Morgunblaðið - 03.03.2006, Side 2
Kanna leiðir til að
lækka raforkuverð
SVEITARSTJÓRN Skagafjarðar
hefur samþykkt tillögu þess efnis að
kanna aðgang að rafmagni á sem
hagstæðustu verði til heimila og fyr-
irtækja í Skagafirði. Jafnframt var
samþykkt að óska eftir viðræðum
við stjórnvöld um að kannaðir verði
kostir þess að sveitarfélagið og
Skagafjarðarveitur ehf. eignist þá
starfsemi sem Rafveita Sauðárkróks
áður gegndi og annan rekstur
RARIK í héraðinu.
Bjarni Jónsson, sveitarstjórn-
armaður og einn flutningsmanna til-
lögunnar, sagði að ef sveitarfélagið
hefði möguleika á að bjóða raforku á
hagstæðara verði til smærri fyr-
irtækja og almennings, væri upp-
bygging auðveldari og myndi laða til
sín fólk. Á sínum tíma keypti Raf-
veita Sauðárkróks rafmagn í heild-
sölu og seldi á hagstæðu verði en
hún varð síðar eign RARIK. Nú
standa fyrir dyrum breytingar hjá
RARIK og því hefði sveitarfélagið
hug á því að taka yfir eignir þess á
svæðinu. Eignamyndum RARIK sé
komin til vegna sölu á þjónustu til
sveitarfélaganna og íbúa þeirra.
Reynslan sýni að sveitarfélög sem
eiga veitur standa sterkar að vígi og
geta beitt þeim til að efla uppbygg-
ingu í sínu héraði. Með því að Sveit-
arfélagið Skagafjörður og Skaga-
fjarðarveitur ehf. fái umráð yfir
þeirri starfsemi, sem Rafveita Sauð-
árkróks gegndi áður og öðrum
rekstri RARIK í Skagafirði gætu
skapast frekari sóknarfæri.
2 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
TÍMAMÓTASAMNINGUR
George W. Bush Bandaríkja-
forseti og Manmohan Singh, for-
sætisráðherra Indlands, innsigluðu í
gær tímamótasamning á sviði kjarn-
orkumála. Er hann álitinn hápunkt-
urinn á þriggja daga heimsókn Bush
til Indlands.
Fyrirskipaði árás á páfa
Leiðtogar Sovétríkjanna fyrrver-
andi skipuðu svo fyrir að Jóhannes
Páll II páfi skyldi myrtur í maí árið
1981. Kom þetta fram hjá formanni
ítalskrar þingnefndar í gær.
Kavíarvinnsla úr landi
Ágústson ehf., áður Sigurður
Ágústsson ehf, hefur ákveðið að
flytja kavíarvinnslu Noru til Dan-
merkur. Húsnæði kavíarvinnslunnar
Nóru verður breytt og þar hefst
vinnsla á saltfiski í haust. Ástæða
breytinganna er sú að rekstr-
arforsendur fyrir kavíarvinnslu á Ís-
landi eru ekki lengur fyrir hendi.
Áföll í æsku hafa áhrif síðar
Áföll sem fólk verður fyrir í æsku,
svo sem kynferðislegt ofbeldi, eða
annað andlegt og líkamlegt ofbeldi,
geta haft mikil áhrif á andlegt og lík-
amlegt heilsufar síðar á ævinni og
geta leitt til ýmissa sjúkdóma og
ótímabærra dauðsfalla, að sögn sér-
fræðings í heimilislækningum.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 32
Fréttaskýring 8 Viðhorf 34
Úr verinu 14 Bréf 36
Viðskipti 18 Minningar 37/46
Erlent 20/22 Myndasögur 50
Minn staður 24 Dagbók 50/52
Höfuðborgin 26 Staður og stund 51
Akureyri 26 Leikhús 54
Suðurnes 25 Bíó 58/61
Landið 27 Ljósvakamiðlar 62
Menning 30 Veður 63
Umræðan 31/36 Staksteinar 63
* * *
Morgunblaðinu fylgir kynningarblað
frá Þróunarfélagi Miðborgar.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson,
fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is
Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H.
Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
NÝTT Íslandsmet var sett í hópknúsi af nem-
endum Austurbæjarskóla í gær. Að sögn Finn-
boga Fannars Jónassonar, formanns árshátíð-
arnefndar, sem jafnframt á sæti í nemendaráði
skólans, tóku alls 550 nemendur, sem jafngildir
um 93% allra nemenda skólans, þátt í knúsinu á
skólalóðinni undir dyggri stjórn Rúnars Matthías-
sonar umsjónar- og dönskukennara.
Aðspurður hvernig hugmyndin að uppátækinu
sé til komin segir Finnbogi hana komna frá Unn-
steini Manúel Stefánssyni, formanni nemenda-
ráðs, sem heyrt hafi af hópknúsi nemenda Versl-
unarskóla Íslands og lagt til að Austurbæjarskóli
slægi það met. „Í nóvember heldu nemendur ung-
lingadeildar nokkurs konar æfingu fyrir knúsið,
sem gekk reyndar ekkert sérlega vel, þar sem allt
endaði í stórri kássu. Knúsið í morgun gekk hins
vegar mjög vel og hér ríkti góð stemning, enda
skemmtilegt að gera eitthvað svona,“ segir Finn-
bogi og segir hlut Rúnars í skipulaginu hafa skipt
þar sköpum. Að knúsi loknu sneru nemendur sér
að því að skreyta skólann og fínpússa skemmti-
atriði því síðar um kvöldið var árshátíð skólans
haldin við mikinn fögnuð nemenda. Aðspurður
segir Finnbogi alls ekki loku fyrir það skotið að
hópknúsið verði hér eftir gert að árlegum við-
burði í skólanum á árshátíðardegi, enda ekki á
hverjum degi sem nemendur allt niður í fyrsta
bekk og upp í tíunda bekk hafi tækifæri til að gera
eitthvað skemmtilegt saman.
Morgunblaðið/RAX
Nýtt Íslandsmet í hópknúsi
Kominn úr
gjörgæslu
MAÐURINN sem slasaðist alvar-
lega í jeppaslysinu á Hofsjökli síð-
astliðinn laugardag var útskrifaður
af gjörgæsludeild á þriðjudag, eftir
þriggja daga legu. Hann var fluttur
yfir á skurðdeild Landspítalans þar
sem hann fær áframhaldandi að-
hlynningu og er hann á batavegi að
sögn læknis.
BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam-
þykkti á fundi sínum í gær að leita
formlega eftir áliti stjórnsýslu- og
starfsmannasviðs á fram komnum
athugasemdum vegna umsóknar
þýsku byggingarvöruverslunarinnar
Bauhaus um lóð undir verslun í landi
Úlfarsfells. Að sögn Dags B. Egg-
ertssonar, formanns skipulagsráðs
Reykjavíkurborgar, er annars vegar
um að ræða athugasemdir frá
Smáragarði fasteignafélagi [dóttur-
félagi Norvíkur sem einnig á BYKO]
og hins vegar bæjarstjóra Mosfells-
bæjar vegna þróunaráætlunar á
svæðinu.
„Lögfræðilega álitsgerðin frá
BYKO barst á elleftu stundu og því
náðist ekki að senda hana út með
gögnum fyrir fundinn. Lögfræðing-
ar okkar höfðu heldur ekki náð að
kíkja yfir hana. Við höfum reynt að
standa mjög vel að allri þessari máls-
meðferð þannig að við töldum rétt að
taka af allan vafa um það að farið
væri yfir öll sjónarmið sem þar koma
fram,“ segir Dagur þegar hann var
spurður um ástæðu þeirrar ákvörð-
unar borgarráðs að leita eftir fyrr-
nefndu áliti. „Sjálfur tel ég hins veg-
ar að ekkert hafi komið fram í málinu
sem breyti því að rétt sé að Bauhaus
fái úthlutað lóð þarna, þó ég telji um
leið sjálfsagt að fara yfir þau sjón-
armið sem fram komu á elleftu
stundu.“
Spurður um athugasemdir Ragn-
heiðar Ríkharðsdóttur, bæjarstjóra
Mosfellsbæjar, segist Dagur undrast
þær þar sem Steinunn Valdís Ósk-
arsdóttir borgarstjóri hafi verið búin
að funda með bæjarstjóra um málið
auk þess sem farið hafi verið vand-
lega yfir það í skipulagsráði. Líkt og
fram kom í Viðskiptablaði Morgun-
blaðsins í gær telur bæjarstjóri að
úthlutun borgarinnar á lóð til handa
Bauhaus í Úlfarsfelli brjóti í bága við
þróunaráætlun sem sveitarfélög
undirrituðu um miðbæjarkjarna á
mörkum Mosfellsbæjar og Reykja-
víkur, auk þess sem hún sé ekki í
samræmi við svæðisskipulag höfuð-
borgarsvæðisins. „Við teljum ótví-
rætt að úthlutun til Bauhaus á þess-
um stað mundi falla að
þróunaráætluninni, en því verður
líka svarað í yfirferð stjórnsýslu- og
starfsmannasviðs,“ segir Dagur. Að-
spurður segir hann málið verða á
dagskrá næsta fundar borgaráðs
sem haldinn verður eftir viku.
Borgarráð leitar álits
á athugasemdum
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands
eystra hefur dæmt fjóra karlmenn á
aldrinum 18 til 25 ára í fangelsi fyrir
fjölda brota, þar á meðal þrjá þeirra
fyrir stórfellda líkamsárás á 17 ára
pilt í mars á síðasta ári en þeir mis-
þyrmdu piltinum og skildu hann eftir
meiddan í húsasundi á nærbuxum
einum fata þótt um fimm gráða frost
væri.
Sá sem þyngsta dóminn hlaut var
dæmdur í 18 mánaða fangelsi, annar
var dæmdur í tveggja mánaða fang-
elsi en tveir yngstu piltarnir, 18 og
19 ára, voru dæmdir í fjögurra og sex
mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þrír
þeirra voru dæmdir til að greiða pilt-
inum, sem þeir réðust á, 708 þúsund
krónur í miskabætur.
Tveir yngstu mennirnir voru sak-
felldir fyrir að hafa þvingað piltinn
ofan í farangursgeymslu bíls á bíla-
stæði á Akureyri og haldið honum
þar nauðugum í um það bil klukku-
stund á meðan bílnum var ekið um
götur Akureyrar að Akureyrarflug-
velli. Þar veittust þeir í sameiningu
að piltinum og slógu hann í andlitið
og þvinguðu hann svo aftur niður í
farangursgeymsluna og óku inn í
bæinn.
Í húsasundi við Kaldbaksgötu var
pilturinn dreginn úr farangurs-
geymslunni og þar réðust ungu
mennirnir tveir ásamt þriðja mann-
inum á hann, rifu hann úr fötum,
spörkuðu í andlit hans svo að hann
vankaðist og lagðist í jörðina, spörk-
uðu ítrekað í hann liggjandi, slógu
hann hnefahögg í andlit og líkama,
rifu hann úr skóm og buxum og
drógu hann eftir malarborinni jörð
nokkra metra. Hlaut pilturinn mar
og bólgur á vinstra kinnbeini, fleiður
og rispur á baki og vinstri öxl, auk
annarra áverka á maga, bringu og
handleggjum. Hann var síðan skilinn
eftir klæðlítill í húsasundinu.
Mennirnir fjórir voru einnig
dæmdir fyrir fjölda fíkniefnabrota
og annarra brota en talsvert magn af
fíkniefnum fannst í fórum þeirra.
Tveir mannanna voru einnig dæmdir
fyrir tvær aðrar líkamsárásir til við-
bótar og var annar þeirra dæmdur
til að greiða manni sem hann réðst á
tæpar 367 þúsund krónur í bætur.
Dæmdir fyrir líkamsárás