Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STYÐJA DANI Ursula Plassnik, utanríkis- ráðherra Austurríkis, sem er í for- svari fyrir Evrópusambandið um þessar mundir, lýsti í gær yfir stuðn- ingi við Dani í deilum þeirra við múslíma vegna teikninga af spá- manninum. Hóta sum múslímaríki Dönum hörðu, meðal annars við- skiptabanni, en í Danmörku verður vart aukinnar andúðar á múslímum. Hafa margir hófsamir menn í þeirra hópi áhyggjur af því. Vopnað rán í miðbænum Lögreglan í Reykjavík handtók karlmann um tvítugt vegna vopnaðs ráns í afgreiðslu Happdrættis Há- skóla Íslands við Tjarnargötu í gær. Hinn handtekni gekkst ekki við mál- inu við yfirheyrslur í gærkvöldi. Til- drög ránsins voru þau að ræninginn ruddist inn í afgreiðsluna, veifaði því sem virtist vera skotvopn og hrifsaði peninga úr skúffu. Kauptilboði hafnað Bændasamtökin höfnuðu í gær kauptilboði sem barst í tvær eignir þeirra, þ.e. Hótel Ísland og Radisson SAS hótel. Á aukabúnaðarþingi greiddu þingfulltrúar atkvæði um málið og voru 36 á móti en 13 með. Enginn sat hjá. Atkvæðagreiðslan var leynileg og kaupverð er trún- aðarmál sem og tilboðsgjafinn. Höfðar mál á hendur ríkinu Guðjón St. Marteinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, ætlar að höfða mál á hendur ríkinu vegna afnáms úrskurðar Kjaradóms, geri Dómarafélag Íslands það ekki. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins eru fleiri dómarar sama sinnis og Guðjón. Eins og fram kom fyrir helgi ákvað félagsfundur Dómarafélags Íslands að fresta ákvörðun um mál- sókn á hendur stjórnvöldum vegna afnáms ákvörðunar Kjaradóms að svo stöddu. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 24/26 Fréttaskýring 8 Minningar 27/29 Úr verinu 12 Skák 31 Viðskipti 14 Dagbók 32/34 Erlent 16 Víkverji 32 Minn staður 17 Velvakandi 33 Akureyri 18 Staður&stund 34/35 Austurland 18 Af listum 21 Suðurnes 19 Menning 35/41 Landið 19 Leikhús 36 Daglegt líf 20 Bíó 38/41 Menning 21 Ljósvakamiðlar 42 Forystugrein 22 Veður 43 Viðhorf 24 Staksteinar 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %          &         '() * +,,,                        ÞESSIR strákar voru að æfa sig á hjólunum sínum í Laugardal í Reykjavík þegar ljósmyndari Morgunblaðs- ins átti þar leið fram hjá. Eins og sjá má eru þeir orðnir mjög leiknir í íþrótt sinni. Venjulega er reyndar ekki mikið um að menn séu á reiðhjólum á þessum árstíma, en tíðarfarið undanfarna daga hefur verið afar milt og því ekkert því til fyrirstöðu að nota þau. Menn verða hins vegar að muna eftir að hafa góða lýsingu á hjólunum. Morgunblaðið/ÞÖK Klárir hjólamenn í Laugardal SETJI fjármálaráðuneytið reglugerð sem tak- marki verulega vöruval komuverslunar Flugstöðv- ar Leifs Eiríkssonar (FLE), samkvæmt hugmynd- um Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), munu tekjur FLE dragast saman um á annan milljarð króna á ári. Það myndi einnig þýða að segja þyrfti upp um 40 starfsmönnum. Verslunin myndi ekki færast til verslana hér á landi heldur færi út úr landinu. Reynsla annarra ríkja staðfestir þetta, að sögn forstjóra FLE, Höskuldar Ásgeirssonar. Samkvæmt 104. gr. tollalaga nr. 88/2005 ákveður fjármálaráðherra með reglugerð hvaða vörur er heimilt að selja í tollfrjálsri komuverslun. Undirbúningur slíkrar reglugerðar er í gangi, samkvæmt upplýsingum Lilju Sturludóttur, lög- fræðings ráðuneytisins. Undirbúningurinn er hins vegar nýlega hafinn og því liggur ekkert fyrir um efni reglugerðarinnar á þessari stundu. Í frétt á vefsíðu Samtaka verslunar og þjónustu, segir að samtökin hafi um langt skeið krafist þess að vöruvalið í komuverslun fríhafnarinnar verði einskorðað við áfengi og tóbak. Bent er á að ekki sé vitað hvaða takmarkanir verði settar skv. reglu- gerðinni sem ráðuneytið undirbýr, „en óeðlilegt er að fríhöfnin, sem er ríkisfyrirtæki, skuli vera í samkeppnisrekstri við einkareknar verslanir um snyrtivörur, rafmagnsvörur, leikföng og aðra sér- vöru“, segir m.a. í fréttinni. Í samkeppni við erlendar fríhafnir „Þetta mun þýða á annan milljarð króna í tekju- skerðingu fyrir flugstöðina,“ segir Höskuldur. „Þetta mun líka þýða það að verslunin mun færast út úr landinu, til erlendra fríhafna.“ Hann segir að fríhöfn FLE sé aðeins að óverulegu leyti að taka verslun af innanlandsmarkaði, mesta samkeppnin sé við erlendar fríhafnir. Höskuldur segir reynslu Norðmanna styðja þetta. Sl. sumar voru sett lög í Noregi sem heim- iluðu öllum norskum flugvöllum sem hafa milli- landaflug að setja upp fríhafnarverslun fyrir komufarþega. „Um leið og þessi verslun var sett upp þá færðist verslun Norðmanna í erlendum frí- höfnum til Noregs.“ Bæta þyrfti upp tekjumissi Verði reglugerðin samþykkt miðað við hug- myndir SVÞ og vöruval í fríhöfninni takmarkað verulega, yrði að bæta flugstöðinni upp þann tekjumissi, að mati Höskuldar. „Ein leið væri að auka álögur á farþega, annaðhvort myndu þær leggjast beint á flugmiðann eða flugrekendur. Þetta myndi þýða aukna gjaldtöku á ferðaþjón- ustuna í landinu. Ég á ekki von á að það verði mjög vinsælt.“ Höskuldur bendir á að nú standi yfir miklar framkvæmdir við flugstöðina sem byggi á ákveðnum áætlunum um tekjur. Verið er að stækka flugstöðina um 14 þúsund fermetra og end- urgera aðra 16 þúsund. „Þannig að við erum með miklar skuldbindingar. Takmarkanir á vöruvali og tekjuskerðing vegna þess gætu hugsanlega sett framkvæmdirnar í uppnám.“ Fjármálaráðuneytið undirbýr reglur um hvaða vörur er heimilt að selja í fríhöfnum Gæti sett allar framkvæmdir við flugstöðina í uppnám Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is FJÖLDI nemenda á háskólastigi hefur tæplega tvöfaldast frá hausti 1998 og hafa skráðir nemendur á háskólastigi aldrei verið fleiri en nú. Konur eru umtalsvert fleiri en karlar, eða 63%, en karlar eru 37%. Fjöldi nemenda sem stundar fram- haldsmenntun á Íslandi hefur fimm- faldast á síðastliðnum áratug. Árið 2001 voru nemendurnir 12.094 en árið 2005 voru þeir orðnir 16.835. Þetta kemur fram í samantekt Rannís sem birt er í Raffréttum. Aukið framboð á framhaldsmennt- un hefur leitt til þess að hlutfalls- lega færri sækja menntun í útlönd- um. Eftir sameiningu Háskólans í Reykjavík og Tækniháskóla Íslands eru átta háskólar á Íslandi. Haustið 2005 voru fjórir háskólar með fleiri en 1.000 nemendur. Háskóli Íslands er langstærstur með rúmlega 9.000 nemendur en Háskólinn í Reykjavík og Kennaraháskóli Íslands hafa fleiri en 2.000 nemendur. Fjöldi skráðra nemenda á há- skólastigi hefur