- herra og stálpuðum ungum þeirra og voru leiddar að því lík- ur að hún hefði ekki farið neitt í vetur. Þetta staðfestir íbúi Sel- tjarnarness, sem kveðst hafa séð til Svandísar og unganna öðru hvoru í vetur. Einn ungi Svan- dísar náði aldrei flugi og sat hann eftir þegar hún yfirgaf Bakkatjörn í haust, en hún hafði þá ítrekað reynt að hjálpa hon- um á flug að sögn íbúans. Ung- inn var síðar tekinn í fóstur í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn og er þar í góðu yfirlæti eins og sjá má á myndinni. Unginn ófleygi spásserar nú um með aligæsum og öndum á túninu í Húsdýragarðinum. Að sögn Jóns Gíslasonar, yfir- dýrahirðis Húsdýragarðsins, braggast hann vel og snæðir, en hefur ekki enn reynt að fljúga. „Það virðist vera einhver fæð- ingargalli í öðrum vængnum á honum. Hann er snúinn, svo hann nær ekki lofti undir væng- inn og getur ekki hafið sig á loft,“ segir Jón og bætir við að foreldrarnir hafi margsinnis reynt að fá ungann til að fljúga með því að stugga við honum.Morgunblaðið/RAX Unginn ófleygi býr í Húsdýragarðinum SJÓRINN iðaði af hval þegar SYN, flugvél Landhelgisgæslunnar, fór í eftirlitsflug yfir austur- og norðausturmið í gær. Varð vart við hvalina á stóru svæði þegar vélin var um 75 sjómílur austur af mynni Vopnafjarðar og skiptust hvalirnir í tvo stóra hópa. Það er vísbending um að loðna sé á svæðinu þegar svo margir hvalir sjást samankomnir og var þessum upplýsingum komið til rannsókn- arskips Hafrannsóknastofnunar, Árna Friðrikssonar, sem er við loðnuleit á Aust- fjarðamiðum. Haraldur Einarsson, fiskifræðingur um borð í Árna Friðrikssyni, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að skipið stefndi á þær slóðir sem hvalirnir sáust en þangað kæmi það þó ekki fyrr en í dag. „Við höfum séð litlar loðnutorfur, en við höfum ekki fundið neitt sem hægt er að gefa kvóta á,“ sagði Haraldur um leiðangur skipsins hing- að til. „Það getur hins vegar gerst allt í einu að loðna finnist, það getur allt gerst í þess- um efnum,“ bætti hann við. Sjórinn iðaði af hval UMFANG heimahjúkrunar á Suðurnesjum hefur aukist mikið á undanförnum árum og jókst starfsemin um 48% frá árinu 2003 til 2004. Á sama tíma fjölgaði skjólstæðingum þjónustunnar um 30%, en á síðasta ári var hún efld enn frekar. Tíu starfsmenn sinna nú að jafnaði um 120 skjólstæðingum sem þurfa á mismikilli þjónustu að halda. Samhliða uppbyggingunni hefur rekstrar- kostnaður aukist talsvert en er þó aðeins brot af því sem hann væri, þyrftu skjólstæð- ingarnir að liggja inni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Hildur Helgadóttir, hjúkrunarforstjóri HSS, og Bryndís Guð- brandsdóttir, deildarstjóri heimahjúkrunar HSS, segja uppbygginguna þarfa, tímabæra og þjóðhagslega hagkvæma auk þess sem hún mæti sjálfsögðum réttindum aldraðra og þeirra sem kjósi að dvelja heima þrátt fyrir erfið veikindi og yfirvofandi andlát. Í hópi þeirra sem njóta heimahjúkrunarinnar eru krabbameinssjúkir, aldraðir og langveikir einstaklingar. „Það er alltaf best að vera heima. Það er ekki hægt að lýsa því hvað það er dýrlegt,“ segir Fjóla Eiríksdóttir, sem nýtur þjónustu heimahjúkrunarinnar á Suðurnesjum. | 22 „Alltaf best að vera heima“ FLESTIR þeir sem eru haldnir dyscalculiu, eða talnablindu eins og það hefur verið þýtt á íslensku, eiga erfitt með að læra stærð- fræði