Morgunblaðið - 09.02.2006, Page 53

Morgunblaðið - 09.02.2006, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 53 MENNING Háskólabíó kl. 19.30 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands undir stjórn Rumons Gamba leikur Sjö byltur svefnleysingjans, eftir Harald Vigni Sveinbjörnsson, Þrenj- ar eftir Þorkell Sigurbjörnsson, Sjö- stirni eftir Eirík Árna Sigtryggsson og frumflytur svo Sinfóníu nr. 1 eftir Þorstein Hauksson. „Stóra verkið mitt, Psychomachia, er verk sem skrifaði sig nánast sjálft,“ segir Þorsteinn, spurður um tilurð sinfóníunnar. „Ég var með ákveðna hugmynd sem ég vildi vinna út frá, en önnur hugmynd var alltaf að skjóta upp kollinum. Ég var samt ekki sáttur við hana, fannst hún jafn- vel koma frá vitlausri öld! Þegar fimm dagar voru í að ég yrði að skila verkinu, gafst ég upp, settist upp í lestina, með nýju hugmyndina, og hélt mér bara fast og kláraði á fimm dögum. Það sama gerðist með sinfón- íuna, þótt ég hafi ekki samið hana á fimm dögum. Hún stakk upp á sér sjálf og samdi sig sjálf, en í þetta skipti var ég reynslunni ríkari, streittist ekkert á móti, og vissi að þetta yrði bara skemmtilegt. Ég hafði mjög gaman af því að semja sinfón- íuna, var í fínu stuði og góðu skapi. Upphaflega voru þetta tveir þættir, sem ég lauk við árið 2002. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hafa þriðja þátt með – byrjaði, en leist ekki nógu vel á hugmyndina. Ég leit svo á hana aftur í haust og sá strax að ég gæti vel not- að hana, og þegar ég var kominn í gang fór þetta aftur að rúlla af stað af sjálfu sér. Ég kláraði þriðja þáttinn rétt fyrir jól. Það getur verið erfitt að taka upp gamlar hugmyndir, en þetta gekk prýðilega, hvað svo sem fólk segir um útkomuna – ég skemmti mér alla vega vel.“ Þorsteinn segir að sú tilfinning muni fylgja sinfóníunni, hvað gott og notalegt hafi verið að semja hana – vinnan var auðveld og þvældist ekk- ert fyrir honum. En er þetta þá gleði- músík? „Það getur vel verið – jú, al- veg örugglega, því þetta er glaðvært verk þótt það sé ekki beinn húmor í því. En það er líka svolítið dularfullt og hlustandinn gæti villst á öldum þegar hann heyrir það. Þetta er al- daflakk og ég ber niður víða. Það er kúnst að láta slíkt ganga upp en ég held að það hafi tekist. Ég held að minnsta kosti að hljómsveitinni hafi ekki leiðst að æfa verkið,“ segir Þor- steinn Hauksson. Laugarborg kl. 20.30 Einleikstónleikar Sergios Puccinis gítarleikara frá Argentínu. Hann leikur Le Tombeau de Debussy eftir Manuel de Falla, Elogio de la Danza og Lento ostinato eftir Leo Brouwer, Stef og tilbrigði eftir Manuel Ponce, Within the Circle eftir Karólínu Ei- ríksdóttur, Self Portrait eftir Manly Romero, Gítarsónötu eftir José Buenagu, Sónatínu eftir Germán Cáceres og Sónötuþætti eftir Alberto Ginastera. Um frumflutning er að ræða á verkum Karólínu og Romeros, og verk Buenagus og Cáceres hafa ekki heyrst á Íslandi áður. Tengsl Puccinis við íslenskt tónlist- arlíf eru merkileg. Í heimsókn sinni til Íslands fyrir nokkrum árum kom hann við í Íslenskri tónverkamiðstöð, þar sem hann skoðaði nótur að ís- lenskum gítarverkum. Þar fann hann meðal annars verkið Hvaðan kemur lognið? sem Karólína samdi fyrir Ein- ar Kristján Einarsson, og hreifst af því. Í kjölfarið hafði hann samband við Karólínu og pantaði hjá henni gít- arkonsert. Konsertinn var frum- fluttur í Argentínu fyrir fimm árum. Karólína samdi verkið sem flutt verð- ur í kvöld einnig fyrir Sergio Puccini. Myrkir músíkdagar | Sinfónía stakk upp á sér sjálf og samdi sig sjálf og tónskáldið stökk um borð Glaðvært aldaflakk Þorsteinn Hauksson tónskáld. Sergio Puccini gítarleikari. Á NEÐRI hæð Gerðarsafns er sýn- ing á um 20 kjólum og höklum sem Guðrún J. Vigfúsdóttir hannaði og óf á meðan hún rak vefstofu á Ísafirði. Vefstofuna stofnaði Guðrún árið 1965 í eigin nafni og rak í rúmlega 20 ár ásamt því að vinna við alhliða vefn- aðarkennslu. Í fréttatilkynningu frá safninu segir að markmið Guðrúnar með vefstofunni hafi verið að hefja hinn forna ullariðnaðar til vegs og virðingar og vinna glæsilegar og nú- tímalegar flíkur frá grunni líkt og ís- lenskar konur gerðum fyrrum. Flík- urnar á sýningunni eru merkilegur vitnisburður um þá starfsemi og við lestur bókarinnar Við vefstólinn í hálfa öld, sem liggur frammi á sýn- ingunni og fjallar í máli og myndum um líf og starf Guðrúnar, fæst enn fyllri mynd af starfi hennar. Starf sem óhætt er að segja að sé ekki síður innblásið af áhuga hennar á þeim sköpunarmætti sem býr meðal al- mennings og áhuga á eigin sköpun þar sem framleiðslu á handofnum há- tískufatnaði ber hæst. Flíkur Guðrúnar á sýningunni eru ofnar úr eingirni sem gefur þeim ein- staklega fíngert og létt yfirbragð. Það sambland af hrjúfleika og mýkt sem ullin býr yfir skapar efninu sér- stöðu, en allar flíkurnar eru hag- anlega fóðraðar og bera með sér áherslu á lúxus og þægindi við notk- un. Kjólarnir á sýningunni eru marg- ir í sauðarlitum en einnig sérstaklega litaðir og hönnunin tekur jafnt mið af íslenskri vefnaðarhefð og minnum úr íslenskri náttúru. Á sjöunda og átt- unda áratugnum naut fatnaður frá vefstofu Guðrúnar mikilla vinsælda, ekki síst ofnir kjólar hennar sem voru sýndir á mörgum tískusýningum hér heima og erlendis. Það fer ekki hjá því að hugsa til íslenskra fatahönnuða samtímans þegar kjólar Guðrúnar eru skoðaðir, áhersluna á íslensku ull- ina og sérstöðu hönnunar sem bygg- ist á grunnþáttum efnisgerðarinnar. Margir kjólanna bera tísku og tíð- aranda síns tíma vitni, tísku sem eins og ávallt kemur aftur í lítillega breyttum myndum. Sumir kjólarnir eru þó klassískari eða tímalausari en aðrir þrátt fyrir sterk höfund- areinkenni, margir þeirra og þeir nánast smellpassa við tíðaranda dagsins í dag. Brúðarkjólar Guðrúnar eru alveg sér á parti þar sem óhætt er að segja að efniskennd þeirra er ólík hefðbundinni efnisgerð slíkra kjóla. Hönnun þeirra eins og hinna kjól- anna liggur fyrir áður en efnið er ofið, enda ofið eftir fyrir fram ákveðnum sniðum. Eingirnisvefnaðurinn er mis- þéttur eftir viðfangsefnum og í brúð- arkjól með kambgarnslykkjukögri er vefnaðurinn þéttari en ella til að ná efnislegu jafnvægi í heildarmyndinni. Þótt Guðrún hanni flesta kjóla sína sjálf er gerð þeirra samstarfsverkefni hennar og starfsmanna á vefstofunni en þar leika ákveðnar saumakonur stórt hlutverk. Þegar ferill Guðrúnar er skoðaður er áberandi hversu mik- inn áhuga hún hefur á þeirri dínamík sem samstarfsverkefni af ýmsu tagi fela í sér og sú virðing sem hún ber fyrir listrænu framlagi annarra í samstarfs- og hópverkefnum. Óhætt er að segja að framlag Guðrúnar til menningarinnar liggi á mörgum svið- um innan vefnaðarlistarinnar og eins og sýningin ber með sér er framlag hennar til hönnunarsögu á fatnaði, hefðbundnum jafnt sem hátískufatn- aði, ákaflega áhugavert. Mikilvægi þessa framlags mun koma betur í ljós með tímanum, ekki síst sú verkmenn- ing sem Guðrún hefur tekið þátt í að viðhalda í landinu og það hugarfar sem liggur að baki vinnu hennar. Hugarfar samnýtingar krafta mis- munandi listamanna ásamt því að samþætta það gamla og nýja en ekki síst það alþýðlega og það einstaka. Þræðir íslenskrar tískuhönnunar Morgunblaðið/Sverrir Verk Guðrúnar á sýningunni, brúðarkjóll ásamt hatti. MYNDLIST Listasafn Kópavogs Gerðarsafn Sýningin stendur til 12. febrúar Guðrún J. Vigfúsdóttir: Þræðir Þóra Þórisdóttir Útsölunni lýkur 11. febrúar Klapparstíg 44 - sími 562 3614 • Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni Enn meiri afsláttur síðustu dagana Innköllun vegna rafrænnar skráningar hlutabréfa í Fiskeldi Eyjafjarðar hf. Mánudaginn 15. maí 2006 verða hlutabréf í Fiskeldi Eyjafjarðar hf. tekin til rafrænnar skrán- ingar hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. í sam- ræmi við ákvörðun stjórnar Fiskeldi Eyjafjarðar hf. þar að lútandi. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Hér með er skorað á alla eigendur ofan- greindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé rétti- lega fært í hlutaskrá Fiskeldis Eyjafjarðar hf. að staðreyna skráninguna með fyrir- spurn til hlutaskrár Fiskeldi Eyjafjarðar hf., Hjalteyri, 601 Akureyri eða í síma/ netfangi 462 7489/ arnar.jonsson@fiskey.is. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hluta- bréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyritæki eða spari- sjóð sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf. fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hlut- hafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félag- inu að undanskildum sjálfum skráningardegin- um. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hlut- hafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Reikningsstofnun mun í þessu skyni stofna VS-reikning í nafni viðkomandi hluthafa. Hlut- höfum félagsins verður kynnt þetta bréfleiðis. Framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.