Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Meiri afsláttur
Hafnarstræti 97, 600 Akureyri.
Sími 462 3505.
Opið virka daga 10-18,
laugardaga kl. 10-16.
ÚTSALA
AKUREYRI
AUSTURLAND
Neskaupstaður | Í nýrri skýrslu
Ríkisendurskoðunar segir að tveir
þriðju framhaldsskóla landsins hafi
verið reknir með halla á árunum
2002–2003. Fyrra árið var Verk-
menntaskóli Austurlands (VA) sá
skóli sem var með hlutfallslega
mestan halla en síðara árið var hann
þriðji í röðinni. Alls nam halli skól-
ans um 31 m.kr. á tímabilinu. Árið
2004 voru útgjöld VA hins vegar í
samræmi við fjárheimildir og útlit er
fyrir að rekstur ársins 2005 verði
nokkurn veginn í jafnvægi.
Nemendur voru of fáir, starfs-
mönnum VA fjölgaði töluvert milli
áranna 2001 og 2002 og vinnumagn
jókst verulega. Að mati Ríkisend-
urskoðunar hefðu afleysing-
arskólameistari og skólanefnd þurft
að fylgjast betur með þróun kostn-
aðar á árinu 2002 og grípa til viðeig-
andi aðgerða vegna fyrirsjáanlegs
halla. Stjórnendur gerðu sér grein
fyrir hvert stefndi þegar leið á árið
en töldu sér þá ekki fært að gera
breytingar sem hefðu áhrif á
kennslumagn vegna skuldbindinga
við nemendur. Í upphafi árs 2003
töldu stjórnendur ljóst að framlög
dygðu ekki til að standa undir kostn-
aði við starfsemina. Þeir óskuðu því
eftir því að menntamálaráðuneytið
veitti aukin framlög en fengu þau
svör að skólanum bæri að halda sig
innan ramma fjárheimilda. Sparnað-
araðgerðir sem gripið var til um
haustið dugðu ekki til að koma í veg
fyrir hallarekstur en skiluðu nokkr-
um árangri í að lækka kostnað.
Breyting á reiknilíkani mennta-
málaráðuneytisins olli því að VA
fékk umtalsvert hærri framlög árið
2004 en árið áður. Auk þess stuðlaði
fjölgun ársnemenda að því að aukið
fé fékkst til rekstrarins. Í heild
hækkuðu fjárheimildir skólans um
15,6 m.kr. milli ára og urðu framlög
ársins 2004 þannig jafn há rekstr-
argjöldum ársins 2003. Þá tókst
stjórnendum að halda vinnumagni
og kostnaði stöðugum milli ára.
Skýrslan gagnleg
„Skýrsla Ríkisendurskoðunar er
fyrsta skýrsla sinnar tegundar þar
sem framhaldsskólar hafa ekki verið
skoðaðir fyrr,“ segir Helga M.
Steinsson, skólameistari VA. „Ég og
skólanefndin ákváðum í ljósi fjár-
hagserfiðleika að láta fara fram hlut-
lausa úttekt á afkomu skólans í því
reiknilíkani sem notað er til að
skipta fé á milli skólanna. Að mínu
mati er ekki farið nægjanlega ofan í
innviði reiknilíkans ráðuneytisins,
enda kannski ekki á færi nema
þeirra sem skilja reiknireglur lík-
ansins í botn. Að hluta til er líkanið
gagnslaust, þar sem viðmið vegna
t.d. kennsluafsláttar og starfsaldurs
kennara eru ekki raunhæf vegna
hins mikla breytileika sem þar er að
finna. Viðmið vegna hópastærða eru
einnig fámennum verkmenntaskól-
um óhagstæð. Sem dæmi má nefna
að fjöldaviðmið vegna fagbóklegra
áfanga er annað og meira en viðmið
vegna verklegra áfanga, en í fá-
mennum skólum er e.t.v. aðeins um
einn hóp að ræða og lítið hægt að
hnika nemendafjölda til.“
Helga segir ábendingu Ríkisend-
urskoðunar um rekstur húsnæðis
þann þátt sem margir framhalds-
skólar hafi barist fyrir að væri fastur
kostnaður, þ.e. það kostar ákveðið
að reka viðkomandi húsnæði og ætti
ekki að vera tengt nemendafjölda á
nokkurn hátt.
„Vonandi verður skýrslan þeim
aðilum gagnleg sem vilja setja sig
inn í málefni framhaldsskólanna og
eykur líkur á því að framhaldsskól-
arnir geti notað líkanið til áætl-
anagerðar í framtíðinni“ segir
Helga.
2005 í jafnvægi
Horfur eru á að rekstur VA verði í
jafnvægi árið 2005. Það ár var áfram
beitt aðgerðum til að stýra kostnaði
og virðist sem eftirlit hafi verið haft
með þróun hans. Meðal annars var
kennslumagn minnkað úr 602 ein-
ingum árið 2004 í 456 og kennsla á
óhagkvæmum námsbrautum skorin
niður. Að mati Ríkisendurskoðunar
hafa stjórnendur með aðgerðum sín-
um á árunum 2004–2005 náð áfanga í
því að stuðla að jafnvægi í rekstri
skólans til frambúðar. Til að tryggja
að rekstur VA verði áfram innan
fjárheimilda þurfi stjórnendur að
hafa virkt eftirlit með kostnaði og
beita markvissum aðgerðum til að
halda aftur af honum, líkt og gert
hefur verið síðustu ár. Ríkisend-
urskoðun telur að VA þurfi um 160
ársnemendur til að standa undir nú-
verandi starfsemi miðað við óbreytt
reiknilíkan menntamálaráðuneyt-
isins.
VA bætir úr hallarekstri
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Helga M. Steinsson, skólameistari
Verkmenntaskóla Austurlands.
Fáskrúðsfjörður | Sólarkaffi Ung-
mennafélagsins Leiknis á Fá-
skrúðsfirði var að venju haldið um
helgina, en þessi siður hefur verið
lengi við lýði hjá félaginu. Sólin fer
að skína á þorpið 28. janúar en hún
hverfur síðustu daga nóvember.
Samkoman er gjarnan notuð til að
veita viðurkenningar til þeirra
íþróttamanna sem skarað hafa
fram úr á sl. ári eða bætt hafa ár-
angur sinn. Svo er að sjá að fækkað
hafi mjög í hópnum og voru t.d.
engar viðurkenningar fyrir frjálsar
íþróttir sem áður voru mjög fyr-
irferðarmiklar. Nú voru bolta-
íþróttir hins vegar í fyrirrúmi.
Íþróttamaður ársins 2005 var
kjörinn Vilberg M. Jónasson knatt-
spyrnumaður og er það í annað sinn
sem hann er kjörinn. Sunddeild
Leiknis sá um veitingar og var vel
veitt, en ekki jafn fjölmennt sem oft
áður.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Íþróttamaður UMF Leiknis Vilberg M. Jónasson tekur á móti viðurkenn-
ingum frá Gísla Jónatanssyni, forstjóra Loðnuvinnslunnar, og Steini Jón-
assyni, formanni Leiknis.
Sólin komin í Búðaþorp
„SONUR minn sagði að nú yrði ég
að taka bílpróf,“ segir Borghildur
Rún Baldursdóttir, en hún datt
heldur betur í lukkupottinn fyrr í
þessum mánuði; hæsti vinningur í
Happdrætti SÍBS, Honda CRV af
dýrustu gerð, verðmætið rúmar 3,3
milljónir króna, kom í hennar hlut.
Í sama útdrætti kom einnig einn-
ar milljón króna vinningur, í um-
boði Bjargar Kristjánsdóttur við
Strandgötuna á Akureyri. Að auki
einn 100 þúsund króna vinningur
auk smærri vinninga.
Borghildur hefur aldrei tekið bíl-
próf. „Það fórst fyrir þegar ég var
ung,“ segir hún, en bætir við að nú
sé aldrei að vita nema hún láti
verða af því að afla sér ökuréttinda
svo hún geti notið Hondunnar til
fulls. „Þetta er mikill eðalbíll, alveg
yndislegur og kemur eins og
himnasending,“ segir Borghildur,
en hún er öryrki og átti fjölskyldan
tíu ára gamlan bíl sem þörf var orð-
in á að endurnýja. „Við hefðum
aldrei haft ráð að kaupa svona fín-
an og flottan bíl og raunar trúi ég
því ekki enn að þetta sé veruleiki,
er ekki alveg búin að ná þessu
ennþá. Ég hef nú bara aldrei séð
svona lúxusbíl,“ segir hún enn-
fremur en hefur þó ekki mikið get-
að ferðast um í þessum nýja far-
arskjóta sínum, veiktist svo að
segja um leið og hún hafði tekið við
honum og liggur nú á sjúkrahúsi.
Miðann sem vinningurinn kom á
hefur hún átt í áraraðir. „Ég man
nú ekki alveg hvenær ég keypti
hann en það eru meira en 10 ár síð-
an.“
Eðalvagn Fjölskyldan við nýja bílinn, Borghildur Rún Baldursdóttir, mað-
ur hennar, Gunnbjörn Jensson, og synirnir Friðrik Baldur, sá eldri, og Jens
Sigmundur Esra fremstur á myndinni.
Hefur aldrei tekið bílpróf
Félagsfundur | Almennur fé-
lagsfundur hjá Íþróttafélaginu Þór
verður haldinn í kvöld, þriðjudags-
kvöld, 31. janúar í Hamri og hefst
hann kl. 20. Kynntar verða tillögur
að uppbyggingu og nýju skipulagi á
félagssvæði Þórs.
Áfanganiðurstöður | Samráðs-
nefnd Fjárfestingarstofunnar fyrir
hönd iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis,
sveitarfélaga og atvinnuþróun-
arfélaga á Norðurlandi og Alcoa boða
til fundar til að kynna áfanganið-
urstöður aðgerðaáætlunar vegna
250.000 tonna álvers á Norðurlandi.
Fundurinn verður haldinn á Hótel
KEA í kvöld, þriðjudagskvöldið 31.
janúar, kl. 20. Á fundinum verða
framsögur og kynningar á skýrslu-
vinnu um staðarval á Norðurlandi.
Fíkniefni | Eyþór Þorbergsson
fulltrúi sýslumanns flytur fyr-
irlestur í dag, þriðjudaginn 31. jan-
úar, kl. 12 í stofu L201 á Sólborg.
Hann fjallar um rannsókn og sak-
sókn fíkniefnamála.
Eyjafjarðarsveit | Gríðarleg umferð
fulllestaðra malarflutningabíla und-
anfarin missiri hefur leikið veginn
frá Þveráreyrum til Akureyrar
grátt.
Slitlagið er meira og minna kross-
sprungið og víða komnar holur. Full-
lestaðir vega bílarnir 35–40 tonn og
skyldi engan undra þótt eitthvað léti
undan slíku fargi.Þungatakmarkanir
eru í gildi en virðast hafa komið of
seint.
Sigurður Jónsson hjá vegagerð-
inni á Akureyri sagði að kíttað yrði í
holurnar á næstu dögum og bráða-
birgðaviðgerð síðan framkvæmd
með vorinu.
Vegagerðin hefur reiknað út að
ein ferð vörubíls með fullan farm slít-
ur vegunum jafnmikið og tugir þús-
und fólksbíla.
Morgunblaðið/Benjamín Baldursson
Eyjafjarðar-
braut eystri
illa farin
Eyjafjarðarsveit | Þessi löngu miðsvetrarhlýindi sem
nú standa yfir eru ekki góð fyrir gróðurinn. Útlendar
runnategundir átta sig ekki á árstímanum og eru
byrjaðar að springa út, svo sem blátoppur og gljá-
mispill. Þessar plöntur eru hitastýrðar og má segja að
þær safni saman hlýju dögunum og ef það koma
svona margir hlýir dagar í röð eins og nú heldur
plantan að vorið sé komið, bíður ekki boðanna og tek-
ur að laufgast.
Nær fullvíst verður þó að telja að enn eigi eftir að
frjósa og snjóa og má því búast við kalskemmdum á
þessum tegundum ef hlýindin vara áfram.
Gróðurinn
ruglast í ríminu
Einstaklingsmiðað nám | Ráð-
stefna um einstaklingsmiðað nám
verður haldin á vegum Skólaþróun-
arsviðs kennaradeildar Háskólans á
Akureyri 22. apríl næstkomandi. Aðal-
fyrirlesarar verðar Mel Ainscow,
Ingvar Sigurgeirsson, Guðmundur
Engilbertsson og Sif Vígþórsdóttir.
Unnið verður í 20 málstofum og gerð
grein fyrir ýmsum þróunarverkefnum
sem stuðla að einstaklingsmiðuðu
námi. Í tengslum við ráðstefnuna
verður boðið upp á námssmiðjur 21.
apríl þar sem unnið verður ítarlega
með einstök þemu sem frummæl-
endur á ráðstefnunni stjórna. Loka-
frestur til að skrá sig í námssmiðjur er
til 1. febrúar nk., en hægt er að ská sig
á heimasíðu ráðstefnunnar sem vist-
aður er á vef Háskólans á Akureyri
þar sem nánari upplýsingar fást.