Morgunblaðið - 09.02.2006, Page 31

Morgunblaðið - 09.02.2006, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 31 ER ÉG lít til baka eftir meira en 30 ára starf innan geðlækninga þá er reynsla mín sú að missir hafi verið lyk- ilorð í viðtölum við mína viðmælendur. Margir hafa misst mikið, ástvini (við dauða eða skilnað), heilsu, æru, at- vinnu, húsnæði eða land, þjóð, menn- ingu og tungumál (sbr. flóttamenn), verið nauðg- að eða misþyrmt svo nokkuð sé nefnt. Þegar ég kem nú heim eftir 16 ára samfellda dvöl á Norðurlöndum mætir mér öðruvísi þjóð- félag en ég yfirgaf. Marg- ir eru sem fyrr milli tann- anna á fólki en opinber harka og miskunnarleysi gagnvart einstaklingum vekur ugg með manni. Í fjölmiðlum sést t.d. að margir hafa ekið framhjá ungri stúlku sem velti bíl sínum uppi á heiðum, fólki er sagt upp fyr- irvaralaust vegna „skipulagsbreyt- inga“ o.s.frv. Í fréttum af slysadeild sést að þangað leita að meðaltali fimm manns á dag vegna ofbeldis, en erlend- ar kannanir sýna að margir leita sér ekki hjálpar af ýmsum ástæðum. Stór hluti kynferðisafbrota er t.d. aldrei kærður. Þegar ég tók til starfa í Norður- Noregi fyrir 8 árum fékk ég í hendur langan biðlista. Sumir höfðu beðið í meira en hálft ár. Sex fyrstu konurnar sem ég talaði við höfðu fyrst og fremst leitað lækna vegna líkamlegra ein- kenna, en höfðu verið misnotaðar inn- an fjölskyldunnar. Þær höfðu þó ekki kært eða rætt um það við lækni sinn, sem hafði heldur aldrei spurt þær neins. Veit ég af eigin reynslu frá átt- unda áratugnum að ástandið hér er engu betra og fagna ég hugrekki Thelmu Ásdísardóttur vegna útgáfu bókar hennar um sínar upplifanir. Er ég las Mannlíf 1. tbl. 2006 rak mig í rogastans. Barnalæknir lýsir þeim raunum og tillitsleysi sem honum voru sýnd í sorg sinni og váhrifum, sem m.a. leiðir til nauðungarinnlagnar á geðdeild og sjálfræðissviptingar. Hvenær eru menn varnarlausari en í slíkri aðstöðu? Manneskjan á yfirleitt „auðveldara“ með að vinna úr tilfinn- ingum sínum eftir náttúruhamfarir, en þegar menn, jafnvel ættingjar eða vin- ir, eru valdir að missinum, sársauk- anum og vanlíðaninni. Öryrkjar, aldraðir og geðfatlaðir hafa lengi átt erfitt með að fá skilning yfirvalda á vandamálum sínum. Stjórn- málamenn tala fjálglega um breyt- ingar, sérlega fyrir kosningar, en hvað um efndir? Mér skilst af fréttum og samtölum við fólk hérlendis t.d. gamla skjólstæðinga mína að margir dveljist hér á sjúkrahúsum, sem ættu með réttri umönnun og aðhlynningu að hafa önnur búsetuúrræði. Margir hafa hvergi í hús að venda og sofa jafnvel í stigagöngum fjölbýlishúsa eða í göml- um bílum. Nú skilst mér að veita eigi einum og hálfum milljarði til íbúðabygginga fyrir þessa hópa. „Steinsteypulausn“ einu sinni enn. Hér ber að ítreka, að búseta er að sjálfsögðu úrræði en hvað með eftirmeðferð, viðhaldsmeðferð? Í Blek- inge í Svíþjóð á níunda áratug síðustu aldar þóttust menn geta útskrifað flesta sjúklinga af geðdeildum til heimahaganna. Þar var nær ekkert starfsfólk til að annast og hjálpa þess- um einstaklingum, sem þó höfðu fengið eigin íbúð. Samfélagið vildi heldur ekki hafa þessa „erfiðu“ einstaklinga í bæj- unum. Niðurstaðan = mörg sjálfsvíg og mikil vanlíðan. Meðan ofangreindir hópar berjast í bökkum, veltandi fyrir sér hverri krónu geysast „nýríklingar“ á ball í London fyrir tugi milljóna og borga afdönkuðum poppsöngvara margra ára kennaralaun. Váhrif Í maí 1997 birtist eftir mig grein í Morgunblaðinu um ferð sendinefndar sérfræðinga í váhrifum til Suður- Afríku. Mér hefur aldrei þótt áfalla- streita lýsa nægilega vel því ástandi sem skapast getur við mikla hættu/ ógn. Orðið „áfallastreituröskun“ sem ég sá í ofannefndri grein um barna- lækninn finnst mér bókstaflega rugl- ingslegt. Á sínum tíma varð ég var við að áfall í hugum fólks gat táknað allt frá því að missa af strætó til afleiðinga flugslyss. Eins og ég sagði í of- annefndri grein frá 1997: „Leitaði ég því í orðasmiðju próf. Halldórs Halldórssonar hins snjalla orðasmiðs og beiddist hjálpar. Halldór lagðist undir feld í nokkra daga og ár- angurinn varð orðið: „váhrif“. Próf. Halldór segir: Orðið vá er í til þess að gera gömlum nýyrðum notað um áföll, sérstaklega sem verða af slysum og náttúruham- förum sbr. vátrygging. Í samsettum orðum er orð- ið áhrif stundum stytt í hrif sbr. hughrif. Váhrif gæti þannig merkt áhrif, sem verða af hvers kyns áföllum s.s. slysum og náttúruhamförum. Við váhrif mætti síðan bæta orðum eins og hjálp eða meðferð, váhrifahjálp, vá- hrifameðferð eftir því sem við á hverju sinni.“ En hvað eru þá váhrif? Öll höfum við þörf fyrir í bernsku/æsku að finna fyrir vernd, umhyggju og ást foreldra eða uppalanda til þess að geta fengið ör- yggiskennd og góða sjálfsmynd. Ef það bregst er voðinn vís og barnið verður auðsæranlegra. Það reynir þá á sinn barnslega hátt að byggja upp varn- armúr gegn sársauka. Vá má kalla það ástand eða aðstæður sem valda því að einstaklingurinn finnur fyrir varn- arleysi, finnst sér ógnað líkamlega eða andlega þannig að hann óttast um líf sitt, heilsu og fjölskyldu, sjálfstæði sitt, ærumissi og vinnu. Þetta getur gerst skyndilega við snjóflóð, húsbruna, hvers konar slys, rán, líkamsárás, nauðgun, sifjaspell eða morð svo eitt- hvað sé nefnt. Einnig getur langvar- andi líkamlegt eða andlegt ofbeldi, eða líf í sífelldu óöryggi um líf og heilsu sína og sinna haft sömu áhrif. Ekki má heldur gleyma því, að mikill, marg- víslegur eða síendurtekinn missir get- ur haft sömu áhrif. Missir ástvinar, sem verið hefur einstaklingnum allt, getur kippt fótunum undan þeim, sem eftir stendur. Vá, þessi hræðilega ógn- un, getur svo valdið miklum og eyði- leggjandi váhrifum. Ástæðan er þær sterku tilfinningar, sem koma í kjölfar þessarar ógnunar og geta gert ein- staklingnum ókleift að hugsa, tjá sig, hegða sér eða framkvæma hluti á venjulegan hátt. Einstaklingurinn stendur frammi fyrir vá sem setur allt hans innra jafnvægi í uppnám. Við höf- um öll byggt upp varnarhætti gegn sársauka, eins konar andlega brynju eða húð. Allt í einu eða eftir ógnun í langan tíma dugar þessi brynja ekki, hún brestur jafnvel í mél. Eftir stendur einstaklingurinn með gapandi sár. Hjálparleysi, vanmáttarkennd og ofsa- hræðsla getur gagntekið einstakling- inn. Helstu einkenni váhrifa eru tilfinn- ingarót, aukin tilfinningaleg við- kvæmni, kvíði, svefntruflanir, mar- traðir, doði, einbeitingarerfiðleikar, sektarkennd, endurupplifanir, oft áhugaleysi og tilfinning um tilgangs- leysi. Einstaklingurinn reynir að forð- ast að hugsa um hvað gerst hefur. Lík- amleg einkenni koma oft fram í lélegri heilsu. Helst er að vænta einkenna frá blóðrásarkerfi, meltingarkerfi og taugakerfi. Þreyta og úthaldsleysi er algengt. Sálfræðileg einkenni s.s. dep- urð, aðlögunarerfiðleikar og jafnvel aukin árásarkennd og bráðlyndi eru al- geng. Félagsleg einkenni með óhóf- legri áfengisneyslu og reykingum ásamt lystartruflunum eru heldur ekki óþekkt fyrirbæri. Tilhneigingu til ein- angrunar má einnig oft sjá. Viðbrögð okkar eru einstaklings- bundin og einnig tengd aðstæðum og ástandi hverju sinni. Festist menn í vá- hrifum má telja það yfirviðbrögð við óeðlilegum aðstæðum. Sumir, kannski flestir, ná innra jafnvægi innan nokk- urra vikna eða mánaða þótt örin hverfi aldrei. Aðrir komast ekki úr víta- hringnum og festast í váhrifum. Traust einstaklingsins á lífinu, umhverfi og fólki er horfið. Engu er að treysta og ekkert er unnt að sjá fyrir. Lífið og umhverfið verður nú hættulegt, jafnvel fjandsamlegt í huga þessara ein- staklinga. Allt er vonlaust. Viðkomandi hengir sig ef til vill í þann fyrsta besta sem sýnir einhverja hlýju, en sá hinn sami getur á örstundu orðið hættu- legur óvinur í huga þess sem festist í váhrifum. Umhverfið verður gjarnan annaðhvort svart eða hvítt. Mikil hætta er á að einstaklingurinn lokist inni til- finningalega og staðni. Að öðru jöfnu hefur þetta því meiri áhrif á persónu- leika og tilfinningaþroska sem ein- staklingurinn er yngri. Langvarandi stuðningur fjölskyldu, vina, presta, lækna og annarra er hér mjög mik- ilvægur. Komið hefur í ljós í erlendum rannsóknum að skyndidauði, bílslys og sjálfsvíg eru algengari meðal fólks með váhrif en annarra. Standi váhrif yfir lengur en í eitt ár verða áhrifin á líf viðkomandi mun meiri en ef þau standa yfir í skemmri tíma. Tölur um tíðni váhrifa á Íslandi hef ég ekki, en erlendar rannsóknir virðast benda til, að allt að 10% einstaklinga beri merki um váhrif hverju sinni. Váhrif virðast algengari meðal kvenna, sem ef til vill orsakast af ofbeldi og kynferðislegri misnotkun. Margt er þó órannsakað enn sem komið er. Af þessu má sjá, að váhrif eru völd að vanlíðan margra og hafa mikil áhrif á einstaklinga, fjöl- skyldur og samfélagið. Verður því að búa svo um, að einstaklingar sem lenda í váhrifum fái þá aðstoð og hjálp, sem þeir þarfnast. Oft er rokið upp til handa og fóta þegar stórslys verða. Því miður gleymast svo einstaklingarnir er nokkrir mánuðir eru liðnir. Ein- staklingar, sem lenda í „minni“ áföllum að dómi almennings, gleymast oft al- veg. Þeirra missir er þó oft engu minni og váhrifin engu áhrifaminni. Nefna má líka að váhrif meðal flóttamanna eru mjög algeng. Erfiðleikar þeirra við að fá hjálp eru oft miklir þar sem þeir hafa allt í einu misst land sitt, tungu- mál og menningu og verða að bjarga sér illa talandi á nýju máli fyrstu árin. Hryllilegar myndir hafa þeir líka oft í bakpokanum. Váhrif má ekki vanmeta. T.d. minn- ist ég þyrluflugmanna sem flugu til þess að bjarga fólki