aukist í öllum greinum nema í náttúruvísindum og stærðfræði. Mest hefur fjölgun nemenda verið í uppeldisfræðum og kennaranámi, samfélagsvísindum og lögfræði og í viðskipta- og hag- fræði. Brautskráðum fjölgað um helming Frá árinu 1995 hefur brautskráð- um nemendum á háskólastigi fjölg- að um tæplega helming. Árið 1995 var 1.731 nemandi brautskráður en árið 2003 voru þeir orðnir 3.204. Í öllum greinum á listasviði hefur orðið aukning á fjölda brautskráðra nema. Mest hefur aukning verið á brautskráningum í viðskipta- og hagfræði og uppeldis- og kennslu- fræðum. Fjölgun brautskráninga úr hagfræði og viðskiptafræði má rekja til þess að sífellt meira fram- boð hefur verið á þessu námi í ís- lenskum háskólum á undanförnum árum. Ástæðan fyrir aukningunni á brautskráningum á uppeldis- og kennslusviði stafar af því að Fóst- urskólinn, Íþróttakennaraskólinn og Þroskaþjálfaskólinn, sem áður voru á framhaldsskólastigi, voru færðir á háskólastig með sameiningu við Kennaraháskóla Íslands árið 1998. Nemendum í íslenskum háskólum heldur áfram að fjölga Fjöldi háskólastúdenta tvöfaldast frá 1998 STARFSMENN á leikskólum bíða átekta með að draga uppsagnir sínar til baka þar til meira er í hendi varð- andi bót á kjörum þeirra. Heimild til að hækka laun leikskólakennara og lægstu laun starfsmanna sveitarfé- laganna var samþykkt á fundi launa- nefndar sveitarfélaga um helgina en enn eiga sveitarstjórnir eftir að sam- þykkja hvort heimildin verður nýtt. Ólíklegt er að starfsmenn dragi upp- sagnir sínar til baka fyrr en ákvörðun um þetta liggur fyrir. Ekki dregið uppsagnir til baka Samkvæmt upplýsingum frá Kópa- vogsbæ höfðu engir starfsmenn á leikskólum dregið uppsagnir sínar til baka í gær en þar eru það fyrst og fremst ófaglærðir sem sagt hafa upp störfum, um 45 talsins. Hjá mennta- sviði Reykjavíkurborgar fengust sömu upplýsingar en þar hafa um 50 leikskólakennarar sagt störfum sín- um lausum. Uppsagnirnar taka flest- ar gildi ýmist 1. apríl eða 1. maí nk. Ákvörðun launanefndarinnar verð- ur tekin fyrir á fundi borgarráðs nk. fimmtudag. Verði samþykkt að nýta heimildina til að hækka laun hópanna sem um ræðir verða væntanlega send út bréf til leikskólastjóra og annarra og þá gefst starfsmönnum kostur á að draga uppsagnir sínar til baka. Starfsfólk leikskóla bíður átekta VALGERÐUR H. Bjarnadóttir, sem lenti í öðru sæti í forvali Vinstri grænna um helgina vegna bæjar- stjórnarkosninganna á Akureyri í vor, hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista flokksins. Þetta tilkynnti hún á fundi í flokknum í gærkvöld. Hallur Gunnarsson, formaður kjörnefndar Vinstri grænna á Akur- eyri, sagði að nú þyrfti kjörnefndin að setjast niður og ræða við þá fram- bjóðendur sem skipuðu næstu sæti og sjá hvernig þetta myndi raðast. Þá þyrfti að taka tillit til reglna um kynjakvóta. Hallur sagði að Valgerð- ur hefði jafnframt tilkynnt að hún myndi að sjálfsögðu klára sinn tíma í bæjarstjórn og koma að stefnumót- un flokksins fyrir kosningarnar. Valgerður tekur ekki sæti á lista VG ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 30. tölublað (31.01.2006)
https://timarit.is/issue/284109

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

30. tölublað (31.01.2006)

Aðgerðir: