Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
GERT er ráð fyrir að byggingu
hjúkrunarheimilis í Sogamýri í
Reykjavík verði lokið á árinu 2007
og á Lýsislóðinni árið 2009, sam-
kvæmt skriflegu svari heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra við fyr-
irspurn Ástu R. Jóhannesdóttur
um Framkvæmdasjóð aldraðra,
sem lagt var fram á Alþingi í gær.
Í Sogamýri er gert ráð fyrir rými
fyrir 110 hjúkrunarvistmenn og 90
á Lýsislóðinni. Einnig er unnið að
byggingu 60 hjúkrunarrýma á Ak-
ureyri, 12 í Neskaupstað, 23 á
Eskifirði og 27 á Selfossi, auk þess
sem verið er að fjölga rýmum á
Fellsenda í Búðardal. Sums staðar
er um endurnýjun húsnæðis að
ræða en ekki fjölgun rýma.
Ráðuneytið hefur átt
viðræður við nokkra aðila
Á árunum 1995 til 2004 námu
tekjur Framkvæmdasjóðs aldraðra
samtals 6.164 millj. króna og
greiðslur úr sjóðnum til rekstrar
hjúkrunarheimila námu 2.842 millj.
króna á sama tímabili. 3.605,8 millj.
króna var varið til uppbyggingar í
formi stofnkostnaðar, endurbóta
og viðhalds en aðrar greiðslur
námu 117,7 millj. króna á þessum
tíu árum. Ráðuneytið hefur ekki
upplýsingar um endanlegar
greiðslur til uppbyggingar sem
komu frá öðrum en ríkisvaldinu en
sé miðað við greiðsluþátttöku
sjóðsins í endurbótum og stofn-
kostnaði voru þær um 5.979 millj.
króna. Bygging og rekstur Sóltúns
var eina einkaframkvæmdin á
þessu sviði á tímabilinu.
Frekari ákvarðanir um fram-
kvæmdir liggja ekki fyrir en ráðu-
neytið hefur átt í viðræðum um
uppbyggingu stofnanaþjónustu
aldraðra við heimamenn í Reykja-
nesbæ, Kópavogi, Hafnarfirði, á
norðanverðum Vestfjörðum og á
Suðurlandi. Þá veitti Alþingi ný-
lega 30 millj. króna til undirbún-
ings stækkunar á Jaðri í Ólafsvík.
Framkvæmdasjóður
aldraðra
Hjúkrunar-
heimili í
Sogamýri
klárt að ári
ENGAR kærur bárust skrifstofu
Framsóknarflokksins vegna fram-
kvæmdar við prófkjör framsóknar-
manna í Reykjavík skv. upplýsingum
Ragnars Þorgeirssonar, formanns
kjörstjórnar, en kærufrestur rann út
kl. 18 í gær.
Óskar Bergsson, sem varð í þriðja
sæti í prófkjörinu, átti fund með
hluta af kjörstjórninni og fram-
kvæmdastjóra flokksins í gærmorg-
un og bar fram spurningar og óskaði
skýringa á nokkrum álitamálum sem
varða utankjörfundarkosninguna, að
sögn hans.
„Ég lagði fram fjórar spurningar
fyrir kjörstjórn og hef móttekið svör
við hluta af þeim,“ sagði hann í sam-
tali við blaðamann í gærkvöldi. „Ég
er að fara yfir svörin sem komin eru
og vega þau og meta.“
Segir dreifingu atkvæða
ótrúlega skrýtna
Kristinn H. Gunnarsson, þing-
maður Framsóknarflokks, segir í
pistli á heimasíðu sinni að fá verði
skýringar á miklum fjölda utankjör-
staðaratkvæða í prófkjöri flokksins í
Reykjavík um helgina. Segir Krist-
inn, að það hafi aldrei gerst í Reykja-
vík að fjórðungur greiddra atkvæða
sé utan kjörfundar. Ekki séu almenn
sumarleyfi eða annað slíkt sem skýri
þennan mikla fjölda kjósenda, sem
ekki átti heimangengt á kjördag.
Kristinn segir að dreifing atkvæða
hafi einnig verið ótrúlega skrýtin. Í
fyrstu tölum hafði Björn Ingi
Hrafnsson um 60% atkvæða í 1. sæt-
ið, en þá hafi verið búið að telja utan-
kjörfundaratkvæðin og nokkur kjör-
fundaratkvæði til viðbótar. Þá voru
hvorki Óskar Bergsson né Anna
Kristinsdóttir meðal 6 efstu og Ósk-
ar muni hafa verið neðstur af fram-
bjóðendunum 11.
Engin ósk um að utankjör-
fundaratkvæði yrðu innsigluð
Ragnar segir að öll framkvæmd
prófkjörsins hafi verið til mikillar
fyrirmyndar. „Það var allt sam-
kvæmt þeim reglum sem settar voru
og kynntar í upphafi og menn sætt-
ust á,“ segir Ragnar.
