Morgunblaðið - 03.03.2006, Page 1
STOFNAÐ 1913 61. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Iðnþing 2006 á Hótel Loftleiðum 17. mars:
Nánari upplýsingar, dagskrá og skráning á www.si.is
Nýsköpun
í hnatt-
væddum
heimi
Framtíðarsýn
fyrir atvinnulífið
Alltaf í g-streng
á sviðinu
Hvenær varstu síðast Wig Wamað-
ur? spyr Glam | Menning
Bílar og Íþróttir
Bílar| Um 30% fleiri bílar Jeppar í Genf Lipur borgarbíll
Bílaumboðin keppa Íþróttir | Hafa Þjóðverjar aldrei verið slapp-
ari? Hvað gerir Alfreð? Marinov þjálfar blaklandsliðið
Berlín. AFP. | Hundruð Þjóðverja hafa losað sig við kettina sína með
því að skilja þá eftir fyrir utan dýraathvörf þýskra dýraverndar-
samtaka eftir að skýrt var frá því að köttur hefði drepist úr fugla-
flensu.
„Nokkur hundruð katta hafa verið skilin eftir hjá okkur. Fólk óttast
að kettirnir hafi fengið fuglaflensu,“ sagði Jan Pfeifer, talsmaður dýra-
verndarsamtakanna. „Við gefum ekki upp nákvæmari tölu vegna þess
að við viljum ekki að fólk haldi að það sé full ástæða til að gera þetta.“
Pfeifer sagði að fjölmargir Þjóðverjar hefðu hringt í samtökin og
sagst vilja gefa kettina sína eða jafnvel aflífa þá af ótta við að dýrin
fengju það afbrigði fuglaflensuveirunnar sem er hættulegt mönnum.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sagt að ekki sé vitað
hvort fuglaflensuveiran geti borist úr köttum í menn en hættan á því
virðist mjög lítil.
Margir losa sig við heimiliskettina
Köttur á þýsku eyjunni Rügen.
ÁFÖLL sem fólk verður fyrir í æsku, svo sem
kynferðislegt ofbeldi, eða annað andlegt og
líkamlegt ofbeldi, geta haft mikil áhrif á and-
legt og líkamlegt heilsufar síðar á ævinni og
geta leitt til ýmissa sjúkdóma og ótímabærra
dauðsfalla. Þetta segir Anna Luise Kirkeng-
en, sérfræðingur í heimilislækningum í Ósló,
sem flytja mun erindi um þessi mál á fræða-
degi íslenskra heimilislækna á morgun. Hún
hefur rannsakað sérstak-
lega áhrif kynferðislegs
ofbeldis gagnvart börnum
á heilsufar þolenda ofbeld-
isins síðar á ævinni og
skrifað tvær bækur um
þessi mál.
Sem dæmi um áföll sem
fólk verður fyrir í æsku og
geta haft slæm áhrif síðar
meir nefnir Kirkengen
börn sem beitt eru ofbeldi
eða verða vitni að ofbeldi á
heimili sínu, eru vanrækt eða alast upp við
áfengis- eða eiturlyfjaneyslu uppalenda. „Við
vitum núna að þessi reynsla hefur ekki ein-
ungis andleg áhrif á fólk heldur einnig lík-
amleg,“ segir hún og bætir við að ekki sé í
raun hægt að aðgreina andlega og líkamlega
heilsu fólks. Börn sem alast upp við ofbeldi
eigi erfiðara með að setja mörk, gagnvart
sjálfum sér og gagnvart öðrum. Þetta geti
leitt til áhættuhegðunar sem síðar leiði til
sjúkdóma, slysa og ótímabærra dauðsfalla.
Auknar líkur á hjartasjúkdómum
Kirkengen vísar í nýlega bandaríska rann-
sókn þar sem safnað var upplýsingum um
17.000 fullorðna einstaklinga og kannað hvort
áföll í barnæsku tengdust áhættu á ýmsum
sjúkdómum síðar á lífsleiðinni. Rannsóknin
leiddi í ljós að sterkt samband var á milli um-
fangs áfalla sem fólk varð fyrir í æsku og ým-
issa andlegra og líkamlegra sjúkdóma sem
það fékk síðar á ævinni. Hér má nefna mjög
aukna hættu á hjartasjúkdómum, lungna-
teppu, lifrarbólgu og kynsjúkdómum. Þá
leiddi rannsóknin í ljós að fólk sem orðið hafði
fyrir áföllum í æsku var einnig líklegra til þess
að nota vímuefni, byrja snemma að reykja,
verða þunglynt og fremja sjálfsvíg eða gera
tilraunir til þess. Eiga niðurstöðurnar jafnt
við um konur og karla. Kirkengen segir brýnt
að auka meðvitund lækna og annarra fag-
stétta um vandann. Þjálfa verði lækna í að
ræða við fólk um áföll og misnotkun sem kann
að hafa haft áhrif á heilsu þess, svo líkur auk-
ist á að hægt sé að veita viðeigandi aðstoð.
Áföll í æsku
geta kallað
fram sjúk-
dóma síðar
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
Anna Luise
Kirkengen
SVIFRYK mældist hátt yfir heilsuverndar-
mörkum í Reykjavík í fyrradag, annan daginn
í röð. Þá mældist í Reykjavík rúmlega tvöfalt
meira magn svifryks en heilsuverndarmörk
segja til um, samkvæmt upplýsingum frá Lúð-
víki Gústafssyni jarðfræðingi hjá Umhverfis-
lofti verði áfram yfir heilsuverndarmörkum.
Þetta kemur fram á vef umhverfissviðs
Reykjavíkur. Svifryk er fínasta gerð rykagna
sem eiga greiða leið í öndunarfærin og getur
það borið með sér önnur eiturefni. Aukist
vindhraðinn eru líkur á að ástandið lagist.
og heilbrigðisstofnun Reykjavíkur. Magn svif-
ryks sem mældist í fyrradag var eitt það
mesta sem mælst hefur á þessum vetri, að
sögn Lúðvíks.
Búist er við áframhaldandi stilltu veðri og
því er útlit fyrir að magn svifryks í andrúms-
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Kuldi og logn valda auknu svifryki
TILRAUNIR til að mynda þjóð-
stjórn í Írak voru í algjöru upp-
námi í gær þegar helstu stjórn-
málaflokkar Kúrda og
súnní-araba sögðu að ekki kæmi
til greina að Ibrahim Jaafari for-
sætisráðherra færi fyrir næstu
stjórn.
Bandalag trúarlegra stjórn-
málaflokka sjíta, Íraska banda-
lagið, fékk 128 þingsæti af 275 í
kosningunum í Írak 15. desem-
ber og samþykkti í febrúar að
tilnefna Jaafari í embætti for-
baráttunni við uppreisnarmenn.
Hann hefur einnig verið gagn-
rýndur fyrir að skipa sjíta í mik-
ilvægustu ráðuneytin. Þá hefur
forsætisráðherrann verið sakað-
ur um að hafa heimilað innanrík-
isráðuneytinu að koma upp
leynilegum dauðasveitum sem
sagt er að hafi myrt marga
súnní-araba.
Yfir 30 manns létu lífið í
sprengjuárásum í Írak í gær og
hundruð manna liggja í valnum
eftir ofbeldisöldu sem hófst á
miðvikudaginn var þegar
sprengjuárás var gerð á einn af
helstu helgistöðum sjíta.
um að forsætisráðherrann þurfi
að mynda nýja ríkisstjórn ekki
síðar en mánuði eftir að hann er
skipaður í embættið. Takist hon-
um það ekki getur þingið skipað
nýjan forsætisráðherra.
Sagður hafa staðið sig illa
Tvær fylkingar hafa lagst
gegn því að Jaafari gegni emb-
ættinu, en þær eru bandalag
Kúrda, sem er með 53 þingsæti,
og helsta bandalag súnní-araba,
með 44 þingsæti.
Þessar fylkingar segja Jaafari
hafa staðið sig illa í embætti for-
sætisráðherra, meðal annars í
sætisráðherra.
Nýtt þriggja
manna forsæt-
isráð þarf að
staðfesta til-
nefninguna
formlega en
áður þarf
þingið að
skipa ráðið
með minnst
tveimur þriðju atkvæða. Er talið
að þetta fyrirkomulag geti ýtt
undir endalausar pólitískar leik-
fléttur sem tefji fyrir myndun
nýrrar stjórnar.
Stjórnarskrá Íraks kveður á
Viðræður um þjóðstjórn
í Írak í algjöru uppnámi
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
Ibrahim Jaafari