í skóla. Dyscalculia er af svipuðum toga og dyslexía, eða lesblinda, nema á öðr- um sviðum. Sum börn sem eru með dyscalculiu hafa slakt tímaskyn en önnur eiga í erfiðleikum með að átta sig á tengslum hluta í rými og þeim hópi getur reynst erfitt að lesa landa- kort og þeir villast auðveldlega. Talið er að erfiðleikar þeirra sem eiga erfitt með að læra stærðfræði séu af erfða- fræðilegum toga en þekking manna á erfða- fræðiþættinum er ekki mikil enn sem komið er. Þau svæði í heilanum sem stjórna skiln- ingi á stærðfræði og tungumálum hafa verið kortlögð og vitað er að munur er á heilanum á einu litlu svæði í þeim einstaklingum sem eiga erfitt með skilning á stærðfræði eða tungumálum. Nokkuð algengt er að dyscalculia og dys- lexía fari saman en þó er það alls ekki algilt. Sumir villast en aðrir eru með slakt tímaskyn  Í erfiðleikum með | 20 Talnablinda LÖGREGLAN í Reykjavík hand- tók í gær karlmann um tvítugt vegna vopnaðs ráns í afgreiðslu Happdrættis Háskóla Íslands (HHÍ) við Tjarnargötu laust fyrir hádegi í gær. Hinn handtekni gekkst ekki við málinu við yfir- heyrslur í gærkvöldi. Tildrög ráns- ins voru þau að ræninginn ruddist inn í afgreiðsluna, veifaði því sem virtist vera skotvopn að afgreiðslu- fólki og hrifsaði 95 þúsund krónur úr peningaskúffu. Maðurinn var klæddur bláum kuldagalla og með andlitið hulið bæði með lambhúshettu og klút sem huldi vit hans auk sólgler- augna. Hann hljóp út eftir ránið en yfirmaður happdrættisdeildar HHÍ veitti honum eftirför. Barst eltingarleikurinn eftir Tjarnar- götu, fyrir horn hússins, síðan inn á Suðurgötu, upp Túngötu og inn í Garðastræti. Þar fór hann niður Grjótagötu, henti frá sér gallanum inn í garð í Grjótaþorpinu og hvarf sjónum. Kuldagallinn fannst í garðinum og var tekinn til rann- sóknar. Starfsfólk brást rétt við Lögreglu barst tilkynning um ránið gegnum neyðarþjónustu Sec- uritas kl. 11.57. Að sögn lögreglu brást starfsfólk HHÍ hárrétt við þegar maðurinn ruddist inn. Það sýndi stillingu og varðveitti vett- vang glæpsins vel. Enginn meidd- ist við ránið en engu að síður var fólkið að vonum skelkað og í nokkru uppnámi yfir atburðinum. Sjónarvottur sem ræddi við blaðamann Morgunblaðsins á vett- vangi kvaðst hafa séð til mannsins á hlaupum og honum virst af lík- amsburði hans og útliti hann vera í kringum tvítugt. Þótt maðurinn hafi verið einn síns liðs við ránið er ekki vitað hvort hann hafi átt sér vit- orðsmann. Hann kom á staðinn á svörtu reiðhjóli með gulum Bónus- poka utan um hnakkinn og skildi það eftir á tröppunum fyrir utan afgreiðsluna þegar hann hljóp af vettvangi. Tók lögregla það til rannsóknar. Ekki er heldur vitað hvort um var að ræða alvöru skammbyssu eða leikfang. Vopnað rán framið í afgreiðslu Happdrættis Háskóla Íslands við Tjarnargötu Otaði byssu að starfsfólki og komst burt á hlaupum Morgunblaðið/Júlíus Reiðhjólið sem ræninginn kom á var einnig tekið til rannsóknar. Lögreglumenn taka bláan kuldagalla ránsmannsins til rannsóknar. Eftir Svavar Knút Kristinsson og Jón Pétur Jónsson Morgunblaðið/Júlíus ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 30. tölublað (31.01.2006)
https://timarit.is/issue/284109

Tengja á þessa síðu: 44
https://timarit.is/page/4121297

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

30. tölublað (31.01.2006)

Aðgerðir: