Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT NOKKRIR áhrifamiklir múslímaklerkar í Afganistan komu fram í þarlendum fjölmiðlum í gær til að koma þeim skilaboðum til landa sinna að mál væri að mótmælum vegna birt- inga evrópskra fjölmiðla á skopmyndum af Múhameð spámanni linnti. Skopmyndunum var í gær mótmælt víða í Afganistan þriðja daginn í röð og týndu fjórir lífi í óeirðum sem brutust út í bænum Qalat í suðurhluta lands- ins. „Íslam heimilar mönnum að mótmæla en ekki að beita ofbeldi. Því verður að linna,“ sagði múslímaklerkurinn Mohammed Usman í samtali við Associated Press. „Við fordæmum skopmyndirnar en það réttlætir ekki ofbeldi. Þessir óeirðaseggir koma slæmu orði á íslam.“ Fleiri klerkar í æðsta klerkaráði Afganist- ans tóku í sama streng í viðtölum við afgansk- ar útvarps- og sjónvarpsstöðvar í gær. Haft var eftir Ghulam Nabi Malakhail, lög- reglustjóra í Qalat í suðurhluta Afganistans, að auk þeirra fjögurra sem biðu bana í óeirð- um í gær hefðu ellefu mótmælendur særst og átta afganskir lögreglumenn og einn hermað- ur orðið fyrir meiðslum þegar grjóti var kastað í þá. Sagði hann að lögreglan hefði upphaflega skotið af byssum sínum upp í loftið en síðan hefðu lögreglumenn átt þann kost einan að skjóta á mótmælendurna, sem gert höfðu til- raun til að ráðast á bandaríska herstöð í bæn- um. Einn mótmælenda, Sher Mohammed, var spurður hvers vegna þeir réðust gegn banda- rískri herstöð í ljósi þess að það væru fyrst og fremst evrópsk blöð sem hefðu birt myndirnar af Múhameð. Sagði hann skýringuna þá að Bandaríkin væru „leiðtogi Evrópu og helsti trúníðingur veraldarinnar“. „Þetta eru allt óvinir íslams. Þeir hafa hernumið land okkar og þá verður að hrekja á brott,“ sagði hann við AP. Mótmæli fóru fram víðar vegna skopmynd- anna af spámanninum og þurfti hópur evr- ópskra eftirlitsmanna að flýja borgina Hebron á Vesturbakkanum eftir að reiðir Palestínu- menn réðust gegn skrifstofum þeirra. Franskt blað birtir myndirnar Franskt dagblað, Charlie-Hebdo, endurbirti í gær myndirnar sem birtust í Jyllands-Posten í september í gær og hafði jafnframt látið teikna nýjar skopmyndir af Múhameð. Blað þetta sérhæfir sig í háðsádeilu og sagði í fyrir- sögn á forsíðu að bókstafstrúarmenn hefðu gengið fram af Múhameð, sýndi mynd á forsíð- unni af Múhameð með höfuðið í höndunum og sagði í myndartexta: „Það er erfitt hlutskipti að vera elskaður af hálfvitum.“ Hafði dómstóll í Frakklandi í fyrradag vísað frá máli fimm samtaka múslíma sem vildu að Charlie-Hebdo yrði meinað að birta myndirn- ar af Múhameð. Fylgir hins vegar sögunni að gert sé grín að fleiri trúarbrögðum en íslam í blaðinu. Myndbirting blaðsins vakti engu að síður strax viðbrögð því að Jacques Chirac Frakk- landsforseti sagðist fordæma „allar augljósar tilraunir til að storka fólki“ á tímum þegar mönnum væri heitt í hamsi. Ný könnun í Noregi leiðir í ljós að atburðir liðinna daga hafa valdið því að margir Norð- menn hafa skipt um skoðun varðandi íslam sem trúarbrögð. Sögðust 47,8% nú hafa efa- semdir um íslam en ríflega 1.000 manns tóku þátt í könnuninni. Skoðun 36,7% hafði ekki breyst, 6,5% sögðust hins vegar hafa minni efasemdir um íslam en áður. Klerkar vilja stöðva mótmæli Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Fjórir týndu lífi í óeirðum í suðurhluta Afganistans vegna skopmyndanna af Múhameð Bagdad. AFP. | Gífurlegur öryggis- viðbúnaður var í borgunum Bagd- ad og Karbala í Írak í gær í því skyni að fyrirbyggja hryðjuverk gegn þúsundum sjía-múslíma sem safnast hafa saman í Karbala í til- efni Ashura-trúarhátíðarinnar. Um 170 manns týndu lífi í hryðjuverk- um í Bagdad og Karbala í tengslum við Ashura í fyrra og árið áður höfðu á fimmta tug manna beðið bana. Íraskar öryggissveitir nánast lokuðu Bagdad og Karbala í gær, bílaumferð var víða bönnuð í höfuð- borginni og aukavarðstöðvum hafði verið komið upp víða í Bagdad. Um átta þúsund liðsmenn öryggissveit- anna voru komnir til Karbala til að tryggja öryggi pílagríma þar. Þá tilkynnti lögreglan að brúm yfir fljótið Tígris í Bagdad, sem snúa í suðurátt, hefði verið lokað en til að aka suður til Karbala frá höfuðborginni þarf að fara yfir þessar brýr. Öfgasinnaðir súnní-múslímar hafa sem fyrr segir ítrekað staðið fyrir hryðjuverkum í tengslum við Ashura-hátíð sjía-múslíma en há- tíðin var bönnuð í valdatíð súnn- ítans Saddams Husseins. Með Ashura minnast sjítar falls Husseins bin Ali, barnabarns Mú- hameðs spámanns, í mikilli orrustu við Karbala árið 680 við eftir Krist. Reuters Íraskir drengir húðstrýkja sjálfa sig með táknrænum hætti í Bagdad í gær en þannig minnast sjía-múslímar hinna kvalafullu, hinstu daga Husseins bin Ali, helgasta manns sjíta að Múhameð spámanni undanskildum. Mikill viðbúnaður í Bagdad og Karbala NORSKIR hermenn, sem slasast eða særast alvarlega í Meymana- búðunum í Afganistan, eiga sér litla lífsvon. Kemur þetta fram í skýrslu, sem norska Dagbladet hefur undir höndum, en eins og kunnugt er, var ráðist á norska herliðið í Meymana í fyrradag með kúlnahríð og hand- sprengjukasti. Höfundur skýrslunnar, Jan Erik Finseth flotaforingi, segir, að að- gangur hermannanna að læknis- þjónustu sé algerlega óviðunandi og bendir á, að særist hermaður alvar- lega, sé að minnsta kosti fjögurra klukkutíma ferð til næsta skurð- læknis. Það sé þó komið undir veðri og því, að þyrla fáist frá Úsbekistan.  Í Meymana-búðunum er enginn skurðlæknir en tveir læknar, sem geta hlúð að alvarlega særðum manni í skamman tíma. Vegna ákvæða um frí er þó oftast aðeins einn læknir á hverjum tíma.  Engir ökufærir vegir eru á þess- um slóðum og vegna þess nota norsku hermennirnir brynvagn til sjúkraflutninga. Næsta sjúkrahús með skurðlækni er í borginni Mazar-i-Sharif og þang- að er 10 til 20 stunda ökuferð með brynvagni.  Komi upp neyðarástand geta Norðmennirnir kvatt til þýskar þyrlur frá Termez í Úsbekistan en þær geta aðeins flogið sé veðr- ið bærilegt. Við þær aðstæður tekur það fjórar klukkustundir að fljúga frá Termez til Meymana og þaðan til Mazar-i-Sharif. Þar fyrir utan er þyrlunum helst ekki flogið í miklu myrkri. Niðurstað- an er sú, að það er nær ómögu- legt að koma alvarlega særðum hermanni í Meymana til hjálpar og um það hefur yfirstjórn norska hersins verið fullkunnugt frá því Norðmenn tóku við stjórn búðanna í september í fyrra. Stór hópur vopnaðra manna Það í dagrenningu í fyrradag, að norska herráðið í Ósló fékk fyrstu fréttina um, að 200 til 300 ævareiðir Afganar stefndu á Meymana-búð- irnar en þar voru þá 32 norskir her- menn og 20 frá Finnlandi, Lettlandi og Íslandi. Voru margir mótmælend- anna með skotvopn og handsprengj- ur. Nokkru síðar fékk Sverre Die- sen, yfirmaður herráðsins, fréttir um, að mótmælendurnir væru komn- ir inn fyrir ystu varnarlínuna og inn á svæðið. „Við fylgdumst stöðugt með ástandinu og í margar klukkustundir var það mjög alvarlegt. Þarna var um að ræða stóran hóp vopnaðra manna, sem réðust á búðirnar,“ sagði Espen Barth-Eide, ráðu- neytisstjóri í varnarmálaráðuneyt- inu. Dagbladet segir, að Diesen, yfir- maður herráðsins, hafi vitað það all- an tímann, að særðist norskur her- maður alvarlega, yrði ekki hægt að bjarga honum. Yfirmenn í Meymana-búðunum höfðu samband við ISAF, öryggis- sveitir NATO í Kabúl, og klukku- stund síðar komu tvær hollenskar F16-orrustuþotur á vettvang. Skutu þær viðvörunarskotum og við það hurfu margir mótmælenda á brott. Skorað á varnarmálaráðherra Sérstakt viðbragðslið ISAF, 120 breskir hermenn, kom með þyrlum frá Termez um hádegisbil og slógu þá hring um búðirnar og flugvöllinn. Fjórir Afganar létu lífið í þessum átökum og 30 slösuðust. Sex norskir hermenn særðust lítillega, tvo þeirra varð að flytja til Mazar-i-Sharif. Varnarmálanefnd norska Stór- þingsins hefur brugðist við upplýs- ingum Dagbladet um læknisleysið í Meymana með því að krefjast þess, að varnarmálaráðherrann, Anne- Grete Strøm-Erichsen, láti málið til sín taka. Segir nefndin, að kostnaður við að hafa þjónustuna í lagi sé smá- munir miðað við það, sem gæti gerst. Óviðunandi læknisþjónusta í herbúðunum Norski herinn segir, að særist hermað- ur í Meymana-búðunum í Afganistan alvarlega, eigi hann sér litla lífsvon Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is Reuters Æstur múgur Afgana við aðalhlið bækistöðvar friðargæsluliðanna í Meymana á þriðjudag, myndin var tekin af sjónvarpsskjá. NORSKA blaðakonan Line Fransson skýrði frá því í pistli sínum í vefútgáfu norska dag- blaðsins Dagbladet í gær, að trú- legast hefði það bjargað lífi sínu að þykjast vera Íslendingur. Fransson er stödd í Teheran og skrifar pistla þaðan í Dagbladet. Hún var viðstödd róstusöm mót- mæli fyrir utan danska sendiráðið í fyrradag þegar atvikið átti sér stað. Lögreglan og óeinkennis- klæddir öryggisverðir sögðu Fransson í þrígang að það væri ekki óhætt fyrir vestræna konu að láta sjá sig á svæðinu. Slæðu- klæddar konur spurðu hana hvað- an hún væri og lét hún túlkinn sinn segja að hún væri frá Ís- landi. „Gott, því ef þú værir frá Danmörku hefðum við drepið þig,“ var svarið sem hún fékk. Þá komu karlmenn úr hópnum til hennar, þeir brostu ekki eins og konurnar höfðu gert og sumir þeirra voru með klút fyrir andlit- inu. Spurningin um uppruna var endurtekin og hún heyrði Ísland nefnt í tali þeirra. Þeir sögðu að eftir það sem Danir gerðu ættu þeir ekki erindi á íranskri grundu og því væri rétt að brenna sendiráð þeirra. Bjargaði sér með því að segjast vera Íslendingur  Meira á mbl.is/itarefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.