Spurður hvaða skýringar hann
hefði á hve ólíkt utankjörfundarat-
kvæðin dreifðust samanborið við
dreifingu atkvæða sem greidd voru á
kjördag segist Ragnar telja að Björn
Ingi Hrafnsson hafi einfaldlega átt
mun meiri stuðning meðal þeirra
sem kusu utan kjörfundar en aðrir
frambjóðendur. „Það segir sig sjálft.
Hann fór kannski fyrstur af stað
með eiginlega baráttu og hefur valið
þá leið að hvetja fólk til að mæta ut-
an kjörstaðar. Þetta er allt ákaflega
borðleggjandi.“
Engar kærur
vegna prófkjörsins
BÆNDASAMTÖKIN höfnuðu í
gær kauptilboði sem barst í tvær
eignir þeirra þ.e. Hótel Ísland og
Radisson SAS hótel. Á aukabún-
aðarþingi greiddu þingfulltrúar at-
kvæði um málið og voru 36 á móti en
13 með. Enginn sat hjá við atkvæða-
greiðsluna.
Að sögn Haralds Benediktssonar.
formanns Bændasamtakanna. fór
fram ítarleg umræða um málið í að-
draganda atkvæðagreiðslunnar.
Þegar hún fór fram hafði kaupsamn-
ingur verið unninn til enda. Ráðgjafi
var fenginn til að fara yfir fjárhags-
stærðir vegna málsins og flutti hann
erindi á Búnaðarþingi og sat fyrir
svörum þingfulltrúa um kaupverð og
mögulegar framtíðarhorfur í rekstri,
ávöxtunarmöguleika og fleira.
„Stjórnin undirbjó Búnaðarþing
með það fyrir augum að fá sem
mestar upplýsingar um málið og að
þær kæmu frá fagmönnum sem ekki
stæðu neinum nærri í samtökunum.“
Atkvæðagreiðslan var leynileg og
kaupverð er trúnaðarmál sem og til-
boðsgjafinn, samkvæmt samningi
aðila þar um. „Niðurstaðan er miklu
meira afgerandi en ég átti von á,“
sagði Haraldur.
Kauptilboði í Hótel Sögu
og Hótel Ísland hafnað
Morgunblaðið/Golli
GERT verður upp við kennara
í Norðlingaskóla samkvæmt
samkomulagi sem gert var við
þá í haust. Samkomulagið hef-
ur verið umdeilt og Félag
grunnskólakennara ekki sam-
þykkt það enn sem komið er,
meðal annars vegna þess að
ekki er kveðið þar á um
ákveðna kennsluskyldu kenn-
ara við skólann. Launin eru
hins vegar hærri sem nemur
31–35% vegna þess að vinnu-
skylda þeirra er frábrugðin því
sem skilgreint er í kjarasamn-
ingum grunnskólakennara.
Stefán Jón Hafstein, formað-
ur menntaráðs Reykjavíkur-
borgar, sagði að gert yrði upp
við kennara við skólann í sam-
ræmi við samkomulag það sem
gert hefði verið við þá í haust.
Hingað til hefðu greiðslur til
þeirra verið áætlaðar, þar sem
deilt hefði verið um hvort
samningurinn væri í lagi, en nú
væri ekki undan því komist og
ekki eðlilegt að draga uppgjör
lengur.
„Það verður gert upp sam-
kvæmt því samkomulagi sem
verið hefur í gildi,“ sagði Stef-
án Jón.
Viðræður við kennara
Stefán Jón sagðist hafa átt í
viðræðum við forystumenn
kennara að undanförnu þar
sem fram hefði komið eindreg-
inn vilji af beggja hálfu að fara
ofan í saumana á þessu máli og
láta það ekki lenda í ógöngum.
Báðir aðilar væru að skýra sín
sjónarmið. „Ég get alveg upp-
lýst það að slíkir fundir hafa átt
sér stað að undanförnu og það
er held ég góður skilningur á
stöðu hvors aðila um sig. Ég
mun beita mér fyrir því að nið-
urstaða náist sem allir geta við
unað,“ sagði Stefán Jón.
Samningurinn er gerður
með vísan til ákvæða kjara-
samnings kennara um tilrauna-
samning.
Gert upp
við kennara
í Norðlinga-
skóla
MIKILLA hlýinda hefur gætt á land-
inu undanfarna daga og þykir mörg-
um undarlega hlýtt miðað við árs-
tíma. Þetta er þó ekkert óvenjulegt
að sögn veðurfræðinga og þykja slík
hlýindaskeið í janúar ekkert tiltöku-
mál, enda gerast þau næstum ár-
lega. Að sögn veðurfræðinga á
Veðurstofunni er um að ræða hlýtt
loft sem berst með lægðaganginum
sunnan úr höfum, en kalt loft liggur
yfir Evrópu.Svo hlýtt var á sunnu-
dag að leita þurfti langt suður að
miðbaug til að finna viðlíka hlýindi
og voru á Seyðisfirði. Þannig mátti
sjá á veðurkortum að hitinn var
svipaður á Seyðisfirði og Marokkó.
Næstu dagana verður hitinn vel yfir
frostmarki og helst ástandið þannig
fram yfir helgi. Þó getur kólnað ef
léttir verulega til eða lægir.
Morgunblaðið/Kristinn
Áfram spáð hlýju veðri