eftir að farþega- skipið Estonia sökk milli Finnlands og Svíþjóðar árið 1997. Þeir urðu að velja fólk sem þeir gátu bjargað í myrkri og leiðindaveðri og skilja marga eftir í dauðateygjunum. Fyrst voru þeir hressir og ánægðir, en ekki leið á löngu uns þeir, þrautþjálfaðir mennirnir í að glíma við álag, þurftu að leita hjálpar vegna erfiðra endurupplifana og mar- traða. Lögreglumenn, hjúkrunarfólk og sjúkraflutningamenn eru oft í hættu. Ósjaldan sjá þeir fólk deyja sem kannski hefði mátt bjarga og sitja eftir í vanmætti með sínar tilfinningar. Meðferð váhrifa er vandasöm og getur tekið mörg ár. Fyrstu viðbrögð skipta þó mjög miklu máli. Ein- staklingurinn verður að finna fyrir ör- yggi, skilningi og hlýju til þess að geta haldið áfram. Oft þarf ekki mörg orð til. Ógætileg orð eða framkoma getur hins vegar skaðað einstakling í upp- námi mikið. Ég gleymi ekki gamla manninum í Stokkhólmi sem beið eftir skipinu sem flutti farþega, sem á lífi voru eftir Estonia-slysið. Hann vissi ekki hvort konan hans hefði verið með skipinu né hvort hún væri á lífi. Þar sem hann stóð þarna á hafnarbakk- anum grátandi í örvinglun og varn- arlaus, tróðst að honum fréttamaður og spurði hann í beinni útsendingu til allrar þjóðarinnar „hvernig líður þér núna?“ Svipaða hryllingsatburði hef ég séð í íslenskum fjölmiðlum. Fólk í til- finningaróti (sjokki) er spurt beint strax eftir atburðinn þessarar sömu spurningar. Fólk er varnarlaust eins og fórnarlamb líkamlegrar nauðgunar. Hvað er mikilvægast? Framtíðarlíðan einstaklings eða hnýsni eða forvitni fréttamanns? (Fyrstir með fréttina?). Fréttamenn, sérlega í beinni útsend- ingu, verða að hafa til að bera mann- kærleika og virðingu fyrir tilfinningum viðmælandans. Marga hef ég talað við sem finnst þeim hafa verið tilfinn- ingalega nauðgað af spyrlum eftir áfall. Viljum við þetta? Váhrif – Áfallastreituröskun Eftir Pál Eiríksson ’Meðferð váhrifa er vanda-söm og getur tekið mörg ár. Fyrstu viðbrögð skipta þó mjög miklu máli. ‘ Höfundur er fyrrverandi yfirlæknir í geðlækningum. Páll Eiríksson unnið að því uppbyggingarstarfi sem hér hefði verið í gangi á undanförnum áratug. „Við þurfum í fyrsta lagi að tryggja hér áframhaldandi stöðugleika í efnahagsmál- um því það er sá grunnur sem við þurfum á að halda. Hér sé ég fyrir mér og finnst sjálf- gefið að við sjáum áframhaldandi uppbygg- ingu þjónustusamfélagsins og margvíslegra hátæknigreina. Ég tel að í þessum greinum sé vaxtarbroddur framtíðarinnar sem þarf að hlúa að,“ sagði Halldór, en tók jafnframt fram að það þýddi ekki að uppbygging í hefðbundnum framleiðslugreinum stöðvað- ist þótt hlutfallslegt vægi þeirra yrði minna. Framleiðslu- og þjónustugreinar ekki ósamrýmanlegir kostir Halldór ræddi sérstaklega um orkumál í framsögu sinni. Sagði hann heiminn standa frammi fyrir orkuskorti og verðmæti orku- linda þjóðarinnar því mikil. „Ýmsar hug- myndir eru uppi um frekari framkvæmdir sem of snemmt er að segja til um. Þar eru tækifæri sem verður að nýta til að tryggja áframhaldandi hagvöxt. Ef samningar nást um orkuverð og annað þarf að dreifa þeim framkvæmdum þannig að þær hafi sem já- kvæðust áhrif á aðra atvinnustarfsemi og efnahagslífið í heild,“ sagði Halldór og gerði arðsemi virkjana því næst að umtalsefni. „Varðandi arðsemi virkjana er rétt að hafa það í huga að Búrfellsvirkjun er nánast afskrifuð til fulls eftir 40 ár en er í betra ástandi en þá. Eigendur Landsvirkjunar hafa lagt rúmlega 1 milljarð króna í fjár- magni á verðlagi í dag inn í fyrirtækið en eigið fé er yfir 50 milljarðar króna. Þetta segir ákveðna sögu um arðsemi virkjunar- framkvæmda hér á landi,“ sagði Halldór og tók fram að ekki mætti líta á framleiðslu- og þjónustugreinar sem tvo ósamrýmanlega kosti enda hefðu mörg af öflugustu há- tæknifyrirtækjum landsins byggst upp sem þjónustufyrirtæki fyrir framleiðslugreinar eins og sjávarútveginn. Hins vegar þyrfti að búa þannig um hnútana að rekstrarskilyrði allra atvinnugreinanna væru sem stöðugust og hagstæðust hverju sinni. fið er orðið stöðugt og sama tjórnmálin. Það er ekki sami ágreiningur um stefnumörkun rir 20 árum voru menn ósam- vaða hlutverki ríkisfjármálin gna í efnahagslífinu. Að það fuð einhverju máli hvort ríkis- rekinn með halla eða afgangi. f er gjörbreytt og ég hygg að n að þeim þingmönnum sem ð ríkisfjármálin eigi að gegna ki í hagstjórn.“ agði að með samstilltu átaki að umbylta íslensku efnahags- fi og losa um þá fjötra sem það ppt í. „Sala á hlut ríkisins í fyr- samkeppnisrekstri var stórt til aukins frjálsræðis og fjöl- íslensku efnahagslífi. Síðastlið- 44 slíkar sölur átt sér stað sem ríkinu rúmum 141 milljarði ðlagi í dag. Fé, sem áður var stri fyrirtækja, hefur verið not- slu skulda og ýmissa annarra gra verkefna.“ agði mikilvægt að áfram yrði ra á Viðskiptaþingi 2006 nir aðilar að ndinu 2015 silja@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti kiptaráð stóð fyrir í gær. Meðal fundarmanna voru Halla Tómasdóttir, son, fyrrverandi framkvæmdastjóri ráðsins og núverandi forstjóri Sjóvár. Morgunblaðið/Brynjar Gauti gerði Halldór Ásgrímsson herra skýrslu Viðskiptaráðs mtalsefni og sagðist fagna agi ráðsins til uppbyggilegr- og skoðanaskipta um framtíð ársins 2015 í þjónustusamfélag af ýmsum toga. Lagði hann áherslu á að fagna ætti sókn fólks sem væri af erlendu bergi brotið til Íslands og vinna að því með ráðum og dáð að laða til landsins hæfasta fólkið með góðu menntakerfi, traustum innviðum og fyrirtækjum á heimsmælikvarða. Tók hann samhliða fram að til lítils væri að ræða um alþjóðavæðingu ís- lensks viðskiptalífs ef aðstæður í landinu kæmu í veg fyrir að fagfólk geti komið til landsins með fjölskyldur sínar og sagði hugmyndir um alþjóðlega skóla á öllum menntastigum mik- ilvægar í ljósi þessa. fangsefni sín með ólíkum hætti. Breið samstaða milli okkar allra er til þess fallin að tryggja að heildin verði alltaf stærri summu liðanna.“ Ísland verði þjónustusamfélag Í erindi sínu gerði Jón Karl skattalækkanir á fyrirtæki hér- lendis úr 30% í 18% að umtals- efni. Sagði hann lækkanirnar sennilega hafa verið bestu og árangursríkustu aðgerðir stjórnvalda í seinni tíð. Sagði hann mikilvægt að íslensk þjóð setji sér markmið til framtíðar og sagði það góða vörðu á þeirri vegferð að breyta Íslandi ki stjórnvalda ti ðs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.