Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FRJÁLST SKÓLAKERFI Skólar, sem reknir eru af öðrum ensveitarfélögunum, eru augljóslegaað sækja í sig veðrið hér á landi. Það sást vel á myndarlegri ráðstefnu, sem Samtök sjálfstæðra skóla héldu síð- astliðinn laugardag. Þar var m.a. fjallað um reynsluna af rekstri sjálfstæðra skóla, bæði í Evrópu og í Bandaríkjun- um. Skilningur fólks á því að einkarekstur í skólakerfinu þýðir ekki að verið sé að einkavæða menntun í landinu, fer greini- lega vaxandi. Það er víðtæk samstaða um að hið opinbera eigi áfram að fjármagna grunnskólamenntun. Hins vegar kemur betur og betur í ljós að margvíslegir kostir eru því samfara að fela fleirum en sveitarfélögunum að sjá um að reka þjónustuna. Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla, sagði á ráðstefnunni að á Íslandi bæði enginn um einkaskóla, þar sem foreldra- framlög stjórnuðu ferðinni. „Hjá Sam- tökum sjálfstæðra skóla trúum við því að það séu framlög hins opinbera sem eigi að standa straum af uppeldi og menntun barna og það er enginn vafi í okkar huga að það er jafnrétti barna og foreldra. Það er aðeins áherslu- og útfærsluatriði hvernig við stöndum að því máli,“ sagði hún. Raunar má segja að eina stjórnmála- aflið, sem reynt hefur að búa til einka- skóla fyrir börn hinna tekjuhærri, sé Reykjavíkurlistinn, sem þrengdi svo að fjárframlögum til sjálfstæðra skóla í borginni að þeir neyddust til að hækka skólagjöldin mjög verulega; um tugi þús- unda á ári. Margrét Pála fagnaði frumvarpi menntamálaráðherra til breytinga á grunnskólalögum, sem mun tryggja sjálfstæðum skólum lágmarksfjárfram- lag frá sveitarfélögum, sem á annað borð samþykkja rekstur slíkra skóla innan sinna vébanda. Athygli vekur að fulltrú- ar stjórnarandstöðuflokkanna, sem töl- uðu á ráðstefnunni, leggjast gegn frum- varpinu. Afstaða Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs þarf út af fyrir sig ekki að koma á óvart. Sá flokkur hefur alltaf talið forsjá hins opinbera öllum fyrir beztu. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi VG á ráðstefnunni, talaði hins vegar um mik- ilvægi þess að skólar nytu faglegs frelsis til að velja á milli viðurkenndra skóla- stefna og fjölbreytni yrði að vera í fyr- irrúmi. Þá vaknar strax spurningin: Hvað um foreldrana? Ef skólar eiga að hafa frelsi til að velja á milli viður- kenndra skólastefna, verða þá ekki for- eldrar líka að hafa frelsi til að velja um skóla fyrir börn sín, eftir því hvaða við- urkennda stefna þeir telja að henti þeim? Þetta er spurning, sem VG mun fá í að- draganda borgarstjórnarkosninganna; hvort flokkurinn sé reiðubúinn að leyfa foreldrum að velja, eins og gert hefur verið t.d. í Garðabæ og Reykjanesbæ. Það kemur ekki heldur á óvart að Stef- án Jón Hafstein, fulltrúi Samfylkingar- innar, skuli vera andvígur frumvarpi menntamálaráðherra. Hann hefur kallað hugmyndir þeirra, sem vilja tryggja starfsemi sjálfstæðra skóla, „hægri- öfgastefnu í menntamálum“. Kannski grillir hér í eina af fáum málefnalegum átakalínum í baráttunni um fyrsta sætið á lista Samfylkingarinnar fyrir borgar- stjórnarkosningarnar; Stefán Jón hefur áfram efasemdir um sjálfstæðu skólana, en Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgar- stjóri hefur lýst því yfir að hún hafi öðl- azt nýjan skilning á starfsemi þeirra eft- ir að hafa kynnt sér hana með heim- sóknum í skólana. Komandi sveitarstjórnarkosningar munu að talsverðu leyti snúast um af- stöðu flokkanna til þess sem Margrét Pála Ólafsdóttir kallar „frjálst skóla- kerfi“. TIL VARNAR TJÁNINGARFRELSINU Tólf teikningar, sem birtust í danskadagblaðinu Jyllands-Posten 30. september af spámanninum Múhameð og voru endurbirtar 10. janúar í kristilegu norsku tímariti, Magazinet, danska blaðinu til stuðnings, hafa vakið harða gagnrýni múslíma og nú er svo komið að skorað er á arabaþjóðir og múslíma að sniðganga danskar vörur auk þess sem hvatt hefur verið til þess að ráðist verði á norsk og dönsk skotmörk. Teikningarnar vöktu þegar hörð við- brögð og Jyllands-Posten hefur þráfald- lega brugðist við, bæði með því að biðjast afsökunar á því að hafa sært tilfinningar lesenda með birtingu myndanna, ræki- legri umfjöllun um málið og borgara- fundum þar sem birtingin og samskipti blaðsins við samfélag múslíma í Dan- mörku hafa verið til umræðu. Í gær- kvöldi birtist á vefsíðu Jyllands-Posten bréf frá Carsten Juste, ritstjóra þess, sem líta má á sem afsökunarbeiðni, þótt ekki sé gengið alla leið og beðist afsök- unar á birtingunni: „Teikningarnar 12 voru að okkar mati hófstilltar og þeim var ekki ætlað að vera móðgandi. Þær brutu ekki í bága við dönsk lög en margir múslimar telja þær móðgandi og á því viljum við biðjast afsökunar.“ Danska ríkisstjórnin hefur lýst yfir því að skoðanir þær, sem fram hafi komið í blaðinu, samræmist ekki hennar afstöðu, en hún muni verja tjáningarfrelsið. Málið hefur undið upp á sig jafnt og þétt. Á sunnudag tilkynntu Líbýumenn að sendiráði þeirra í Kaupmannahöfn yrði lokað, danskar vörur hafa verið fjar- lægðar úr hillum verslana víða við Persa- flóann og fyrir utan höfuðstöðvar Evr- ópusambandsins á Gaza birtust menn með byssur á lofti og sögðu að Danir og Norðmenn fengju ekki að fara á svæði Palestínumanna fyrr en dönsk stjórnvöld hefðu beðist afsökunar. Hingað til hafa samskipti Dana og Norðmanna verið góð við þau ríki, sem nú bregðast hvað harðast við. Fárið minnir um margt á upphlaupið þegar rit- höfundurinn Salman Rushdie gaf út skáldsöguna Söngvar Satans. Í þessari deilu er í raun hægt að tala um árekstur menningarheima. Á Vestur- löndum ríkir tjáningarfrelsi og það nær til allra skoðana, meira að segja efnis á borð við myndirnar, sem deilan stendur um og sýna meðal annars Múhameð með túrban í líki tímasprengju. Tjáningar- frelsið er ekki án ábyrgðar og meðferð þess kallar á tillitssemi. Ekki síst þarf að gæta þess að tjáningarfrelsið verði ekki notað til þess að breiða út sleggjudóma. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum vestræns samfélags og felur í sér að sjón- armið á jaðrinum eru jafnrétthá á mark- aðstorgi hugmyndanna og önnur. Einu gildir hversu oft þess er krafist að stjórnvöld í Danmörku og Noregi biðj- ist afsökunar eða hverju þeim er hótað verði það ekki gert, birting myndanna kemur þeim ekki við. Það ástæðulaust að lýsa velþóknun á birtingu teikninganna í Jyllands-Posten, en það verður að standa vörð um rétt blaðsins til að birta þær. Starfsemi heimahjúkrunar á Suð-urnesjum jókst um 48% á milliáranna 2003 og 2004 og skjól-stæðingum fjölgaði um 30% á því tímabili. Þjónustan var efld enn frekar á síðasta ári. Rekstarkostnaður hefur samhliða þessari uppbyggingu aukist talsvert en er þó aðeins brot af því sem hann væri þyrftu skjólstæðing- arnir að liggja inni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Að mati Hildar Helga- dóttur hjúkrunarforstjóra HSS og Bryndísar Guð- brandsdóttur deildarstjóra heimahjúkrunar HSS, er enginn vafi á því að þessi uppbygging var þörf, tíma- bær og þjóðhagslega hag- kvæm. Auk þess mæti hún sjálfsögðum réttindum bæði aldraðra og þeirra sem óska þess að dvelja heima þrátt fyrir erfið veikindi og yfirvofandi andlát. „Heimahjúkrunin bygg- ist á þeirri hugmyndafræði að það sé hagkvæmt og mannúðlegt að gera öldr- uðum kleift að dvelja sem lengst heima hjá sér og fá þangað þjónustu bæði heimahjúkrunar og heima- þjónustu,“ segir þær Hild- ur og Bryndís. Þær segja skjólstæðing- inn vera í öndvegi í heima- hjúkruninni og þarfir hans ráða eins miklu og mögu- legt er um hvar hann njóti þjónustunnar. Skjólstæð- ingurinn geti verið heima eins lengi og hann og fjöl- skyldan vilja og geta og hann getur lagst beint inn á sjúkradeild HSS þegar þannig háttar. „Það er svo mikilvægt að nota hvert pláss á sjúkradeildum sjúkrahúsanna rétt og vel af mikilli skynsemi og að þar liggi enginn sem gæti verið að fá annars konar þjón- ustu,“ segir Hildur. „En það er auðvitað líka mikilvægt að fólk þurfi ekki að dvelja á sjúkrahúsi lengur en þörf kref- ur. Svo má ekki gleyma því að það er hagkvæmara að reka heimaþjónustu. Kostnaður við heimaþjónustuna okk- ar, sem sinnir um 120 einstaklingum að jafnaði, er aðeins um 18% kostnaðar við rekstur bráðadeildar á sjúkrahúsinu þar sem eru 23 rúm.“ Áherslubreytingar og endurskipulagning Áherslubreytingar urðu í stafi heima- hjúkrunar HSS veturinn 2003–2004 en hún hafði þar til þá verið mjög hefð- bundin. Við hana hafði starfað einn hjúkrunarfræðingur og skjólstæðing- arnir voru fyrst og fremst aldraðir. Aðdraganda endurskipulagningarinn- ar má rekja til uppsagna allra heilsu- gæslulækna spítalans haustið 2002 en þeir höfðu sinnt læknisþjónustu við skjólstæðingana heimahjúkrunarinnar. Í kjölfarið fylgdi uppstokkun sem m.a. fól í sér samstarf við Sigurður Árnason krabbameinslækni en hann hefur ára- tuga reynslu af því að sinna sjúklingum í heimahúsum. Smám saman bættust fleiri krabbameinssjúklingar í hóp skjólstæðinganna og líknandi meðferð í heimahúsum varð hluti þjónustunnar. Bakvakt var komið á og starfsfólki fjölgað. Á sama tíma og þessar hræringar stóðu yfir átti sér stað mikil umræða vegna nýtingar D-deildar HSS sem margir töldu að ætti að verða hjúkr- unarheimili. Þær hugmyndir ná áratugi aftur í tímann en að sögn Hildar og Bryndísar hefur sú hugmyndafræði sem þjónusta við aldraða byggist á, gjörbreyst á allra síðustu árum. Áður var talið eðlilegt að meirihluti aldraðra vistaðist á stofnun. Svo er hins vegar ekki í dag. „Við lítum svo á að fyrst og fremst gjafar. „Svo fel andlegum stuðn Hún segir allan stæðingarnir s lagslega, en þei nýta sér dagdv þar sem m.a. e mat, leikfimi og Möguleiki er lækningadeild e HSS fyrir skjóls ásamt heimahj sjúklingnum til lengur en annar einstök þjónusta ir Bryndís. Á m byggja sjúklinga líkamlega og aðs Starfsfólk Þeir sem sta þurfa að hafa ák enda er starfið a sem unnin eru in á sjúkrahúsinu e maðurinn sem r þar á sínum heim „En þegar hann fólksins snýst þ brigðisstarfsmað stæðingurinn sem Sjálfstæði, fa mannlegum sam ilatriði í þessu líka miklu meir sjúklingsins í he lægi á spítala.“ Starfsfólkið na ar Hjúkrunarþj um tíma en hún unarfræðingum langa reynslu af veikra í heimahú Hildur bendir og heilsugæslan land heimahjúkr aðila sé gott og m Náið samstarf ar HSS hefur a þess að sjúkrade bráðadeild, þar eigi að horfa til heimahjúkrunar en vist- un á stofnun á að vera síðasta úrræðið, sé það vilji einstaklingsins,“ segir Hild- ur. Undir þetta taki flestir í dag, sér- staklega þegar þeir setja sig sjálfir í þau spor að þurfa að dvelja annaðhvort á sjúkragangi eða heima hjá sér þegar eitthvað fer að bjáta á. Nú hefur því verulegur þungi af þjónustu HSS flust til heimahjúkrunarinnar. Sama þróunin hefur orðið víðar. Sem dæmi má nefna að nýverið var samið um aukna heimahjúkrun í Árborg og vitjunum í sjúkrahústengdri heimaþjón- ustu Landspítala – háskólasjúkrahúss fjölgaði um 6,3% milli áranna 2003 og 2004. Bryndís segir að barist hafi verið fyr- ir aukinni heimaþjónustu í mörg ár. Því hafi ákvörðun framkvæmdastjórnar HSS verið tekið fagnandi. „Það var löngu orðið tímabært að sinna t.d. krabbameinssjúklingum heima betur. Það var í raun þannig að við vorum að vinna mikið í sjálfboðavinnu því það var ekkert starfsfólk á bakvakt á kvöldin.“ Þetta hefur nú breyst og heimahjúkr- un HSS sinnir í dag öllum sveitarfélög- unum fimm á Suðurnesjum. Hjúkrunar- fræðingar eru á bakvakt til kl. 22 á kvöldin. Árið 2004 voru 5,9 stöðugildi í heimahjúkruninni en er nú 7,7. Þrír hjúkrunarfræðingar starfa við heima- hjúkrunina, fjórir sjúkraliðar og þrír ófaglærðir sem hafa starfað við heima- hlynningu í áraraðir. Þetta hefur m.a. haft það í för með sér að hægt er að sinna um 110–120 einstaklingum á öll- um Suðurnesjum á hverjum tíma en ár- ið 2003 voru þeir 80–90. Um helmingur skjólstæðinganna er yfir 80 ára. Þeir þarfnast ekki allir daglegra heimsókna heldur er farið í vitjanir allt frá einu sinni í mánuði og upp í þrisvar á dag, allt eftir þörfum hvers og eins. Fjölþætt hlutverk Hlutverk starfsfólksins er fjölþætt. Það sinnir lyfjagjöf, sáraskiptingum, ýmsum mælingum, auk böðunar og al- mennrar aðhlynningar, fræðslu og ráð- „Vistun á stof vera síðasta ú Umfang heimahjúkrunar á Suðurnesjum mikið undanfarin misseri. Í dag sinna tíu 120 skjólstæðingum að jafnaði sem þurf þjónustu að halda. Í hópi þeirra eru krabb aldraðir og langveikir einstaklingar. S Logadóttir tók púlsinn á heimahjúkruninn Hildur Helgadóttir, hjúkrunarforstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja deildarstjóri heimahjúkrunar HSS, segja uppbyggingu heimahjúkrunar þ

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 30. tölublað (31.01.2006)
https://timarit.is/issue/284109

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

30. tölublað (31.01.2006)

Aðgerðir: