Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 33 DAGBÓK Svargrein við umfjöllun um lögregluna í Reykjavík FYRIR nokkrum dögum birtist les- endabréf þar sem því var haldið fram að lögregluna í Reykjavík vantaði 25 lögreglumenn í vinnu og því jafnvel kennt um að lögreglan í Reykjavík hefði ekki yfir nægu fjármagni að spila til að ráða lög- reglumenn í þessar stöður. Þessar upplýsingar eru alrangar. Staðan er sú að starfsmannavelta hjá lögreglunni hefur verið nokkuð mikil á undanförnum árum. Um áramótin 2005 réðum við 25 nýja lögreglumenn til starfa og flesta úr Lögregluskólanum. Þegar líða tók á árið fór að fækka lögreglumönnum vegna þess að menn réðu sig til starfa annars staðar, nokkrir fóru á eftirlaun og síðan í stöður sérsveit- armanna. Dómsmálaráðherra fjölg- aði lögreglumönnum á höfuðborg- arsvæðinu um 19 á árunum 2004 og 2005 sem er gríðarleg viðbót við löggæsluna. Þetta hefur orðið til þess að embættið hefur þurft að auglýsa nokkuð margar stöður. Nú um áramótin þurftum við að manna aftur 25 stöður og hefur það tekist að mestu leyti. Það skal tekið fram að fjármagn hefur ekki skort frá dómsmálaráðuneytinu og fjár- málaráðuneytinu til að manna þess- ar stöður en við höfum tímabundið lent í nokkrum vandræðum að fá fullmenntaða lögreglumenn. Lögreglan í Reykjavík er í dag vel mönnuð góðum lögreglumönn- um, sem hafa sýnt mikið frum- kvæði í að leysa úr málum borg- aranna og má til gamans geta þess að innbrotsmálum fækkaði á síðasta ári um 11% miðað við árið 2004. Kvartað hefur verið yfir því að lögreglan sinni ekki umferð- armálum sem skyldi en 50–60% allra brotamála sem lögreglan í Reykjavík vinnur að eru umferð- arlagabrot. Það sýnir okkur að af- skipti lögreglunnar af umferðinni er og verður alltaf stærsti hluti starfs okkar og verður þar hvergi slakað á svo og öðrum alvarlegum afbrotum. Lögreglan í Reykjavík leggur mikla áherslu á samskipti við borg- arana og hvetur þá til að hafa sam- band og veita upplýsingar sem leiða mættu til meiri skilvirkni hennar. Reykjavík 27. janúar 2006. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn. Sakna Víkurfrétta ÉG fæ Fréttablaðið einstöku sinn- um, eins og svo margir aðrir. Á fimmtudögum hafa Víkurfréttir fylgt með blaðinu en þar sem Fréttablaðið skilar sér bara ein- stöku sinnum sakna ég þess að fá ekki Víkurfréttir á fimmtudögum. Hafnfirðingur. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Ámorgun hefst fyrirlestraröð um trúar-brögð í Bókasafni Kópavogs. Fluttverða erindi á miðvikudögum, ýmistvikulega eða aðra hverja viku, frá 1. febrúar til 22. mars. Inga Kristjánsdóttir deildarstjóri er annar skipuleggjenda dagskrárinnar: „Nú býr hér á landi fólk frá ýmsum menningarsvæðum sem eru flestum Íslendingum framandi. Okkur þótti áhugavert að fá að kynnast menningarviðhorfum og trúarbrögðum þessa fólks og því höfum við skipulagt erindaröð þar sem fjallað verður um ýmis trúarbrögð heimsins,“ segir Inga. „Með þessu viljum við leggja okkar að mörkum til að eyða fordómum og stuðla að friði og farsæld í samfélaginu.“ Fyrirlesarar koma ýmist frá þeim trúfélögum sem til umfjöllunar eru hverju sinni eða hafa verið búsettir á viðkomandi trúsvæðum í lengri tíma. Fyrsta fyrirlesturinn, 1. febrúar, heldur sr. Þórhallur Heimisson, en hann mun flytja yfirlits- erindi um helstu trúarbrögð heims. 8. febrúar mun Dharmenda Bohra fjalla um hindúasið. Þá fræðir sr. Toshiki Toma gesti um Shinto og 1. mars heldur Amal Tamimi erindi um íslam. Með- limir úr Ásatrúarfélaginu fjalla um trú sína 15. mars og loks heldur Óskar Ingólfsson erindi um zen-búddisma 22. mars. „Fyrirlestrarnir eru liður í að upplýsa og fræða enda er bókasafnið umfram allt upplýs- ingamiðstöð. Við vonum að sem flestir komi og nýti sér þetta einstæða tækifæri og minnum á að bókasafnið á einnig heilmikinn bókakost um trúarbrögð og andleg málefni. Fyrir þá sem vilja kafa dýpra er því um að gera að kynna sér safn- kostinn,“ segir Inga. Fyrirlestrarnir fara fram í húsakynnum bóka- safnsins sem er til húsa að Hamraborg 6a, við hlið Tónlistarhúss Kópavogsbúa. Sem fyrr segir verða erindin flutt á miðvikudögum og hefjast kl. 17.15 en að loknu erindi gefst tækifæri fyrir spurningar og umræður. Aðgangur að fyrirlestraröðinni er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Nánari upp- lýsingar um dagskrána og aðra stafsemi bóka- safnsins má finna á slóðinni www.bokasafnkopa- vogs.is. Trúmál | Fyrirlestraröð í Bókasafni Kópavogs um helstu trúarbrögð heims Trúarbrögð mannanna  Inga Kristjánsdóttir fæddist í Helludal í Biskupstungum 1946. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1987 og námi í tækniteiknun við Iðnskólann í Reykjavík 1989. Þá lauk Inga námi í bóka- safns- og upplýs- ingafræðum frá Há- skóla Íslands 1992. Inga hóf störf á Bókasafni Kópavogs 1990. Inga er gift Guðna Karlssyni, skógarbónda í Biskupstungum, og eiga þau þrjú börn. Helen Sobel. Norður ♠85 ♥10742 A/Allir ♦Á963 ♣K54 Suður ♠DG763 ♥ÁD5 ♦KG7 ♣ÁD Suður spilar þrjú grönd eftir opnun ausurs á einu hjarta: Vestur Norður Austur Suður – – 1 hjarta Dobl Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 3 grönd Allir pass Vestur kemur út með lauftvistinn (fjórða hæsta). Hvernig líta hendur AV út? Þetta er óvenjuleg spurning og 100% rétt svar er auðvitað ekki til. En það má draga ýmsar ályktanir af sögnum og útspilinu. Svo virðist sem vestur eigi bara fjórlit í laufi og ekkert hjarta. Hann á tæplega fimmlit í spaða (úr því hann valdi að byrja á laufinu), sem þýð- ir að líklegasta skipting hans er 4-1- 4-4. Helen Sobel (1910-1969) var sagn- hafasætinu og hún spilaði smáum spaða í öðrum slag, sannfærð um að austur væri með ÁK tvíspil, enda varla rúm fyrir meira en eina drottningu á hendi vesturs: Norður ♠85 ♥10742 ♦Á963 ♣K54 Vestur Austur ♠10942 ♠ÁK ♥3 ♥KG986 ♦D854 ♦102 ♣10872 ♣G963 Suður ♠DG763 ♥ÁD5 ♦KG7 ♣ÁD Spaðinn var þannig auðsóttur upp á þrjá slagi og Sobel fékk 10 í allt. Helen Sobel var spilafélagi Charles Gorens til margra ára, auk þess sem hún spilaði á alþjóðamótum fyrir hönd Bandaríkjanna í liði með Ely Culbert- son. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 c5 2. c3 Rf6 3. e5 Rd5 4. Rf3 Rc6 5. Bc4 Rb6 6. Bb3 e6 7. d4 cxd4 8. cxd4 d6 9. De2 dxe5 10. dxe5 Rd7 11. O-O Dc7 12. Rc3 a6 13. Bf4 Rc5 14. Bc2 Be7 15. Hac1 h6 16. Hfd1 g5 17. Bg3 h5 18. h3 g4 19. hxg4 hxg4 20. Rd4 Bd7 21. Rxc6 Bxc6 22. Dxg4 Rd7 23. Be4 O-O-O 24. Bxc6 bxc6 25. Df3 Bg5 Staðan kom upp á Skeljungs- mótinu sem lauk nýverið í húsakynn- um Taflfélags Reykjavíkur. Sig- urvegari mótsins, alþjóðlegi meistarinn Stefán Kristjánsson (2476), hafði hvítt gegn Stefáni Frey Guðmundssyni (2026). 26. Rb5! og svartur gafst upp enda er umtalsvert liðstap óumflýjanlegt. Stefán fékk átta vinninga á mótinu af níu mögu- legum og næstur kom kollegi hans Bragi Þorfinnsson með 7 og hálfan vinning. Jón Viktor Gunnarsson, Bergsteinn Einarsson og Sigurður Páll Steindórsson komu svo næstir með sex og hálfan vinning. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. 60 ÁRA afmæli. Í dag, 31. janúar,er sextug Harpa Njáls, fé- lagsfræðingur og doktorsnemi. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Brúðkaup | Gefin voru saman 19. nóv- ember sl. í Hafnarfjarðarkirkju af sr. Gunnþóri Ingasyni þau Rakel Dögg Sigurðardóttir og Haukur Pálsson. Heimili þeirra er í Hafnarfirði. Ljósmyndastofan Mynd SÝNING á verkum Valgerðar Hauksdóttur myndlistarmanns hefur verið opnuð á 1. hæð Gróf- arhúss, Tryggvagötu 15. Sýningin er sjöunda í röð sýninga á verk- um listamanna sem eiga listaverk í Artóteki – listhlöðu í Borg- arbókasafni. Sjá nánar á http:// www.artotek.is Valgerður nam myndlist og tónlist á Íslandi og í Bandaríkjunum og lauk meist- araprófi í myndlist árið 1983 frá University of Illinois – Champ- aign/ Urban. Þar sérhæfði hún sig í steinþrykki og ætingu. Á undanförnum árum hefur Valgerður þróað sína eigin tækni þar sem hún vinnur á þunnan handgerðan pappír og tengir saman bæði steinþrykk, ljós- myndir, ætingar og málverk. Oft eru þessi verk unnin á báðar hlið- ar pappírsins þannig að það er engin eiginleg framhlið. Þáttur ljóssins skipar þá veigamikinn sess í samspili skugga og ljóss, þar sem ljósið á misauðvelt með að flæða í gegnum gegnsæjan pappírinn. Með þessum verkum hefur Valgerður haft hljóð sem unnin eru í samvinnu við tón- skáld. Á sýningunni eru sjö verk unn- in með steinþrykki, ætingu og collage. Valgerður hefur haldið einka- sýningar á Íslandi, í Danmörku, Frakklandi, Hollandi og í Banda- ríkjunum og tekið þátt í fjölmörg- um samsýningum víða um heim. Sýningin stendur til 19. febr- úar. Opið er mánudaga kl. 10–21, þriðjudaga–fimmtudaga kl. 10–19, föstudaga kl. 11–19 og um helgar kl. 13–17. Steinþrykk og æting í Artótekinu er flutt á Laugaveg 56. Útsala og fjöldi opnunartilboða! Verið velkomin. Laugavegi 56 VELDU EIGNAMIÐLUN eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir 250-300 fm raðhúsi í Fossvogi. Staðgreiðsla í boði. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. RAÐHÚS Í FOSSVOGI ÓSKAST

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 30. tölublað (31.01.2006)
https://timarit.is/issue/284109

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

30. tölublað (31.01.2006)

Aðgerðir: