Morgunblaðið - 09.02.2006, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 09.02.2006, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 45 Húsnæði óskast Geymsluhúsnæði óskast Stór félagasamtök leita að um það bil 100-150 fm geymsluhúsnæði til leigu Um væri að ræða leigu til langs tíma. Gott að- gengi er æskilegt og helst innkeyrsludyr. Einnig þarf húsnæðið að vera upphitað. Vel kemur til greina rými sem er hluti af öðru stærra geymslu- rými en afmarkað. Staðsetning húsnæðisins væri frá Mosfellsbæ að Reykjanesbæ. Vinsamlega hafið samband í síma 515 1700. Spennandi verkefni N æ st Leiðandi flutningsfyrirtæki á alþjóðavísu með þjónustu á sviði flutningsmiðlunar, vörustýringar, hafnar- og uppskipunarþjónustu leitar að einstaklingi til að vinna við þróun verkefnis á Íslandi í 12-24+ mánuði með reynslu á einhverjum af eftirfarandi sviðum; verkfræði, vörustjórnun, vöruflutningum og uppskipunarþjónustu. Hæfniskröfur: • Góð enskukunnátta • Góð tölvukunnátta (Word og Excel) • Skilningur á fjármálaþáttum tengdum starfseminni • Skipulagshæfni, geta samræmt upplýsingar, mannskap og tækjabúnað • Mjög góðir samskipta- og stjórnunarhæfileikar • Reynsla af ströngum gæða- og öryggiskerfum ásamt starfsaðferðum. Umsóknir á bæði ensku og íslensku óskast sendar á netfangið sigridur.hostert@deloitte.is, eða til Deloitte hf., Stórhöfða 23, 110 Reykjavík, merkt “Spennandi verkefni” fyrir 16. febrúar. Leiðandi flutningsfyrirtæki Tæknimaður Óskum eftir tæknimanni á verkstæði hjá Tölvu- virkni. Umsóknir sendist á info@tolvuvirkni.is. Öllum umsóknum verður svarað. Uppboð Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Eyjafell 18, 222-3221, Kjósarhreppur, þingl. eig. Gullbílar ehf., gerðar- beiðendur Kaupþing banki hf. og Samvinnulífeyrissjóðurinn, mánu- daginn 13. febrúar 2006 kl. 11:00. Faxafen 12, 202-3360, Reykjavík, þingl. eig. Sparisjóður Hafnarfjarðar og talin eign Didrix Spa ehf., gerðarbeiðandi Sparisjóður Hafnarfjarð- ar, mánudaginn 13. febrúar 2006 kl. 14:30. Kelduland 3, 203-7542, Reykjavík, þingl. eig. Málfríður H. Halldórsdótt- ir, gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf. og Lífeyrissjóður verslunar- manna, mánudaginn 13. febrúar 2006 kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 8. febrúar 2006. Sigurður Jónsson hrl. Jón G. Valgeirsson hdl. Austurvegur 3, 800 Selfoss Verktakar - athafnamenn Okkur hefur verið falið að leita tilboða í lóð úr landi Gráhellu, Selfossi Um er að ræða 11,7 hektara landspildu milli lands Dísastaða og Gráhellu. Landspildan liggur að þéttbýlinu við Tjaldhóla og hefur landnúmerið 205340 Allar frekari upplýsingar veita Lögmenn Árborg í síma 480 1816 Tilboð berist Lögmönnum Árborg, Austurvegi 3, 800 Selfoss Fax 482 2978, e-mail siggij@lov.is Félagslíf I.O.O.F. 11  186928½  Landsst. 6006020919 VIII Í kvöld kl. 20 lofgjörðarsam- koma. Allir velkomnir. I.O.O.F. 5  186298  9.II* Fimmtudagur 9. febr. 2006 Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Predikun Katrín Þorsteinsdóttir. Mikill söngur og vitnisburðir. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is. Raðauglýsingar 569 1100 Atvinnuauglýsingar Tilboð/Útboð Raðauglýsingar sími 569 1100 Á ÁRSHÁTÍÐ Verkfræðingafélags Íslands nýlega voru fjórir verk- fræðingar sæmdir heiðursmerki fé- lagsins fyrir vel unnin störf innan verkfræðinnar og í þágu félagsins. Verkfræðingarnir fjórir eru: Albert Albertsson vélaverkfræðingur, Guð- rún Hallgrímsdóttir matvælaverk- fræðingur, Valdimar K. Jónsson vélaverkfræðingur og Viðar Ólafs- son byggingarverkfræðingur. Í umsögn um feril verkfræðing- anna segir m.a.: Albert Albertsson lauk prófi í vélaverkfræði frá KTH í Stokk- hólmi 1977. Hann býr yfir yfirburða þekkingu á jarðhitaorkuvinnslu og hefur færni til að sjá fyrir sér hina fjölmörgu nýtingarmöguleika jarð- hitaorku þannig að hámarksnýting náist. Hann er framúrskarandi fyr- irlesari og fræðimaður með skýra framtíðarsýn. Albert er lykilmaður í þeirri fjölþættu nýtingu jarðhit- ans, sem orkuverið í Svartsengi byggist á, en það var framkvæmd sem átti sér enga hliðstæðu í heim- inum. Hann er einnig að stórum hluta höfundur hinnar merku til- raunar með djúpborun sem nú er unnið að. Guðrún Hallgrímsdóttir útskrif- aðist sem matvælaverkfræðingur frá Humboldt Universität í Berlín árið 1968. Hún á að baki farsælan starfsferil í matvælaiðnaðinum og í stjórnsýslunni. Hún starfaði auk þess um tíma sem iðþróunarfulltrúi hjá Iðnþróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna og er þá ógetið ferils hennar sem kennara og brautryðj- anda í gæðastjórnun. Guðrún hefur látið félagsmál mjög til sín taka á opinberum vettvangi. Hún hefur um áratuga skeið verið í far- arbroddi í jafnréttismálum kvenna og sat um hríð á Alþingi. Valdimar K. Jónsson lauk prófi í vélaverkfræði við DTH í Kaup- mannahöfn árið 1960 og dokt- orsprófi í vélaverkfræði við Uni- versity of Minnesota, 1965. Valdimar var lektor við Imperial College of Science and Technology í London frá 1965 til 1969, síðan að- stoðarprófessor við Pennsylvania State University frá 1969 til 1971 og frá árinu 1972 hefur hann verið prófessor við verkfræðideild Há- skóla Íslands. Valdimar hefur verið leiðandi í kennslu og rannsóknum á nýtingu jarðhita. Hann hefur unnið að hönnun og verkefnisstjórnun við margar stórvirkjanir landsins og hafði umsjón með hraunkælingu í Vestmannaeyjum 1973. Valdimar hefur birt fjölda ritrýndra fræði- greina og verið höfundur að fjöl- mörgum skýrslum og ritrýndum ráðstefnugreinum um nýtingu jarð- hita og orkurannsóknir. Hann hefur verið mjög virkur í stjórn- unarstörfum, bæði innan Háskóla Íslands og á opinberum vettvangi. Viðar Ólafsson lauk prófi í bygg- ingarverkfræði frá NTH í Þránd- heimi árið 1970. Hann hefur starfað hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen, VST hf., frá árinu 1971 og sem framkvæmdastjóri frá árinu 1992. Jafnframt þessu hefur hann starfað að fjölbreyttum verkefnum í nefndum opinberra aðila og verið í forystuhlutverki í alþjóðlegum hópi fimm verkfræðifyrirtækja við hönn- un Kárahnjúkavirkjunar. Viðar hef- ur verið virkur félagi VFÍ og var formaður félagsins 1987–1988. Mik- ilvægasta framlag hans til verk- fræðinnar hefur verið að stjórna einni stærstu verkfræðistofu lands- ins um langt árabil í gegnum um- brotatíma með miklum ágætum. Frá vinstri: Logi Kristjánsson, framkvæmdastjóri VFÍ, Viðar Ólafsson, Valdimar K. Jónsson, Guðrún Hallgríms- dóttir, Albert Albertsson og Steinar Friðgeirsson, formaður VFÍ. Fjórir verkfræðingar heiðraðir FRÉTTIR STEFNT er að því að halda mál- þing um trúarbragðakennslu í grunn- og framhaldsskólum á Ís- landi. Fer það fram í Hafnarfjarð- arkirkju laugardaginn 22. apríl og mun standa frá klukkan 10 til 14. Samkvæmt upplýsingum frá séra Þórhalli Heimissyni var fyrir stuttu haldinn í safnaðarheimili Hafn- arfjarðarkirkju óformlegur fundur ýmissa trúfélaga og áhugafólks um trúarbragðafræðslu hérlendis. Var þar ákveðið að stefna að fram- angreindu málþingi. Er markmið þess skv. upplýsingum Þórhalls að finna leiðir til að efla trúarbragða- fræðslu og vinna þannig gegn for- dómum og árekstrum trúfélaga og menningarheima hér á landi. Dagskrá er ekki frágengin nema hvað menntamálaráðherra mun ávarpa þingið í upphafi og síðan flytja erindi fulltrúar úr hópi kenn- ara og frá ýmsum trúfélögum. Í lokin verða síðan pallborðs- umræður. Málþing um trúarbragðakennslu STJÓRN Sambands ungra fram- sóknarmanna skorar á íslensk stjórn- völd að leita leiða til að aðstoða kjör- foreldra við ættleiðingar. Segir m.a. svo í ályktun frá stjórninni: „Í nágrannalöndum okkar eru veittir styrkir til þess að vega á móti miklum kostnaði við ættleiðingar, en enga slíka aðstoð er að fá hér á landi. Að ættleiða barn frá útlöndum kostar mikla fjármuni. Þeir sem eignast börn með hefðbundnum hætti hér á landi fá margvíslega þjónustu endurgjaldslaust og því er eðlilegt að létt verði undir með vænt- anlegum kjörforeldrum sem láta sig dreyma um að eignast börn og vilja láta þann draum sinn verða að veru- leika. Skorar stjórn SUF því á ríkisstjórn Íslands að bregðast myndarlega við réttmætum ábendingum kjörfor- eldra og renna enn frekari stoðum undir þá fjölskyldustefnu sem rekin er á vegum ríkisstjórnarinnar, þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi.“ Ríkið styðji ættleiðingar Rangt föðurnafn Í BRÉFI til blaðsins í Morg- unblaðinu miðvikudaginn 8. febrúar, misritaðist föðurnafn tónskáldsins Gunnars Reynis Sveinssonar, en í greininni var hann sagður Sverr- isson. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Íslenska gámafélagið ÓNÁKVÆMNI var í frétt blaðsins á þriðjudag með nafn Íslenska gáma- félagsins, um að bryggjan í Gufunesi hefði verið notuð í síðasta sinn. Beð- ist er velvirðingar á því. LEIÐRÉTT Fundur um opið ljósleiðaranet VIÐSKIPTARÁÐ Íslands stendur á morgun fyrir morgunverðarfundi um opið ljósleiðaranet. Hefst hann kl. 8 og fer fram á Radisson Hótel sögu. Fyrirlesari er Dolf Zantinge, stjórnarformaður Unet í Hollandi, sem rekur ljóðleiðaranet í bænum Almere. Mun hann rekja hvernig opið ljósleiðaranet hefur lagt grunninn að nútímalegu og fram- sæknu samfélagi í Almere og hver ávinningur netsins er, segir m.a. í frétt frá Viðskiptaráðinu. Fundargjald er kr. 2.500 með morgunverði og er óskað eftir að fundarmenn skrái sig á vefinn vi.is, fundir.is eða á skrifstofu Við- skiptaráðs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.