Morgunblaðið - 09.02.2006, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.02.2006, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GUNNAR H. GUNNARSSON 4.sæti Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík Veljum verkfræðing Kjósum Gunnar H. HAGSTOFAN segir að árið 2005 hafi einkennst af um- fangsmiklum búferlaflutningum milli landa. Aðfluttir umfram brottflutta í millilandaflutningum voru 3.860 þetta ár. Ári áður nam þessi tala 530 íbúum. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Í öllum landshlutum voru aðfluttir fleiri en brottfluttir í millilandaflutningum. Segir Hagstofan að þar muni mestu um flutninga til Austurlands en þar var flutnings- jöfnuður, eða aðfluttir umfram brottflutta, í millilands- flutningum rúmlega 115 á hverja 1.000 íbúa. Það veki hins vegar athygli að ef einungis sé tekið mið af innanlandsflutningum til Austurlands hafi brottfluttir Austfirðingar verið fleiri en aðfluttir. Þá veki athygli að á höfuðborgarsvæðinu í heild voru brottfluttir í innan- landsflutningum heldur fleiri en aðfluttir. Mestur til- flutningur innanlands var til landsvæða næst höfuðborg- arsvæðinu, einkum á Suðurnesjum. Árið 2005 voru skráðar 68.335 breytingar á lögheimili í þjóðskrá. Í 56.649 tilvika var um að ræða búferlaflutn- inga innanlands, 7.773 fluttu til landsins og 3.913 frá því. Nær tvennir af hverjum þrennum flutningum innanlands urðu vegna flutninga innan sveitarfélags (35.758). Í hlut- falli við fólksfjölda hafa flutningar innan sveitarfélags aukist jafnt og þétt á undanförnum áratugum; þeir voru 92,9 á 1.000 íbúa á árabilinu 1986–1990 en 120,9 árið 2005. Á árinu 2005 fluttu 37,7 á hverja 1.000 íbúa búferlum milli sveitarfélaga innan sama landsvæðis, en 32,9 á hverja 1.000 fluttust milli landsvæða. Nærri 4.000 fleiri fluttu til landsins í fyrra en frá því Morgunblaðið/Golli VIÐ úthlutun styrkja til vísinda- rannsókna í Þjóðmenningarhúsinu í gær voru fengnir fjórir verkefn- isstjórar til að kynna rannsóknir sínar. Verkefnin eru í mismunandi flokkum og hófst kynningin á dr. Þóru Árnadóttur, jarðeðlisfræðingi við Norræna eldfjallasetrið, sem vinna mun að verkefninu „Sam- felldar GPS-mælingar með háhraða söfnun á Íslandi,“ en verkefnið var eitt þriggja sem hlaut öndveg- isstyrk í ár – fékk 7,5 milljónir næstu þrjú ár. Með Þóru standa að verkefninu Halldór Geirsson frá Veðurstofu Íslands, Shinichi Miya- zaki frá Tokyo-háskóla, Sigurjón Jónsson jarðeðlisfræðingur, Rich- ard Bennett og Sigrún Hreinsdóttir frá Arizona-háskóla og Peter C. La- Femina frá Miami-háskóla. Eitt af markmiðum verkefnisins er að brúa bil milli hefðbundinna jarðskjálftamælinga og landmæl- inga. Verður það gert með því að hefja GPS-mælingar með hærri söfnunartíðni en áður hefur tíðkast. Settar verða upp 24 nýjar stöðvar, sem mæla merki frá GPS- gervitunglum á einnar sekúndu fresti, á völdum svæðum á Íslandi. Þóra segir að slíkar mælingar hafi verið notaðar til að rannsaka upptök jarðskjálfta í Bandaríkj- unum og Japan, en meðal nýjunga í þessu verkefni er að staðsetja stöðvarnar við virk eldfjöll. Gríms- vötn, Hekla og Katla hafa t.d. sýnt aukna virkni á undanförnum ára- tugum og eru talin líkleg til að gjósa á næstu árum. Auk þess verða settar upp stöðv- ar á Suðurlandsbrotabeltinu, miðhálendinu og Norðurlandi. „Það gerir okkur kleift að kanna bæði hraðar og hægfara landhreyfingar tengdar eldvirkni, jarðskjálftum og landreki,“ segir Þóra en Ísland er talið kjörsvæði fyrir slíkar mæl- ingar vegna mikillar eldvirkni og tíðra jarðskjálfta. Haglíkanasmíð á sviði alþjóðahagfræði Framrás fjárfestingar og umfang útflutnings, þyngdarafl og þekking nefnist verkefni Helgu Kristjáns- dóttur, doktors í hagfræði frá Við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Helga fékk rannsókn- arstöðustyrk upp á 3,6 milljónir til næstu þriggja ára til að vinna að greiningu fræðikenninga og hag- líkanasmíð á sviði alþjóðahagfræði. Meginviðfangsefni Helgu snúa að greiningu milliríkjaviðskipta og beinnar erlendrar fjárfestingar en um er að ræða fjórar sjálfstæðar rannsóknir sem miða að því að tengjast fyrri rannsóknum sem Helga vann í tengslum við dokt- orsritgerð sína, en í henni er m.a. leitast við að skýra hvað knýr út- flutning og beina erlenda fjárfest- ingu í smáu, opnu hagkerfi á borð við Ísland. Jafnframt er miðað að því að ávinningur af rannsóknunum nýtist öðrum íslenskum fræðimönn- um á sviðinu, t.d. við Háskóla Ís- lands. Þá standa vonir til þess að birtingar greina fáist í erlendum og íslenskum fagtímaritum og nið- urstöður nýtist ráðuneytum og fag- samtökum. Rannsóknir í máltækni Einnig voru kynnt tvö verkefni sem hlutu verkefnisstyrk. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor við Há- skóla Íslands, fékk t.a.m 3,8 millj- ónir til að rannsaka og þróa aðferð við hlutaþáttun á íslenskum texta en með Eiríki standa að baki verk- efninu Hrafn Loftsson, tölv- unarfræðingur við Háskóla Reykja- víkur, og Sigrún Helgadóttir, tölfræðingur frá Orðabók háskól- ans. Markmiðið er að til verði skil- virkur og árangursríkur þáttari sem hægt verður að nota við ýmis verkefni á sviði máltækni og rann- sókna á íslensku máli. Í kynningu á verkefninu segir m.a. að tilgangurinn sé jafnframt sá að til verði þáttunarskema, leið- beiningar um hvaða atriði skuli greina í hverri setningu og hvernig greiningin skuli fara fram. Þátt- arinn mun þá verða gerður að- gengilegur þeim er vinna að rann- sóknum og þróun á sviði máltækni og málvísinda í þeim tilgangi að stuðla að frekari þróun á sviðinu. Rósa Björk Barkardóttir yf- irnáttúrufræðingur kynnti að lok- um verkefni um tengslagreiningu í völdum fjölskyldum með háa tíðni brjóstakrabbameins, en hún fékk fjórar milljónir úr sjóðnum. Með- umsækjendur Rósu voru þeir Að- algeir Arason, Bjarni Agnarsson og Óskar Þór Jóhannsson. Markmiðið er að finna staðsetningu á nýju brjóstakrabbameinsgeni og svör við því hvort undirflokkun á grund- velli RNA tjáningamynsturs æxla geti nýst til staðsetningar nýrra krabbameinsgena. Framkvæmd verður erfðamengissetraðagrein- ing og tengslagreining á milli setr- aða og brjóstakrabbameins. Frá alþjóðahag- fræði til samfelldra GPS-mælinga ÚTHLUTAÐ var styrkjum úr Rannsóknarsjóði til vísindarann- sókna við athöfn í Þjóðmenning- arhúsi í gærdag. Er það í þriðja skipti sem veitt er úr sjóðnum og nam heildarupphæðin um 570 millj- ónum króna. Alls bárust 268 um- sóknir um nýja styrki fyrir árið 2006 og var úthlutað um 200 m.kr. til þeirra. Ekki var unnt að styrkja nema 73 verkefni í ár, eða um 27% þeirra sem sóttu um, og var lægsti styrkur til þeirra 500 þús.kr. en sá hæsti 8,0 m.kr. Fjármagn til nýrra verkefna skiptist niður á þrjá öndvegisstyrki, fimm rannsóknarstöðustyrki og 65 verkefnisstyrki. Öndvegisstyrkir eru hæstu styrkir til rannsókna sem veittir eru hér á landi og var úthlutað til þeirra að heildar- upphæð 21,5 m.kr. í ár. Rannsókn- arstöðustyrkir eru veittir til ungra vísindamanna að nýloknu dokt- orsprófi, nema 3,6 m.kr á ári í þrjú ár og voru í heild 18 m.kr í ár. Væntingar til efnilegra vísinda- manna með stuttan rannsóknarferil ráða för þegar rannsóknarstöð- ustyrkþegar eru valdir. Verkefn- isstyrkþegar fá þá á bilinu eina til fimm milljónir á ári í þrjú ár og runnu 158,3 m.kr. til 65 verkefn- isstyrkja árið 2006. Hafliði Pétur Gíslason, formaður stjórnar Rannsóknarsjóðs, sagði við tilefnið að vegna þröngs fjár- hags, en sjóðurinn hefur 560 m.kr á fjárlögum árið 2006, séu með- alstyrkir heldur lægri í ár en í fyrra en það hafi verið ákveðið með hlið- sjón af háum gæðum verkefna sem þó þurfti að hafna. Var þá ferða- kostnaður einkum skorinn niður og í sumum tilvikum var óumbeðnum fjölda mannmánaða fækkað. Verkefnin skili mælanlegum árangri Hlutverk Rannsóknarsjóðsins er að styrkja vísindarannsóknir á Ís- landi samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs og var sjóðurinn settur á laggirnar við stofnun ráðsins árið 2003. Stjórn sjóðsins er skipuð af mennta- málaráðherra samkvæmt tilnefn- ingu vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs. Fagráð Rannsókn- arsjóðs eru fjögur, verkfræði, tæknivísindi og raunvísindi; nátt- úruvísindi og umhverfisvísindi; heilbrigðisvísindi og lífvísindi og að lokum félagsvísindi og hugvísindi. Hvert fagráð er skipað sjö sérfræð- ingum, jafnt í grunnrannsóknum og hagnýtum rannsóknum. Nýjar umsóknir um styrki úr sjóðnum eru sendar til tveggja sér- fræðinga á viðkomandi sviði sem gefa skriflega umsögn. Umsagn- irnar eru svo metnar samkvæmt kröfum á viðkomandi fræðasviði og stjórn Rannsóknarsjóðs úthlutar í samræmi við forgangsröðun fag- ráðanna. Hafliði Pétur segir þau atriði sem vega hvað þyngst þegar umsóknir eru metnar vera m.a. vísindalegt gildi verkefnisins á alþjóðlegan mælikvarða, færni umsækjenda til framkvæmdar verkefnisins, að- staða til vinnslunnar og líkurnar á því að verkefnið skili mælanlegum árangri og ávinningi með frjálsum birtingum, einkaleyfum eða hug- verkaréttum. Rannsóknarsjóður úthlutar um 570 milljónum króna í margs konar styrki til vísindarannsókna Morgunblaðið/Kristinn Fjórir verkefnisstjórar sem fengu styrk úr Rannsóknarsjóði kynntu verkefni sín á blaðamannafundi í gær. Frá vinstri Rósa Björk Barkardóttir, Eiríkur Rögnvaldsson, Helga Kristjánsdóttir og Þóra Árnadóttir. Um 200 milljónir króna renna til nýrra verkefna Eftir Andra Karl andri@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.