Morgunblaðið - 09.02.2006, Side 38

Morgunblaðið - 09.02.2006, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN STJÓRNVÖLD skýrðu frá því um áramót, að ætlunin væri að skipa nefnd til þess að kanna lækk- un matvælaverðs hér á landi en upplýst hefur verið að matarverð er rúmlega 40% hærra hér en í löndum Evr- ópusambandsins. Ýms- ir hafa fagnað þessari nefndarskipun og talið, að nú væri stórum áfanga náð. En er það rétt? Nei, því miður. Þessi nefndarskipun er einungis til þess fallin að slá ryki í augu almennings og gerð í því skyni að tefja mál- ið. Tillaga Rannveigar Guðmundsdóttur Fyrir nokkrum árum flutti Rann- veig Guðmunddóttir alþingismaður Samfylkingarinnar þingsályktun- artillögu á alþingi um athugun á hinu háa matvælaverði hér á landi og hvaða ráðstafanir mætti gera til þess að lækka það. Hefur Rannveig hvað eftir annað tekið þetta mál upp á alþingi og gert samanburð á mat- vælaverði hér og í löndum ESB. Hún hefur ítrekað bent á, að mat- vælaverð væri hér mikið hærra en hjá ESB. Athugun á vegum alþingis Tillaga Rannveigar um athugun á matvælaverði hér og erlendis var samþykkt. Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands var falin at- hugun málsins og skil- aði stofnunin ítarlegri skýrslu um málið. Þar koma allar staðreyndir málsins fram. Tíundaðar eru ástæður hærra mat- vælaverðs hér en í löndum ESB og hvaða ráðstafanir megi gera til þess að lækka mat- arverðið o.s.frv. Sl. haust tók Rannveig mál þetta enn upp á al- þingi en þá hafði forsætisráðherra engan áhuga á málinu og vildi ekk- ert gera! Hvað er hér á seyði? Hvers vegna er verið að skipa nýja nefnd til þess að rannsaka það, sem er áður búið að rannsaka hjá Hagfræðistofnun? Er verið að tefja málið? Eða er verið að slá ryki í augu al- mennings? Þetta eru forkastanleg vinnu- brögð. Það er engu líkara en að til- gangurinn með þessu sjónarspili sé sá að tefja málið, þar eð ekkert ger- ist í lækkun matarverðs á meðan nýja nefndin er að störfum. Alþingi hundsað Ríkisstjórnin er hér að hundsa al- þingi. Í stað þess að framkvæma skýrslu Hagfræðistofnunar og hefj- ast handa við að lækka matarverðið er skipuð ný nefnd til þess að fjalla um allt það sama og áður hefur ver- ið fjallað um. Þetta er alger skrípaleikur og al- menningur hlýtur að sjá í gegnum þetta sjónarspil. Það vantar algerlega viljann til aðgerða. Þess vegna er reynt að svæfa málið í nefnd! Stjórnvöld tefja verðlækkun matvæla Björgvin Guðmundsson fjallar um matvælaverð ’Þetta er alger skrípa-leikur og almenningur hlýtur að sjá í gegnum þetta sjónarspil. ‘ Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Ríkisstjórnarflokkarnir stefna að því að takmarka reykingar frá því sem nú er vegna vinnu- verndarsjónarmiða. Síðasta flokksþing Framsóknarflokksins samþykkti „Unnið verði að því að banna reyk- ingar á veitingastöðum og börum“ og síðasti Landsfundur Sjálfstæð- isflokksins samþykkti „Landsfundur hvetur til og styður frekari tak- markanir hvað varðar bann við reykingum á opinberum stöðum“. Í anda þessarar stefnu mælti Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra fyrir ríkisstjórn- arfrumvarpi í síðustu viku sem tryggja á reykleysi á veitinga- og skemmtistöðum svo vinnuvernd verði náð. Sambærilegt frumvarp var lagt fram á síðasta þingi af okkur Jónínu Bjartmarz, Ástu Ragnheiði Jóhann- esdóttur og Þuríði Backman. Í um- ræðunni á Alþingi í sl. viku gerðu m.a. þingmennirnir Sigurður Kári Krist- jánsson, Birgir Ármannsson og Björgvin G. Sigurð- arson athugasemdir við frumvarpið, misalvar- legar þó. Lutu þær m.a. að því að rekstraraðilar ættu sjálfir að ákveða hvort reykleysi yrði tryggt, einn þingmaður veifaði rannsókn til að tortryggja hættuna af óbeinum reykingum og fram kom að of langt væri gengið, fara ætti mildari leið(svokallaða reykherbergjaleið). Efasemdir um skaðsemi sæta furðu Að mínu mati eiga rekstraraðilar ekki að ákveða sjálfir, hver á sínum stað, hvort þeirra starfsmenn eigi að njóta þeirrar sjálfsögðu vinnuverndar sem felst í hreinu andrúmslofti. Vegna vaxandi fjölda vísindalegra sannana sem sýna skaðsemi óbeinna reykinga á að veita starfsmönnum á veitinga- og skemmtistöðum sömu vinnuvernd og öðrum. Megininntak ræðu Sigurðar Kára Kristjánssonar í umræðunum var um vísindalegan grunn frumvarpsins. Átaldi þingmað- urinn harðlega Lýðheilsustöð og heil- brigðisráðuneyti fyrir að hafa ekki í fylgiskjali með frumvarpinu getið rannsóknar sem sýndi að engin tengsl væru milli óbeinna reykinga og lungnakrabbameins. Sætir málflutn- ingur þingmannsins furðu nú árið 2006 og minnir helst á áróður tóbaks- framleiðenda og tóbaksinnflytjenda frá fyrri tíð sem héldu á lofti efasemd- um um skaðsemi reykinga yfirleitt. Því er til að svara að í fylgiskjalinu er vitnað í heimild sem tekur saman allar rannsóknir á tengslum óbeinna reyk- inga og lungnakrabba, þar með talið þá sem Sigurður Kári veifar. Það er líka ljóst að Íslendingar, eins og aðrir aðilar að rammasamningi Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (WHO), hafa staðfest að vísindaleg gögn hafi með óyggjandi hætti sýnt að óbeinar reykingar valdi dauða, sjúkdómum og fötlun. Um það þarf ekki að efast. Vinnuvernd er grundvöllurinn Mörg ríki hafa nú þegar tryggt reykleysi á veitinga- og skemmtistöð- um, s.s. Kalifornía, New York, Írland, Noregur, Svíþjóð og Ítalía. Hafa ríki þessi innleitt reykleysið með aðlög- unartíma. Í Svíþjóð m.a. geta veit- ingastaðir boðið upp á svokölluð reyk- herbergi þar sem ekki eru bornar fram veitingar. Í þessum herbergjum eru vinnuverndarrökin fyrir reykleysi til staðar, en þau vega þó léttar vegna takmarkaðrar þjónustu í herbergj- unum. Innan Samtaka ferðaþjónust- unnar, sem af framsýni styðja að komið verði á reykleysi á veitinga- og skemmtistöðum með aðlögunartíma til ársins 2007, hefur reykher- bergjaleiðin verið rædd. Þar hefur komið fram að leita ekki eftir heimild fyrir reykherbergjum m.a. vegna þess að margir rekstraraðilar muni ekki eiga þess kost að koma slíkum herbergjum fyrir í húsnæði sínu. Betra þætti að allir staðirnir væru jafnsettir að þessu leyti, þ.e. reyklaus- ir og án reykherbergja. Þau sjón- armið sem hér hafa verið reifuð verða tekin til skoðunar á Alþingi á næstu vikum. Markmið þeirrar vinnu á að vera að samþykkja reykleysi á veit- inga- og skemmtistöðum þannig að þeir starfsmenn sem þar vinna njóti eðlilegrar vinnuverndar eins og allir aðrir vinnandi menn, þ.e. hreins lofts í vinnunni, ómengaðs af tóbaksreyk frá öðrum. Gott andrúmsloft Siv Friðleifsdóttir fjallar um reykingabann stjórnarflokkanna ’Markmið þeirrar vinnuá að vera að samþykkja reykleysi á veitinga- og skemmtistöðum þannig að þeir starfsmenn sem þar vinna njóti eðlilegrar vinnuverndar eins og allir aðrir vinnandi menn, þ.e. hreins lofts í vinnunni, ómengaðs af tóbaksreyk frá öðrum.‘ Siv Friðleifsdóttir Höfundur er alþingismaður. LÍFSGÆÐI eru góðir leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar, há- skólar, sund- og íþróttahallir, kvik- myndahús, veitinga- staðir, söfn og leikhús, fjölbreytt tækifæri til afþreyingar sálar og líkama, fjölbreytt at- vinnulíf og mann- eskjulegt. Ef foreldrar eiga þess kost að hafa börn sín á góðum leik- skólum og í góðum skólum með tóm- stundastarfi og kennslu í tónlist og íþróttum í eigin hverfi og ef foreldrar eiga þess kost að velja milli fjölbreyttra möguleika í búsetu og ef fólk á kost á heilbrigðis- og félagsþjónustu í sínu hverfi þá býr þetta fólk í samfélagi, sem stýrist af markmiðum félagshyggjufólks. Að- alatriðið er að þjón- ustan sé fyrir hendi og að allir eigi rétt á henni. Allir atvinnurek- endur geta tekið undir að þetta er það sam- félag sem gefur þeim mesta völ á hæfu og ánægðu starfsfólki. Tröllauknar fjárfest- ingar í Reykjavík undanfarið og fram undan koma ekki úr ríkissjóði eða símasölu, þær eru ekki virkj- anir, álver eða gjafajarðgöng, nei, hér er fjárfest í atvinnuhúsnæði fyr- ir alþjóðleg, íslensk þjónustufyr- irtæki, íbúðabyggingum, samgöngu- mannvirkjum og menntastofnunum. Ef þið hafið áhyggjur af því að gróðasjónarmið skýri áhuga manna á að byggja upp í Reykjavík, þá ætla ég bara rétt að vona að svo sé. Fé- lagshyggjan hefur aftur á móti þar mikilvægu hlutverki að gegna. Græðgin er annar endinn á gróða- hyggjunni en tapið hinn endinn. Fé- lagshyggjufólki er best treystandi til að skapa þær aðstæður sem tryggja að framkvæmdir byggi á arðsemi. Félagshyggjufólki er einu treystandi til að hafa stjórn á því að þeir sem vilja græða fari að leik- reglum og græðgin nái ekki yf- irhöndinni. Sjálfstæðismenn hafa sýnt í landsstjórn og borgarstjórn að þeir kunna ekki með peningana að fara. Sjálfstæðismenn, framsókn- armenn og vinstrigrænir í Reykja- vík vilja úthluta lóðum á „kostn- aðarverði“ en ekki bjóða þær upp. Þeir vilja gefa verð- mæti en ekki selja þau. Þeir vilja gefa fáum það sem allir Reykvíkingar eiga. Þeir skilja ekki að ókeypis í strætó er spurning um þjón- ustustig sem ekki verð- ur verslað með, en ókeypis lóðir eru ókeypis söluvara, sem skapa gjafagróða hjá þeim sem hnossið hreppa og býður spill- ingunni heim. Í Seðlabankanum er alltaf verið að hækka vexti til að lækka verð- bólguhitann. Gefið er í skyn að þetta sé vegna kaupgræðgi almennings og þá líklega helst reyk- víkinga, en það er bara ekki rétt. Verðbólguhitinn er sjúkdómseinkenni þess að verið er að sökkva sköttunum okkar í óarðbær verkefni. Hvorki KB banki, Ís- landsbanki né Lands- banki myndu fjárfesta í Kárahnjúkavirkjun eða Héðinsfjarðargöngum því þær framkvæmdir skila engum arði, en þeir hika ekki við að fjárfesta í Reykjavík. Sjálfstæð- ismönnum lærðist það ekki á hundr- að árum og lærist það ekki enn að peningar sem fara í velferðarmál skila sér í heilbrigðu samfélagi og í heilbrigðu samfélagi dafnar atvinnu- líf og efnahagur langbest. Hlúum að vexti arðbærs atvinnulífs með auk- inni velferðarþjónustu. Frelsi til at- hafna og jafn réttur til félagslegrar þjónustu. Í þannig garði dafnar at- vinnulíf mjög vel. Samfylkingin ein tryggir þessar hugsjónir. Vinnum borgina saman, neytið valds ykkar og réttar í próf- kjöri Samfylkingarinnar 11. og 12. febrúar komandi. Fyrst koma lífs- gæðin og svo efnahagurinn Eftir Stefán Benediktsson Stefán Benediktsson ’Hlúum að vextiarðbærs at- vinnulífs með aukinni velferð- arþjónustu. Frelsi til athafna og jafn réttur til félagslegrar þjónustu. Í þannig garði dafnar atvinnulíf mjög vel. ‘ Höfundur er arkitekt og býður sig fram í 2.–3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar, vegna borgarstjórnarkosninganna. Prófkjör Reykjavík TENGLAR .............................................. www.stefanben.com GRÁMYGLULEGUR og gam- aldags lagabókstafurinn hefur nú verið kallaður inn til tiltektar af hálfu stjórnaflokk- anna. Forsætisráðherra boðaði fyrir jól með nýju frumvarpi allsherjar hreingerningu á rétt- indastöðu samkyn- hneigðra. Regluleg um- ræða í samfélaginu á síðustu árum um mik- ilvægi þess að jafna stöðu samkynhneigðra á við gagnkynhneigða hef- ur loks skilað sér í eyru þeirra sem með löggjaf- arvaldið fara. Það ber ávallt að taka ofan fyrir þeim sem leggja sig fram um að auka mannréttindi og mann- virðingu. Jafnvel klappa þeim á bakið og lof í lófa. En áður en gleðin tekur völd er vænlegt að skoða hvort ekki vel sé þrifið í öll horn og gæta að því hvort ekki sé verið að jafna stöðu samkyn- hneigðra til fulls. Það er nefnilega þannig að í þessari tiltekt hefur verið skilin eftir breyting á lögum sem veitir trúfélögum rétt til að gifta samkyn- hneigð pör. Söguna þekkja flestir en Þjóðkirkjan hefur beðið þingheim um að fresta því að veita þessa heimild svo kirkj- an fái svigrúm til að ákveða hvort þeir nýti hana eður ei. Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt fram á að mikill meirihluti al- mennings er hlynntur því að samkynhneigðir fái sama rétt og gagn- kynhneigðir, líka þegar spurt er um afstöðu þeirra til giftinga homma- og lesbíupara í kirkju. Þetta hafa einnig nokkur trúfélög staðfest með því að benda á að þau séu tilbúin til að gifta homma og lesbíur um leið og þingið veitir heimild til þess. Þjóðkirkjunni er frjálst að taka all- an þann tíma sem hún þarf til að ákveða hvort hún giftir samkyn- hneigða. Hins vegar er með öllu óeðli- legt að hún hamli eða tefji réttindabar- áttu samkynhneigðra og komi í veg fyrir að önnur trúfélög fái þessa heim- ild. Nýverið samþykkti jafnréttisnefnd Reykjavíkur ályktun þar sem skorað var á þingmenn að bíða ekki lengur með að leiðrétta það misrétti sem sam- kynhneigðir hafa þurft að þola, að þeir leggist allir á eitt og afgreiði málið sem fyrst. Einnig er Alþingi hvatt til þess að samþykkja fyrirhugaða breyting- artillögu á umræddu frumvarpi for- sætisráðherra sem heimilar trú- félögum að gefa saman í hjónaband samkynhneigð pör. Má þá stjórnarheimilið skína með sóma, með hreint undir öllum mottum. Að taka almennilega til Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir fjallar um réttarstöðu samkynhneigðra ’Þjóðkirkjunni er frjálstað taka allan þann tíma sem hún þarf til að ákveða hvort hún giftir samkynhneigða.‘ Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir Höfundur er formaður Jafnréttisnefndar Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.