Morgunblaðið - 09.02.2006, Síða 39

Morgunblaðið - 09.02.2006, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 39 MINNINGAR ✝ Þóra María Em-ilía Björnsdóttir fæddist á Siglufirði 6. desember 1929. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Siglufjarðar 1. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Björn Ólsen Björnsson verkamaður á Siglufirði, f. 11.9. 1903, d. 27.5. 1976, og eiginkona hans Konkordía Ingi- marsdóttir húsmóðir, f. 14.6. 1905, d. 6.8. 1987. Systkini Þóru eru: Ólína Sigríður Björnsdóttir, f. 17.11. 1927, d. 21.10. 1996, eig- inmaður hennar Hólmsteinn Þór- arinsson, f. 1.12. 1926; Erlendur Björnsson, f. 1.4. 1931, d. 24.2. 2000, eiginkona hans Helga Ívars- 1952. Börn Þóru og Jóhanns eru: 1) María Jóhannsdóttir, f. 15.7. 1954, maki Björn Sigurður Ólafs- son, börn þeirra Anna María, Ás- björn Smári og Arnar Þór. 2) Ól- ína Sigríður Jóhannsdóttir, f. 14.7. 1955, maki Steinar Ingi Ei- ríksson, börn þeirra Jóhann Helgi, Þóra Kristín, Rakel og Ingvar. 3) Stefán Jóhannsson, f. 9.6. 1959, maki Heiðrún Kristín Óskarsdóttir, f. 17.4. 1960, d. 10.12. 2002, börn þeirra Hafþór Ingi Bjarnason, Kolbrún Björk Bjarnadóttir, Sigríður Dana og Edda Rún. 4) Svanfríður Jóhanns- dóttir, f. 16.10. 1965, maki Sig- urbjörn Egilsson, börn þeirra Arna Björg, María Rós og Tindur Snær. Þóra ólst upp á Siglufirði. Hún lauk prófi frá Iðnskólanum á Siglufirði og stundaði nám í Hús- mæðraskólanum á Varmalandi í Borgarfirði. Þóra vann ýmis verkakvennastörf, saumaskap, síldarsöltun o.fl. Þóra tók virkan þátt í félagsstörfum í Kvenfélag- inu Von og Slysavarnafélaginu Vörn. Útför Þóru verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. dóttir, f. 4.1. 1934; Margrét E. Björns- dóttir, f. 16.4. 1933, eiginmaður hennar Hjörtur Karlsson, f. 13.4. 1926, d. 26.4. 2000; Ágúst K. Björnsson, f. 16.2. 1938, eiginkona hans Þrúður Márusdóttir, f. 15.5. 1939; og Björn M. Ólsen f. 8.4. 1946, sambýliskona hans Bergþóra Jó- hannsdóttir, f. 10.7. 1956. Hinn 26.12. 1954 giftist Þóra eftirlifandi eiginmanni sínum Jó- hanni Helga Stefánssyni frá Grundarkoti í Héðinsfirði. For- eldrar hans voru Stefán Erlends- son bóndi, f. 27.6. 1888, d. 28.12. 1972, og María Þórðardóttir hús- móðir, f. 11.10. 1889, d. 19.6. Elsku besta amma. Það var alveg ólýsanlega erfitt þegar mamma kom til mín og sagði mér að þú ætt- ir stutt eftir og það var jafnvel ennþá erfiðara þegar hún kom svo morguninn eftir og sagði mér það að þú værir dáin. Ég varð eiginlega bara reið yfir því að þú værir farin. En það var víst kannski fyrir bestu að þú fengir hvíldina vegna þess hve veik þú varst búin að vera. Það er samt sárt að hugsa til þess að við systkinin hittum þig ekki aft- ur þegar við komum til Siglufjarð- ar. Þú varst alltaf svo góð við okk- ur, tilbúin til að gera allt í heiminum fyrir okkur og það var alltaf svo frábært að koma til þín. Alltaf tilbúin með heitar lummur handa pabba og litla bróa og nammi handa okkur sem þér fannst held ég betra en okkur. Það eru margar góðar minningarnar sem við gætum talið upp um þig, elsku amma. Vertu bless, elsku amma, og hvíl í friði. Arna Björg, María Rós og Tindur Snær. Elsku amma mín. Þegar mamma sagði mér að þú værir orðin mjög veik vissi ég að röðin væri komin að þér en kvöldið áður enn þú kvaddir okkur varstu svo sterkt í huga mínum að ég grét mig í svefn og þegar síminn hringdi snemma um morgun þá vissi ég að þú varst búin að kveðja. Þegar ég hugsa til baka þá eigum við svo góðar minningar saman, bæði góðar og erfiðar. Þú varst allt- af til staðar fyrir mig þegar ég kom heim úr skólanum, lést mig læra og gafst mér að borða áður en farið var á æfingar. Þegar heim var kom- ið og ekki gott að borða hjá mömmu var alltaf gott að fara á efri hæðina og fá að borða hjá þér. Það var ein- hvern vegin þannig, maturinn var alltaf betri á efri hæðinni hjá ömmu og maður borðaði allt hjá þér. En svona eru góðar ömmur, alltaf gott að koma til þeirra. Amma, mér er svo minnisstætt þegar mamma og pabbi fluttu í suð- urbæinn hvað mér fannst það öm- urlegt að flytja úr kjallaranum frá þér aðeins 10 ára. Þó að vegalengd- in væri ekki löng var engin amma á efri hæðinni í suðurbænum. Hvað ætli ég hafi pakkað öllum fötunum mínum oft niður og borið þau oft heim til þín, ég ætlaði að eiga heima hjá ykkur, og þú rakst mig aldrei til baka, tókst alltaf á móti mér opnum örmum, með smáglott og sagðir við mömmu, æ, leyfið henni nú bara að vera. Það liðu ekki mörg árin þangað til ég var komin í kjallarann hjá ykkur aftur og það voru ansi reynslurík ár, þú kenndir mér að baka og elda. Ó mæ! það má nú ekki gleyma lumm- unum frægu sem engin kann að gera eins og þú, „nema ég“ það seg- ir afi allavega og þykir honum þær ekki slæmar. Það voru margar ferð- irnar um helgar á Sigló til að líta til ykkar afa á spítalann. Hafðu þökk fyrir allt, vona að þú hafir fundið frið og ró. Hvernig verður heimurinn án þín? Bara að vita af þér á jörðu niðri lætur mér líða vel og að þú hafir eytt tíma af ævi þinni með mér er ómetanlegt. Gleði og gull í hjarta þér, örvandi hlýja um mig fer. Dagar og nætur segja mér, ég mun aldrei gleyma þér. (Vignir Snær og Birgitta Haukdal.) Þín Anna María. Elsku besta amma. Það fyrsta sem kom upp í huga mér þegar ég frétti að þú værir orð- in mjög veik var að það yrði svo gott fyrir þig að fá hvíld frá þessum veika og þreytta líkama. Þú varst búin að þjást svo mikið í langan tíma. En þegar ég fékk fréttina um að þú værir dáin varð ég svo sár, reið og sorgmædd að missa þig. Þó að ég hafi hugsað um að þessi tími mundi koma að lokum er maður einhvern veginn aldrei tilbúinn að kveðja. En í hjarta mínu hef ég svo marg- ar hlýjar og góðar minningar um þig. Ég var alltaf hjá þér sem krakki. Þú passaðir mig frá því ég man eftir mér. Þú varst mér svo góð. Ég man svo vel að þegar ég kom til þín snemma dags byrjaðir þú alltaf á því að kyssa og knúsa mig, leist svo á mig og sagðir: Farðu og þvoðu hendurnar og komdu svo með hárburstann. Svo greiddir þú hárið á mér enda vildir þú kenna mér að vera alltaf hrein og fín. Það sem er svo sterkt í minning- unni er að þú passaðir alltaf upp á að vera með nóg að borða. Setningin sem þú sagðir svo oft við matarborð- ið var: Það er nóg af mat fyrir ykkur öll, þið þurfið ekkert að háma í ykk- ur. Og það voru sko orð að sönnu. Þú áttir alltaf nóg til að bakkelsi og mat fyrir alla þá sem stungu nefinu inn til þín. Ég vissi að ég gat komið á hvaða tíma dagsins sem var til þín og alltaf gafstu mér eitthvað í svanginn. Þar sem það var bara eitt hús á milli okkar var gott að vita af þér. Þú varst mikið öryggi í æsku minni. Það var svo gott að hlaupa yfir til þín. Þú varst alltaf svo kát. Það var líka svo gaman að gera eitthvað fyr- ir þig, eins og að fara í sendiferð- irnar, hjálpa við að hengja upp gardínur og að taka til. Þú varst alltaf svo þakklát og sýndir manni það svo vel og alltaf launaðir þú manni greiðann. Svo varstu svo dug- leg að kenna mér fullt af hlutum, eins og að baka, elda, taka til og handavinnuna sem þú gerðir svo vel enda varst þú fullkomin húsmóðir og varst mér svo góð fyrirmynd. Það var alltaf svo hreint og fínt hjá þér. Þú eldaðir svo góðan mat og varst svo klár í höndunum. Þær eru ófáar flíkurnar sem þú saumaðir og heklaðir. Ég mun sakna þess að geta ekki hringt í þig, amma, og spurt hvernig ég eigi að gera þetta og hitt. En ég mun passa og varð- veita allar uppskriftirnar og aðferð- irnar sem þú kenndir mér eins og góðu kjötsúpuuppskriftina sem ég hef margoft eldað eftir. Ég gæti talið upp svo margt gott um þig, amma, en ég mun geyma allar skemmtilegu og góðu minning- arnar um þig í hjarta mínu. Ég vona að þú sért komin á góðan stað handan móðunnar miklu, ég veit að þú átt eftir að láta gott af þér leiða þar eins og þú gerðir hér. Ég elska þig, amma. Þín nafna, Þóra Kristín. ÞÓRA MARÍA EMILÍA BJÖRNSDÓTTIR „Það er ekki von að þú fáir fisk, þú ert ekki með fluguna sem hann tekur.“ Þetta er ein af mörgum setningum sem skýtur upp í huga mér þegar ég hugsa til baka til þeirra góðu stunda sem ég átti með Kolbeini Grímssyni við veiðar. Árið 1995 bauð hann mér í Hlíð- arvatn og var ég svolítið stress- aður yfir því að hann sæi að ég kynni ekkert að kasta flugu. Ekki leið á löngu áður en hann var far- inn að raða flugum í boxið mitt og benda mér vinsamlega á hvað bet- ur mætti fara, og ég tala nú ekki um alla þá tökustaði sem hann kenndi mér á. Einnig man ég eftir mínum fyrsta túr í Grímsá. Þá mættumst við og hann spyr hvern- ig gangi. Ég svaraði honum því að þetta væri frekar erfitt. Þá kom hann skömmu seinna og læddi í lófa mér nokkrum „Undertaker- um“ og svörtum „Labradorum“ með hvítum haus og sagði: „Þetta tekur hann þegar fer að dimma.“ Svo kemur hann til mín þegar veiðitíminn er úti, réttir mér einn lax og segir: „Þú ferð ekki fisklaus heim.“ Þeir sem stunda veiðar skilja hvað svona hlutir gefa manni mikið. Ég var svo heppinn að fara með KOLBEINN GRÍMSSON ✝ Kolbeinn Gríms-son fæddist á Austurbakka við Brunnstíg í Reykja- vík 10. des. 1921. Hann lést á Land- spítalanum í Reykjavík 24. jan- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 7. febrúar. Kolbeini í margar ferðir eftir þetta en mig langar að minn- ast á Laxá í Mývatns- sveit, en þangað fór- um við tveir saman sumarið 1995. Ég hafði veitt í ánni í nokkur ár og taldi mig þekkja til, en eft- ir að hafa verið þar með Kolbeini fékk ég nýja sýn á Laxá. Við vorum ekki í neinu moki en þessi veiði- ferð skilaði mér margra ára reynslu í ánni. Hann kenndi manni að sleppa urriðanum, og mér leið vel á eftir. Ég vil einnig minnast á og þakka Kolbeini fyrir kastkennsluna og hnýtingakvöldin heima hjá honum á Freyjugötunni, en þangað var gott að koma og þiggja einn vindil og skiptast á sögum. Einnig var Kolbeinn duglegur við að labba um miðbæ Reykjavíkur og leit þá oft inn til okkar á La Primavera og þáði Cappuccino með tveimur syk- urbréfum. Síðan var kveikt í vindl- um og rabbað um veiði. Þar sem Kolbeinn á eftir að renna yfir þessi skrif áður en degi lýkur, þá vil ég þakka honum fyrir samveruna og allt sem hann hefur kennt mér. Einnig votta ég sonum hans og fjölskyldum þeirra samúð mína. Ívar Bragason. Það er júlímorgunn, við göngum niður að Kaldósi í Hlíðarvatni og ég velti því fyrir mér hvaða flugu hann myndi vilja. Kolbeinn svarar á sinn hægláta hátt og segist vera með fluguna sem hann tekur. Það er blíðskaparveður og við nálgumst veiðistaðinn. Ég sest niður við hól- inn, geng frá taumi og vel mér flugu. Félagi minn, vinur og læri- meistari í fluguköstum og hnýt- ingum veður út í vatnið, upp að mitti og byrjar að veiða. Tígulega réttir hann úr kastöndinni, færir hana aftur að öxl, með auknum hraða og stoppar. Línan þýtur aft- ur uns hún liggur lárétt í loftinu. Þá færir hann höndina mjúklega fram og línan skýst út yfir vatnið og leggst eins og örmjótt strik á vatnsflötinn. Lítill gáruhringur myndast fyrir framan línuna. Flug- an er komin á sinn stað. Hann snýr sér að mér á meðan flugan sekkur og spyr hvort ég ætli nú ekki að fara að koma mér að verki. Ég játa því hugsi, því ég var hugfanginn yfir því valdi sem hann hafði á stöng og línu, því Kolbeinn var meira en fluguveiðimaður, hann var listamaður. Hann hagræðir húfunni og byrj- ar að draga línuna rólega að sér. Allt í einu fær hann högg, reisir stöngina og kallar brosandi til mín „Peter Ross númer 16. Maður verður nú að hafa eitthvað í fingr- unum til þess að geta veitt hér, Stefán minn.“ Hann þreytir silung- inn varfærnislega, grípur með vinstri höndinni um háfinn og án nokkurrar fyrirhafnar er bleikjan þar. Mjúklega tekur hann fluguna úr kjaftvikinu, virðir fiskinn fyrir sér, setur hann í vatnið að nýju þar sem bleikjan finnur leiðina til lífs- ins á milli fingra hans. Kolbeinn lítur til mín og segir ,„Hún verður stærri næsta sumar.“ Mörg slík minningarbrot brjótast fram þegar Kolbeinn er kvaddur hinstu kveðju. Hann mun ávallt skipa veglegan sess í hugum okkar fluguveiðimanna. Tryggð hans við félagið okkar Ármenn verður ávallt í hávegum höfð. Ég er viss um að á unga aldri hefur veiðigyðjan lostið hann með töfrasprota sínum og gert hann að þessum fágaða flugu- veiðimanni og náttúrunnanda sem hann var. Hann miðlaði af reynslu sinni og leiddi fólk í hundraðatali inn í undraheim fluguveiðanna. Hann var okkur Ármönnum fyr- irmynd í einu og öllu, hvað varðar fluguveiði. Virðing hans fyrir nátt- úrunni og bráðinni var okkur aug- ljós. Hann var ávallt þessi hægláti gleðigjafi sem alla vildi aðstoða. Kolbeinn var frábær sögumaður, þótt hætti það til að segja mönnum sömu söguna oftar einu sinni og oftar en tvisvar. En það var í lagi, því sögurnar þróuðust eftir því sem tíminn leið, fiskarnir urðu fleiri og þyngri þar til hver saga náði fullkomnun. Um árabil rak Kolbeinn versl- unina Ármót við Flókagötuna ásamt Þorsteini Þorsteinssyni, ein- um af hans nánustu vinum. Þessi litla búð var um margt merkileg og nánast Mekka fluguveiðimanna. Frá þeim félögum gekk margur maðurinn mun fróðari. Þau hjónin, Steini og Helga, þakka honum samstarfið og áralanga vináttu á kveðjustund. Kolbeinn Grímsson var yndisleg- ur samferðamaður og ég hef ávallt verið stoltur af því að vera einn af lærisveinum hans. Hann skilur eft- ir sig djúp spor, full af reynslu og fróðleik sem hann hefur miðlað til óteljandi veiðimanna. Nú sé ég hann fyrir mér þar sem hann lokar hliðinu á eftir sér þegar hann yf- irgefur hérvistarsviðið. Hann gengur niður á ströndina, tekur hvítu derhúfuna ofan og veifar í kveðjuskyni. Ég kveð hann með sömu orðum og hann kvaddi mig svo oft, „ferðu ekki örugglega beint heim, Kolbeinn minn.“ Ég færi öllum hans ástvinum mínar dýpstu samúð. Stefán B. Hjaltested. Vinur okkar, granni og fóstri í fluguveiðum, Kolbeinn Grímsson, heldur nú á nýjar veiðilendur. Það er ósköp dapurlegt að vita til þess að neðri hæðin á Freyjugötunni sé tóm. Því þótt þar væri hin síðari ár ,,aðeins“ einn öldungur með hærur gráar, þá fyllti hann upp í til- veruna með návist sinni, tilfallandi spjalli í forstofunni og áhuga á því sem máli skipti: Veiðinni. Fyrir ut- an það góða mál sem við áttum sameiginlegt og var: Hvað er kött- urinn eiginlega að bralla? Um leið og við skrifuðum undir kaup á hluta Freyjugötuhússins skráði Kolbeinn okkur í fluguveiðinám. Hann fóstraði okkur og hjálpaði. Á þeim árum ráku þeir Þorsteinn Þorsteinsson búðina Ármót fyrir veiðimenn, sem varð helgidómur í hugum allra sem mátu þessa önd- vegismenn. Brugðið er upp mynd af Kolbeini í bókinni Fluguveiðisögum. Þar kemur glöggt fram hve takmarka- laus aðdáun okkar yngri veiði- manna var á honum. Bara nafn Kolbeins er tákn. Einhver myndi segja ,,vörumerki“. En við segjum ,,tign“, því nafn Kolbeins fól í sér einhverja óskilgreinda aðdáun þeg- ar við vorum að alast upp sem veiðimenn, fjölmörg. Kolbeinn Grímsson er stórmenni í sögu íslenskra fluguveiða. Hann fór framarlega í flokki manna sem boðaði hófsemd og virðingu fyrir náttúru, var mikill kennari þús- unda veiðimanna og hannaði merk- ar flugur. Kjaftatarnirnar í forstofunni voru lífið sjálft: Sagðar dyntasögur af kisa og farið yfir í veiði, því allt- af hafði Kolbeinn fréttir og sögu fyrir hvert tækifæri. Þeir Kári köttur og Goði arftaki hans urðu fastir heimilisvinir niðri. Sannkölluð gæludýr í ranni Kol- beins, svo mjög að aldrei sýndu þeir jafn dásamlegt afslappelsi og heima hjá vini sínum. Kolbeins er sárt saknað af mörg- um. Hann gnæfði yfir margt sem spjallað er í heimi fluguveiða, virt- ur og dáður. Fyrir okkur var hann granni, góður vinur, hluti af húsi og heim- ili. Kolbeins er sárt saknað. Með kveðju frá Freyjugötu, Stefán Jón, Guðrún og Goði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.