Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í JANÚAR Í alþjóðlegum rannsóknum hefur komið fram að algengi dyscalculiu er 5–8%, “ segir John Rack sem var hér á landi nýlega á vegum Lestr- arseturs Rannveigar Lund í Reykja- víkurAkademíunni. „Um helmingur þeirra sem eru með dyscalculiu er einnig með dys- lexíu eða lesblindu. Það er því alls ekki algilt að dyslexia og dyscalculia fari saman, en þó nokkuð algengt.“ Rack segir að um mismunandi gerðir dyscalculiu geti verið að ræða hjá fólki. „Sú tegund dyscalculiu sem fylgir dyslexíu kemur meðal annars fram í því að fólk á erfitt með að læra margföldunartöfluna og muna talna- runur. Talnablindir sem ekki eiga í erfiðleikum með lestur og stafsetn- ingu eru fremur í vandræðum með ýmis atriði sem ekki hafa áhrif á lest- ur og stafsetningu svo sem að skilja það sem stendur á bak við tölur og átta sig á stærð hluta. Tímaskyn þessa hóps er oft slakt.“ Rack segir að mörg börn sem haldin eru dys- calculiu geri sér einfaldlega ekki grein fyrir tímanum. „Þau eru oft sein, áætla að gera eitthvað en hafa litla tilfinningu fyrir tímanum sem það mun taka að framkvæma það sem áætlað er.“ Þetta brenglaða tímaskyn virðist vera í tengslum við það að talnablindir eru ekki alveg í sambandi við líkamsklukkuna sem býr í okkur öllum. „Það gerir þeim erfiðara fyrir að halda sig á réttri braut og skipuleggja sig.“ Þetta fólk gerir sér kannski ekki fullkomlega grein fyrir muninum á milljón og hundrað; að milljón felur í sér miklu meira en hundrað. Einn hópur þeirra sem eru með dyscalculiu á erfitt með að átta sig á tengslum hluta í rými. Sumum þeirra getur reynst erfitt að lesa landakort. Villast auðveldlega „Þeir sem eiga heima í þeim hópi eiga kannski erfitt með að átta sig á hvar þeir eru staddir og hvernig um- hverfið snýr við þeim. Þeir villast auðveldlega, beygja í öfuga átt og hlutir snúa öfugt við þeim. Þessi hóp- ur getur líka átt við lestrarerfiðleika að stríða og þeim getur reynst erfitt að muna hvernig stafir og tölur eiga að snúa. “ Rack segir að stærðfræði spili stórt hlutverki í sambandi við áttaskyn fólks. „Fólk þarf að geta áttað sig á hnitum, lögun lands, þrí- hyrningum og ferhyrningum, öllu sem tengist rúmfræði. Þeir, sem skortir skilning á tengslum hluta í rými, eiga í miklum erfiðleikum með öll þessi hugtök í stærðfræði.“ Rack leggur áherslu á að dyscal- culia feli í raun í sér mörg ólík atriði. „Talnablindir eru alls ekki allir í vandræðum með að skilja kort eða hafa tímaskynið í ólagi. Þeir eiga hins vegar í erfiðleikum með stærðfræði í skóla.“ Það getur verið mjög niður- drepandi fyrir þá sem eru með dys- calculiu að fást við verkefnin sem fyr- ir þá eru lögð. „Kennararnir ætlast til þess að verkefnin séu leyst en fyrir nemandann er það eins og að ganga á vegg. Erfiðleikar sem fylgja dys- calculiu eru af líffræðilegum toga, það er talið að hún sé ættgeng að ein- hverju marki, þ.e. að hana megi rekja til erfðafræðilegra þátta.“ Rack segir þó að skilningur manna á erfðafræði- þættinum sé ekki mikill enn sem komið er. „Við vitum að heilinn á þátt í stærðfræðihæfileikum og það er mikilvægt að kennarar skilji það að oft leggja þeir sig mikið fram sem eru í vandræðum með stærðfræði. En það er eins og það sé tjald dregið fyrir og viðkomandi þurfa hjálp við að draga það frá. Stundum þarf að finna aðrar aðferðir til að hjálpa þeim.“ Uppgötvast síður hjá stúlkum Rack segir að alþjóðlegur saman- burður á fjölda þeirra sem stríða við þetta sé erfiður vegna þess hve kennslutækni er mismunandi eftir löndum. „Það er staðreynd að fyrir ekki mjög löngu var kennslu í stærð- fræði víða afar ábótavant. Fólk ákvað einfaldlega að það væri lélegt í stærð- fræði og sætti sig við það. Nú er það ljóst að margir eru í vandræðum með stærðfræði þótt þeir leggi hart að sér við að ná tökum á henni. Ýmislegt bendir líka til að síður sé tekið eftir þessu hjá stúlkum en drengjum. Les- blinda er t.d. jafnalgeng hjá báðum kynjum en stúlkur eru oft hljóðlátari, leggja sig meira fram, og þess vegna uppgötvast hún kannski síður hjá þeim. Hið sama virðist eiga við um talnablinduna.“ Lengi vel var álitið að stúlkur væru almennt lélegri en drengir í raungreinum. Það er ekki trú manna lengur og allir þurfa að búa yfir grunnþekkingu í stærðfræði. Mismunandi svæði í heilanum Hægt er að kortleggja heilann til að átta sig á hvaða svæði eru notuð til að læra stærðfræði og tungumál. „Það er munur á heilum þeirra sem eiga erfitt með að læra stærðfræði og þeirra sem eiga í erfiðleikum með tungumál. Munurinn er bara á einu litlu svæði. Vandinn virðist liggja í hægri hluta heilans hjá þeim sem eiga í erfiðleikum með stærðfræði, tungumálaerfiðleikar virðast hins vegar liggja vinstra megin, á svæði sem tengist hlustun og skilningi.“ Sá hluti heilans sem stjórnar skilningi á tölum, rými og skyldum hlutum vinn- ur ekki eins vel hjá talnablindum og hjá öðrum. „Önnur svæði heilans geta hins vegar unnið fullkomlega,“ segir Rack. Unnið er að því að finna lausn fyrir þá sem eru með dyscalculiu þannig að hægt sé að veita þeim þá aðstoð sem þeir þurfa. „Þeir sem eru í mjög miklum erfiðleikum með stærðfræði geta fengið hjálp þannig að þeim eru kenndar aðrar aðferðir. Viðkomandi verða þó aldrei snillingar í stærð- fræði. Það er ekki hægt að beita nein- um töfrabrögðum, engar æfingar sem hægt er að gera. Þetta snýst um að styrkja þau í grundvallaratrið- unum. Það er til kennslutækni og hægt er að fá stuðning fyrir þessi börn sem gerir þeim kleift að læra stærðfræði. Enn er verið að gera til- raunir á þessum sviðum og ég held að útlitið sé gott. Hins vegar verður fólk að þekkja sín takmörk og vita hve- nær ekki verður komist lengra. Fyrsta skrefið er að þekkja vandann og viðurkenna að hann sé fyrir hendi,“ segir John Rack.  NÁM | Það er alls ekki öllum gefið að geta lært stærðfræði og tungumálanám getur vafist fyrir fólki Í erfiðleikum með tölur og rými Morgunblaðið/Kristinn Glíman við reikningsdæmin reynist talnablindum snúnari en öðrum. Vandinn liggur í hægra heilahveli. Morgunblaðið/Sverrir John Rack, forstöðumaður Lestrar- miðstöðvar við Háskólann í York. FULLORÐNIR sem eru með dyscalculiu eða talnablindu finna helst fyrir því í daglegu lífi á eftirfarandi hátt, að sögn Rack: „Þegar fólk borgar fyrir vörur t.d. veit það ekki alveg hversu mikið það á að fá til baka, ruglast auðveldlega og veit ekki hversu mikið þarf til að borga fyrir ákveðna hluti. Skipulagning peningamálanna og að mæta á réttum tíma á stefnumót, skipulag tíma o.s.frv. getur reynst talnablindum vandamál.“ Rack segir að þetta eigi ekki að há fólki, en geti þó valdið óöryggi. Erfitt að mæta á réttum tíma Hugtakið dyscalculia sem þýtt hefur verið sem talna- blinda er sjálfsagt ekki mörgum kunnugt. Dr. John Rack er yfirmaður rannsókna- og greiningarþjónustu við Háskólann í York. Hann sagði Sigrúnu Ásmundar ýmislegt um dyscalculiu. sia@mbl.is UMFERÐARHÁVAÐI getur orsakað streitu hjá börnum og gert að verkum að þau eigi erfiðara með nám og einbeitingu. Í Svenska Dagbladet kemur fram að alþjóðleg rannsókn leiði í ljós þessi áhrif umferðarhávaða á skólabörn. Birgitta Berglund, prófessor við Karolinska institutet í Stokkhólmi, segir nauðsynlegt að á heimilum fólks séu kyrrlátir staðir þar sem sé skjól fyrir umferðarhávaða þar sem börn geti leikið sér og fullorðnir slappað af. Nú er áformað nýtt hverfi í Stokkhólmi þar sem hugs- anlegt er að ekki verði einu sinni hægt að opna glugga fyrir umferð- arhávaða og slíkt segir prófessorinn óviðunandi. Berglund er ein af vísindamönn- unum sem stendur að alþjóðlegu rannsókninni þar sem meðal annars kemur fram að börn sem ganga í skóla nálægt flugvöllum verða fyrir svo mikilli truflun að þau eiga erfitt með einbeitingu í námi. Skólaumhverfi um 3.000 barna í Englandi, Hollandi og á Spáni var kannað í rannsókninni. Sameiginlegt var að skólarnir voru á svæði þar sem hávaði frá umferð bíla eða flug- véla var mikill. Niðurstöður rann- sóknarinnar birtust í vísindatímarit- inu Lancet nýlega en í Svd kemur fram að frekari rannsókna sé þörf til að hægt verði að draga öruggar ályktanir. Meðal annars kom í ljós að börn í skóla nálægt Heathrow-flugvelli bjuggu flest einnig nálægt flugvell- inum og heyrðu því hávaðann bæði í skólanum og heima. Þau áttu því litla möguleika á hvíld frá hávaðan- um og afleiðingarnar voru eins og áður sagði erfiðleikar með að ein- beita sér í náminu. Hávaði og streita hjá börnum  RANNSÓKN Morgunblaðið/Kristján Alþjóðlega rannsóknin leiddi í ljós að börn sem ganga í skóla nálægt flug- völlum verða fyrir svo mikilli truflun að þau eiga erfitt með lærdóminn. SNYRTISKÓLINN í Kópavogi hefur sótt um réttindi sem alþjóðlegur Cidesco snyrtiskóli. Cidesco eru al- þjóðleg samtök snyrtifræðinga sem starfa í fjölmörgum löndum, meðal annars á Íslandi. „Félag snyrtifræðinga hefur um árabil verið aðili að Cidesco og við höfum unnið að því um tveggja ára skeið að öðlast viðurkenningu sem alþjóðlegur Cidesco skóli,“ segir Ósk Vilhjálmsdóttir, skólastjóri Snyrti- skólans í Kópavogi. Cidesco, eða Comité International d’Estétique et de Cosmétologie, eins og samtökin heita fullu nafni, voru stofnuð 1946 og höfuðstöðvar þeirra eru í Zurich í Sviss. 33 lönd eru í sam- tökunum og litið er á viður- kenningarskjal frá Cidesco sem gæf- ustu meðmæli heims á sviði snyrtifræðinnar. „Í dag eru meira en 200 Cidesco skólar í heiminum og við vinnum að því að verða fyrsti skóli þeirrar teg- undar hérlendis,“ segir Ósk. Hún segir að mikilvægt skref hafi verið stigið í áttina að þessu mark- miði er Ann-Cari Grund, varaforseti Cidesco, kom til Íslands síðastliðið haust og prófaði alla kennara Snyrti- skólans. Nemendur frá Litháen og Færeyjum „Næsta skref er að gefa nem- endum skólans kost á að þreyta próf samkvæmt reglum Cidesco, en við stefnum að því að halda prófið í nóv- ember á þessu ári. Þá er líka á dag- skrá hjá okkur að gefa öllum starf- andi snyrtifræðingum á Íslandi kost á að þreyta þetta alþjóðlega próf og öðlast þar með alþjóðlega viðurkenn- ingu.“ Að sögn Óskar er markmið Snyrti- skólans með alþjóðlegri Cidesco- viðurkenningu tvenns konar. „Við getum bæði menntað snyrti- fræðinga hérlendis með réttindi til að starfa á alþjóðavettvangi, og eins getum við tekið við nemendum frá öðrum löndum og veitt þeim slík rétt- indi. Þetta er því eins konar útrás eða sókn á alþjóðleg mið,“ segir Ósk. Skólinn hefur þegar útskrifað er- lenda snyrtifræðinga, meðal annars frá Litháen og Færeyjum. Snyrtiskólinn sækir á alþjóðleg mið  NÁM

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 30. tölublað (31.01.2006)
https://timarit.is/issue/284109

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

30. tölublað (31.01.2006)

Aðgerðir: