Morgunblaðið - 09.02.2006, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 09.02.2006, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. H alldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra spáir því að Íslend- ingar verði orðnir aðilar að Evrópusambandinu árið 2015. Segist hann telja að það sem verði einkum ráðandi í umræðu um það á næstunni sé framtíð og stærð evr- ópskra myntbandalagsins og þar hefðu ákvarðanir grannþjóða okkar, Dana, Svía og Breta, mikil áhrif. Þetta kom fram í ræðu forsætisráðherra á Viðskiptaþingi 2006 – Ísland 2015 sem fram fór á Hótel Nordica í gær. Þar sagði Halldór ekki hægt að líta fram til ársins 2015 án þess að velta fyrir sér hver væri besta leiðin til að tryggja stöðu Íslands í áframhaldandi alþjóðavæðingu. Benti hann á að í skýrslu Viðskiptaráðs væri mikil áhersla lögð á alþjóðavæðinguna og þá möguleika sem hún skapaði, en að þar væri ekki að finna neitt um það hvort samning- urinn um Evrópska efnahagssvæðið væri nægilegur grundvöllur í þeirri sýn sem þar kemur fram. „Stóra spurningin er hvort við verðum þá með sjálfstæða íslenska krónu eða hvort við verðum orðnir fullgildir aðilar að Evrópu- sambandinu. Við verðum að viðurkenna að sveiflur í gengi íslensku krónunnar eru vandamál og spurningar eru uppi um mögu- leika lítilla gjaldmiðla á frjálsum fjármála- markaði.“ Að mati Halldórs eru engar pólitískar forsendur fyrir ákvörðun nú af hálfu Íslend- inga, til þess væri umræðan ekki nægilega þroskuð. Sagði hann forsenda þess að málið þroskaðist betur væri að atvinnulífið léti það til sín taka með mun virkari hætti. „Ég hef alltaf undrast litla umræðu atvinnulífs- ins um Evrópumálin. Launþegahreyfingin hefur einhverra hluta vegna staðið fyrir meiri umræðu,“ sagði Halldór og tók fram að augljóst væri að málinu yrði ekki frestað lengur, hvorki í atvinnulífinu né á vettvangi stjórnmálanna. Sér Ísland fyrir sér sem alþjóðlega fjármálamiðstöð 2015 Fram kom í erindi Halldórs að hann er þeirrar skoðunar að sérhæfð þjónusta við hagsumhverf gildir um st grundvallará og fyrr. Fyr mála um hv ættu að geg skipti yfirhöf sjóður væri r Þetta viðhorf það sé leitun ekki telja að lykilhlutverk Halldór sa hefði tekist a og atvinnulífi var áður hnep irtækjum í skref í átt t breytileika í í in 14 ár hafa hefur skilað króna á verð bundið í reks að til greiðs samfélagsleg Halldór sa íslensk alþjóðafyrirtæki og fjármálaþjón- usta við alþjóðleg fyrirtæki, sem kynnu að vilja hafa aðsetur hérlendis, gæti orðið með- al helstu vaxtarbrodda í atvinnulífsins í framtíðinni verði rétt á málum haldið. „Að mínu viti þurfa stjórnvöld og atvinnulíf að sameinast um það metnaðarfulla verkefni að koma fjármálaþjónustu hér á landi á svipað þróunarstig og best gerist annars staðar, í löndum eins og Bretlandi, Hol- landi, Írlandi, Lúxemborg og Sviss,“ sagði Halldór og tók fram að til þess að framtíð- arsýn hans um Ísland sem alþjóðlega fjár- málamiðstöð árið 2015 stæðist þyrfti að huga að nokkrum atriðum. Þannig þyrfti að fara í skattalegar aðgerðir til að laða að er- lenda fjárfesta, bæta tengingar og fjarskipti við útlönd auk þess sem viðhorf stjórnmála- manna og embættismanna þyrftu að breyt- ast og ráðuneyti og undirstofnanir þeirra þyrftu að fá skýrari fyrirmæli um að at- vinnulífið ætti að fá góðan og hraða þjón- ustu, á sama tíma og skilvirkt eftirlit með því yrði bætt. Halldór sagði einnig tímabært að endur- skoða fyrri ákvarðanir sem takmörkuðu fjárfestingu erlendra aðila í tilteknum at- vinnugreinum á borð við sjávarútveginn. Sagði hann þær góðu og gildu ástæður sem verið hefðu fyrir slíkum takmörkunum ekki lengur eiga við og sagðist þeirrar skoðunar að takmarkanirnar gætu dregið úr mögu- leikum þjóðarinnar til þess að laða erlent fjármagn inn í íslenskt efnahagslíf. Þurfum að tryggja áframhaldandi stöðugleika Í erindi sínu gerði Halldór skýrslu Við- skiptaráðs Íslands að umtalsefni og sagðist fagna þessu framlagi ráðsins til uppbyggi- legrar umræðu og skoðanaskipta um fram- tíð landsins. En þótt hann væri sammála megináherslunum sem fram kæmu í skýrsl- unni yrði hann að vera ósammála því að tíu ár væri langur tími í stefnumörkun. „Það kann að hafa átt við um Ísland fyrir 15 til 20 árum þegar hér var mikill óstöðugleiki í efnahagsmálum,“ sagði Halldór og sagði það sem betur fer ekki eiga við lengur. „Nú er þetta sem betur fer allt breytt. Efna- Halldór Ásgrímsson forsætisráðherr Íslendingar orðn Evrópusamban Að mati Halldórs Ásgríms- sonar forsætisráðherra þurfa stjórnvöld og atvinnulíf að sameinast um að koma fjár- málaþjónustu hérlendis á svipað stig og best gerist ann- ars staðar. Einnig sagði hann tímabært að endurskoða fyrri ákvarðanir sem tak- marki fjárfestingu erlendra aðila í tilteknum atvinnu- greinum á borð við sjávar- útveginn. Silja Björk Huldu- dóttir hlýddi á ræðuna. Uppselt var á Viðskiptaþing 2006 – Ísland 2015 sem Viðsk nýráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og Þór Sigfúss Í erindi sínu forsætisráðh Íslands að um þessu framla ar umræðu o landsins. ÞRÁTT fyrir bætt viðskiptalíf og aukna tækni hefur reglu- verk viðskiptalífs og fjár- magnsmarkaðar aldrei verið flóknara og viðameira. Aukin tækni og framþróun virðist hafa einfaldað margt í lífi manna, nema reglurnar sem þeir búa við, þar væri reynsla manna þveröfug. Þetta kom fram í ræðu Jóns Karls Ólafs- sonar, fráfarandi stjórnarfor- manns Viðskiptaráðs Íslands, á Viðskiptaþingi 2006 – Ísland 2015. Sagðist hann hafna hug- myndum um aukið og íþyngj- andi regluverk stjórnvalda og kallaði þess í stað eftir breiðri samstöðu viðskiptalífsins um sjálfsprottnar reglur. Jón Karl sagði íslenskt við- skiptalíf hafa verið á mikilli ferð í átt til frjálsari og skil- virkari viðskiptahátta. Kallaði hann eftir breiðri samstöðu viðskiptalífs, stjórnmála, há- skóla og stofnana, um að ein- falda Ísland, gera það skilvirk- ara, í því augnamiði að elta uppi aðrar forystuþjóðir og taka fram úr þeim. Við eigum að fagna fjölbreytni „Við eigum að fagna fjöl- breytni og nýta okkur reynslu einstaklinga með ólíkan bak- grunn, enda nálgast menn við- Hafnaði íþyngjandi regluverk Morgunblaðið/Brynjar Gau Jón Karl Ólafsson, fráfarandi stjórnarformaðurViðskiptaráð TUNGUMÁL OG ÞVERSAGNIR Ískýrslu framtíðarhóps Viðskipta-ráðs Íslands, sem var kynnt á við-skiptaþingi í gær, er rætt um að Íslendingar búi við þá óvenjulegu þversögn, að tungumálið sé undir- staða sjálfsmyndar og sjálfstæðisvit- undar þjóðarinnar, en um leið okkar helzti þröskuldur í samskiptum við umheiminn. Niðurstaða framtíðar- hópsins er að annars vegar sé „gríð- arlega mikilvægt að slá hvergi af kröf- unni um að viðhalda íslenskri tungu með öllum tækum ráðum, ekki síst í gegnum skólakerfið og fjölmiðlana.“ Hins vegar segir Viðskiptaráð: „Allir Íslendingar verða einfaldlega að vera mæltir á aðra tungu en sína eigin ef þeim á að takast að njóta sín í alþjóð- legum viðskiptum og samskiptum.“ Hvort tveggja er þetta hárrétt hjá Viðskiptaráði. Það er þegar lesið er lengra, um nánari útfærslu þessara hugmynda, sem fara að renna á menn tvær grímur. Viðskiptaráð segir að „vegna þess engilsaxneska umhverfis sem við bú- um í varðandi afþreyingar- og fjöl- miðlaefni“ öðlist börn undrafljótt ákveðinn skilning á ensku, sem auð- velt sé að byggja á. Þess vegna eigi að færa enskukennslu niður í yngstu bekki grunnskólans.. Þá telur Viðskiptaráð sjálfsagt að eftir níu ár verði ákveðnar námsgrein- ar í grunn- og framhaldsskólum kenndar á ensku og sér fyrir sér að það spari mönnum annars vegar kostnað við að þýða námsbækur og laði hins vegar erlenda kennara til landsins. Tvær spurningar vakna fyrst og fremst við lestur þessa kafla í skýrslu Viðskiptaráðs. Annars vegar hljóta menn að spyrja hvort nokkurt vit sé í að ætla að kenna tilteknar námsgrein- ar á ensku eingöngu. Og svarið er að það er ekkert vit í því. Það hefur auð- vitað lengi tíðkazt að erlendar náms- bækur séu notaðar, einkum í fram- haldsskólum, og ástæðan er aðallega sú að fé hefur skort til að þýða náms- efni. En það er að sjálfsögðu algjört lágmark að sjálf kennslan fari fram á íslenzku, þannig að nemendur læri að tileinka sér orðaforða námsgreinar- innar og hugsanagang á móðurmáli sínu. Eins og nú háttar til eru ýmsar námsgreinar í háskólum hér á landi einvörðungu kenndar á ensku. Eins og Morgunblaðið hefur nýlega bent á, hefur það vafalaust jákvæð áhrif á færni nemenda í faglegum samræðum á ensku, en dregur hins vegar mjög úr hæfni fólks til að koma þekkingu sinni frá sér á íslenzku. Sjónarmið háskól- anna, sem vilja geta tekið þátt í nem- endaskiptum, eru skiljanleg, en viljum við að börn í grunn- og framhaldsskól- um læri ekki grundvallarnámsgreinar á íslenzku? Hin spurningin er þessi: Af hverju einblínir framtíðarhópur Viðskipta- ráðs, þar sem sitja sumir helztu for- ystumenn viðskipta og menntamála í landinu, á enskuna eingöngu? Af hverju ganga menn út frá hinu „eng- ilsaxneska umhverfi“ sem gefnu? Það er einmitt yfirgangur enskunnar og hinna engilsaxnesku áhrifa, sem er ein mesta ógnunin við tungu og menningu Íslendinga eins og margra annarra þjóða. Þeir, sem vilja taka virkan þátt í alþjóðaviðskiptum, þurfa líka að kunna fleiri tungumál en ensku, t.d. frönsku, þýzku, spænsku, kínversku, japönsku og eitthvert af tungumálum norrænu þjóðanna, sem standa okkur næst hvað varðar sögu, menningu – og viðskipti. Þessi tungumál eru enn töl- uð, þrátt fyrir ásókn enskunnar! Og kunnátta í fleiri erlendum tungumál- um en þessu eina er forsenda þess að öðlast innsýn í fleiri menningarheima en þann engilsaxneska, sem allt virð- ist ætla að gleypa. Þannig virðist þversögn fólgin í yf- irþyrmandi áherzlu Viðskiptaráðs á enskuna annars vegar og fallegum orðum um varðveizlu íslenzkunnar hins vegar. Það er líka þversögn í því fólgin að halda bara enskunni á lofti, en hvetja jafnframt til þess að fleiri sæki í nám erlendis – nema náttúrlega að Viðskiptaráð vilji að allir mennti sig ýmist í enskumælandi löndum eða í háskólum, sem kenna á ensku eins og íslenzkir háskólar gera í vaxandi mæli. Það þarf vissulega að efla tungu- málakennslu á Íslandi. Það þarf að byrja fyrr að kenna börnum erlend tungumál, ekki sízt til að þau læri góð- an framburð. En það þarf líka að muna að það eru til fleiri útlend tungumál en enska. AÐGENGI AÐ MARKAÐI Þýska byggingavöruverslanakeðj-an Bauhaus hefur sótt um lóð í landi Reykjavíkurborgar við Úlfars- fell fyrir stórverslun. Þetta er þriðja tilraun forvígismanna Bauhaus til að fá lóð undir verslun á höfuðborgar- svæðinu. Áður hafa þeir sóst eftir lóð- um í Kópavogi og Garðabæ. Sam- kvæmt upphaflegum áætlunum Bauhaus var fyrirhugað að reisa 12 þúsund fermetra verslun, en í um- sókn fyrirtækisins til borgarráðs er gert ráð fyrir 20 þúsund fermetra verslun og 140 starfsmönnum. Tilkoma nýrrar byggingavöru- verslunar á höfuðborgarsvæðinu mun hafa í för með sér aukna sam- keppni. Bauhaus hyggst bjóða neyt- endum talsvert lægra verð en nú er á byggingavörumarkaði hér á landi. Auðvitað er það skylda kjörinna full- trúa, sem ráða fyrir skipulagsmálum, að tryggja að skipulag standi ekki í vegi fyrir því að nýir aðilar komist inn á markaðinn og efli samkeppni. Að vissu leyti má líkja þessu við það þegar Atlantsolía hugðist komast inn á eldsneytismarkaðinn fyrir rúm- lega tveimur árum. Í leiðara Morg- unblaðsins í desember 2003 var tekið undir það með Guðmundi Kjærne- sted, framkvæmdastjóra Atlantsolíu, að það hlyti að vera kappsmál fyrir stjórnmálamenn, fulltrúa kjósenda og neytenda, að greiða fyrir sam- keppni á olíumarkaði með því að finna lóðir undir bensínstöðvar fyrirtækis- ins. Þetta á einnig við á öðrum sviðum þar sem stjórnmálamenn eiga þess kost að ýta undir samkeppni og stuðla að lægra vöruverði. Það er lyk- ilatriði í frjálsu markaðshagkerfi að nýir aðilar eigi aðgang að markaðn- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.