Morgunblaðið - 09.02.2006, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 33
UMRÆÐAN
MIKIL umræða á sér nú stað í öll-
um sveitarfélögum landsins um
helstu baráttumál þeirra og stefnur
frambjóðenda. Málefnin eru mörg
og skoðanir mismun-
andi – þó ef til vill færri
en á yfirborðinu sýnist.
Nokkuð einkennandi
er þó hversu oft smáat-
riði eru rædd ofan í
kjölinn sem er að mínu
mati fremur úrvinnslu-
atriði nýrrar sveit-
arstjórnar heldur en
kosningamál einstaka
framboða. Við þurfum
að fara upp úr þeim
hjólförum og setja okk-
ur háleit markmið til
að stefna að með vel-
ferð og framtíð Akureyrar að leið-
arljósi.
Ég vil leggja áherslu á stóru hags-
munamálin sem varða Akureyri með
það að markmiði að Akureyri og ná-
grenni þess verði skýlaust öflugasta
mótvægi landsbyggðarinnar gagn-
vart höfuðborgarsvæðinu. Þar skipt-
ir mestu máli að unnið sé af hálfu
bæjarstjórnar stöðugt að þeim mál-
um sem styrkja svæðið með Ak-
ureyri í forgrunni. Einstaka skipu-
lagsmál innan Akureyrar og
útfærsla á daglegum verkefnum og
fyrirkomulag smærri eininga skipta
þar minna máli en þau veigamiklu
atriði sem eru grundvöllur þess að
Akureyri geti verið í forystu lands-
byggðarinnar og að þar vilji fólk
setjast að. Sem betur fer er eft-
irspurn eftir húsnæði hér mikil og
eignir fólks hafa stigið í verði, en þá
fyrst þegar íbúðarverð er orðið sam-
bærilegt og á höfuðborgarsvæðinu
getum við verið róleg. Verð íbúða
endurspeglar í raun markaðinn og
verðið er hæst þar sem fólkið í land-
inu vill helst búa. Allt er þetta sam-
keppni um íbúa landsins.
Stóru málin fyrir Akureyri og
Norðurland eru mörg og kýs ég að
nefna eftirfarandi atriði:
Samgöngumálin; greiðar sam-
göngur eru forsenda byggðar. Það
er staðreynd að Þjóðvegur 1 ber
ekki þá umferð sem um veginn fer
nú. Við þessu verður að bregðast,
bæði með því að breikka og und-
irbyggja að nýju stóra kafla hans og
þá verða íbúar hér að standa þétt
saman um lagningu nýs vegar yfir
Kjöl, sem myndi stytta leiðir veru-
lega, opna nýjar leiðir í ferðamálum
bæði hvað varðar að fara Kjöl og
ekki síður myndi opnast möguleiki á
hringakstri um Kjöl, um Norðurland
og til baka um Þjóðveg 1. Þá verður
að knýja á með jarðgöng undir
Vaðlaheiði sem stóreykur atvinnu-
svæðið og alla möguleika því sam-
fara. Millilandafragtsiglingum þarf
að koma á en það væri verslun á
þessum landshluta ómetanlegt að
geta skipað vörum til og frá Ak-
ureyri beint til annarra landa.
Efling Háskólans á Akureyri og
annarra menntastofnana þar. Ak-
ureyri hefur verið
þekkt sem skólabær.
Þeirri stöðu verður að
halda og til þess verður
að efla enn frekar Há-
skólann, en með til-
komu hans var brotið í
blað hvað varðar mögu-
leika fólks að afla sér
háskólamenntunar ut-
an Reykjavíkur. Aðrar
menntastofnanir í bæn-
um verða líka að fá að
njóta sín, þær eru und-
irstaðan. Ófrávíkjanleg
krafa er að þessar
menntastofnanir fái að dafna og geti
fyllilega staðið jafnfætis sambæri-
legum keppinautum.
Atvinnumálin eru og verða í for-
grunni. Þar þarf að setja sér háleit
markmið til að stefna að. Fyrst og
fremst verður að stefna að því að
hverjum og einum bjóðist verkefni
og vinna sem hæfir viðkomandi
m.t.t. menntunar og getu, hvort
heldur það lýtur að iðnaði, þjónustu,
verslun og hvers konar viðskiptum
að ógleymdum sjávarútveginum sem
svo lengi hefur verið ein af und-
irstöðuatvinnugreinum Akureyrar.
Til að svo megi verða þurfa atvinnu-
fyrirtækin að vera fjölbreytt og
tryggja þarf þeim sambærilega að-
stöðu og gildir á höfuðborgarsvæð-
inu sem verður sú viðmiðun sem við
verðum að horfa til. Stóriðja er einn
sá kostur sem margir horfa til og
greinilegt að Akureyringar verða að
standa þar saman ef sá kostur er
fyrir hendi.
Ferðaþjónusta er sú atvinnugrein
sem fer sívaxandi. Svar Akureyrar
við henni er að mæta kröfum ferða-
manna á sem flestum sviðum þjón-
ustu og verslunar og bjóða upp á
fjölbreytta afþreyingu. Ferðaþjón-
ustan skilar sífellt meira í fjár-
munum og krefst vaxandi mannafla.
Á Akureyri þarf að gera átak í því að
samstilla krafta þeirra sem að ferða-
þjónustu vinna, vera með opinn hug-
myndabanka um leiðir til að fá
ferðamenn til að hafa þar viðdvöl.
Hafa ber í huga að hversu fjar-
stæðukenndar sem hugmyndirnar
virðast í upphafi hefur reynslan sýnt
að hinir ótrúlegustu hlutir geta
gerst á þeim sviðum. Markmið okk-
ar á vera að Akureyri verði fastur
viðkomustaður og að þaðan verði
skipulagðar fjölbreyttar ferðir um
fallegustu svæði landsins.
Verslun og þjónusta á djúpar ræt-
ur á Akureyri. Að þessari starfsemi
verður að hlúa og skapa þeim skil-
yrði til að standast samkeppni höf-
uðborgarsvæðisins. Enn og aftur
komum við að samgöngumálum til
sjós og lands og má ég bæta við lofti
líka. Þessar samgönguæðar eru Ak-
ureyri lífsnauðsynlegar og forsenda
eðlilegrar samkeppni á öllum svið-
um. Hér má bæta við hvers konar
fjarskiptum sem nútímaviðskipti
byggjast á.
Opinbera þjónustu verður að
tryggja og á dögum einkavæðingar
er full þörf á að staðir sem Akureyri
standi á sínum rétti. Gott eitt er um
það að segja að markaðurinn ráði
ferðinni, svo framarlega sem öllum
þegnum sé tryggður sami réttur að
markaðnum. Þar skiptir kraftur og
vilji stjórnmálamanna mestu um.
Akureyringar –
upp úr hjólförunum
Eftir Elvar Árna Lund ’Gott eitt er um það aðsegja að markaðurinn
ráði ferðinni, svo fram-
arlega sem öllum þegn-
um sé tryggður sami
réttur að markaðnum.‘
Elvar Árni Lund
Höfundur er sveitarstjóri Öxarfjarð-
arhrepps og býður sig fram í 1. sæti á
lista Framsóknarflokksins á Akureyri
í prófkjöri fyrir komandi bæjarstjórn-
arkosningar.
Prófkjör Akureyri
Í HVERJU ríki er höfuðborg sem
hefur mikilvægum skyldum að gegna
gagnvart landinu í heild. Þar eru flest-
ar opinberar stofnanir og
þjónusta og þar er fram-
kvæmdavaldið, löggjaf-
arvaldið og dómsvaldið.
Flestir þræðir lýðveld-
isins Íslands eru sam-
ofnir Reykjavík og sem
fjölmennasta sveitarfélag
landsins ber hún á vissan
hátt ægishjálm yfir önnur
sveitarfélög. Það er
ábyrgðarhluti og vandi að
stýra höfuðborg. Það
þarf bæði að sinna íbúum
hennar og þjónusta íbúa
landsbyggðarinnar. En
oft þykir mér sem rík-
isvaldið snúi baki í höf-
uðborgina og vanræki
skyldur sínar. Þegar
sveitarfélögin tóku til að
mynda við rekstri grunn-
skólanna jukust vitanlega
útgjöld þeirra gríðarlega
enda um risavaxinn
kostnaðarlið að ræða.
Um allt land hafa sveitarfélög tekið á
sig mikinn kostnað við tilfærsluna og
er Reykjavík þar engin undantekning.
Ör uppbygging höfuðborgarinnar
hefur gert það að verkum að nýir skól-
ar hafa þotið upp og á sama tíma hafa
eldri skólar fengið andlitslyftingu. Ein-
setning grunnskólanna var kostn-
aðarsamt verkefni og á síðastliðnum
árum hafa mötuneyti verið sett í alla
skólana ásamt frístundaheimilum þar
sem börnin dvelja eftir að skólahaldi
lýkur. Tónlistarnámið hefur verið á
ábyrgð sveitarfélaganna um langa hríð
en þrátt fyrir miklar breytingar á
landslagi tónlistarkennslu, sem rekja
má til þess að framhaldsskólar tóku að
meta tónlist til eininga og stofnaður var
Tónlistarháskóli, hefur verkaskiptingin
ekki verið endurskoðuð. Í stuttu máli
neitar ríkið að bera ábyrgð á tónlist-
arnemum í framhaldsnámi. Þó á það
lögum samkvæmt að bera ábyrgð á
þeim, rétt eins og framhalds-
skólanemum. Misklíð núverandi borg-
arstjórnar og forsvarsmanna tónlistar-
skólanna er margþætt mál sem of
flókið er að reifa hér. En
ef ríkið gengi fram fyrir
skjöldu og axlaði ábyrgð
á tónlistarnemum í
framhaldsnámi yrði ef
til vill mögulegt að
greiða úr flækjunni.
Annað svið þar sem
ósanngirni ríkisins
gagnvart höfuðborginni
er áberandi er sam-
göngumál. Almennings-
samgöngur á höf-
uðborgarsvæðinu
þjónusta fyrst og fremst
íbúa hennar en aðrir
landsmenn njóta þó
góðs af þeim á ferð sinni
um svæðið. Þegar rík-
isvaldið ákvað að veita
afslátt af virðisauka-
skatti á almennings-
samgöngum í dreifbýli
var sérstaklega tekið
fram í lögunum að al-
menningssamgöngur í
þéttbýli ættu ekki að njóta afsláttarins.
Sundabrautin er svo annað dæmi –
ein af nauðsynlegustu samgöngubótum
næstu ára. Hún mun þjóna tugþús-
undum manna á hverjum degi. Borg-
aryfirvöld telja hina svokölluðu ytri leið
vera vænlegasta kostinn, þótt dýrari
sé. En þá setur ríkisvaldið niður fótinn
og kveður á um vegtolla og að Reyk-
víkingar verði rukkaðir sérstaklega
fyrir notkun á mannvirkinu. Þetta eru
óneitanlega kaldar kveðjur, sér-
staklega í ljósi þess að Reykvíkingar
hafa með skattfé sínu borgað fyrir
jarðgangagerð, ferjur og vegabætur
um allt land.
Ráðríki og borg
Eftir Oddnýju Sturludóttur
Oddný Sturludóttir
’Annað svið þarsem ósanngirni
ríkisins gagnvart
höfuðborginni er
áberandi er sam-
göngumál.‘
Höfundur er í framboði í prófkjöri
Samfylkingarinnar í Reykjavík og
stefnir á 4. sætið.
Prófkjör Reykjavík
Fréttasíminn
904 1100
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS
Hlíðasmára 9 - Kópavogi
TÖK tölvunám fyrir byrjendur
TÖK tölvunám er 90 stunda tölvunám hjá NTV sem
bæði er ætlað fyrir byrjendur og þá sem eitthvað
kunna. Námið og kennslugögnin miða að því að
gera nemendum kleift að taka þau 7 próf sem þarf til
að fá TÖK skírteini.
Námsgreinar:
Upplýsingatækni - Windows - Word - Excel
Access - PowerPoint - Póstur - Internetið
TÖK er skammstöfun á al-
þjóðlegu prófskírteini sem
vottar tölvukunnáttu þína og
vottar að þú sért tölvulæs.
Það þýðir að þú kunnir að
nýta þér flesta möguleika
tölvunnar og þeirra forrita sem
hvað mest eru notuð við
vinnu og daglegt líf.
TÖK-skírteini er mikill styrkur
á vinnumarkaðinum jafnt hér-
lendis sem erlendis.
Morgunnámskeið:
Byrjar 20. feb. og lýkur 20. mars.
Kennt á mán., mið. og fös.
frákl. 8:30-12:30
Kvöldnámskeið:
Byrjar 20. feb. og lýkur 25. mars.
Kennt á mán. og mið. frá 18 til 22 og
annan hvern laug. kl. 8:30-12:30.
Þann 10. febrúar n.k. kl. 13.00 munu samtökin Cruise
Iceland standa fyrir opnum fundi á Grand Hótel (Hvammur).
Aðalgestur fundarins verður Christopher Hayman
framkvæmdastjóri og útgefandi tímaritsins Seatrade og mun
hann fjalla um þróun og horfur í siglingum skemmtiferðaskipa,
með áherslu á Evrópu. Að erindi hans loknu mun Anna
Karlsdóttir, lektor við HÍ, kynna niðurstöður könnunar sem gerð
var fyrir Cruise Iceland á meðal farþega skemmtiferðaskipa sem
hingað komu s.l. sumar.
Að fundi loknum verða í boði léttar veitingar.
Allir þeir sem áhuga hafa eru hjartanlega velkomnir.
Skemmtiferðaskip
- þróun og horfur í nútíð og framtíð