Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 25 UMRÆÐAN MEÐ skipunarbréfi dags. 27. maí 2005 skipaði Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra þriggja manna framkvæmdanefnd, sem falið var það hlutverk að útfæra nánar til- lögur verkefnisstjórnar um nýskipan lögreglu- mála, í samræmi við þær umræður sem um málið hafa skapast á vettvangi lögreglu- manna og sýslumanna. Henni var falið að móta tillögur um fjölda, stærð og stjórn lög- regluumdæma. Jafn- framt átti hún að skoða hugmyndir um sér- staka lögreglustjóra, tollstjóra og handhafa ákæruvalds. Var lögð áhersla á að markmiðið yrði stækkun og fækkun lögregluumdæma og efla þjónustu lögreglu við íbúa landsins, styrkja lögreglu á öllum sviðum, bæði almenna löggæslu og rann- sóknir sakamála. Í lok október sl. skilaði nefndin tillögum um sama efni, sem fól í sér fækkun lög- reglustjóraembætta frá 26 niður í 15, en af þeim yrðu 7 lykilembætti. Þá óskaði dóms- og kirkjumálaráðherra eftir því við nefndina að hún kynnti tillögur sínar með því að efna til funda á þeim stöðum, þar sem gert er ráð fyrir lykilembættum, og boða þangað lögreglustjóra viðkomandi umdæmis, fulltrúa lögreglumanna og sveitarstjórna. Nýtt embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Í þessari viðbótarskýrslu er gerð grein fyrir þeim álitaefnum og at- hugasemdum sem fram komu á framangreindum fundum og til- lögum nefndarinnar um breytingar eða aðra útfærslu á þeim tillögum sem hún skilaði dóms- og kirkju- málaráðherra í lok október sl. Verð- ur að segjast eins og er að dóms- málaráðherra er nokkur vandi á höndum og sýnir hann nokkuð póli- tískt hugrekki að breyta lög- regluskipaninni í þá átt eins og tillög- urnar segja til um. Í viðbótarskýrslu framkvæmdanefndar um nýskipan lögreglumála var lagt til meðal ann- ars að nýtt embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu taki við öllum löggæsluverkefnum á svæðinu af þeim þremur embættum sem því sinna í dag, en það eru Reykjavík, Kópavogur og Hafn- arfjörður. Gamlir tímar víkja fyrir nýjum Eins og landsmenn vita hafa sýslumenn, áður bæjarfógetar farið með lögreglustjórn ut- an Reykjavíkur. Þetta er arfleifð frá forum tímum, þegar fógetar sem fulltrúar konungs tóku við hlutverki goða- veldisins með tilheyr- andi skattheimtu, en þá var landinu skipt niður eftir þeirra veldi. Þessi skipting hefur því haldist nær því óbreytt fram á okkar tíma og óneitanlega vakið spurningar, ekki síst meðal lögreglumanna hvaða samhengi sé á milli innheimtu fyrir ríkissjóð og lögreglustjórn. Lög- reglumenn hafa seinni árin litið í auknum mæli á lögregluna sem eina stofnun og í augum þeirra flestra eru þeir að vinna undir einni stjórn. Því hafa vaknað spurningar um hvers vegna þarf að skipta niður lögregl- unni eftir sýslumannsembættunum. Rannsóknir sakamála í nútíð og framtíð Í október sl. hélt Félag íslenskra rannsóknarlögreglumanna (FÍR) sína árlegu og fjölsóttu ráðstefnu, undir yfirskriftinni „Rannsóknir sakamála í nútíð og framtíð“. Mættu þar lögreglumenn af öllu landinu, er stunda framhaldsrannsóknir saka- mála, fulltrúar ákæruvalds og lög- reglustjóra, svo og sýslumanna. Þá kom Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og lagði margt gagnmerkt til málanna. Meðal ann- ars fékk hann tækifæri á að ræða beint við lögreglumenn í pallborðs- umræðum, sem ég er viss um að báð- ir aðilar hafa haft gagn af. Verður ekki annað sagt en að hann hefur af kostgæfni lagt sig fram við að mæta þeim