Morgunblaðið - 31.01.2006, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skipasýn hannar
fiskiskip
framtíðarinnar
Úr verinu á morgun
ÚR VERINU
LOÐNUSKIPIN fá enn að bíða eftir
að gefinn verði út loðnukvóti, sam-
kvæmt yfirlýsingu frá Hafrann-
sóknastofnuninni í gær. Loðnuleitin
á rannsóknarskipinu Árna Friðriks-
syni RE undanfarna daga fyrir aust-
an land hefur enn ekki borið þann ár-
angur sem vænst var.
Árni Friðriksson RE var staddur í
Seyðisfjarðardýpi um kvöldmatar-
leytið í gær og hafði ekki orðið var
við neina loðnu í allan gærdag. Fyr-
irhugað er að leita enn norðar næstu
daga en tilkynning kom frá einu
skipi Landhelgisgæslunnar um mik-
inn hval í æti 45 sjómílur norður af
Seyðisfjarðardýpi. Kom í ljós að
þetta var á svipuðum slóðum og Guð-
mundur VE varð var við hval fyrir
nokkrum dögum. Þykir þetta benda
til að þarna gæti verið loðna.
Útgerðarmenn halda ró sinni en
fylgjast grannt með hvernig leitinni
miðar enda er mikið í húfi að hægt sé
að byrja veiðarnar sem fyrst. Í gær
var að sjá tvö loðnuskip við bryggju
á Norðfirði og á Eskifirði voru þrjú
skip í höfn þar af nýjasta skip flot-
ans, Aðalsteinn Jónsson SU, en í
fjarðarkjaftinum lónaði eitt að auki.
Baldvin Þorsteinsson EA er far-
inn til grálúðuveiða vestur á Hamp-
iðjutorg en getur verið kominn á
loðnumiðin jafnskjótt og eitthvað
gerist í þeim efnum enda eru þessi
stóru skip útbúin á ýmsan veiðiskap
hverju sinni og fljótlegt að víxla á
milli.
Í samantekt sem gerð hefur verið
um aflatölur hvern mánuð á vertíð-
um undanfarna áratugi kemur í ljós
að veiðar í janúar hafa ekki verið
stór hluti heildaraflans á hverju ári.
Rennir þetta stoðum undir það sem
Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræðing-
ur sagði fyrir nokkrum dögum um
borð í Árna Friðrikssyni RE svo enn
er of snemmt að örvænta.
Loðnuskipin verða enn að
bíða eftir veiðiheimildum
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Fiskveiðar Loðnuskipin eru enn bundin við bryggju og bíða útgerðarmenn
þess í ofvæni að geta sent þau til veiða enda mjög mikið í húfi fyrir marga.
Eftir Kristin Benediktsson
krben@internet.is
SKULDIR ríkissjóðs, sem hlutfall af
vergri landsframleiðslu, hafa lækkað
um helming á síðastliðnum fimm ár-
um. Samkvæmt vefriti fjármálaráðu-
neytisins námu skuldir ríkissjóðs um
40% af vergri landsframleiðslu í árs-
lok 2001 en í árslok 2005 námu þær
um 20%. Á sama tíma hafi erlendar
skuldir lækkað um 67%, frá því að
vera rúmlega 26% af vergri lands-
framleiðslu í lok 2001 í það að vera
tæplega 9% um síðustu áramót.
Í lok 2005 námu heildarskuldir rík-
issjóðs 196,5 milljörðum króna, þar af
voru erlendar skuldir 85,5 milljarðar
eða um 43%.
Erlendar skuldir hafa verið greidd-
ar niður eftir því sem aðstæður hafa
leyft með því að nota andvirði einka-
væðingar og greiða afborganir ríkis-
sjóðs. Hlutfall erlendra skulda af
heildarskuldum hefur því lækkað
jafnt og þétt á síðustu fimm árum,
mest var lækkunin þó á síðasta ári.
Niðurgreiðsla erlendra skulda voru
á árinu 2005 um 48 milljarðar króna
en að auki átti ríkissjóður að jafnvirði
um 9 milljarða króna á innlendum
gjaldeyrisreikningum í árslok 2005
sem mun verða nýtt til niðurgreiðslu
erlendra skulda á árinu 2006. Erlend
lán á gjalddaga árið 2006 nema að
jafnvirði um 20 milljörðum króna og
er áætlað að þau verði ekki endur-
fjármögnuð. Gert er ráð fyrir að er-
lendar skuldir lækki áfram.
Skuldir ríkisins hafa
lækkað um helming
!
"
Í YFIRLÝSINGU frá stjórn Lyfja-
þróunar hf. er því vísað á bug að fyr-
irtækið hafi fengið styrk úr Tækni-
sjóði vegna rannsókna sem grunur
leiki á að séu falsaðar.
„Undanfarna daga hafa birst
fréttir þess efnis að Vísindasiða-
nefnd og Lyfjastofnun hafi til athug-
unar rannsókn sem fram fór hjá
Lyfjaþróun hf. á notkun nefúða til
bólusetningar árin 1999 og 2004.
Fullyrt er að grunur leiki á því að
niðurstöður rannsóknarinnar hafi
verið falsaðar og að Lyfjaþróun hf.
hafi fengið níu milljón króna styrk úr
Tæknisjóði vegna hennar. Stað-
reyndir málsins eru allt aðrar.
Lyfjaþróun hf. fæst við þróun á
nefúðalyfjum. Árið 1999 tók
Lyfjaþróun hf. að sér að rannsaka
fyrir alþjóðlegt lyfjafyrirtæki hvort
hægt væri að nota nefúða til bólu-
setningar. Frumniðurstöður þeirrar
rannsóknar gáfu tilefni til bjartsýni.
Lyfjaþróun hf. ákvað árið 2004 að
endurtaka rannsóknina sem gerð
hafði verið 1999 til að renna styrkari
stoðum undir þær niðurstöður. Þeg-
ar fyrstu niðurstöður lágu fyrir var
ljóst að þær stóðu ekki undir þeim
væntingum sem gerðar höfðu verið
og var því ákveðið að halda ekki
áfram með rannsóknina.
Ljóst er að við þróun nýrra lyfja
leiðir aðeins lítill hluti rannsókna til
árangurs. Að baki hverri vel heppn-
aðri uppgötvun vísindamanna liggur
aragrúi af prófunum sem ekki hafa
gengið upp. Það er því síður en svo
óvanalegt að hætt sé við rannsóknir
af þessu tagi eða að þær leiði ekki til
niðurstöðu.
Allar klínískar rannsóknir Lyfja-
þróunar eru samþykktar af Lyfja-
stofnun og Vísindasiðanefnd og eru
framkvæmdar eftir alþjóðlegum
gæðastöðlum sem um þær gilda,
undir eftirliti áðurnefndra yfirvalda.
Lyfjastofnun og Vísindasiðanefnd
hafa ritað Lyfjaþróun bréf þar sem
óskað er eftir frekari gögnum varð-
andi áðurgreinda rannsókn. Lyfja-
þróun mun á næstu dögum senda
viðkomandi stofnunum svar við er-
indinu.
Ekkert er hæft í því að Lyfjaþró-
un hf. hafi fengið styrk úr Tækni-
sjóði til fyrrgreindra rannsókna á
bólusetningum með nefúða. Fyrri
rannsóknin var kostuð af alþjóðlega
lyfjafyrirtækinu og Lyfjaþróun hf.
bar sjálf allan kostnað af þeirri síð-
ari. Lyfjaþróun hefur hins vegar á
undanförnum árum fengið styrki frá
Rannís í aðrar grunnrannsóknir á
vegum fyrirtækisins.
Hjá Lyfjaþróun starfa í dag um 15
starfsmenn sem vinna að fjölþættum
rannsóknum á lyfjagjöf með nefúða í
samstarfi við alþjóðleg lyfjafyrir-
tæki.
Fyrir hönd stjórnar Lyfjaþróunar
hf.
Þóra Björg Magnúsdóttir
framkvæmdastjóri,
Lyfjaþróun hf.“
Yfirlýsing frá stjórn
Lyfjaþróunar hf.
INNKAUPARÁÐ Reykjavíkurborg-
ar hefur samþykkt að gengið verði til
beinna samninga án undangengis út-
boðs við Íslenska aðalverktaka um
hluta undirbúningsframkvæmda
vegna lóðar fyrir tónlistar- og ráð-
stefnuhús við Reykjavíkurhöfn ásamt
umsjón með heildarframkvæmdum
Reykjavíkurborgar tengdum húsinu.
Tillagan var samþykkt með tveim-
ur atkvæðum fulltrúa Reykjavíkur-
listans. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins
sat hjá við afgreiðsluna, en áður hafði
tillaga hans um að borgarráð tæki
ákvörðun í málinu verið felld. Í kjöl-
farið lýsti hann yfir furðu vegna
vinnubragða í málinu og benti á að
um væri að ræða flóknar fram-
kvæmdir sem mundu kosta Reykja-
víkurborg milljarða króna. Vilhjálm-
ur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálf-
stæðismanna í borgarstjórn, segist
muni taka málið upp á næsta borg-
arráðsfundi.
Málið var til afgreiðslu á fundi inn-
kauparáðs í síðustu viku, en þar var
tekið fyrir erindi framkvæmdasviðs
Reykjavíkur um heimild til beinna
samningaviðræðna við Íslenska aðal-
verktaka án undangengins útboðs.
Fulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu
fram svohljóðandi tillögu af því til-
efni: „Í ljósi aðstæðna samþykkir inn-
kauparáð að Framkvæmdasvið gangi
til beinna samningskaupa við Ís-
lenska aðalverktaka um að taka að
sér hluta undirbúningsframkvæmda
vegna lóðar fyrir tónlistar- og ráð-
stefnuhús ásamt umsjón með heildar-
framkvæmdum Reykjavíkurborgar
tengdum tónlistar- og ráðstefnuhúsi
enda er tæknilega óframkvæmanlegt
að annar verktaki vinni umrædd und-
irbúningsverk og verkið því ekki út-
boðsskylt sbr. c-lið 1. mgr. 20. gr. laga
um opinber innkaup nr. 94/2001.
Jafnframt verði í samningnum kveðið
á um að útboðin sem fyrirhuguð eru
fari í gegnum Innkaupa- og rekstr-
arskrifstofu Reykjavíkurborgar og
tillaga að samningi komi fyrir inn-
kauparáð að nýju.“
Munu kosta milljarða
Tillagan var samþykkt með tveim-
ur atkvæðum þeirra. Fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins sat hjá við afgreiðsl-
una en óskaði bókað: „Vinnubrögð í
máli þessu vekja mikla furðu. Hér er
um að ræða flóknar framkvæmdir,
sem munu kosta Reykjavíkurborg
milljarða króna. Kynning á málinu
hefur verið af mjög skornum
skammti og hefur fulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins þurft að kalla eftir grund-
vallarupplýsingum og -gögnum síð-
ustu daga, sem hefðu átt að liggja
fyrir við kynningu málsins. Það er
augljóst að ekki hefur verið gert ráð
fyrir kostnaði sem nemur hundruðum
milljónum króna, sbr. nýsamþykkta
fjárhagsáætlun Framkvæmdasviðs
Reykjavíkurborgar fyrir árið 2006.
Málið er vanbúið til afgreiðslu og tek-
ur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins ekki
þátt í afgreiðslu málsins, en áskilur
sér allan rétt til að afla frekari upp-
lýsinga og fylgja málinu eftir.“
Samið var við ÍAV um verkið
án undangengins útboðs
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir vinnubrögð R-listans