Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 VELJIÐ HÉR AÐ NEÐAN KVIKMYNDAHÚS OG SÝNINGARTÍMA SEM**** F U N FUN WITH DICK AND JANE kl. 6, 8 og 10 THE FOG kl. 10.40 B.I. 16 ÁRA MEMOIRS OF A GEISHA kl. 5.20 og 8 STÓRKOSTLEG SAGA UM ÁSTIR OG ÁTÖK BYGGÐ Á HINNI ÓGLEYMANLEGU METSÖLUBÓK EFTIR ARTHUR GOLDEN 6BAFTA TILNEFNINGARM.A. BESTA AÐALLEIKKONA BESTA TÓNLISTIN, JOHN WILLIAMS GOLDEN GLOBE VERÐLAUN eeeKvikmyndir.com eee Kvikmyndir.is eee Topp5.is eee Rolling Stone FUN WITH DICK AND JANE kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 FUN WITH DICK... Í LÚXUS kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 THE FOG kl. 10.10 B.I. 16 ÁRA BROKEBACK MOUNTAIN kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 4, og 6 HOSTEL kl. 8 B.I. 16 LITTLE TRIP TO HEAVEN kl. 6 B.I. 14 DRAUMALANDIÐ kl. 4 Epískt meistarverk frá Ang Lee „... ástarsaga eins og þær gerast bestar - hreinskilin, margbrotin og tilfinningarík...“ eeeee L.I.B. - Topp5.is 4 Golden Globe verðlaun m.a. besta mynd, besti leikstjóri og besta handrit N ý t t í b í ó VINSÆLASTA MYNDIN á Íslandi í dag! Breski tónlistarmaðurinn Paul Weller brástókvæða við þegar honum var boðið að syngja með söngvaranum James Blunt á bresku tónlistarverðlaununum, Brit Awards. Weller, sem mun hljóta sérstök heið- ursverðlaun á hátíðinni fyrir framlag sitt til breskrar tón- listar, er ekki mikill aðdá- andi James Blunt. „Ég mundi frekar borða eigin hægðir en að spila með James Blunt,“ sagði hann í samtali við breska dag- blaðið Mirror. Talsmaður V2, plötufyrirtækisins sem gefur út plötur Wellers, er sammála söngvaranum. „James er ekki beint flottasti söngvarinn í bransanum um þessar mundir og hann er síð- asti maðurinn sem Weller langar til að spila með.“ Þess má geta að Blunt er tilnefndur til fimm verðlauna á hátíðinni.    Fólk folk@mbl.is Talið er að leikarinn Chris Penn hafi látisteftir að hafa borðað allveglega síðustu máltíð. Umrædd máltíð samanstóð af steik, áfengi og súkkulaði-mjólkurhristingum. Talið er að Penn, sem er m.a. þekktur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Reservoir Dogs, hafi fengið hjartaáfall í kjölfar óheilbrigðs lífernis, en hann vó tæp 140 kíló. Penn, sem fannst látinn á heimili sínu í Santa Monica sl. þriðjudag, sást síðast við mikla drykkju og át á veitingastaðnum Chez Jay. Náinn vinur hans sagði við breska dag- blaðið News of the World: „Hann pantaði stærstu steikina og skolaði henni niður með mörg- um lítrum af bjór og hinum uppáhaldsdrykknum sínum, súkkulaði- mjólkurhristingi. Venjulega myndi honum ekki finnast mikið um það að panta sér fimm steikur, og nokkra skammta af frönskum og fiski, sem væri skolað niður með súkkulaði- mjólkurhristingi og skotum af 65% viskíi.“ „Chris lifði á brúninni og honum gat ekki verið meira sama um heilsufar sitt. Ef hann var ekki að neyta matar eða drykkjar í óhóf- legum mæli þá var það kókaín.“ Frásagnir herma að Chris Penn hafi eytt um 300 bandaríkjadölum í kókaín í hvert sinn og að hann hafi reykt krakk. Að sögn vinar Penn, leikarans Bobby Cooper, dó Penn vegna þess að hann elskaði að gera allt í óhófi. Dönsku sjónvarpsþætt-irnir Örninn, um dansk-íslenska lögreglu- manninn Hallgrím Örn Hallgrímsson, hafa verið til- nefndir til þýsku Adolf- Grimme sjónvarpsverð- launanna sem besta sjón- varpsþáttaröðin. Þrjár þýskar sjónvarpsþáttaraðir eru tilnefndar í sama flokki en verðlaunin verða afhent 31. mars. Suður-kóreski listamaðurinn Paik Nam-june, sem almennt er talinn vera upphafsmaður svonefndar myndbandslistar, er látinn, 74 ára að aldri. Paik lést í íbúð sinni í Miami á Flórída af eðlilegum orsökum, að því er kemur fram á heimasíðu hans. Paik, sem einnig var píanóleikari, kom m.a. fram á um- deildum tónleikum Musica Nova í Reykjavík á miðjum sjöunda áratug síðustu aldar. Paik, sem á námsárum sínum lagði stund á tónlist, listfræði og heimspeki, er talinn hafa skilgreint fyrstur hugtökin „upplýsinga- hraðbrautin“ og „framtíðin er núna“. Hann hélt fyrstu einkasýningu sína árið 1963 þar sem blandað var saman tónlist og sjónvarps- myndum og hann var einn af forvígismönnum svonefndrar Fluxus-hreyfingar. Paik átti við vanheilsu að stríða á síðustu æviárunum en hann fékk heilablóðfall árið 1996 og lamaðist að hluta.    Indverjinn Kishan Shrikanth hefur leikið í24 kvikmyndum í fullri lengd og var stjarn- an í sjónvarpsþáttaröð sem var ákaflega vin- sæl á Indlandi og voru mörg hundruð þættir teknir upp. Nú hefur hann tekið ferilinn föst- um tökum og leikstýrir sinni fyrstu kvikmynd. Það sem er merkilegt við Shrikanth er að hann er einungis tíu ára gamall. Hann hóf ferilinn fjögurra ára og er sannkölluð barnastjarna. Þegar hann var sex ára sá hann götubörn að selja dagblöð við umferðaljós, hann vorkenndi þeim og ákvað að gera eitthvað til að hjálpa þeim. Hann skrifaði smásögu og vinnur nú við tökur á myndinni sem heitir C/O Footpath. Myndin er rúmlega tveggja tíma löng og segir frá götubarni sem fer í skóla og nær sér upp úr götulífinu. Á fréttavef BBC segir Kish- an frá ferlinum og fyrstu kvikmyndinni sinni.    Fólk folk@mbl.is ÞAU Reese Witherspoon og Philip Seymour Hoffman voru valin bestu leikararnir á verð- launahátíð sambands bandarískra kvik- myndaleikara (SAG) sem fór fram í Holly- wood í gærkvöldi. Witherspoon var verðlaunuð fyrir hlutverk June Carter í myndinni Walk the Line, sem fjallar um ævi söngvarans Johnny Cash, og Hoffman fyrir aðalhlutverkið í myndinni Capote, sem fjallar um ævi rithöfundarins Truman Capote. Leikararnir í myndinni Crash voru taldir mynda besta leikhópinn í kvikmynd á síð- asta ári. Kom það nokkuð á óvart, því búist var við að Brokeback Mountain myndi hreppa þessi verðlaun. Rachel Weisz var valin besta leikkona í aukahlutverki fyrir myndina The Constant Gardener og Paul Giamatti var valinn besti karlleikarinn í aukahlutverki fyrir hnefa- leikamyndina Cinderella Man. Sean Hayes var valinn besti leikarinn í gamanþáttum í sjónvarpi fyrir Will & Grace. Felicity Huffman var valin besta leikkonan í gamanþáttum fyrir Aðþrengdar eiginkonur. Þá var leikhópurinn í þeim þáttum valinn sá besti í gamanþáttum. Sandra Oh var hins vegar valin besta leikkonan í dramaþáttum fyrir læknaþættina Grey’s Anatomy. Kiefer Sutherland var valinn besti leikarinn í dramaþáttum fyrir 24 og leikhópurinn í Lost var valinn sá besti í þeim flokki. Kvikmyndir | Bandarískir leikarar verðlauna sig sjálfa Reuters Leikararnir í Lífsháska voru verðlaunaðir fyrir besta leikhópinn á hátíðinni. Witherspoon og Hoff- man bestu leikararnir Reese Witherspoon fékk verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki í myndinni um Johnny Cash, Walk the Line. Paul Giamatti var verð- launaður fyrir leik í auka- hlutverki í myndinni Cindarella Man. Leikarinn Philip Seymour Hoffman fékk verðlaun fyrir besta leik í aðal- hlutverki fyrir túlkun sína á Truman Capote. Rachel Weisz fékk verð- laun fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni Constant Gardener.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 30. tölublað (31.01.2006)
https://timarit.is/issue/284109

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

30. tölublað (31.01.2006)

Aðgerðir: