Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Barnagæsla Leitum að barngóðri og reyndri manneskju til að gæta 10 mánaða drengs hluta úr degi, 3 daga vik- unnar. Afar meðfærilegt barn sem gott er að annast. Erum bú- sett í rúmgóðri íbúð í Bryggju- hverfi. Góð laun. S. 692 9020. Veitingastaðir Nýbýlavegi 20, s. 554 5022 Súpa og fjórir réttir. Verð 1.390 á mann. Tekið með, verð 1.250. Heimsendingarþjónusta Húsnæði í boði Stórt íbúðarhús við Tjörnina er til leigu. Nýuppgerð um 250 m² mjög góð 6 herbergja sólrík íbúð með garði, verönd og svölum. Ar- inn í stofu. Frábær staðsetning og útsýni. Góðir leigjendur óskast, langtímaleiga. Upplýsingar í síma 866 5800. Húsnæði óskast Reglusamt par óskar eftir íbúð. Reglusamt par óskar eftir stúdíó eða 2ja herb. íbúð strax. Skilvís- um greiðslum heitið. Daiva, sími 820 4062. Atvinnuhúsnæði Húsnæði óskast til leigu í Reykjavík, snyrtilegt, fyrir smá- iðnað og söluaðstöðu. Stór kostur ef mætti nota jafnframt fyrir tón- listaræfingar. Algjör reglusemi. Sími 899 5890. Sumarhús Sumarhús — orlofshús. Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbú- in hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Námskeið Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarm. Byrjendaáfangi í Upledger höfuðbeina- og spjald- hryggjarmeðferð, CSTI, verður haldin 9.-12. febrúar næstkom- andi á Radisson SAS Hótel Sögu. Upplýsingar og skráning í síma 863 0610 og 863 0611 eða á www.upledger.is. Til sölu Útsala - Útsala - Útsala Bohemia tékkneskir kristalsvasar, mikið úrval. Einnig kristalsglös í halastjörnunni, möttu rósinni og fleiri munstrum. Frábært verð. Slóvak Kristall, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, s. 544 4331. Naglaskóhlífar til notkunar í hálku, utan yfir skó, stærð frá 38 til 47. Verð kr. 3.995. Sendum í póstkröfu. Smáraskóari, Smáralind. Skóvinnustofa Austurveri. Skóbúð Húsavíkur. Skóverslun Leós ehf. Ísafirði. Versl. Haraldar Júl. Sauðárkróki. Skóbúðin Borg Borgarnesi. Jón Bergsson ehf., Kletthálsi 15. Bókhald Bókhald. Get bætt við mig verk- efnum í bókhaldi og launaútreikn- ingi. Einnig framtöl einstaklinga. Sveinbjörn, s. 898 5434, netfang svbjarna@simnet.is. Þjónusta Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., s. 567 1130 og 893 6270. Byggingavörur www.hardvidur.is Harðviður til húsbygginga. Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði. Sjá nánar á hardvidur.is. Upplýsingar hjá Magnúsi í síma 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt Hárspangir Mikið úrval af hárspöngum, allir litir. Verð frá kr. 290. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Bílar Toyota Avensis 2.0 SOL árg. '98, sjsk. Ek. 107 þ. Vínrauður + sam- litur. Topp viðhald. Álf.+sumard. fylgja. Ný tímareim, nýjar brems- ur að framan, nýir hliðarlistar. Verð 730 þ. stgr. Uppl. 844 4386. Tilboð 2.690 þús. + vsk. Nýr Mercedes Benz Sprinter 316 CDI (Freightleiner), sjálfskiptur, ESP, millilengd. Kaldasel ehf., Dalvegur 16b, 201 Kópavogur, s. 544 4333 og 820 1070. Skoda Octavia, árgerð 2002. Ek- inn 93 þús. km. Ný tímareim. Sjálfsk., 1,6 l, topplúga, cd-spilari, rauður, dráttarbeisli. Listaverð 1.130 þús. Góð vetrardekk. Verð 1.030 þús. Bílalán 700 þús. Upp- lýsingar í síma 892 7852. Safnarabílar í miklu úrvali vorum að fá nýja sendingu. Stærðir: 1/18-1/43. Safnarinn við Ráðhúsið, Tjarnargötu 10, 101 Reykjavík, sími 561 4460. Hyundai Getz sport. Skráður 18.08.2003. Ekinn 37.000. Reyk- laus, topplúga, ljósblár. Sparneyt- inn. 1600cc. Verð 1.100.000. Upp- lýsingar í síma 846 5374. Hópbifreið til sölu. Ford Transit T300 háþekja, 10 farþega, 6/2004, ek. 73 þ. km. Nýskoðaður, mjög gott eintak. V. 2.690 þ. Upplýsing- ar í síma 567 4000. Getum aftur bætt við bílum á plan og söluskrá. Af hverju ekki að prófa? Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason BMW 116i, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, '05 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Varahlutir JEPPAPARTAR EHF., Tangarhöfða 2, sími 587 5058 Nýlega rifnir Patrol '91-95, Terr- ano II '99, Subaru Legacy '90-'04, Impreza '97-04, Kia Sportage '03 og fleiri japanskir jeppar. Sveit Sparisjóðsins í Keflavík Reykjanesmeistari Sveit Sparisjóðsins í Keflavík varð Reykjanesmeistari í sveitakeppni 2006 en keppnin fór fram í Kópavogi um helgina. Sveitin hlaut 125 stig eða tæp 18 stig að meðaltali úr leik. Í sigursveitinni spiluðu Guðjón Svavar Jensen, Jóhannes Sigurðs- son, Karl G. Karlsson, Gunnlaugur Sævarsson og Arnór Ragnarsson. Að þessu sinni tóku 8 sveitir þátt í mótinu og eins og svo oft áður var keppnin hörkuspennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í síðustu spilun- um. Til marks um keppnina má nefna að sigursveitin var næstneðst eftir 3 umferðir af 7 en Suðurnesja- menn bitu þá í skjaldarrendur og unnu þá tvo leiki með hæstu skor og voru þá komnir í toppbaráttuna en til marks um baráttuna þá unnust aðeins þrír leikir í mótinu með hæstu skor eða 25 vinningsstigum. Það var spilað um fimm sæti í undankeppni Íslandsmótsins og spiluðu 7 sveitir um þátttökuréttinn. Þar var ekki síður hart barist og sveit Högna Friðþjófssonar varð að bíta í það súra epli að sitja eftir með sárt ennið þrátt fyrir að vinna sig- ursveit mótsins 22-8 í þriðju umferð. Lokastaða efstu sveita varð ann- ars þessi: Sparisjóðurinn í Keflavík 125 Erla Sigurjónsdóttir 121 Allianz 121 Hrund Einarsdóttir 108 Mastercard 98 Vinir 96 Högni Friðþjófsson 95 Sveit Hrundar Einarsdóttur spil- aði ekki um réttinn til keppni í und- ankeppni Íslandsmóts og verður því sveit Vina síðasta sveitin inn í und- ankeppnina. Hrund Einarsdóttir kemur einnig við sögu í svokölluðum Butler-út- reikningi en þar var hún efst á blaði með 1,78 en hún spilaði reyndar bara einn leik. Næstir á blaði voru Arnór Ragnarsson og bræðurnir Jón Páll og Sigurður Sigurjónssyn- ir. Keppnisstjóri var Björgvin Már Kristinsson en Loftur Pétursson og Erla Sigurjónsdóttir héldu að öðru leyti utan um keppnishaldið. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 24. janúar var spilað á 12 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S Rafn Kristjánss. – Oliver Kristóferss. 371 Sverrir Jónsson – Jón Pálmason 358 Ólafur Ingvars. – Sigurberg Elentínus. 335 Eysteinn Einarss. – Ragnar Björnsson 334 A/V Sveinn Jensson – Jóna Kristinsdóttir 370 Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 352 Ingimundur Jónsson – Helgi Einarsson 345 Björn Björnsson – Nanna Eiríksdóttir 342 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Morgunblaðið/Garðar/Arnór Sveit Sparisjóðsins í Keflavík sigraði á Reykjanesmótinu í sveitakeppni sem fram fór um helgina. Frá vinstri: Guð- jón Svavar Jensen, Gunnlaugur Sævarsson, Jóhannes Sigurðsson, Karl G. Karlsson og Arnór Ragnarsson. SAMTÖK um betri byggð hvetja heilbrigðisyfirvöld og Alþingi til að fresta um sinn frekari ákvörðunum um skipulag og hönnun nýs hátækni- sjúkrahúss við Hringbraut þar til forsvaranleg undirbúningsvinna fyr- ir þessa ákvörðun hefur verið unnin, eins og segir í ályktun frá stjórn samtakanna. Samtökin segja að framtíðar- skipulag heilbrigðisþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu sé ein mikil- vægasta ákvörðun sem Íslendingar standi frammi fyrir. Ekki hafi verið lagður fram neinn faglegur saman- burður á þeim kostum sem koma til greina né mat á líklegum afleiðing- um mismunandi kosta. „Á undanförnum mánuðum og misserum hafa því komið fram rök- studdar efasemdir við áform heil- brigðisyfirvalda um hátæknisjúkra- hús LSH við Hringbraut, m.a. efasemdir um að rétt sé að hafa ein- ungis eitt bráðasjúkrahús á höfuð- borgarsvæðinu. Í nýlegri skoðana- könnun kom fram andstaða við staðsetningu sjúkrahússins við Hringbraut. Grenndarkynning á áformum um uppbyggingu við Hringbraut, sem heitið var á sl. ári, hefur enn ekki far- ið fram meðal íbúa í aðliggjandi borgarhverfum og ekki hefur verið unnið lögformlegt deiliskipulag af lóðum LSH og nánasta umhverfi. Samtök um betri byggð vekja at- hygli á því að umferðarskipulag um- hverfis lóð LSH við Hringbraut er með öllu ófullnægjandi fyrir sjúkra- húsið, umferðarkerfi borgarinnar og aðliggjandi borgarhverfi. Það er mat samtakanna að öll áform um uppbyggingu LSH, Há- skóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og annarra stofnana hljóti að taka mið af niðurstöðum alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um heildar- skipulag Vatnsmýrarsvæðisins, sem nú er í undirbúningi.“ Skipulagi hátæknisjúkra- húss verði frestað HÉRAÐSVERK ehf. á Egils- stöðum fær það verkefni að grafa frárennslisskurð Kára- hnjúkavirkjunar í Fljótsdal í kjölfar útboðs fyrr í vetur. Landsvirkjun er í þann veginn að ganga frá samningum við verk- takafyrirtækið á grundvelli lægsta tilboðs í verkið. Þessi verkþáttur Kárahnjúkavirkjunar ber kenniheitið KAR-16 og felst í því að grafa skurð, sem er 2,1 km langur og 9 metra breiður í botn- inn, frá munna frárennslisganga virkjunarinnar út í Jökulsá í Fljótsdal. Það fylgir með að lag- færa farveg árinnar og grafa nýjan á köflum. Tilboð í verkið voru opnuð hjá Landsvirkjun skömmu fyrir jól. Héraðsverk átti lægsta tilboð, um 240 millj- ónir króna. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á ríflega 365 millj- ónir króna. Héraðsverk grefur frárennslisskurðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 30. tölublað (31.01.2006)
https://timarit.is/issue/284109

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

30. tölublað (31.01.2006)

Aðgerðir: