Morgunblaðið - 09.02.2006, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 09.02.2006, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 37 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is KJARAVIÐRÆÐUR hafa staðið yfir undanfarið milli samninga- nefndar Reykjavíkurborgar og fé- lagsráðgjafa sem þar starfa. Fé- lagsráðgjafar hafa verið með lausa samninga frá 1. nóvember síðast- liðnum. Nýlega felldu þeir þá samninga sem fyrir lágu með yf- irgnæfandi meirihluta. Þátttaka í kosningunni var 89% og felldu 97% þeirra sem þátt tóku þá samninga sem í boði voru. Sumarið 2005 voru stofnaðar þjónustumiðstöðvar innan Reykja- víkurborgar, þar sem sameinast á eina hendi einstaklings- og fjöl- skylduþjónusta sem áður var á hendi Félagsþjónustunnar, sér- fræðiþjónustu Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og Leikskóla Reykja- víkur, auk frístundaráðgjafar ÍTR. Tilgangurinn var að gera þjón- ustuna aðgengilegri og auka sam- starf sérfræðinga í málefnum barna og fjölskyldna. Í dag eru félagsráðgjafar 29,2% starfsmanna á skrifstofum þjón- ustumiðstöðva borgarinnar. Því má ljóst vera að þáttur þeirra í starf- seminni er drjúgur. Við stofnun þjónustumiðstöðv- anna varð ljóst að kjör þeirra fag- stétta sem þarna komu saman eru mjög ólík. Er greinilegt að kjör fé- lagsráðgjafa eru lakari en annarra fagstétta innan þjónustumiðstöðv- anna. Í október síðastliðnum fóru félagsráðgjafar, með bréfi til yf- irmanna sinna, fram á að kjör þeirra yrðu leiðrétt til samræmis við kjör annarra fagstétta, frá þeim tíma er þjónustumiðstöðv- arnar hófu starfsemi. Enn hafa engin svör borist við þessari um- leitan. Afgerandi niðurstöður fyrr- greindra kosninga undirstrika óánægju félagsráðgjafa með kjör sín. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að til komi leiðrétting á kjör- um aftur í tímann, til viðbótar við þær kjarabætur sem nýir kjara- samningar hljóta að fela í sér. Sem fyrr segir voru samningar Reykjavíkurborgar og fé- lagsráðgjafa lausir þann 1. nóv- ember síðastliðinn. Fljótt var ljóst að tilboð borgarinnar myndu hvorki skila félagsráðgjöfum fram- angreindri leiðréttingu, né veru- legri kjarabót á samningstímanum. Enn síður virðast tilboðin hafa miðað að því að rétta hluta þeirrar kvennastéttar sem um ræðir, til jafns við karlastéttir innan borg- arkerfisins, með sambærilega langt háskólanám að baki (t.d. verkfræðinga eða viðskiptafræð- inga). Spurningin er hvernig for- svarsmenn Reykjavíkurborgar meta þau störf sem lúta að þjón- ustu við borgarbúa. Eru störf á sviði viðskipta og tækni verðmæt- ari en störf sem lúta að því að efla mannauð og styrkja stöðu þeirra sem standa höllum fæti í samfélag- inu? Í ljósi þess hve takmarkaður vilji virðist til að koma til móts við sjónarmið félagsráðgjafa, koma ítrekaðar yfirlýsingar borgarstjóra um mikilvægi þess að bæta kjör kvennastétta þeim nokkuð spánskt fyrir sjónir. Engu að síður binda félagsráðgjafar vonir við að standa eigi við stóru orðin og að þeim kvennastéttum sem setið hafa eftir launalega, verði gerð raunhæf til- boð um kjarabætur. Yfirstandandi kjaraviðræður við félagsráðgjafa ættu að vera kjörinn vettvangur til slíkra verka. F.h. félagsráðgjafa sem starfa í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, MARGRÉT S. JÓNSDÓTTIR, félagsráðgjafi, ÞORBJÖRG RÓBERTSDÓTTIR, félagsráðgjafi. Kjör félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg Frá Margréti S. Jónsdóttur og Þorbjörgu Róbertsdóttur: Marteinn Karlsson: „Vegna óbilgjarnrar gjaldtöku bæjarstjórnar Snæfellsbæjar af okkur smábáta- eigendum, þar sem ekkert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bátinn og flytja í burtu.“ Sigríður Halldórsdóttir skrifar um bækur Lizu Marklund sem lýsa heimilisofbeldi. Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel að það liggi ekki nægilega ljóst fyrir hvernig eða hvort hinn evang- elísk-lútherski vígsluskilningur fari í bága við það að gefa saman fólk af sama kyni …“ Prófkjörsgreinar á mbl.is www.mbl.is/profkjor Helgi Hjörvar styður Sigrúnu Elsu Smáradóttur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Margrét Frímannsdóttir styður Sigrúnu Elsu Smáradóttur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykja- vík. Atli Vigfússon styður Elínu Margréti Hallgríms- dóttur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Jóhann Alfreð Kristinsson styður Sigurð Örn Hilmarsson í kosningum til stúdentaráðs í HÍ. Haukur Sveinsson styður Björk Vilhelmsdóttur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Elísabet Hjörleifsdóttir styður Elínu Margréti Hallgrímsdóttur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Ágúst Ólafur Ágústsson styður Sigrúnu Elsu Smáradóttur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ingólfur Margeirsson styður Dag B. Eggertsson í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Gísli Gunnarsson styður Sigrúnu Elsu Smáradótt- ur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Guðrún Ögmundsdóttir styður Sigrúnu Elsu Smáradóttur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Birgir Dýrfjörð rafvirki styður Sigrúnu Elsu Smáradóttur sem býður sig fram í 2. til 4 sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar VESTFIRÐIR eiga undir högg að sækja. Hérlendis eins og hvarvetna í heiminum flytur fólk úr strjálbýli í þéttbýli. Staða Ísafjarðarbæjar er veik. Ekki hefur tekist að byggja bæinn upp sem kjölfestukjarna fyrir landshlutann. Þess vegna fækkar fólki hér líkt og annars staðar. Samt leyfi ég mér að fullyrða, að Ísa- fjörður hefur alla burði til að vaxa og keppa við staði á borð við Akureyri. Það sem hér hefur helst vantað er skilningur á hlutverki höfuðstaðar og einbeitt forysta. Þó að meira en helmingur Vestfirðinga búi í Ísafjarð- arbæ sjást þess lítil merki, að hann skeri sig úr á pólitískum vettvangi. Framtíðarsýn bæjaryfirvalda er ekki reisuleg. Við skulum taka nokkur dæmi, nánast af handahófi. Núna er til umfjöllunar tillaga að deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir að allar helstu stofnanir og íbúðabyggð framtíðarinnar á Ísafirði skuli kúldrast saman neðst á eyrinni. Stofnað hefur verið háskólasetur sem undanfari háskóla, en húsnæði skólans er þegar fullnýtt áður en hann tekur til starfa og ekki hægt að sjá að menn geri ráð fyrir neinum vexti. Enginn virðist hafa viðunandi yf- irsýn um stöðu ferða- mála og þróun þeirra næsta áratuginn eða svo. Skemmti- ferðaskipum fjölgar með hverju ári en ekki er boðið upp á aðra við- legu en drulluga gáma- höfn. Sundlaugin á Ísafirði er sextán metra löng og sextíu ára gömul. Hjá bæjaryfirvöldum eru engar hugmyndir um nýja laug. Bæj- arfulltrúar virðast hugsa til þess með skelfingu, að ungir athafnamenn skuli vilja leysa þetta verkefni strax og leigja síðan bænum aðstöðuna. En yfirleitt held ég að fólk sé ánægt að eiga heima á Ísafirði, á þessum ein- staklega fagra stað. Hér er ævintýra- land barna. Menningarstarfið er ótrú- lega kraftmikið og frjósamt. Verslun og margvísleg þjónusta eru í sæmilega góðu lagi. Samt fækkar fólkinu ár frá ári. Mér hrýs hugur við þeirri þróun. Ég ann fæðingarbæ mínum af öllu hjarta og vil að hann vaxi og eflist. Fyrir hundrað árum var hann öflugasti bær landsins utan Reykjavíkur og stóð henni að ýmsu leyti framar. Það var ekki síst að þakka framsýnum athafnamönnum sem hér störfuðu. Sem betur fer er fólk af því tagi til í Ísafjarðarbæ enn í dag. Ég vil mynda bandalag með framsýnu athafnafólki nútímans og byggja hér upp öflugan bæ á ný. Ég vil að Ísafjörður verði öfl- ugur landshlutakjarni, sem tryggir full not af gæðum Vestfjarða. Góðir sjálfstæðismenn í Ísafjarð- arbæ og aðrir sem taka vilja slaginn! Ég þarf á ykkar stuðningi að halda í prófkjörinu. Ísafjarðarbær og framtíðin Eftir Úlfar Ágústsson ’Góðir sjálfstæðismenn íÍsafjarðarbæ og aðrir sem taka vilja slaginn! Ég þarf á ykkar stuðn- ingi að halda í prófkjör- inu.‘ Úlfar Ágústsson Höfundur sækist eftir 1.–4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. Prófkjör Ísafjörðu Fréttasíminn 904 1100 SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 18-20 HÁALEITISBRAUT 17 – TOPPEIGN Vorum að fá í sölu einstak- lega bjarta og vel skipu- lagða 4ra herbergja 111 fm íbúð á 3. hæð í einu best staðsetta fjölbýlinu við Háaleitisbrautina ásamt 24 fm bílskúr með öllum þægindum. Húsið er nýlega allt tekið í gegn að utan, sprunguviðgert, málað, þakið endurnýjað, gluggar, gler o.fl. Íbúðin er með rúmgóðu eldhúsi, þremur rúmgóðum herbergjum, stórri stofu, suðursvölum, góðu skápaplássi og glæsi- legu útsýni, parket á gólfum. Sérhiti í hverri íbúð, þvottahús m. sam. vélum. Lágt húsfélagsgjald vegna útleigu, sam. pláss undir bílskúrum. Verð 25,8 millj. SÆVAR OG ELÍN TAKA Á MÓTI ÞÉR OG ÞÍNUM Í KVÖLD FRÁ 18 – 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.