Morgunblaðið - 09.02.2006, Side 27

Morgunblaðið - 09.02.2006, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 27 DAGLEGT LÍF Í FEBRÚAR Glænýr Saab Bílar á milliverði eru fljótir að verða dýrir þegar aukabúnaðinum er bætt við. SAAB 9-5 er vel búinn lúxusbíll á milliflokksverði. Öruggur, glæsilegur og á allra færi að eignast. Það hefur aldrei verið ódýrara að skipta yfir í lúxus. Svona lúxus á ekki að kosta * Taktu skrefið í lúxus. 3.160.000* LANDLÆG sníkjudýr, sem leggj- ast á menn og geta skaðað heils- una eru sem betur fer sjaldgæf hér á landi eftir að sullaveikinni var útrýmt og mannaspóluorm- urinn hætti að sjást en með auk- inni neyslu á hráu eða lítt soðnu sjávarfangi hafa fundist hring- ormar í mönnum í nokkrum til- fellum. Eru þeir skaðlegir heilsu manna eða eru þeir fullir af vítamínum eins og stundum hefur verið hald- ið fram? Og svo er það njálgur, sem veldur kláða og óþægindum. Hversu algengur er hann og hvernig berst hann milli manna? Í bókinni „Þú ert það sem þú borðar,“ ráðleggur dr. Gillian þeim sem telja sig vera sýkta af ormum að fara í ormahreinsun en Karl Skírnisson, dýrafræðingur á Tilraunastöðinni á Keldum, telur réttara að leita frekar til lækna ef grunur leikur á ormasmiti. Hringormar í flestum tegundum „Það eru hringormar í vel flest- um fisktegundum í sjó en þeir finnast ekki í ferskvatnsfiskum eins og laxi eða silungi,“ segir Karl. „Þessir gaurar geta verið eins og stórar saumnálar að stærð og ef þeir bora sig út úr melting- arvegi þá geta þeir valdið miklum skaða.“ Kynþroska ormar koma úr maga tannhvala og sela. Þar verpa þeir eggjum sem berast út í hafið með saur. „Eggin eru étin af krabbadýr- um, sem fiskar éta og þaðan fáum við hringormana sem við sjáum í fiski,“ segir hann. „Í fiskholdinu eru þeir orðnir að smithæfum þriðja stigs lirfum. Og þegar eða ef þeir lenda í mannsmaga með fiskinum þá átta þeir sig fljótlega á að þeir eru ekki í sínum rétta lokahýsli. Þeir fara á flakk og bora sig út úr meltingarveginum. Stundum ná þeir þó að taka sér bólfestu í slímhimnu magans. Al- gengasta hringormategundin sem staðfest hefur verið hér er sem betur fer tegund sem leitar oftast upp í háls eða niður en ekki þvert út úr meltingarveginum.“ Njálgur algengastur Njálgur er algengari en ýmsir mundu ætla. Lífsferill njálgsins er beinn. Lirfa skríður úr hverju eggi sem berst niður í melting- arveginn og það eru ekki bara börn sem fá njálg, eins og sumir halda, fullorðnir fá hann einnig. Í rannsókn á tíðni njálgs, sem gerð var á vegum tilraunastöðvar Háskóla Íslands á Keldum á með- al leikskóla- og grunnskólabarna fyrir nokkrum árum kom í ljós að sýkingartíðnin var um 15–20% í neðstu bekkjum grunnskólanna. Þannig að fimmti til sjöundi hver einstaklingur í 30 manna hóp gat verið sýktur. „Fæstir vissu um sýkinguna þannig að fæstir verða varir við njálg en þegar að er gáð þá er hann þarna,“ segir Karl. „Þetta er vel þróað sníkjulífi og njálgur veldur hýslinum litlum skaða að öllu jöfnu.“ Hringormar Sýkingar í mönnum af völdum hringorma eru þrennskonar.  Tiltölulega meinlaus sýking í meltingarvegi. Lirfa nær ekki að bora sig inn í slímhimnuna og festa sig þar heldur flakkar um meltingarveginn. Oft berast þær rétta boðleið út úr líkamanum en stundum skríða þær upp í kok. Vitað er um tilvik þar sem slíkt gerðist 50 mín. eftir smit. Lengsti tíminn var tvær vikur.  Önnur leið sýkingar er þegar hringormalirfa tekur sér bólfestu í vegg magans. Sýkingunni fylgir magabólga og einkenni sem minna á magasár. Margir þjást af ógleði, uppköstum, stöðugri hung- urtilfinningu og kviðverkjum. Yf- irleitt koma einkennin fram inna 12 stunda frá smiti.  Þriðja leið er smit í kvið- arholi, sem er alvarlegast. Þá hafa lirfur annaðhvort búið um sig í þarmavegg eða farið í gegnum þarmana yfir í kviðarhol eða líf- færi, t.d. lifur, gallblöðru eða eitla. Uppsjávarfiskar og botnfiskar  Hringormar sem valda hættulegri sýkingu í kviðarholi eru algengastir í uppsjávarfiskum eins og loðnu, síld eða makríl.  Hringormar sem skríða upp í kok eru algengir í botnfiskum.  Þorskur er ránfiskur sem lif- ir bæði á botn- og uppsjáv- arfiskum og safnar að sér öllum tegundum hringorma.  Steinbítur er einnig botn- fiskur og lifir á hryggleysingjum en stundum komast þeir í upp- sjávarfisk eins og loðnu.  Ýsa lifir fyrst og fremst á skeldýrum sem ekki eru millihýsl- ar hringorms og er oftast laus við hringorma.  HEILSA | 15–20% grunnskólabarna eru með njálg Hringormar í meltingar- vegi geta valdið skaða VALGAR‹SSON KJARTAN 3sæti Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík Gjaldfrjáls leikskóli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.