viðhorfum, sem þar voru tíund- uð. Sérfræðiþekking í lögreglurannsóknum FÍR hefur lagt áherslu á að lands- menn búi við sama réttaröryggi hvar sem þeir búa á landinu, enda eru fé- lagsmenn starfandi um allt land og meirihluti þeirra hefur stundað framhaldsrannsóknir sakamála um árabil. Því má með sanni segja að innan félagsins sé að finna að tölu- verðu leyti undirstöðu þeirrar sér- fræðiþekkingar í lögreglurann- sóknum sem skapast hefur í gegnum árin í samvinnu við ákæruvald. Fyr- irhuguð breyting á skipulagi lög- reglu, sem kynnt hefur verið að und- anförnu, snertir því starfssvið rannsóknarlögreglumanna talsvert. Stjórn FÍR hefur lýst sig fylgjandi sameiningu rannsóknardeilda á höf- uðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir það hafa ýmsir félagsmanna okkar tölu- verðar áhyggjur að kjör þeirra skerðist við hana. Kjör rannsóknar- lögreglumanna Því er nauðsynlegt að skoða kjör rannsóknarlögreglumanna miðað við almenn lögreglustörf. Séu þau eitt- hvað lakari leiðir það ósjálfrátt af sér atgervisflótta úr faginu svo að reynd- ir rannsóknarlögreglumenn eru meira og minna uppteknir við síend- urtekna nýliðafræðslu, en slíkt dreg- ur úr málaflæði og þjónustu við borg- arana og eykur hættuna á alvar- legum mistökum. Ég hvet alla þá sem koma að boð- uðum breytingum með einum og öðr- um hætti til að huga vel að þessu. Nýskipan lögreglumála Þórir Steingrímsson fjallar um kjör lögreglumanna og breyt- ingar á skipan lögreglumála ’Ég hvet alla þá semkoma að boðuðum breyt- ingum með einum og öðr- um hætti til að huga vel að þessu.‘ Þórir Steingrímsson Höfundur er formaður Félags ís- lenskra rannsóknarlögreglumanna. AÐ MÍNU mati höfum við á und- anförnum áratugum byggt upp á Íslandi skólasamfélag sem í raun er fjandsamlegt fjölda nemenda. Upp- haf þessarar þróunar tel ég að megi rekja til ársins 1977 þegar samræmd próf voru tekin upp. Samræmd próf – flokkun eða kappleikur Með samræmdum prófum hefur skapast samkeppni á milli skóla, sem raskað hef- ur jafnvægi á milli kennslugreina á þann hátt að mun meiri áhersla hefur verið lögð á þær greinar sem teknar eru til samræmdra prófa. Þess eru dæmi að skól- ar leggi slíka áherslu á útkomu nemenda sinna í þessum prófum að skólastarf í tíunda bekk breytist nánast í æfingabúðir fyrir til- tekin fög. Þess eru einnig dæmi að börn hafi verið töluð frá því að fara í prófin, því talið er að útkoma þeirra skaði heildarútkomu skólans. Samræmd próf hafa lengi verið mér þyrnir í augum og tel þau vera harðneskjulegt flokkunarkerfi þar sem vafasöm skilaboð eru gefin nemendum og foreldrum um getu einstaklinga til þess að fóta sig í samfélaginu. Það eina sem lagt er til grundvallar við þessa mann- flokkun er geta einstaklingsins til þess að meðtaka og koma frá sér efni sem einskorðast við bókvit. Bókvit er ekki og á ekki að vera mælikvarði á almenna greind eða námsgetu. Hvaða skilaboð erum við að senda nemendum sem eiga í erf- iðleikum með tungumál eða stærð- fræði en eru kannski mjög sterkir í rökhugsun, formum eða sam- skiptum. Fjölgreindarkenning Gardners frá 1983 hefur valdið byltingu í allri umræðu og viðhorfum til kennslu og uppeldismála. Þrátt fyrir það er- um við enn, tuttugu og þremur ár- um síðar, að gera greindum mis- hátt undir höfði í skólakerfinu með, að mínu mati, skelfilegum afleið- ingum. Einstaklingsmiðað nám Það á að vera skýlaus krafa að jafnræðis sé gætt í skólakerfinu þannig að allir nemendur fái nám sem hentar þeirra þörfum. Við eig- um að finna hvar styrkur hvers ein- staklings liggur og vinna með hann en ekki einblína á örfáar „grunn- greinar“ og reyna síðan með öllum tiltækum ráðum að troða þeim í nemandann sem, á endanum, verð- ur frábitinn námi enda kominn með litla trú á eigin getu og greind. Við eigum að gæta þess að skapa fjöl- breytt nám í skólum þar sem öllu námi er gert jafn hátt undir höfði. Við verð- um að gæta þess að einstaklingar sem búa yfir sterkri greind í listum, handverki eða hreyfingu upplifi ekki að þeirra geta sé eitt- hvað ómerkilegri en annarra. Hver nem- andi á þá kröfu að fá að nálgast það nám sem honum hentar. Það eykur sjálfstraust nemandans, náms- þroska og getu. Það er einstaklingsmiðað nám. Hvernig metum við kostnað skólakerfisins? En hvað mun þetta kosta? Ég spyr á móti hvað kostar það okkur í dag að gera þetta ekki. Ríkjandi fyrirkomulag hefur því miður oftar tekið mið af hagkvæmissjónarmiði í rekstri skólastofnana en þörfum nemenda. En hvað ætlum við að leggja til grundvallar þegar kemur að því að reikna út kostnað á rekstri skólanna. Ef eingöngu er horft á hvað nemandi kostar samfélagið í verk- og listgreinum borinn saman við hvað hann kostar í bóklegum grein- um hallar eðlilega á málflutning minn. En er eðlilegt að meta náms- kostnað á þennan hátt? Er ekki eðlilegt að litið sé til þess hvað hver nemandi hefur kostað eða skilað samfélaginu að loknu ævi- starfi? Er ekki eðlilegt að tekið sé með í áðurnefnda kostnaðarút- reikninga hvað einstaklingur sem ekki nær að fóta sig í ríkjandi kerfi kostar samfélagið? Er ekki hugs- anlegt að stóraukin útgjöld skóla- kerfisins til sérkennslu og ýmissa sértækra aðgerða á undanförnum árum sé að hluta til vegna ríkjandi fyrirkomulags? Það er fásinna að bókvit skili meiru til samfélagsins en verkvit eða siðvit. Gerum þessu þrennu jafnt undir höfði í skólakerfinu og gleymum ekki að eitt er að kunna og annað að geta. Skólamál – hvert stefnum við? Eftir Þráin Lárusson Þráinn Lárusson ’Bókvit er ekkiog á ekki að vera mælikvarði á al- menna greind eða námsgetu.‘ Höfundur er skólameistari Hús- stjórnarskólans á Hallormsstað og sækist eftir 2.–3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Fljótsdalshéraði. Prófkjör Fljótsdalshéraði Á KVENNAFRÍDAGINN, 24. október, á síðasta ári lýsti ég því í viðtali við Morgunblaðið að þjóð- arnauðsyn krefðist hækkunar lægstu launa og launa leikskóla- kennara, meðal annars. Þetta hef- ur nú gengið eftir með samþykkt Launanefndar sveitarfélaga um að hækka lægstu laun starfsmanna sveitarfélaga og skapa sátt við leikskólakennara í landinu Fyrst komu samningar Reykja- víkurborgar við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Eflingu, þá góð vinna í samráðshópi sem ég kom á laggirnar með leik- skólakennurum og Launanefnd- inni, árangursrík launaráðstefna sveitarfélaga og loks niðurstaða Launanefndarinnar nú um helgina. Haustið og fyrrihluti vetrar hef- ur verið erfiður í leikskólastarfinu vegna manneklu og ágreinings um launamál. Ég vil því þakka okkar frábæra starfsfólki – leik- skólakennurum og öðrum – fyrir frábæra frammistöðu við erfiðar aðstæður. Ég vonast til að ákvarð- anir síðustu daga og vikna megi verða til þess að skapa nauðsyn- legan frið um það frábæra starf sem unnið er með börnunum okk- ar á leikskólum borgarinnar. Steinunn Valdís Óskarsdóttir Farsæl niðurstaða í leikskólunum Höfundur er borgarstjóri. Á SÍÐASTA ári réttu Elliðaárn- ar verulega úr kútnum. Frá árinu 1996 hafa verið mögur ár hjá laxa- stofninum þar og veiði eftir því. Á liðnu sumri gengu tæplega 2.400 laxar í árnar og er það nálægt langtíma- meðaltali. Erfitt er að benda á eitthvað eitt sem veldur aft- urbatanum, frekar en hvað olli því þegar veiði minnkaði. Vissulega hafa verið settar fram margar tilgátur þar um og ýmislegt stutt eða hrakið með rann- sóknum sem of langt mál yrði að telja. Fyrir rúmum þremur árum var settur á fót starfshópur um Elliða- árnar. Undirritaður var beðinn að vera í þeim hópi, en var beggja blands þar sem slíkar nefndir höfðu komið og farið án þess að neitt raunverulegt gerðist í úrbót- um við Elliðaárnar. Enda fór svo að engir fundir voru haldnir í hópnum lengi vel. Eftir umkvart- anir var formanni hópsins vikið frá og við tók Stefán Jón Hafstein sem nýr formaður. Við það breytt- ist margt til hins betra. Þessi hóp- ur hefur síðan leitt áfram mörg mikilvæg mál við Elliðaárnar. Má þar nefna gerð settjarna sem hreinsa yfirborðsvatn frá byggðum svæðum áð- ur en út í árnar er komið m.a. við ósa- svæðið sem mikil þörf var á. Stýringu á vatns- rennsli þannig að líf- ríkið bíði ekki skaða af. Settur hefur verið upp stýribúnaður við lokur í útfalli Elliða- vatns sem mildar sveiflur í vatns- rennsli. Gerðar voru ráðstafanir til að tryggja rennsli í Breiðholtskvísl við Hundasteina, en borið hafði á því í kuldum og lágrennsli að frysi þar og klakastíflur vörnuðu rennsli í aðra kvíslina. Tekin var ákvörðun um lág- marksrennsli um Árbæjarstíflu þannig að alltaf héldist fullnægj- andi rennsli þar fyrir neðan, bæði í A- og V-kvísl ánna. Þar hafa seiði dafnað síðan. Ráðist var í rannsóknarverkefni til að kanna för laxins um Elliða- vatn og af hverju lítið skilaði sér af honum upp í Hólmsá og Suð- urá. Á grundvelli niðurstaðna þar hefur hrygningarlax nú verið fluttur upp í Hólmsá og fylgst verður með hrygningu og seiðabú- skap þar í framhaldi. Þar sem mikil umferð er um Elliðaárdalinn og að auki mikil ásókn í það að stunda ýmiskonar tómstundir í og á ánum er starfs- hópurinn að semja umgengn- isreglur sem miða að því að verja lífríkið án þess að hindra fólk í eðlilegu útilífi í dalnum. Þó þessu starfi hafi verið stýrt með styrkri hendi Stefáns Jóns þá hafa margir komið þar að. Sér- staklega má nefna þá Orkuveitu- menn, Ásgeir Margeirsson, Guð- jón Magnússon og forvera þeirra Hauk Pálmason, sem allir hafa sýnt málefnum Elliðaánna mikinn skilning, en OR fer með veiði- hlunnindi Elliðaáa. Nú er við- urkennt af hálfu OR að raf- orkuframleiðsla sé víkjandi fyrir lífríki Elliðaánna, enda hafa ofan- greindar aðgerðir minnkað fram- leiðslugetu virkjunarinnar. Ekki má heldur gleyma hlut starfs- manna á árbökkunum sem margir hafa lagt fram mjög gott starf. Það er engin tilviljun að þessi orð eru skrifuð núna. Stefán Jón Hafstein er að fara í prófkjör og síðan kosningar. Kosningar eru uppskerutími stjórnmálamanna fyrir unnin störf. Þeir eiga að njóta þess sem þeir vel hafa gert og því er þessi pistill m.a. skrif- aður. Jafnframt eiga stjórn- málamenn sem lítið hafa sáð að fá rýra uppskeru. Elliðaár árangur starfshóps Þórólfur Antonsson fjallar um Elliðaárnar Þórólfur Antonsson ’Það er engin tilviljun aðþessi orð eru skrifuð núna. Stefán Jón Haf- stein er að fara í prófkjör og síðan kosningar.‘ Höfundur er fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 30. tölublað (31.01.2006)
https://timarit.is/issue/284109

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

30. tölublað (31.01.2006)

Aðgerðir: