Morgunblaðið - 03.03.2006, Side 6

Morgunblaðið - 03.03.2006, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ársfundur 2006 ÚTVARPSSTÖÐVAR 365 ljós- vakamiðla urðu óstarfhæfar í nokk- urn tíma þegar eldur kom upp í húsnæði fyrirtækisins á Lynghálsi 5 í Reykjavík í gær. Töluverður reykur fór um mikinn hluta hússins og var allt tiltækt slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins á staðnum. Eldsupptök eru ókunn en þau voru í rafmagnstöfluherbergi. Enginn slasaðist en margir flúðu út um glugga þegar mötuneytið fylltist af reyk. Skemmdir urðu töluverðar en til stóð að 365 flytti úr húsinu. Eldur truflaði útvarpssendingar „VIÐ sjáum fram á að þetta dragist á langinn,“ sagði Guðlaug Einars- dóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, eftir fund sem félagið hélt í gærkvöldi um stöðuna í kjaradeilu ljósmæðra og Tryggingastofnunar ríkisins vegna heimaþjónustu. Mjög góð mæting var á fundinum og seg- ir Guðlaug mikla samstöðu meðal ljósmæðra. Á fundinum greindi forysta fé- lagsins ljósmæðrum frá því að um miðjan dag í gær hefði verið óskað eftir samningafundi við fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins, en ekkert svar hefði borist. „Nú bíðum við bara eftir því að verða boðaðar á fund. Við höfum fullt umboð frá ljósmæðrum til þess að semja og ljósmæður vilja ljúka þessari deilu. Við höfum áhyggjur af skjólstæðingum okkar, enda hef- ur nú engin þjónusta verið veitt í sólarhring,“ sagði Guðlaug í gær- kvöldi. Guðlaug segir ljósmæður stað- ráðnar í því að fá leiðréttingu á töxtum sínum, en undanfarin ár hafi þær unnið langt undir kostn- aðargreiningu. „Tímakaupið sem við erum að fara fram á er 1.534 krónur, en svo kemur álag og kostnaður ofan á það,“ segir Guð- laug. Morgunblaðið/Sverrir Ungir og gamlir mættu á fund Ljósmæðrafélags Íslands í gær. Deilan dregst líklega á langinn UMTALSVERÐAR breytingar á leiðakerfi Strætó bs. taka gildi nk. sunnudag. Að sögn Ásgeirs Eiríks- sonar, framkvæmdastjóra Strætó bs., er með breytingunum verið að sníða helstu hnökra af leiðakerfinu sem tók gildi í júlí á síðasta ári, samræmt leiðakerfi fyrir allt höfuðborgarsvæð- ið. „Breytingarnar nú eru alfarið til- komnar vegna ábendinga frá jafnt viðskiptavinum okkar sem og vagn- stjórum. Við höfum safnað saman öll- um þessum ábendingum og erum með breytingunum nú að mæta stórum hluta þeirra ábendinga og þeirrar óánægju sem hefur verið með nýja leiðakerfið,“ segir Ásgeir og tek- ur fram að hann geri ráð fyrir að meiri sátt verði um nýja leiðakerfið eftir breytingarnar. Aðspurður segir Ásgeir flestar at- hugasemdir við leiðakerfið hafa bor- ist frá íbúum í Breiðholti, Kópavogi, Grafarvogi og Grafarholti, auk þess sem margir hafi verið ósáttir við að ekki væri lengur ekið um Hamrahlíð. Segir hann þetta allt verða lagað með nýja leiðakerfinu. Í stuttu máli felast breytingarnar í eftirfarandi: Nýrri leið verður bætt við í Breið- holti, leið 17, sem mun aka um Fella- og Hólahverfin, um Austur- og Vest- urberg niður í Mjódd og síðan Soga- veg, Grensásveg, Suðurlandsbraut og þaðan niður á Hlemm. Stofnleið 4 mun einnig aka Austur- og Vestur- berg og stofnleið 3 mun framvegis aka hring um Seljahverfi. Aukin þjónusta við Grafarholt Vegna óska íbúa í Grafarholti verð- ur nýrri leið bætt þar við. Það er leið 19 sem ekur um Grafarholtið, síðan eftir Bústaðavegi og niður á Hlemm. Segir Ásgeir þessa nýju akstursleið auka þjónustuna við íbúa Grafarholts auk þess að bæta tengingu íbúa Foss- vogshverfis við miðbæinn. Að sögn Ásgeirs hefur verið gagn- rýnt að ekki væru fyrir hendi nein tengsl frá Hamrahverfi í Grafarvogi við aðra hluta hverfisins, s.s. Egilshöll og sundlaug Grafarvogs. Þetta segir Ásgeir verða lagfært á þann hátt að leið 16 mun framvegis aka hring um Hamrahverfið og tengja það betur við aðra hluta hverfisins. Nokkur óánægja var með þá ákvörðun í nýja leiðakerfinu að hætta akstri um Sogaveg og Hamrahlíð. Frá og með nk. sunnudegi breytist þetta á þann hátt að leið 17 mun aka Sogaveg niður á Hlemm og leið 13 mun aka um Hamrahlíð á leið sinni til og frá Lækjartorgi. Tvær nýjar akstursleiðir munu, að sögn Ásgeirs, bæta tengingar innan Kópavogs. Þar er um að ræða leið 25 sem tengja mun austurbæinn við Hamraborg og leið 26 sem tengja mun vesturbæinn við Hamraborg. Samkvæmt ósk íbúa í Vatnsenda- hverfi ekur vagninn þaðan nú í gegn- um Kóra-, Sala- og Lindahverfi með viðkomu í Salalaug, að Smáralind um Dalsmára með viðkomu í Fífunni og Digranesvegi að Hamraborg, en ekki í Mjódd líkt og áður var. Þess má að lokum geta að allar nánari upplýsingar um breytingarnar á leiðakerfi Strætó bs. má nálgast á vef fyrirtækisins á slóðinni: www.bus- .is auk þess að hægt verður að nálgast nýjar leiðabækur á öllum sölustöðum Strætó bs. Strætó bætir við fjórum nýjum leiðum Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Morgunblaðið/Ómar JÓN Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sagði á Al- þingi í gær að kjaradeila ljósmæðra og Tryggingastofnunar ríkisins snerist ekki um upphæðir heldur jafnræði við þær stéttir sem miða sig við ljósmæður. Hann tók fram að heimaþjónusta við sængurkonur væri þörf; hún væri hagkvæm og að slíka þjónustu þyrfti að hafa áfram. Þá kvaðst hann vonast til þess að samningar myndu nást. Ágúst Ólafur Ágústsson, þing- maður Samfylkingarinnar, sem hóf umræðuna, sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með svör ráðherra. „Ef farið væri eftir ýtrustu kröfum ljós- mæðra mun það valda fimmtán milljóna króna viðbótarkostnaði á ári fyrir ríkissjóð. Fimmtán millj- ónir, þetta er ekki neitt neitt til að bregðast við þeim vanda sem blasir við og þeim aukna kostnaði sem þetta ástand leiðir af sér. Einn sólar- hringur á spítala kostar jafnmikið og ein vika í heimaþjónustu.“ Þingmenn, sem tóku þátt í um- ræðunni, voru sammála um mik- ilvægi heimaþjónustu ljósmæðra og nauðsyn þess að deilan leystist. Snýst ekki um upp- hæðir heldur jafnræði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra ÞORGERÐUR Katrín Gunnars- dóttir, staðgengill utanríkisráðherra í heimsókn til Indlands sem nú stendur, opnaði í gær nýja starfsstöð fyrir dótturfélag Actavis Group, Lotus Labs, í borginni Bangalore á Indlandi. Nýskipaður sendiherra Ís- lands á Indlandi, Sturla Sigur- jónsson, og viðskiptasendinefnd frá Íslandi voru einnig viðstödd opn- unina. Samkvæmt upplýsingum frá Actavis mun starfsstöðin sem nú var tekin í notkun hýsa skrifstofur, rann- sóknarstofur og aðstöðu fyrir frá- sogsrannsóknir. Í verksmiðjunni, sem er alls um 3.000 fermetrar, munu starfa vel á þriðja hundrað manns og þykir þessi áfangi því mjög mikilvægur fyrir starfsemi Actavis á Indlandi. Að sögn Stefáns Jökuls Sveins- sonar, framkvæmdastjóra þróun- arsviðs Actavis, eru aukin umsvif fé- lagsins í samræmi við stefnu þess að nýta þá miklu sérþekkingu sem býðst á Indlandi og styðja þannig við frekari vöxt. Auka umsvifin enn frekar „Við áætlum að auka umsvif okkar enn frekar með því að setja á stofn miðstöð fyrir geymsluþolsrannsóknir sem mun þjóna samstæðunni í Evr- ópu og Ameríku. Þá er það stefna okkar að nýta eldra húsnæði Lotus Labs til að styrkja rannsóknir og þróun á virkum lyfjaefnum.“ Actavis hefur sl. ár aukið verulega umsvif sín á Indlandi og fjárfesti m.a. í lyfjarannsóknarfyrirtækinu Lotus Labs fyrir um 1,6 milljarða ísl. króna í febrúar 2005. Lotus Labs, sem var stofnað árið 2001, er með höf- uðstöðvar í Bangalore og hjá félaginu starfa um 260 manns. Félagið sér- hæfir sig í klínískum rannsóknum á aðgengi lyfja, milliverkunum þeirra og læknisfræðilegum prófunum. Árið 2005 gerði Actavis samstarfssamn- inga við fjögur indversk samheita- lyfjafyrirtæki: Emcure, Intas, Shas- un og Orchid. Samningurinn við Emcure snýst um lyfjaframleiðslu fyrir Bandaríkjamarkað en samning- arnir við Shasun og Orchid snúast bæði um framleiðslu og þróun lyfja. Að opnun lokinni flutti Þorgerður Katrín ræðu á viðskiptamálþingi í Bangalore, þar sem sjónum var sér- lega beint að hugbúnaðar- og há- tækniiðnaðnum. Að sögn Ragnhildar Elínar Árnadóttur, aðstoðarmanns utanríkisráðherra, var mikil ánægja hjá íslensku viðskiptasendinefndinni með málþingið enda ljóst að bæði mikil gróska og möguleikar eru þar. Heimsókn ráðherra lauk formlega í gær, en viðskiptasendinefndin held- ur í dag ásamt Sturlu Sigurjónssyni, sendiherra Íslands á Indlandi, til borgarinnar Ahmedabad þar sem Sturla mun vígja nýja verksmiðju Sæplasts. Opnaði nýja starfsstöð Actavis Group á Indlandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og J. Sudhir Pai, forstjóri Lotus Labs, afhjúpa gullsleginn skjöld með nafni fyrirtækisins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.