Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR REYKINGAR ERU EKKI GRENNANDI Reykingar eru alls enginn megrunarkúr og sígarettan versti einkaþjálfari sem völ er á. Ertu að misskilja eitthvað? AÐ mati bandarískra sérfræðinga sem vinna að hernaðaráætlunum er eina mögulega ógnin sem gæti steðj- að að öryggi Íslands ef hingað kæmi flugvél á valdi flugræningja. F-15 orrustuþoturnar fjórar sem staðsett- ar eru á Íslandi eru hins vegar óvopn- aðar og hafa ekki heimild til að skjóta niður slíka vél. Ef öryggi Íslands yrði ógnað myndu bandarísk stjórnvöld ekki reiða sig á þann liðsafla sem er á Íslandi til að uppfylla varnarskuld- bindingar sínar, heldur flytja viðbót- arherafla til landsins. Þetta kemur fram í grein eftir Val Ingimundarsson sagnfræðing, sem birt er í nýútkomnu fræðitímariti um varnar- og öryggismál, sem gefið er út af Royal United Services Institute (RUSI) í Lundúnum, en sú stofnun sinnir rannsóknum og ráðgjöf í ör- yggis- og varnarmálum. Valur setur fram þá spurningu hvort komið sé að endalokum banda- rísk-íslenska „öryggissamfélagsins“. Heldur hann því fram í niðurstöðum sínum að fræðilega séð sé hið sögu- lega varnarsamband Íslands og Bandaríkj- anna hægt og sígandi að liðast í sundur. Stuðningur við stríðið í Írak hafði engin áhrif Í grein sinni fjallar Valur um þróun sein- ustu ára í samskiptum Íslands og Bandaríkj- anna í varnarmálum og segir hann að ágrein- ingurinn um þá stefnu Bandaríkjamanna að draga úr varnarviðbún- aðinum á Íslandi hafi stigmagnast í alvarlega kreppu árið 2003 eftir tilraunir Bandaríkjastjórn- ar til að fjarlægja orrustuþoturnar fjórar frá Íslandi. Ágreiningur um varnarsamskipti þjóðanna hafi síðan færst yfir á per- sónulegra stig á árunum 2003 til 2004 og segir í greininni að Bush-stjórnin hafi litið á Davíð Oddsson sem „sig- urvegarann“ vegna stuðnings hans við utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Vitnar Valur þar til samtals við ónafngreindan embætt- ismann í Þjóðaröryggis- ráðinu. Segir Valur að eftir að Davíð hvarf af vettvangi stjórnmál- anna í október 2005, megi gera ráð fyrir að bandarísk stjórnvöld séu síður reiðubúin til málamiðlana um fram- tíð Keflavíkurstöðvar- innar en áður. Í heimildarskrá greinarinnar vitnar Val- ur m.a. í viðtöl við ónafngreinda embætt- ismenn í bandaríska ut- anríkisráðuneytinu og Þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna og við embættismenn innan íslenska stjórnkerfisins. Valur heldur því fram að stuðningur íslenskra stjórnvalda við hernað Bandaríkjamanna í Írak hafi engin áhrif haft á ákvarðanir Bandaríkjastjórnar um að færa F-15 orrustuþoturnar frá Íslandi. Valur víkur m.a. í grein sinni að þeirri fyr- irvaralausu ákvörðun Bandaríkja- manna að fjarlægja P-3 Orion eftir- litsflugvélarnar frá Íslandi á árinu 2004 en varnarliðið notaði slíkar vélar við að halda úti eftirliti með ferðum kafbáta og skipa úr rússneska flot- anum norðaustur af landinu. Valur segir að ríkisstjórn Íslands hafi verið mjög brugðið við þessa ákvörðun. Engu að síður hafi stjórnvöld ekki mótmælt henni, þar sem gengið var út frá þeirri forsendu að Orion vél- arnar væru nauðsynlegar bandarísk- um hagsmunum en vera orrustuþotn- anna á Íslandi þjónaði hins vegar öryggishagsmunum Íslendinga. Í greininni er einnig fjallað um að bandarísk stjórnvöld hafi á sama tíma og þau reyndu að sannfæra Íslend- inga um þörfina á að draga úr varn- arviðbúnaði vegna breyttra aðstæðna í heiminum, sýnt áhuga á að auka tví- hliða samskipti landanna í efnahags- og orkumálum, m.a. með því að hvetja bandarísk fyrirtæki til fjár- festinga á Íslandi s.s. í áliðnaði og við þróun nýrra orkugjafa. Varnarmála- ráðuneytið hafi sýnt áhuga á sam- vinnu við Íslendinga í orkumálum og líti sennilega á það sem uppbót handa Íslendingum vegna áætlana um brotthvarf meginhluta herliðsins frá landinu. Valur Ingimundarson fjallar um ágreining Íslands og Bandaríkjanna um varnarmálin í fræðitímariti um öryggis- og varnarmál Bandaríkjamenn tregari til mála- miðlana eftir brotthvarf Davíðs? Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Valur Ingimundarson ÞORGERÐUR Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra og Sigríður Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra undirrituðu í gær umsókn til UNESCO um að Surts- ey verði samþykkt inn á heims- minjaskrá Sameinuðu þjóðanna sem náttúruminjar. Til þess að komast inn á skrána þurfa við- komandi náttúru- og menning- arminjar að vera einstakar á heimsmælikvarða. Ákvörðunin um að tilnefna Surtsey á heimsminjaskrána á sér ekki langan aðdraganda, en í des- ember síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin tillögu mennta- málaráðherra og umhverf- isráðherra um þetta efni. Gerður var samningur við Náttúru- fræðistofnun Íslands um að stofn- unin tæki saman skýrslu fyrir til- nefninguna, en tilnefningin verður afhent skrifstofu heimsminjasamn- ingsins í París á morgun. Fram kom í máli Jóns Gunnars Ottóssonar, forstjóra Nátt- úrufræðistofnunar, við undirrit- unina, að þrátt fyrir að lítill tími hefði verið til stefnu hefði verið ákveðið að láta slag standa. „Ástæða þess að við ákváðum að leggja út í djúpu laugina var fyrst og fremst sú að okkur þótti þetta mjög þýðingarmikið verkefni, að koma þessari best þekktu eld- fjallaeyju á heimsminjaskrá UNESCO,“ sagði Jón Gunnar. Hann benti á að Surtsey hefði ver- ið friðuð frá árinu 1965 sem hefði gert mönnum kleift að fylgjast með landnámi lífvera og þróun líf- ríkis þar frá upphafi. „Þetta gerir að verkum að þarna eigum við einstaka rannsóknarstofu,“ sagði Jón Gunnar. Fyrirvarinn skammur Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir sagði við undirritunina að nú væri hafin mikilvæg vegferð Surtseyjar inn á heimsminja- skrána. Hún sagði samstarf menntamála- og umhverfisráðu- neytisins í málinu hafa verið far- sælt. „Fyrirvarinn var skammur en við kláruðum þetta eins og allt- af þegar við Íslendingar förum í skemmtileg og metnaðarfull verk- efni,“ sagði hún. Gaman yrði að fylgjast með framvindu málsins. Teljist umsóknin fullnægjandi hefst um hálfs annars árs ferli við að fara yfir og meta umsóknina, sérstöðu Surtseyjar og hvort hún teljist það einstök á heims- mælikvarða að hún verði sam- þykkt á skrána og hvort Íslend- ingar standi nægilega vel að varðveislu hennar, segir í frétta- tilkynningu vegna umsóknarinnar. Starfsmaður Umhverfisstofn- unar í Vestmannaeyjum Sigríður Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra ávarpaði sam- komuna einnig og þakkaði sér- staklega Surtseyjafélaginu sem hefði í gegnum tíðina skipulagt rannsóknir í Surtsey. „Við Íslend- ingar bárum gæfu til þess á sínum tíma að koma þessum málum fyrir með þeim hætti sem raun ber vitni. Við eigum gríðarlega mikið af efni um það stórkostlega nátt- úrufyrirbæri sem Surtsey er,“ sagði Sigríður Anna. „Þetta er líka merkilegt skref vegna þess að þetta eru fyrstu náttúruminjarnar sem við sækjum um að fara með inn á heims- minjaskrá UNESCO,“ sagði Sig- ríður Anna. Kvaðst hún hafa ákveðið, í samvinnu við Vest- mannaeyjabæ, að í framtíðinni yrði starfsmaður Umhverfisstofn- unar staðsettur í Vestmanna- eyjum. Stefnt væri að því að við- komandi starfsmaður hefði daglega umsjón með friðlandinu og þar yrði aðstaða fyrir hann, þar á meðal sýningaraðstaða. Þetta yrði eflaust til þess að fjölga ferðamönnum á staðnum en Vestmannaeyingar byndu vonir við að heimsóknum ferðafólks fjölgaði vegna nálægðarinnar við Surtsey. 13 náttúrusvæði á heimsminjaskrá Nú eru 13 náttúrusvæði á heimsminjaskrá UNESCO vegna eldvirkni og þar af eru nokkrar eyjar og eyjaklasar. Sem dæmi má nefna Galapagos-eyjar, Aeolinas-eyjar, Krakatá og Hawaii-eyjar. Tveir ráðherrar undirrituðu í gær umsókn um að Surtsey verði samþykkt á heimsminjaskrá SÞ „Þetta er mjög þýðingarmikið verkefni“ Morgunblaðið/RAX Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tekur við eintökum af umsókninni úr hendi Jóns Gunnars Ottóssonar, forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN hefur skipað nefnd til að fara yfir lög um Kjara- dóm og kjaranefnd. Er henni ætlað að gera tillögur um breytingar á lög- unum í ljósi reynslunnar og ábend- inga sem fram hafa komið um ann- marka á þeim. Nefndinni er sérstaklega ætlað að skoða hvort ástæða sé til að breyta fyrirkomulagi launaákvarðana Kjaradóms og kjaranefndar. Meðal annars verði hugað að þeim viðmið- unum og fyrirmælum sem þessum úrskurðaraðilum eru sett í lögunum fyrir launaákvarðanir sínar. Þá verði einnig farið yfir hverra laun skuli ákveðin af sérstökum úrskurðaraðil- um og hvernig skipan þeirra skuli háttað. Forsætisráðherra hefur skipað Jón Sigurðsson fyrrverandi ráðherra formann nefndarinnar. Aðrir í nefnd- inni eru: Páll Þórhallsson lögfræðing- ur í forsætisráðuneytinu, Aðalsteinn Árni Baldursson samkvæmt tilnefn- ingu Frjálslynda flokksins, Svanfríð- ur I. Jónasdóttir samkvæmt tilnefn- ingu Samfylkingarinnar, Svanhildur Kaaber samkvæmt tilnefningu Vinstri hreyfingarinnar græns fram- boðs og Þórunn Guðmundsdóttir og Gunnar Björnsson samkvæmt til- nefningu Sjálfstæðisflokks. Nefnd fer yfir lög um Kjaradóm og kjaranefnd TÆP 95% aðspurðra íbúa Fjarða- byggðar telja að gott verði að vinna hjá Alcoa Fjarðaáli á Reyðarfirði, en það er um tveimur prósentustigum meira en fyrir ári síðan, að því er fram kemur í könnun sem Gallup hefur gert. Könnunin náði til rúmlega 1.100 íbúa Austurlands og var framkvæmd síðari hluta desember. Svarhlutfall var um 67%. Fleiri konur en karlar í Fjarða- byggð töldu að gott yrði að vinna hjá Fjarðaáli eða 98,5% kvenna saman- borið við 91,3% karla. Þá telja tæp 97% íbúa Fjarðabyggðar að Alcoa sé traust fyrirtæki og 92% íbúa staðar- ins eru annaðhvort jákvæðir eða frek- ar jákvæðir í garð fyrirtækisins. Þegar horft er til allra íbúa Austur- lands kemur fram að 88% þeirra eru þeirrar skoðunar að gott verði að vinna hjá fyrirtækinu og 78,5% þeirra eru annaðhvort jákvæðir eða frekar jákvæðir gagnvart Alcoa og 91% að- spurðra á Austurlandi töldu Alcoa traust fyrirtæki. Þá getur mikill meirihluti íbúa Fjarðabyggðar og Austurlands hugsað sér að starfa í ál- verinu, eða 84,3% íbúa Fjarðabyggð- ar og tæp 72% íbúa Austurlands. Mikill meirihluti telur álverið góðan vinnustað

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 30. tölublað (31.01.2006)
https://timarit.is/issue/284109

Tengja á þessa síðu: 4
https://timarit.is/page/4121257

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

30. tölublað (31.01.2006)

Aðgerðir: