Morgunblaðið - 09.02.2006, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HÆSTIRÉTTUR mælir fyrir um að
taka beri mál allra sakborninga í
Baugsmálinu til aðalmeðferðar, en
samkvæmt dómi réttarins frá því í
gær er ekki hægt að kæra til Hæsta-
réttar þá ákvörðun héraðsdómara að
kljúfa Baugsmálið svokallaða niður.
Aðalmeðferð í þeim hluta málsins
er snýr að fyrrv. endurskoðendum
Baugs átti að hefjast í Héraðsdómi
Reykjavíkur í dag, en henni hefur
verið frestað. Í dag verður ákveðið
hvenær hún mun fara fram, segir
Sigurður Tómas Magnússon, settur
ríkissaksóknari í málinu.
Dómarar við Héraðsdóm Reykja-
víkur ákváðu að taka málið fyrir í
hlutum, og byrja í dag og á morgun á
aðalmeðferð í þeim hluta málsins
sem snýr að endurskoðendunum
tveimur sem ákærðir voru, en bíða
með aðalmeðferð í þeim hluta máls-
ins sem snýr að núverandi og fyrr-
verandi forsvarsmönnum Baugs.
Um er að ræða þá átta liði Baugs-
málsins, sem Hæstiréttur vísaði ekki
frá á sínum tíma.
Verjendur sakborninganna vildu
ekki una því að málið yrði skilið í
sundur, og kærðu úrskurð héraðs-
dóms þar að lútandi til Hæstaréttar,
og kröfðust þess að lagt yrði fyrir
héraðsdóm að taka allt málið að því
er varðar alla varnaraðila til efnis-
legrar meðferðar án frekari tafa.
Vegna kærunnar var ákveðið að
fresta aðalmeðferðinni sem fara átti
fram í dag og á morgun.
Í dómi Hæstaréttar segir að sam-
kvæmt fyrirliggjandi gögnum hafi
héraðsdómur tilkynnt aðilum máls-
ins hinn 16. janúar, að aðalmeðferð
málsins gæti farið fram 2. og 3. febr-
úar 2006. Settur ríkissaksóknari
muni hafa óskað eftir því að aðal-
meðferð yrði frestað og dómurinn þá
tilkynnt að hún færi fram 9. og 10.
sama mánaðar. Málið var síðan tekið
fyrir í þinghaldi 27. janúar og þar var
greint frá því að dómurinn teldi
koma til álita að skipta málinu þann-
ig að þáttur tveggja endurskoðenda
yrði skilinn frá og dæmdur sér.
Því var mótmælt af hálfu saksókn-
ara og allra verjenda, sem kröfðust
þess að málið allt, eins og það stæði,
yrði tekið til aðalmeðferðar 9. og 10.
febrúar. Var þá fært til bókar að
dómendur hefðu ákveðið að skilja
málið í sundur á framangreindan
hátt og yrði það tekið til aðalmeð-
ferðar 9. og 10. febrúar 2006 að því er
varðar endurskoðendurna. Ekki
kom fram hvenær þáttur fjögurra
núverandi og fyrrverandi forsvars-
manna Baugs Group yrði tekinn fyr-
ir.
Hæstiréttur segir, að samkvæmt
ákvæði laga um meðferð opinberra
mála sé ekki hægt að kæra til rétt-
arins úrskurð eða ákvörðun héraðs-
dómara um að sameina mál eða
kljúfa það í fleiri mál. Því geti ekki
komið til endurskoðunar ákvörðun
um að greina þátt endurskoðend-
anna frá málinu að öðru leyti.
Dómurinn segir hins vegar að með
því ákvæði hins kærða úrskurðar, að
hafna kröfu sakborninga um að fyr-
irhuguð aðalmeðferð málsins 9. og
10. febrúar tæki til þáttar þeirra
allra, hafi í raun verið tekin ákvörð-
un um að fresta meðferð málsins um
óákveðinn tíma gagnvart öðrum en
endurskoðendunum tveimur. Heim-
ilt sé að kæra slíkan úrskurð til
Hæstaréttar.
Hraða skal meðferð
opinbers máls
Þá segir Hæstiréttur, að í lögum
sé mælt svo fyrir að hraða skuli með-
ferð opinbers máls eftir föngum.
Ákæra í máli þessu hafi verið gefin
út 1. júlí 2005. Þær sakir samkvæmt
henni, sem ekki hafi verið vísað frá
héraðsdómi, séu skýrt afmarkaðar
og standi ekki í slíkum tengslum við
þau atriði málsins, sem ákæruvaldið
kunni að hafa nú til athugunar hvort
sæta eigi ákæru á nýjan leik, að efni
geti verið til að fresta meðferð þeirra
fyrir dómi frekar en orðið er. Sam-
kvæmt lokamálslið laga um meðferð
opinberra mála geti dómari tekið
ákvörðun um hvenær aðalmeðferð
máls verði háð þótt aðilar þess hafi
ekki enn lýst gagnaöflun lokið. Eins
og málið liggi fyrir verði ekki séð að
nokkuð standi því í vegi að slík
ákvörðun verði þegar tekin. Sé því
fallist á þá kröfu verjenda, að taka
beri málið til aðalmeðferðar að því er
varðar núverandi og fyrrverandi for-
svarsmenn Baugs Group.
Hæstiréttur segir ekki hægt að kæra ákvörðun um að kljúfa Baugsmálið niður
Taka ber mál allra sak-
borninga til aðalmeðferðar
Aðalmeðferð
sem hefjast átti
í dag frestað
Eftir Brján Jónasson og
Guðmund Sv. Hermannsson
Morgunblaðið/Kristinn
ÍSLENSKA ríkisstjórnin stendur
með dönsku þjóðinni í þeim vanda
sem hún stendur frammi fyrir í
kjölfar birtingar skopmyndateikn-
inganna af Múhameð spámanni sem
birtust fyrst í danska dagblaðinu
Jyllands-Posten. Þetta sagði Hall-
dór Ásgrímsson forsætisráðherra í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Sagðist hann þá um morguninn hafa
rætt við Anders Fogh Rasmussen,
forsætisráðherra Dana. „Þar lýsti
ég því yfir að við stöndum með
dönsku þjóðinni í þeim vanda sem
hún stendur frammi fyrir. Reyndar
er það ekki aðeins hennar vandi
heldur allra vestrænna þjóða og
samvinna þessara þjóða við Mú-
hameðstrúarlöndin.
Ég tjáði Fogh Rasmussen að við
Íslendingar værum að sjálfsögðu
tilbúnir að vinna
með öðrum til að
koma þar á betri
samskiptum og
auka skilning
milli þessara
menningarheima.
Hann tjáði mér
að t.d. væri það
ljóst að innan
Atlantshafs-
bandalagsins yrði
hjálpað til í þessu máli. Eins myndi
Javier Solana, sem fer með yfirum-
sjón utanríkismála Evrópusam-
bandsins, fara til Mið-Austurlanda
til að vinna í málinu. Ég sagði við
Fogh Rasmussen að vonandi gæti
það góða komið út úr þessu að
skilningur milli þessara aðila myndi
eflast og hægt yrði að koma í veg
fyrir að öfgaöfl nýttu sér þessa
stöðu sér til framdráttar og til þess
að eyðileggja fyrir í mikilvægum
samskiptum þessara þjóða.“
Aðspurður hvort það ylli sér
áhyggjum að íslenskur fjölmiðill
hafi valið að birta umræddar teikn-
ingar svaraði Halldór því játandi.
„Við þurfum að hafa áhyggjur af því
eins og aðrar þjóðir sem það hafa
gert. Nú er það ekki okkar í rík-
isstjórn að stýra því hvað íslenskir
fjölmiðlar gera, eins og allir vita.
En það liggur líka fyrir að fánar
norrænu þjóðanna eru mjög svip-
aðir og menn gera lítinn grein-
armun þar á. Það er nú þannig að
þegar eitthvað kemur upp á hjá
einni norrænni þjóð þá standa þær
ávallt mjög vel saman. Og það ger-
um við vissulega í þessu máli.“
Stöndum með dönsku þjóðinni
Halldór
Ásgrímsson
STEFÁN Jón Hafstein, frambjóð-
andi í prófkjöri Samfylkingarinnar
í Reykjavík um helgina, segir að
365 miðlar hafi beðist afsökunar á
að auglýsing stuðningsmanna Stef-
áns Jóns um símatíma hans í Út-
varpi Sögu hafi verið tekin úr birt-
ingu á útvarpsstöðvum 365 miðla.
Verður auglýsingin sett í birtingu
aftur, að sögn Stefáns Jóns.
Auglýsing frá
Stefáni Jóni birt
BJÖRN Bjarnason, dóms- og kirkju-
málaráðherra og formaður Evrópu-
nefndarinnar, spyr á vefsíðu sinni í
gær hvort líklegt sé að evran verði
gjaldmiðill Dana, Breta og Svía árið
2015 en Halldór Ásgrímsson gaf sér
þær forsendur er hann spáði því að
Ísland yrði innan ESB árið 2015.
Hann segir að Evrópunefndin sé
skipuð fulltrúum allra flokka til að
ræða þessi mál í góðri sátt og ætli að
skila skýrslu undir árslok. Honum
hefði þótt spennandi og fréttnæmt
ef á Viðskiptaþingi hefði verið hægt
að upplýsa hvernig Evrópusam-
bandið yrði árið 2015. Björn spyr
enn fremur hvort nokkur flokkur í
Bretlandi berjist fyrir upptöku evr-
unnar og spyr jafnframt um gagn-
rýni á evruna og kröfu evruland-
anna um að losna undan stjórn
seðlabanka Evrópu og umræður inn-
an ESB um að þar verði til sérstakur
klúbbur evrulanda. Björn segir
ástæðuna fyrir því að enginn stjórn-
málaflokkanna hefur tekið ESB-
aðild á stefnuskrá sína einfalda: eng-
ir hagsmunir knýja á um aðild. At-
vinnulífið svonefnda hefur ekki
áhuga á að ræða málið, af því að fyr-
irtækin eru almennt betur sett utan
ESB á grundvelli samningsins um
Evrópska efnahagssvæðið.
Engir hagsmunir
knýja á um
aðild að ESB
MARGT virðist sameiginlegt með
tilraunum þýsku byggingarvöru-
verslunarkeðjunnar Bauhaus og til-
raunum Irving-olíurisans til að
komast að á markaði hér á landi, en
Irving gafst upp sökum erfiðleika
við að fá lóðir, segir Jóhannes
Gunnarsson, formaður Neytenda-
samtakanna, í pistli á vef samtak-
anna.
Jóhannes segir það skipta neyt-
endur verulegu máli að samkeppni
á byggingarvörumarkaði aukist, og
alveg eins og fagna beri útrás ís-
lenskra fyrirtækja beri að fagna
áhuga erlendra fyrirtækja á því að
starfa hér á landi. „Það virðast hins
vegar oft vera fyrir hendi tregðu-
lögmál þegar erlend fyrirtæki vilja
koma hingað til lands. Við erum
þess minnug þegar Irving-feðgar
vildu hefja hér sölu á bensíni og ol-
íu, en þá gáfust þeir upp vegna örð-
ugleika við að fá lóðir undir starf-
semina,“ segir Jóhannes í
pistlinum.
„Þýska keðjan Bauhaus hefur að
undanförnu reynt að fá lóð á höf-
uðborgarsvæðinu fyrir stóra versl-
un sem fyrirtækið hyggst reisa.
Fyrst reyndi keðjan að fá lóð í
Garðabæ og Kópavogi en tókst
ekki. Nú hefur hún sótt um lóð á
nýju byggingarsvæði í Úlfarsfelli
og hefur skipulagsráð Reykjavík-
urborgar þá umsókn til meðferðar,“
segir Jóhannes.
Hann bendir á að í nýlegri
skýrslu norrænna samkeppniseftir-
lita kom fram að sveitarfélög gegni
mikilvægu hlutverki til að tryggja
virka samkeppni með stefnu sinni í
skipulags- og lóðamálum. „Það hvíl-
ir því mikil ábyrgð á höndum
Reykjavíkurborgar að tryggja sem
mesta samkeppni “
Tregðulögmál með
erlend fyrirtæki
SKIPULAGSRÁÐ Reykjavíkur
samþykkti á fundi sínum í gær-
morgun að undirbúin yrði forsögn
að breytingum á deiliskipulagi á
landi borgarinnar við Úlfarsfell –
þar sem þýska byggingavöruversl-
unarkeðjan Bauhaus sótti um 20
þúsund fermetra lóð í jan-
úarmánuði.
Núverandi deiliskipulag fyrir
svæðið gerir ekki ráð fyrir stórum
byggingavöruverslunum, en frekar
umferðartengdri verslun á borð við
bensínstöð og minni matsölustað,
og hefur skipulagsráð því greitt
götu verslunarkeðjunnar með
breytingatillögunum. Borgarráð á
hins vegar enn eftir að samþykkja
umsóknina.
Gert ráð
fyrir stærri
verslunar-
rekstri
LÍÐAN Dorritar Moussaieff for-
setafrúar er góð eftir aðsvifið sem
hún fékk á Bessastöðum fyrir viku,
að sögn Örnólfs Thorssonar for-
setaritara. Eru forsetahjónin nú í
stuttu fríi erlendis þar sem Dorrit
safnar kröftum en áður hafði hún
gengist undir rannsóknir á Land-
spítalanum.
Dorrit safnar
kröftum
RSS efnisveita nefnist tækni sem
gerir fólki kleift að gerast „áskrif-
andi“ að vefsíðu, þ.e. fá sjálfvirkt yf-
irlit yfir nýtt efni á viðkomandi vef-
síðu. Stuðningur við þessa þjónustu
hefur verið á mbl.is sl. fjögur ár, en
er nú gerður sýnilegri með sérstök-
um hnappi efst til vinstri á forsíðu
mbl.is. Einnig hefur þeim síðum á
mbl.is verið fjölgað sem bjóða upp á
slíka efnisveitu og því hægt að fá
RSS straum af innlendum fréttum,
erlendum fréttum, viðskiptafréttum,
fréttum af frægu fólki, tölvum og
tækni, íþróttafréttum, formúlufrétt-
um og fréttum af enska.is og að auki
af atvinnuauglýsinga- og smáauglýs-
ingasíðum, fasteignavef og bílavef.
Þjónustan er ókeypis og öllum að-
gengileg.
RSS-fréttaþjón-
usta á mbl.is
LÖGREGLAN á Ísafirði handtók í
gær rúmlega tvítugan mann í Álfta-
firði, en hann er grunaður um að
hafa svikið út vörur á Ísafirði. Við
leit í bifreið mannsins fann lög-
reglan smáræði af kannabisefnum
sem lagt var hald á.
Sveik út vörur
á Ísafirði