Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 27
MINNINGAR
✝ Ester Land-mark fæddist á
Akureyri 16. maí
1915. Hún lést
þriðjudaginn 24.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar Esterar
voru Guðný Stef-
anía Stefánsdóttir
frá Kverkártungu
á Langanesströnd,
f. 1876, d. 1952, og
Steinþór Árnason,
einnig frá Langa-
nesströnd, f. 1875,
d. 1915. Systkini
Esterar voru Árni, f. 1901, d.
1957, Svava, f. 1904, d. 1928,
Ingvar, f. 1907, d. 1960, Þór-
arinn, f. 1909, d. 1966, Stefán, f.
1909, d. 1953, og Óskar Gunn-
laugur f. 1913, d. 2002. Kjörfor-
eldrar Esterar voru Jóhann
Landmark, f. 1887, d. 1959, og
Síðari maður Esterar var Ingi-
mundur Vilhelm Sæmundsson,
vélsmíðameistari, f. 1921, d.
1988. Þau skildu. Börn þeirra
eru: 1) Ómar, f. 1946, markaðs-
fulltrúi í Steinkjer, Noregi, eig-
inkona hans er Aase Gravos,
dóttir þeirra er Karen Ingi-
mundar. 2) Svava Stefanía, f.
1947, búsett í Svíþjóð. Fyrri
maður hennar var Guðbrandur
Sigþórsson, börn þeirra: Ómar
Þór, f. 1965, Sigurlaug Þóra, f.
1967, og Ester, f. 1975. Síðari
eiginmaður Svövu er Tormod
Engebretsen. 3) Hallur Páll,
deildarstjóri, Reykjavík, f. 1948,
fyrri eiginkona Ragnheiður Þóra
Grímsdóttir, börn þeirra: Rann-
veig Jóna, f. 1967, Margrét Huld,
f. 1979, og Sigríður Heiða, f.
1980. Síðari eiginkona G. Ágústa
Bragadóttir, sonur þeirra er
Haukur, f. 1989.
Börn, barnabörn og barna-
barnabörn Esterar eru alls
fjörutíu og þrjú.
Útför Esterar fer fram frá
Siglufjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Valgerður Ólavía
Eðvaldsdóttir Land-
mark, f. 1891, d.
1980. Uppeldissystir
var Steinfríður
Petra Landmark, f.
1921, d. 1988.
Fyrri eiginmaður
Esterar var Angan-
týr Guðmundsson
málari, f. 1904, d.
1971. Þau áttu tvo
syni: 1) Atla, f. 1933,
d. 1993, lengst af
búsettur í Vest-
mannaeyjum og 2)
Agnar, f. 1937, fyrrv. lögreglu-
varðstjóri í Vestmannaeyjum,
eiginkona Kristín Jóna Stefáns-
dóttir, börn þeirra eru Stefán
Sigurþór, f. 1955, Angantýr, f.
1957, Birkir f. 1959, Ester, f.
1965, og Guðmundur Óskar, f.
1965, d. 1969.
Grannvaxin og kvik í hreyfingum,
hláturmild og glettin en líka hápóli-
tísk með róttækar skoðanir á þjóð-
félagsmálum. Þannig kom Ester
tengdamóðir mín mér fyrir sjónir,
þegar ég hitti hana fyrst, fyrir margt
löngu. Þannig var hún líka á níræð-
isafmælinu sínu í maí síðastliðnum,
þar sem hún söng fyrir okkur gam-
anvísur, til að þakka fyrir annan söng
henni til heiðurs þann dag.
Við fundum það strax að við áttum
skap saman og það var alltaf tilhlökk-
unarefni að heimsækja hana á sumr-
in. Viss nostalgía að koma til Siglu-
fjarðar, bærinn fallegur, kyrrðin,
sjórinn, andvarinn og ekki síst Ester.
Það var gott að vera hjá Ester. Ég sé
hana fyrir mér við eldhúsborðið í
Landmarkshúsinu á Siglufirði, þar
sem hún spilar af eldmóði á spil við
gesti, spyr og spjallar. Eða þar sem
hún hleypur á níræðisaldri með skóflu
í hendi að moka snjóinn niður háar
tröppurnar. Fyrir neðan er Róalds-
brakkinn þar sem hún ólst upp fyrsta
árið, þetta merka hús sem geymir
síldarsögu Siglfirðinga, sem um leið
er saga hennar og hennar kynslóðar.
Sá sem kveður níræður hefur
margt lifað, gleði og sorgir í bland á
langri ævi. Lífið ekki beinlínis dans á
rósum, en því var svo sem aldrei lofað.
Ester tók því sem að höndum bar með
æðruleysi Hún upplifði ótrúlegar
breytingar á nærri heilli öld, en hélt
sínu striki, hrein og bein, allsendis
laus við prjál og tildur. Heimili henn-
ar sýndi það svo vel. Þar var engu
ofaukið, nægjusemin allsráðandi.
Ester Landmark og húsið hennar,
Landmarkshús, var eins og segull
samheldinnar fjölskyldu, þar sem
margir ættliðir hittust til að spjalla,
glettast og taka í spil. Samband
þeirra mæðgna Svövu og Esterar var
sterkt og fallegt. Þótt þær byggju
hvor í sínu landinu síðustu árin var
rætt saman í símann flesta daga. Síð-
ustu árin voru það Silla og Ester
yngri og fjölskyldur þeirra á Siglu-
firði sem sýndu ömmu sinni einstaka
umhyggju. Þau þáðu í staðinn, eins og
við hin, væntumþykju, kærleik og
minningar um góða konu. Fyrir það
erum við þakklát.
Ágústa Bragadóttir.
Ég á víst ekki eftir að koma oftar í
kaffi til hennar Esterar frænku upp í
risið á Hafnargötu 10 á Sigló þar sem
hún bjó mestan hluta sinnar löngu
ævi. Síðast þegar ég heimsótti hana
spjölluðum við margt um liðna daga
og hún benti mér meðal annars út um
gluggann á staðinn þar sem síldar-
brakkinn stóð sem amma Stefanía
hafði búið í með drengjunum sínum
fyrstu árin eftir að hún kom til Siglu-
fjarðar. Brakkinn stóð fram í sjó og
strákarnir, bræður Esterar, voru
gjarnir á að steypast út um gluggann í
sjóinn en alltaf náðist að fiska þá upp
á þurrt. Þeir bara sjóuðust við þetta,
sagði Ester frænka og hló; hrukkótt
andlitið ljómaði. Svo varð hún hvöss á
svip: „Ætlarðu ekkert að borða með
kaffinu, drengur? Sjá þetta, þú ert
ekkert nema skinn og bein. Færðu
aldrei neitt ætilegt þarna fyrir sunn-
an?“ Eitthvað í þá veru sagði hún
gjarnan ef maður gerði bakkelsinu
ekki nógu góð skil. Svo fékk hún sér
smók og horfði út á fjörðinn með svo-
lítið prakkaralegt bros á vör.
Nú eru þau öll dáin systkinin, börn
Steinþórs afa og ömmu Stefaníu. Og
horfin með þeim lífssaga kynslóðar
sem ólst upp við gjörólíkar aðstæður
en þær sem við þekkjum. Saga af ei-
lífri baráttu að hafa í sig og á, saga
sárrar reynslu, en líka ómældra gleði-
stunda og sigra í misblíðri veröld.
Allavega mun ég ekki lengur njóta
leiðsagnar Esterar Landmark um
síldarplönin á Sigló fyrrum daga með-
an allt ólgaði þar af lífi og fjöri. Og þó.
Hún skildi eftir sig ótal glitrandi
minningabrot og sjálf mun hún lifa
áfram í hugskoti mínu; dálítið hrjúf á
yfirborðinu og snögg upp á lagið en
ekkert nema hlýjan og ástúðin þegar
komið var nær hennar innri veru.
Blessi þig fjöllin og fjörðurinn sem
ólu þig. Látum orð frænda fylgja þér
síðasta spölinn inn í birtuna:
Nú er ég aldinn að árum.
Um sig meinin grafa.
Senn er sólarlag.
Svíður í gömlum sárum.
Samt er gaman að hafa
lifað svo langan dag.
Er syrtir af nótt, til sængur er mál að
ganga
— sæt mun hvíldin eftir vegferð stranga —
þá vildi ég, móðir mín,
að mildin þín
svæfði mig svefninum langa.
(Örn Arnarson.)
Óskar Árni Óskarsson.
Elsku Ester amma. Nú hefur þú
kvatt okkur og söknuðurinn er mikill
og sár. Dásamlegar minningar eigum
við um þig, kærleikann, þolinmæðina,
vináttuna og lífskraftinn sem ávallt
einkenndi þig. Hjá okkur systrunum
varst þú svo stór partur af tilverunni,
þú varst alltaf til staðar til þess að
hlusta á okkur og leiðbeina hvort sem
það var til að deila með þér gleði-
stundum í lífi okkar eða sorgum, eða
bara að fá hjá þér gott kaffi og rabba
um fjölskylduna sem var þér svo hug-
leikin.
Elsku amma, þú kenndir okkur svo
margt sem mun nýtast okkur vel í líf-
inu. Það er mikill missir að þér. Minn-
ingin um þig lifir. Guð geymi þig.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Ester og Sigurlaug Þóra.
ESTER
LANDMARK
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.350 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Yfir 40 ára reynsla
Sendum myndalista
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is
10-50% afsláttur
TILBOÐ
á legsteinum,
fylgihlutum og
uppsetningu
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Ástkær faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og vinur,
ÖRN HILMAR RAGNARSSON,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut föstu-
daginn 27. janúar.
Útför verður frá Hafnarkirkju á Höfn í Hornafirði
laugardaginn 4. febrúar kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabba-
meinsfélagið.
Margrét Ragna Arnardóttir, Hrafn Sigvaldason,
Stefán Örn, Sigmundur Freyr,
Birgir Hrafn, Valdimar Þór,
Víktoría Huld, Davíð Ragnarsson,
vinir og vandamenn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
FRIÐRIK LAUGDAL GUÐBJARTSSON,
áður til heimilis
á Eiðsvallagötu 7B,
Akureyri,
sem lést á Kristnesspítala föstudaginn 27. janúar,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudag-
inn 3. febrúar kl. 13.30.
Eygló Friðriksdóttir, Magnús Sigfússon,
Alda Friðriksdóttir, Kristján Pálmar Arnarsson,
Ester Friðriksdóttir, Hjörtur Ársælsson,
Hrönn Friðriksdóttir, Benedikt Arthursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamamma,
amma og langamma,
MARÍA BJÖRNSDÓTTIR HANSEN,
Skagfirðingabraut 31,
Sauðárkróki,
lést á dvalarheimili Sauðárkróks fimmtudaginn
26. janúar.
Jarðsungið verður frá Sauðárkrókskirkju laugar-
daginn 4. febrúar kl. 14:00.
Kristján Hansen,
Kristján Þór Hansen, Sigurbjörg Egilsdóttir,
Kristján Örn Kristjánsson, Sigríður Margrét Ingimarsdóttir,
Egill Jón Kristjánsson, Sigurósk Guðbjörg Kristjánsdóttir,
Ásdís Kristjánsdóttir,
María Kristjánsdóttir, Bjarni Baldvinsson,
Sævar Einarsson, Guðlaug Gunnarsdóttir
og langömmubörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÞÓRDÍS NANNA NIKULÁSDÓTTIR,
andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
föstudaginn 27. janúar.
Útförin verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn
3. febrúar kl. 15:00.
Lárus Halldórsson,
Anna María Lárusdóttir,
María Kristín Lárusdóttir, Birgir Símonarson,
Sigríður Lárusdóttir,
Halldór Lárusson, Árný Jóhannsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma
og langamma,
BJÖRG KRISTMUNDSDÓTTIR
saumakona,
Lindasíðu 4,
lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar föstudaginn
27. janúar.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudag-
inn 10. febrúar kl. 13:30.
Sonja Ísafold,
Hans Óli Hansson,
Anna Kristín Hansdóttir, Jóhannes Arason,
Ásrún Kristmundsdóttir,
Þorgrímur Kristmundsson,
ömmu- og langömmubörn.