Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 39
Sími - 551 9000 Sími 553 2075 • www.laugarasbio.is
„...falleg og skemmtileg
fjölskyldumynd...“
MMJ Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára
Mögnuð stríðsmynd með Jake Gyllenhaal og
Óskarsverðlaunahöfunum Jamie Foxx og Chris Cooper.
Mögnuð
hrollvekja
sem fær
hárin til
að rísa!
M YKKUR HENTAR ****
DÖJ, Kvikmyndir.com
eeee
VJV, Topp5.is
eee
H.J. MBL
Sprenghlægilegt
framhald.
Steve Martin fer enn
og aftur á kostum!
eeee
Ó.Ö.H. / DV
A.G. / BLAÐIÐ
eee
D.Ö.J. / Kvikmyndir.com
400 KR.
Í BÍÓ
*
* Gildir á allar
sýningar í
Regnboganum
merktar með rauðu
Sýnd kl. 6
F
U
N
Sýnd kl.6, 8 og 10
STÓRKOSTLEG SAGA UM ÁSTIR OG ÁTÖK BYGGÐ
Á HINNI ÓGLEYMANLEGU METSÖLUBÓK EFTIR
ARTHUR GOLDEN
6BAFTA TILNEFNINGARM.A. BESTA AÐALLEIKKONA
BESTA TÓNLISTIN,
JOHN WILLIAMS
GOLDEN GLOBE
VERÐLAUN
eee
Kvikmyndir.com
eee
Kvikmyndir.is
eee
Rolling Stone
eee
Topp5.is
Sýnd kl. 5 og 8
FÓR BEINT Á TOPPINN Í
BANDARÍKJUNUM!
Þegar þokan skellur á…
er enginn óhultur!
FUN WITH DICK AND JANE kl. 6, 8 og 10
BROKEBACK MOUNTAIN kl. 6 og 9 B.I. 12 ÁRA
MEMOIRS OF A GEISHA kl. 6 og 9
BROTHERS GRIMM kl. 5.30 B.I. 12 ÁRA
LITTLE TRIP TO HEAVEN kl. 8 og 10 B.I. 14 ÁRA
THE
FOG
VINSÆLASTA MYNDIN
á Íslandi í dag!
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 39
DAGANA 1.– 5. febrúar heldur Ný-
listasafnið yfirlitssýningu á verkum
Curvers Thoroddsen. Listamaðurinn
verður þrítugur á morgun en þá verð-
ur kvöldopnun á þessari veglegu sýn-
ingu. Verk á sýningunni spanna allan
hans listamannsferil auk verka frá
bernsku og unglingsárum en hann hóf
feril sinn snemma jafnt í myndlist
sem tónlist.
Auk myndlistarverka í sýningar-
sölum verða tónleikar með hljóm-
sveitum sem Curver er meðlimur í
eða hefur unnið með í nánu samstarfi.
Hápunktur sýningarinnar er svo
nafnbreyting listamannsins en hann
mun taka upp nafnið Curver Thor-
oddsen alfarið á þessum þrítugasta
fæðingardegi sínum. Nafnið sem hon-
um var gefið eftir fæðingu er Birgir
Örn en hingað til hefur hann gengið
undir ýmsum nöfnum. Nafnbreyt-
ingin tekur gildi á þeirri mínútu sem
hann fæddist á, nánar tiltekið kl. 01.
Biður listamaðurinn þjóðina, vini
sína og vandamenn að virða ákvörðun
sína.
Athugið að sýningin stendur aðeins
yfir í fimm daga, 1.–5. febrúar og er
opin frá 13 – 17 nema á fimmtudeg-
inum þegar hún er opin til 21.
Ókeypis er á sýninguna og alla at-
burði hennar.
Myndlist | Þrjátíu ára yfirlitssýning 1976–2006
Curver
Thoroddsen
DAGSKRÁIN
Miðvikudagurinn 01/02
kl. 01 NAFNBREYTING
Listamaðurinn tekur alfarið upp nafnið Curver Thoroddsen.
kl. 20-22 Sýningaropnun og þrítugsafmælisveisla.
Vinir og áhugasamir velkomnir.
Fimmtudagurinn 02/02
kl. 16 LISTAMANNSSPJALL
Curver Thoroddsen fjallar um sýninguna og ræðir við sýningargesti.
kl. 21 DJASSVERKEFNIÐ
Djassplötuspunaverk gert með plötuspilurum.
kl. 22 CURVER
Tilraunakennd raftónlist.
Föstudagurinn 03/02
kl. 12-13 HÁDEGISDANSINN
Hádegisdiskótek Curvers og Ingibjargar Magnadóttur endurvakið.
kl. 21 CURVER + KIMONO
Spunaverk spilað í gegnum farsíma.
kl. 22 SOMETIME
Ný hljómsveit Curvers ásamt Danna (Maus), DJ Dice (Quarashi) og Divu De La Rosa.
Laugardagurinn 04/02
kl. 21 DÓPSKULD
Pönk-Rockabillí-Grindcore spunaband með Curver, Sigtryggi Berg Sigmarssyni (Stilluppsteypa) og
Krumma (Mínus) í fjarveru Frosta J.R. (Klink).
kl. 22 GHOSTIGITAL
Curver, Einar Örn og félagar leika lög af væntanlegri breiðskífu sinni In Cod We Trust.
Sunnudagurinn 05/02
kl. 15 SÝNINGARSTJÓRASPJALL
Ragnar Kjartansson annast leiðsögn um sýninguna.
kl. 16 MÁLÞING
Ólafur Gíslason (listgagnrýnandi), Þóra Þórisdótir (listfræðingur), Guðmundur Oddur (prófessor við
LHÍ), Ragnar Kjartansson (sýningarstjóri), Ingibjörg Magnadóttir (stjórnandi).
Morgunblaðið/Kristinn
Birgir Thoroddsen – enn um sinn.
ÍSLENSKAR glæpasögur hafa sprottið nán-
ast upp úr engu á einum áratug og náð því
eftirsótta marki að verða vinsælasta lesning
þjóðarinnar. Ekki nóg með það, heldur hafa
þær slegið í gegn vítt og breitt og unnið til
virtustu, alþjóðlegra verðlauna í greininni.
Það hlaut að koma að því að við eignuðumst
okkar fyrstu sakamála-sjónvarpsmynda-
flokk, slíkt efni er með eindæmum vinsælt,
jafnt hér sem annars staðar. Við höfum m.a.
notið frábærra, danskra þátta af þessu
sauðahúsi á undanförnum árum og má sjá
talsverðan skyldleika með þeim og hinum ís-
lensku Allir litir hafsins eru kaldir.
Líkt og lög gera ráð fyrir hefst bálkurinn
á morði. Júlíus (Benedikt Árnason), roskinn
listaverkasali, finnst látinn á heimili sínu og
virðist dánarorsökin augljós, hann hefur ver-
ið myrtur á hrottalegan hátt. Lögreglan
kemst fljótlega á slóð Jóa (Jón Sæmundur),
óreglumanns sem er grunaður um verkn-
aðinn og málið virðist leyst. Svo er að sjá
sem Jói hafi drepið Júlíus af slysni í miðju
auðgunarinnbroti til að fjármagna eitur-
lyfjafíkn sína.
Lögfræðingurinn Ari Jónsson (Hilmir
Snær), er skipaður verjandi hins grunaða,
sem man óljóst atburði. Hlutirnir gerast
snúnari þegar Milla (Þórunn Lárusdóttir),
systir Jóa, blandar sér óvænt í málið. Hún
er búsett í Danmörku og er þess fullviss að
bróðir hennar er ekki sá seki.
Kúnstin við góðan krimma er að koma
neytendanum á óvart, flækja málin og að
hætti norrænna sakamálasagna og -þátta,
ber fjölskyldumál mikið á góma. Ekki aðeins
hvað snertir hinn grunaða heldur einnig lög-
mannsins, sem stendur í forræðisdeilu við
fyrrverandi konu sína. Fleiri hliðarsögum er
fléttað í framvinduna, sem er hefðbundin í
sjálfu sér en þátturinn sem snertir barns-
líkið er mun forvitnilegri og frumlegri.
Það kemur vissulega á óvart hver er söku-
dólgurinn, enda bakgrunnur hans harla fjar-
stæðukenndur, við búum í litlu landi þar
sem menn vita enn alltof mikið um hagi ná-
grannans. Kosturinn við íslensku saka-
málasögurnar er einmitt sá að flestir höf-
undarnir gæta þess að ofbjóða ekki
lesandanum með efnisþræði sem fer langt
yfir trúverðugleikamörkin. Svipaðar reglur
gilda um sjónvarpsefni.
Allir litir hafsins eru kaldir er í þrem
þáttum og flokkurinn fer í gang af miklum
krafti, enda fyrsti hlutinn langsamlega best
skrifaður. Þar kemur líka til hjálpar óvænt-
ur snotur leikur Jóns Sæmundar, sem er
betur þekktur sem listamaður og fatahönn-
uður. Það er ekki nóg með að hann smell-
passi útlitslega í hlutverk ólánsmannsins
Jóa, heldur hefur hann full tök á umkomu-
lausum karakternum og vondaufum, sem
sannarlega snertir mann.
Hilmir Snær þarf lítið annað að gera en
að beita röddinni, og hann hefur stórkost-
lega rödd og raddbeitingu. Þórunni Lár-
usdóttur bjóðast ekki mörg tækifæri til að
gera mikið úr litlausu hlutverki Millu, Jó-
hanna Vigdís fær hins vegar rými til að
hvessa sig, sem fer henni vel og Ólafía
Hrönn er alltaf jafn lagin við að mjólka
hvern dropa úr þeim efnivið sem henni er
réttur.
Pétur Einarsson fær prýðilegar línur og
bregst ekki áhorfendum að venju og sama
er uppi á teningnum hjá Floberg hinum
norska. Synd væri að segja að illskan
gneistaði af Helgu E. Jónsdóttur, en henni
er þröngur stakkur sniðinn.
Lögreglumennirnir eru eintóna truntuleg-
ir frá hendi höfundar og túlka bærilega það
sem fyrir þá er lagt. Staðlaðir, fúlir, þreyttir
og ærið laus höndin.
Handritið er því upp og ofan. Það glittir í
góða hluti en snerpuna vantar í aðalpersón-
urnar á meðan margar aukapersónurnar eru
forvitnilegar. Svipuðu máli gegnir með sögu-
fléttuna, hliðarsögurnar eru flestar mun
bragðmeiri en aðalmálið, einkum í síðasta
þættinum, þar sem reynt er að ganga frá
öllum endum á of skömmum tíma.
Á hinn bóginn er leikstjórnin fumlausari
og markvissari og útlit Allir litir hafsins …
er nánast óaðfinnanlegt. Ef við berum þætt-
ina saman við þann urmul slíks efnis sem
flæðir yfir, þá er dagljóst að Anna Th., er
enginn eftirbátur kollega sinna erlendra á
leikstjórnarsviðinu. Þættirnir eru einnig af-
bragðsvel teknir og klipptir og tónlistin
hæfði vel kuldalegum tónum efnisins og um-
gjarðarinnar.
Kafað í kaldan sjó
SJÓNVARP
RÚV
Íslenskir sjónvarpsþættir. Handrit og leikstjórn:
Anna Th. Rögnvaldsdóttir. Framleiðandi og kvik-
myndatökustjóri: Ólafur Rögnvaldsson. Leikmynd:
Helga I. Stefánsdóttir. Búningar: Dýrleif Ýr Örlygs-
dóttir. Hljóð: Steingrímur Eyfjörð Guðmundsson.
Klipping: Elísabet Ronaldsdóttir.Tónlist: Þór Eldon
ofl. Aðalleikendur: Hilmir Snær Guðnason, Þórunn
Lárusdótttir, Jón Sæmundur Auðarson, Ólafía Hrönn
Jónsdóttir, Björn Floberg, Baldur Trausti Hreinsson,
Magnús Ragnarsson, Pétur Einarsson, Helga E.
Jónsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, ofl. Ax ehf.,
ofl. Sýningartími 3 x 50 mín. RUV í jan. 2006.
Allir litir hafsins eru kaldir
Sæbjörn Valdimarsson
„Hilmir Snær þarf lítið annað að gera en að
beita röddinni, og hann hefur stórkostlega
rödd og raddbeitingu,“ segir m.a. í dómi.