Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SÍÐAN Gunnar Birgisson tók við bæjarstjórastólnum í Kópavoginum hefur hvert vandræðamálið á fætur öðru skotið upp kollinum. Gunnari helst illa á stjórnartaumunum og ferst illa úr hendi að eiga í samskiptum við íbúa, félagasamtök og starfsmenn bæjarins. Hann beitir eins konar sviputækni sem virkar alls ekki árið 2006. Leikskólarnir Gunnar bæjarstjóri byrjaði á því strax í vetrarbyrjun að hóta verðbólgu ef starfs- menn leikskólanna væru með einhverjar grillur um laun sem væri mögulegt að lifa á. Nú er hann hættur að tala um verðbólgudraug- inn en hefur að eigin sögn lagt til við launanefnd sveitarfélaganna hvernig megi leysa launadeilu leikskólanna, þó enginn í launanefndinni kannist við tillögur hans. Gunnar ber því við að sveitarstjórnarmenn sem sátu launaráðstefnuna geti „ekki sagt sannleikann í neinu máli“ og sér- staklega sveitarstjórnarmenn Sam- fylkingarinnar. Þrátt fyrir snilli Gunnars í tillögugerð til kjarabóta starfsmanna leikskólanna segja sí- fellt fleiri starfsmenn á leikskólum Kópavogsbæjar upp störfum. Gustur og hestamenn Hestamenn í Kópavogi hafa fengið að finna fyrir svipuæfingum Gunn- ars Birgissonar. Hesta- menn hafa í höndum skipulag af Kópa- vogsbæ sem á að gilda til 2038. Gunnar hefur séð ástæðu til að eyði- leggja þetta skipulag og gera hestamönnum í Gusti illmögulegt að stunda sína íþrótt. Gunnar hefur nefnilega úthlutað vinum og vandamönnum, og náttúrlega dálítið fræg- um vinum, lóðum þar sem reiðstígarnir frá Gustssvæðinu eiga að liggja. Hesta- menn verða því innlyksa á Gusts- svæðinu og komast hvergi vegna blokka og hraðbrauta. Gunnar telur að Gustsmenn hafi sjálfir samþykkt þetta yfir sig. Hann telur sig ekki eiga neina sök á því að uppkaups- menn lóða á Gustssvæðinu telji að skipulaginu verði breytt í íbúða- byggð, hann hefur hvergi komið þar nærri. Kópavogshöfn Nú er enn eitt stórmálið í uppsigl- ingu, draumahöfn allra Íslendinga er komin í uppnám. Skipafélagið sem hefur þar vistaverur er í einhverjum samskiptaörðuleikum við bæj- arstjórann í Kópavogi. Þar er Gunn- ar Birgisson kominn í illdeilur við eina kúnnann í Kópavogshöfn. Skipafélagið er á förum enda tíma- bært að endurskoða skipulagið í vesturbæ Kópavogs. Endalok meirihlutans Þessi örfáu dæmi sýna vel hversu mistækur Gunnar er í bæjarstjórn- arstólnum. Hann situr í honum í leyfi frá starfi sínu niður við Austurvöll og þó undirritaður sé ekki alltaf hrifinn af honum í því starfi, er kominn tími til að hann hverfi til þeirra starfa, enda minni skaði af honum þar en í bæjarstjórastólnum í Kópavogi. Bæjarstjóri á brauðfótum Eftir Arnþór Sigurðsson ’Þessi örfáu dæmi sýnavel hversu mistækur Gunnar er í bæjarstjóra- stólnum.‘ Arnþór Sigurðsson Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi. Sækist eftir stuðningi í 1.–6. sæti. Prófkjör Kópavogi ÞEGAR þú horfir á enskan glæpó býr utangarðsfólkið alltaf í graffiti- skreyttum svalagangsblokkum með opnum stigahúsum. Þessi hús voru hönnuð á sjöunda áratugnum af margverðlaunuðum arkitektum og í þau fluttu þúsundir ánægðra Breta úr daunillum 19. aldar rað- húsaendaleysum – til nútímans. Fólkið var ánægt í nokkur ár en svo komu breyttir tímar og breytt pólitík. Pólitíkin breytti ekki húsunum en hún breytti aðstæðum íbú- anna sem ýmist flúðu annað eða gáf- ust upp í lífsbaráttunni og stolt breskrar viðreisnar er orðið að hörmulegu slömmi. Alveg sama hvað Egill Helgason segir þá eru það ekki arkitektar, skipulagsfræðingar eða verkfræð- ingar sem reyna æ ofan í æ að bjarga heiminum eða steypa honum í glötun með áætlunum sínum heldur stjórn- málamenn. Það eru lífsskilyrðin, ekki húsin, sem skipta sköpum. Skipulag er ekki annað en aðferð eða samningur sem býður upp á tækifæri sem menn ákveða hvort þeir nýta eða ekki. Hús eða götur eru bara hlutar af heild og hægt að ræða þau fagurfræðilega án þess að hugsa um heildina en hlutverk gatna og húsa verður alltaf að skoða í afstöðu til heildar, gangverksins sem menn vilja að skili markmiðuðum árangri. Lóðauppboð t.d. í stað nið- urgreiddrar lóðaúthlutunar í holtum og móum, sem sjálfstæðismenn að- hyllast, skapaði verðmætamat sem gerði miðbæinn og Vatnsmýrina fýsi- legasta fárfestingakost á landinu öllu. Bara einfaldur Adam f … Smith – góðkunningi Heimdellinga. Það er reyndar rétt tilfinning hjá Agli Helgasyni að það er afar nauð- synlegt að almenningur taki þátt í skipulagsákvörðunum en það á bara alls ekki að kjósa um skipulag í bæj- arstjórnarkosningum nema að fyrir liggi mjög vandaðar tillögur þar sem hvert barn getur áttað sig á afleið- ingum ákvarðana sinna. Það er aftur á móti vel hægt að kjósa um skipulag og framkvæmdatillögur á öðrum tím- um og ég er talsmaður þess, að það sé gert sem oftast, en það á ekki að blanda því saman við óræð mál eins og lífskjör og hamingju, jafn- aðarmennsku eða íhald. Við skulum rifja hratt upp sögu Reykja- víkur og þá sem hafa stjórnað henni. Ingólfur kom hér fyrir langa löngu, lítið gerðist og hann var örugglega ekki jafnaðarmaður. Reykjavík varð kaup- staður 1786 og örugg- lega ekki stjórnað af jafnaðarmönnum, lítið gerðist. Sjálfstæð- ismenn hafa átt eða eignað sér alla borg- arstjóra síðustu aldar nema Egil og Ingibjörgu. Jú, jú, ýmsir hlutir gerð- ust en við vitum hvert stefndi. Mið- borgin drabbaðist niður á meðan „heiðabýlið“ stækkaði, meira að segja Mogginn fór upp í sveit. Bolli í Sautján og Kristinn faðir hans reyndu hvað þeir gátu en við sem höfum gengið um bæinn síðustu 30–40 ár vitum að raunveruleg upp- bygging og endurnýjun fór ekki af stað fyrr en eftir að Reykjavíkurlist- inn tók við stjórn borgarinnar. Ekki alveg strax, af því að það vantaði all- staðar skipulag og umræðu, kynn- ingu og samþykktir. Það verk tók tíma því það vantaði líka þá vel smurðu vél sem nú sinnir þessu verki, en jafnóðum og hvert deili- skipulag verður til flykkjast fjár- festar að til að byggja – ákefð þeirra skýrist fyrst og fremst af langri, langri, óþreyjufullri bið athafna- manna eftir áhugaverðum tækifær- um í þessari borg og það er góð ein- kunn með starfi borgarstjórnar síðustu 12 ára að hér þora menn nú að setja eigið fé í byggingar, sem er meira en hægt er að segja um Kára- hnjúkavirkjun, Héðinsfjarðargöng og aragrúa bitlingafjárfestinga utan Reykjavíkur, sem við höfuðborg- arbúar borgum reyndar með hæstu sköttum ever. Þessi árangur næst þótt stjórnvöld stundi það að senda stofnanir og störf úr Reykjavík út á land. Þetta næst þótt Reykjavík þiggi ekki krónu úr þeim sjóðum landsmanna sem sagðir eru vera til þess að bjarga byggð í landinu. Reykjavík er sterk og þróttmikil borg, risafyrirtæki í góðum gír og gegnir algeru lykilhlut- verki í að skapa velmegun í landinu. Til að svo verði áfram þurfum við borgarstjórn sem ekki er handbendi þeirra valdhafa sem líta ekki á okkur sem hluta byggðar í þessu landi. Kjósið í opnu prófkjöri Samfylking- arinnar 11–12. febrúar. Vinnum borgina saman. Skipulagið, lýðræðið og Egill Helgason Eftir Stefán Benediktsson ’Til að svo verði áframþurfum við borgarstjórn sem ekki er handbendi þeirra valdhafa sem líta ekki á okkur sem hluta byggðar í þessu landi.‘ Stefán Benediktsson Höfundur er arkitekt og býður sig fram í 2.–3. sæti í prófkjöri Samfylk- ingarinnar, vegna borgarstjórnar- kosninganna. www.stefanben.com Prófkjör Reykjavík NÚ ER framundan spennandi tími í borginni. Hið pólitíska landslag er breytt. Það verður eftir sem áður tekist á um meg- insjónarmið. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur lagt áherslu hlutverk einka- aðila og minni umsvif hins opinbera. Samfylkingin leggur hins vegar áherslu á að velferð og lífsgæði verði ekki tryggð nema til komi virkt framtak samfélagsins sem miði bæði að því að efla þann þrótt og mátt sem í borginni býr og jafna kjör með því að bjóða þeim aðstoð sem á þurfa að halda. Á þessu hefur oft verið talsverður munur í mál- flutningi sjálfstæðismanna í borg- arstjórn og annarra. Samfylkingin viðurkennir hlutverk einkaframtaks- ins, enda leggur hún áherslu á frelsi til athafna og framtak einstaklinga. En það er ýmis þjónusta sem við vilj- um veita sem einkaaðilar og mark- aðir eru ekki færir um að annast svo að vel sé út frá sjónarmiðum jafn- réttis og þess réttlætis sem við vilj- um viðhafa. Þetta á við um ým- islegt sem flokkað er undir félags-, heil- brigðis- og menntamál. Skólamál Þannig er það rétt- lætismál að hverf- isskólar séu helstu menntastoðir grunn- skólabarna. Ýmis fé- lagasamtök sem reka skóla og leikskóla auka á fjölbreytni, en við getum aldrei byggt að- eins á þeim og aðeins upp að vissu marki. Þess vegna hef ég lagt áherslu á að við eigum að efla fram- sækið skólakerfi frá leikskólum til háskóla, því gott og fjölbreytt skóla- starf jafnar stöðu barna og ung- menna í lífinu. Sá grunnur sem lagð- ur er í lífi barna skiptir verulegu máli. Utan fjölskyldunnar skipta leikskólar og grunnskólar höfuðmáli. Hér í borginni er unnið mjög fag- legt og gott starf á mörgum sviðum í skólakerfinu. Það þurfum við að styrkja þannig að það verði hægt að koma til móts við nemendur með ólíkar þarfir. Samfylkingin hefur miklu hlutverki að gegna í borg- armálunum. Fyrir dyrum stendur að velja fólk á lista í prófkjöri fyrir kom- andi borgarstjórnarkosningar. Það er vösk sveit einstaklinga með fjöl- breytilegan bakgrunn sem gefur kost á sér. Ég býð mig fram í þriðja sætið. Nánari upplýsingar um mig og sjónarmið mín er að finna á slóðinni www.stefanjohann.is Samfylkingin sækir á Eftir Stefán Jóhann Stefánsson Stefán Jóhann Stefánsson ’Hér í borginni er unniðmjög faglegt og gott starf á mörgum sviðum í skóla- kerfinu.‘ Höfundur er varaborgarfulltrúi og sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sam- fylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjör Reykjavík Í KOMANDI kosningum er mikilvægast fyrir okkur jafn- aðarmenn í Kópavogi að villast ekki af leið. Við verðum að standa vörð um þá stefnu sem skapað hefur bestu þjóðfélög í heimi. Jöfn tækifæri óháð efnahag for- eldra og samtrygging eiga því áfram að vera okkar leiðarljós. Ég mun því leggja aðaláherslu á þau málefni sem Samfylk- ingin hefur sett í for- gang í gegnum tíðina svo sem gjaldfrjálsan leikskóla, gjald- frjálsar skólamáltíðir, stuðning við tóm- stundaiðkun barna ásamt því að tryggja sjúkum og öldruðum mannsæmandi lífs- kjör. Meginverkefni Samfylkingarinnar í Kópavogi í komandi kosningabaráttu verður að benda á leiðir til að fjár- magna þau málefni sem lögð er áhersla á. Uppbygging Smárans færir bænum aukin fasteignagjöld og einnig er hægt er að hafa auknar tekjur með uppboðum lóða. Til að bæta rekstur bæjarins þarf að fara fram fordómalaus skoðun á rekstrarformi þjónustu ásamt ráðningu faglegs bæj- arstjóra. Ég hef engar nýjar hugmyndir að verkefnum sem kosta bæinn fjármuni, utan þess að ég vildi sjá meira af trjám í bæjarlandinu, sér- staklega nýju hverf- unum. Þannig vil ég kosn- ingar um skýra val- kosti. Ég vil opna leikskóla í stað óperuhúss, gjald- frjálsa leikskóla í stað fótboltahallar og gjaldfrjálsar skóla- máltíðir í stað stór- skipahafnar. Ég vil byggja góðan bæ þar sem skipulag byggðar snýst um hagsmuni heildarinnar og frumkvæði í skipu- lagsmálum er í hönd- um bæjarins en ekki í höndum landeigenda og verktaka. Ég tel einnig að enginn bæjarfulltrúi eigi jafnframt að eiga í viðskiptum við bæinn til að hindra hags- munaárekstra. Hindrum hags- munaárekstra Eftir Guðmund Örn Jónsson Guðmundur Örn Jónsson ’Ég tel einnig aðenginn bæjar- fulltrúi eigi jafn- framt að eiga í viðskiptum við bæinn til að hindra hags- munaárekstra.‘ Höfundur er verkfræðingur og býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Kópavogi 4. febrúar. Prófkjör Kópavogi Marteinn Karlsson: „Vegna óbilgjarnrar gjaldtöku bæjar- stjórnar Snæfellsbæjar af okkur smábátaeigendum, þar sem ekk- ert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bátinn og flytja í burtu.“ Sigríður Halldórsdóttir skrifar ilsson, sem býður sig fram í próf- kjöri sjálfstæðismanna á Seltn- arnarnesi.Ólafur býður sig fram í 3. sæti listans. Birgir Dýrfjörð rafvirki styður Sigrúnu Elsu Smáradóttur sem býður sig fram í 2. til 4 sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík Magnús Helgi Björgvinsson mælir með Guðríði Arnardóttur í 1. sætið í prófkjöri Samfylking- arinnar í Kópavogi. um bækur Lizu Marklund sem lýsa heimilisofbeldi. Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel að það liggi ekki nægilega ljóst fyrir hvernig eða hvort hinn ev- angelísk-lútherski vígsluskilning- ur fari í bága við það að gefa saman fólk af sama kyni …“ Birgir Ásgeirsson: Opið bréf til vígslubiskups Skálholtsstiftis, biskups Íslands, kirkjuráðs og kirkjuþings. Þór Whitehead styður Ólaf Eg- Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 30. tölublað (31.01.2006)
https://timarit.is/issue/284109

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

30. tölublað (31.01.2006)

Aðgerðir: