Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 17
Hólmavík | Íþróttahátíð Grunnskólans á Hólma- vík er árviss viðburður þar sem nemendur og for- eldrar koma saman og skemmta sér í kappleikjum einn laugardag. Ákefðin skín úr hverju andliti. Á myndinni sést Elísa Mjöll Sigurðardóttir með boltann á lofti og við hlið hennar Ásdís Jónsdóttir. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Einarsdóttir Ákefð á íþróttahátíð Samvera Akureyri | Austurland | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds- dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Valgerður Bjarnadóttir, bæjarfulltrúi VG, átti afmæli á þriðjudegi fyrir viku, þegar fyrsti fundur ársins í bæjarstjórn fór fram. Í ræðustóli sagði hún frá því að einu sinni áður hefði hún setið bæjar- stjórnarfund á afmælisdegi sínum; þegar hún varð þrítug, þá bæjarfulltrúi Kvenna- framboðsins. Þá tók bæjarstjórn afstöðu til þess hvort hún vildi styðja álvers- framkvæmdir við Eyjafjörð eða ekki og það sýndi best hvað lítið breyttist (á löngum tíma) að hún gæti örugglega dustað rykið af tillögum sem hún flutti á sínum tíma til þess að mótmæla áform- unum og um aðrar hugmyndir í atvinnu- málum, og lagt hana fram óbreytta! Þessi bæjarstjórnarfundur var 1984.    Baldvin H. Sigurðsson, veitingamaður á Akureyrarflugvelli, sigraði örugglega í forvali VG um helgina Valgerður, sem áð- ur er nefnd, lenti í öðru sæti. Baldvin, sem er nýgræðingur í pólitík, er gamansamur maður eða kannski bara sigurviss; á blaða- mannafundi í flugstöðvarbyggingunni á dögunum þar sem beint flug Iceland Ex- press milli Akureyrar og Kaupmanna- hafnar var kynnt, stóð Baldvin á bak við skenkinn þegar Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra, kallaði eitthvað til hans. „Kallaðu mig bara arftakann,“ svaraði Baldvin þá að bragði – og stefnir líklega að setjast í stól Kristján á sumri komanda …    Jóhannes í Bónus lætur ekki deigan síga. Fyrirtæki í eigu Baugs hefur nú látið útbúa mynd af Hagkaupsverslun og al- menningsgarði á Akureyrarvelli. Á tölvumynd af Hagkaupsvöllum (eða ætti kannski að kalla svæðið Jóhann- esargrund þegar/ef breytingarnar hafa átt sér stað?) sést kona með litla handtösku ganga í norðurátt af svæðinu. Jóhannes var spurður á blaðamannafundi, hvort hann væri ekki að missa viðskipti, konan væri að fara tómhent úr Hagkaupum og á leið út á Glerártorg. „Mér sýnist hún vera á leið út í Bónus!“ svaraði Jóhannes þá að bragði – en Bónusverslunin er nokkru norðar en Glerártorg … Úr bæjarlífinu AKUREYRI Eftir Skapta Hallgrímsson blaðamann ára „úllingur“ eins og ein lítil orðaði það, jafnfætis upp á bryggjuna, með bros á vör og blæs ekki úr nös. Það þarf ekki annað en líta Óla við fiskikörin til að sjá að hann hefur Hann gefur þeimekkert eftir ungusjómönnunum hann Óli Hjálmar Ólason skipstjóri og útgerðar- maður á Óla Bjarnasyni EA 279. Hann á þegar 15 róðra að baki í janúar og hefur komið með 60 tonn að landi. Með honum um borð þessa dagana er Sæ- mundur sonur hans sem er að leysa af bróður sinn Óla Bjarna sem er í barn- eignarfríi. Líf þessa mikla „trillukarls“ Óla Óla hef- ur verið hafið bláa hafið, síðan hann 7 ára henti sinni fyrstu sökku í sjó. Að vísu missti hann hana og man augnablikið rétt eins og það hefði gerst í gær. Síðan eru þær orðn- ar nokkrar sökkurnar á hans rúmlega 60 ára sjó- mannsferli sem reyndar sér ekki fyrir endann á. Því þegar Óli Óla kemur að landi stekkur þessi 74 lent á réttri hillu í starfs- vali í sínu lífi. Gaman er að geta þess að Óli Hjálm- ar Ólason hefur oftar en ekki verið einn af afla- hæstu smábátasjómönn- um landsins ár eftir ár. Morgunblaðið/Helga Mattína Síkátur sjóari Óli H. Ólason við bát sinn, Óla Bjarna- son, í höfninni í Grímsey. Unglingurinn á sjónum Sigurður Ingólfssonyrkir heilræða-vísur um íþróttir, svokallaðar fimm- skeytlur, þar sem hik þarf í fimmtu línuna: Íþróttir finnst mér ágætt sport þó alltaf skyldir varast óþörf átök af þeirri sort aldeilis held ég barast- a. Yrkja um íþrótt hentar mér sem aldeilis var með grenj, í roki og regni hlífði sér þá ræfillinn að venj- u. Nagi þig efinn um ágæti iðkunar sparks og kasta, syngdu þá söng um hásæti og sittu þar sem fasta- st. Hirtu lítt um högg og púst, því horfur munu skána; fer þó aldrei allt í rúst og annað mun þér lána- st. Þá er skárra að skunda á skökkum fótum heim, þar má daglangt dunda og depurðin mun gleym- ast. Stefán Vilhjálmsson sat hóf með golfurum og lagði fram „bókun“: Þó ég yrki ansi vel að því að ég sjálfur tel, kann ég ekki að yrkja um golf áður en ég lendi á hvolf- i. Heilræði um íþróttir pebl@mbl.is Árborg | Fimmtán bjóða sig fram í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar í Árborg í vor, en það fer fram 18. febrúar. Frambjóðendur sækjast eftir mismunandi sætum en fjórir stefna á efsta sætið, Eyþór Arnalds, Páll Leó Jónsson, Snorri Finnlaugsson og Sig- urður Jónsson. Eftirtaldir bjóða sig fram, samkvæmt upplýsingum formanns fulltrúaráðsins: Samúel Smári Hreggviðsson verkefnis- stjóri, Eyþór Arnalds athafnamaður, Bjarnheiður Ástgeirsdóttir matartæknir, Ásdís Sigurðardóttir skrifstofumaður, Kristín Hrefna Halldórsdóttir nemi í stjórnmálafræði, Ari Björn Thorarensen fangavörður, Þórunn Jóna Hauksdóttir framhaldsskólakennari, Páll Leó Jónsson aðstoðarskólastjóri og bæjarfulltrúi, Þórir Erlingsson verkefnisstjóri, Grímur Arnar- son framkvæmdastjóri, Snorri Finnlaugs- son svæðisstjóri, Elva Dögg Þórðardóttir garðyrkjufræðingur, Guðmundur Björgvin Gylfason grunnskólakennari, Sigurður Jónsson forstöðumaður og Björn Ingi Gíslason hárskerameistari. Fjórir sækjast eftir fyrsta sæti Akureyri | ENN liggur ekki ljóst fyrir hvort L-listinn, listi fólksins, muni bjóða fram við bæjarstjórnarkosningar á komandi vori. Á fundi sem efnt var til í liðinni viku var ákveðið að setja á fót starfshóp til að fara yf- ir stöðu mála, kanna áhuga fólks, hverjir munu halda áfram að starfa fyrir listann og um hugsanlega nýja liðsmenn. „Það er hugur í fólki,“ segir Oddur Helgi Halldórsson, efsti maður á listanum, en hann gerir ráð fyrir að undirbúningsvinna verði það langt komin í vikunni að hægt verði að boða til fundar þar sem endanlega verður ákveðið hvort af framboði verði. „Við stefnum á að ákvörðun þar um liggi fyrir um miðjan febrúar,“ segir Oddur Helgi. L-listinn, listi fólksins, bauð fyrst fram í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri árið 1998 og fékk einn mann kjörinn. Árið 2002 bætti hann við sig manni og á nú tvo fulltrúa í bæjarstjórn. L-listinn er hópur áhugafólks um velferð Akureyrar og íbúa bæjarins og er opinn öllum, óháð stjórnmálaskoðun. L-listinn, listi fólksins, heldur ekki félagatal. Framboð ákveðið í næsta mánuði L-listinn, listi fólksins ♦♦♦ Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 30. tölublað (31.01.2006)
https://timarit.is/issue/284109

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

30. tölublað (31.01.2006)

Aðgerðir: