Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 29
málin eða landsmálin. Þú áttir líka
alltaf hnyttin tilsvör, bara ef ég
myndi eitthvað af þeim. Þegar þú
varst spurð að því hvað við hefðum
þekkst lengi þá sagðir þú að það
næði „langt út fyrir okkar minni“.
Við áttum margar yndislegar
stundir saman fjölskyldurnar, fór-
um í ferðalög vítt og breitt um land-
ið. Það er ógleymanlegt, það var
eins og við værum að flytjast búferl-
um landshorna á milli, slíkur var
farangurinn. Þá var ekki þessi fíni
útilegubúnaður eins og er í dag,
engir svefnpokar eða þess háttar,
nei það mátti ekki vera minna en
hálft eldhúsið og allt svefnherbergið
sem við tókum með. Við létum okkur
ekki muna um að ferðast með
drengina okkar fjóra og allan þann
farangur sem því fylgdi sem settur
var upp á toppinn á litlu bílunum
okkar og síðan brunað af stað. Þess-
um ferðum fækkaði eins og öðru
sem gerist þegar við eldumst, en við
áttum alltaf minninguna. Við töluð-
um þeim mun oftar saman í síma eða
næstum því á hverjum degi. Við
deildum með okkur sameiginlegum
heimsins áhyggjum, framtíð
barnanna og barnabarnanna sem og
öðru sem upp kom.
Það var höggvið stórt skarð í hóp-
inn þinn þegar þið misstuð hann
Guðmund ykkar fyrir sautján árum,
hann þá aðeins 23 ára gamall. Það
var ykkur báðum erfitt og sárt að
lifa með því. Þó birti aðeins til fyrir
um tíu árum þegar þú fannst pabba
þinn, sem þú varst lengi búin að þrá
að eiga. Hann bjó í Ameríku og hafði
búið þar alla tíð. Ég man alltaf eftir
því þegar þú hringdir í mig og sagð-
ir mér frá þessu, þú varst svo stolt
og glöð en jafnframt kvíðin að hitta
hann. Brást þér til Ameríku og
komst í gleðivímu til baka helmingi
ríkari því þú hafðir verið einbirni öll
þessi ár en svo allt í einu áttirðu
fjögur systkini líka.
Þú barst alla tíð mikla umhyggju
fyrir móður þinni, ekki síst eftir að
Jói hennar dó fyrir um sex árum. En
þú lifðir alltaf fyrir fjölskyldu þína.
Fjölskyldan þín öll hefur misst
mikið, þú varst kletturinn í hafinu,
bast alla saman. Við eigum margs að
minnast, góðra stunda sem við átt-
um með þér.
Elsku Didda, Lalli, Kristján minn
og fjölskylda, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð. Megi Guð styrkja
ykkur í sorginni.
Þín æskuvinkona,
Jóhanna.
Maður á svo erfitt með að trúa og
viðurkenna að það sem var í gær
kemur ekki aftur. Brosið sem mætti
þér í dag getur verið horfið sjónum
okkar fyrir fullt og allt á morgun.
Á litlum vinnustað þar sem nán-
ast eingöngu konur vinna saman
myndast sérstök stemmning. Þær
eldri og reyndari eru ólatar við að
miðla af reynslu sinni og leiðbeina
þeim sem yngri eru. Kynslóðabilið
hverfur og allar eru jafnar. Þannig
var Sonja, fyrrum samstarfskona
okkar, sem við kveðjum í dag, hún
var síung, átti auðvelt með að setja
sig í okkar spor, gefa af sér ótak-
markað góð ráð og leiðbeiningar.
Það sama átti við um vistfólkið sem
hún sinnti af einstakri natni og
hlýju.
Hennar var sárt saknað af vinnu-
staðnum, þegar hún lét af störfum
fyrir rúmum fjórum árum, er hún
hóf verslunarrekstur ásamt tengda-
dóttur sinni. Þar var Sonja á heima-
velli, með svo ríka þjónustulund, og
hafði unun af. Það var svo notalegt
að koma þar við, eiga einlægt spjall
og fá klapp á bakið í hversdagnum.
Við þökkum Sonju samfylgdina
og vottum ættingjum hennar okkar
dýpstu samúð með þessum fátæk-
legu orðum.
Við þökkum samfylgd á lífsins leið,
þar lýsandi stjörnur skína
og birta himnesk björt og heið
hún boðar náðina sína
en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið
og að eilífu minningu þína.
(Vigdís Einarsdóttir.)
Sædís Kr. Gígja, Ólöf Ingi-
bergsdóttir, Hulda Bergrós
Stefánsdóttir og fjölsk.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 29
MINNINGAR
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna and-
láts og útfarar okkar ástkæru
HÓLMFRÍÐAR HÉÐINSDÓTTUR,
Dalbraut 27,
Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækningadeildar
Sjúkrahúss Akraness fyrir hlý samskipti og góða
umönnun.
Guðmundur J. Hallgrímsson,
Héðinn Unnsteinsson, Skúlína Kristinsdóttir,
Guðrún Unnsteinsdóttir, Sturla Sigmundsson,
Sverrir Unnsteinsson,
Hörður Unnsteinsson,
Sigríður Héðinsdóttir, Árni Snæbjörnsson,
Hólmfríður og Unnsteinn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
AÐALBJÖRG AÐALSTEINSDÓTTIR
frá Þingeyri,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík mið-
vikudaginn 1. febrúar kl. 15.00.
Jónína K. Jensdóttir, Matthías Matthíasson,
Kristjana Petrína Jensdóttir, Loftur Andri Ágústsson,
Guðmundur K. Jensson, Guðmunda Steingrímsdóttir
og aðrir aðstandendur.
Útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
FALS FRIÐJÓNSSONAR
húsgagna- og húsasmiðs
frá Sílalæk,
Grenivöllum 24,
Akureyri,
verður gerð frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn
1. febrúar kl. 13.30.
Sigurvina Kristjana Falsdóttir, Ástþór Harðarson,
Sigríður Hrönn Falsdóttir,
Elva Björk Einarsdóttir,
Þórir Már Einarsson,
Daði Ástþórsson, Lilja Sævarsdóttir,
Sigmundur Pétur Ástþórsson,
Ævar Ísak Ástþórsson,
Katrín Lea Daðadóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og bróðir,
INGVI GUÐJÓNSSON,
Álfalandi 7,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítala Landakots sunnu-
daginn 22. janúar.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 1. febrúar kl. 15:00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið.
Þóra Magnúsdóttir,
Kristín Ingvadóttir, Hilmar Karlsson,
Magnús Ingvason, Guðrún Agnes Þorsteinsdóttir,
Katrín Lovísa Ingvadóttir, Páll Baldvin Baldvinsson
og afabörn,
Hólmfríður K. Guðjónsdóttir og Böðvar Valtýsson.
Kæru vinir, ættingjar og handverksfólk um land allt!
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju
vegna andláts og útfarar okkar ástkæra
GYLFA ELDJÁRNS SIGURLINNASONAR,
Suðurvangi 3,
Hafnarfirði.
Þórunn Sólveig Ólafsdóttir,
Stefana Björk Gylfadóttir, Guðmundur Björgvinsson,
Ólafur Gylfi Gylfason, Bergþóra Kristín Garðarsdóttir,
Þórunn Rakel Gylfadóttir, Sveinn Margeirsson,
Þröstur Ingvar Gylfason, Dóróthea Jónsdóttir
og afabörn.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem auðsýndu
samúð og hlýhug við andlát og útför minnar
elskulegu eiginkonu, móður, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
SIGRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR
frá Bergvík,
Lágholti 6,
Mosfellsbæ.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Víðinesi fyrir alúð, vinsemd og góða
umönnun.
Kristján Þorgeirsson,
Ólöf Ásta Kristjánsdóttir,
María Kristjánsdóttir, Guðmundur Vignir Þórðarson,
Ingibjörg Kristjánsdóttir,Kristinn Orri Erlendsson,
Páll Kristjánsson, Katrín Tómasdóttir,
Höskuldur Svavarsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
VÍKINGS GUÐMUNDSSONAR,
Grænhóli,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á lyfjadeild Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri.
Bergþóra Sigríður Sölvadóttir,
Arnbjörg A. Guðmundsdóttir, Gunnar Sigurðsson,
Guðmundur Víkingsson, Sóley Jóhannsdóttir,
Vignir Víkingsson, Hildur Stefánsdóttir,
Sölvi Rúnar Víkingsson,
Elín Margrét Víkingsdóttir,
Jón Víkingsson, Erna Valdís Sigurðardóttir,
Guðný Sigríður Víkingsdóttir, Pétur V. Pálmason,
Gunnar Víkingsson,
Þórunn Hyrna Víkingsdóttir,
afabörn og langafabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar bróður okkar,
GÍSLA AÐALSTEINS HJARTARSONAR,
Fjarðarstræti 2,
Ísafirði.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Hjördís Hjartardóttir,
Sigurður Bjarni Hjartarson,
Viðar Hjartarson,
Hilmar Hjartarson.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KJARTAN GUÐMUNDSSON
bifreiðastjóri,
lést fimmtudaginn 19. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Guðmundur Kjartansson, Sigurlaug Jóhannsdóttir,
Sighvatur Kjartansson, Genice Baker,
Pétur Kúld Kjartansson, Margrét Auður Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HJÖRTUR FRIÐBERG JÓNSSON,
Fornastekk 11,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu mánudaginn 23. janúar,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 3. febrúar kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög.
Vigdís Einarsdóttir,
Jón F. Hjartarson, Elísabet Kemp,
Einar F. Hjartarson, Kristín Þorgeirsdóttir,
Stefán F. Hjartarson, Áslaug Guðmundsdóttir,
Ævar S. Hjartarson,
barnabörn og barnabarnabörn.