Morgunblaðið - 03.03.2006, Síða 10

Morgunblaðið - 03.03.2006, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SÆKJANDI í máli félaga tengdrum Frjálsri fjölmiðlun sagði engin fordæmi fyrir málum af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir, en einn ákærðra er sakaður um brot tengd alls sex fyrirtækjum. Sækjandinn krefst fangels- isdóms yfir átta sakborninga vegna brota á lögum um vörsluskatta, og samtals um 189 milljóna króna í sekt frá níu sakborningum. Aðalmeðferð í máli ríkislögreglustjóra gegn tíu forsvarsmönnum fyrirtækja sem tengdust öll utan eitt félaginu Frjálsri fjöl- miðlun hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar sækjandi og verjendur fluttu málið munnlega fyrir dómnum. Málflutning- ur stóð langt fram eftir kvöldi. Krafist er hæstra sektargreiðslna vegna þeirra sem koma við sögu í fleiri en einum ákærulið. Krafist er hæstu sektargreiðsln- anna af Marteini Kristni Jónassyni, sem var framkvæmdastjóri Nota bene hf. og stjórn- arformaður Markhússins-markaðsstofu ehf., eða alls 73,4 milljóna króna. Auk þess krafð- ist sækjandi þess að hann yrði dæmdur til fangelsisvistar. Einnig er krafist hárra upphæða frá Eyj- ólfi Sveinssyni, sem kemur við sögu í sex ákæruliðum, en sækjandi krafðist þess í gær að honum yrði gert að greiða sekt að upp- hæð samtals 52,8 milljónir fyrir brot á lögum um vörsluskatta, auk þess sem þess var krafist að hann yrði dæmdur til fangels- isvistar. Hann er einnig ákærður fyrir um- boðssvik ásamt Svavari Ásbjörnssyni. Ákærðir vegna tuga þúsunda vanskila Jón H. Snorrason, sækjandi í málinu og yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra, sagði að málið væri afar um- fangsmikið, en það hefur verið í rannsókn hjá skattyfirvöldum og efnahagsbrotadeild frá því árið 2002. Hann sagðist ekki kannast við dæmi um að menn væru sóttir til saka vegna brota í jafnmörgum fyrirtækjum og Eyjólfur Sveinsson, þótt vissulega væru dæmi um að ákært væri vegna hærri upp- hæða en gert væri í þessu máli. Heildarupphæð vörsluskatta sem Eyjólfur er sagður ábyrgur fyrir að fyrirtæki undir hans stjórn greiddu ekki er 61,2 milljónir króna. Enn stærri eru ætluð brot Marteins Kr. Jónassonar, en þau eru talin hafa numið um 63,1 milljón króna. Brot Sveins R. Eyj- ólfssonar, sem kemur við sögu í þremur ákæruliðum, eru talin nema 19,7 milljónum króna. Sagði sækjandi ekki stoða að reyna að víkja sér undan ábyrgð með því að halda því fram að útistandandi kröfur sem ekki hefði náðst að innheimta hefðu orðið þess valdandi að virðisaukaskattur var ekki innheimtur. Til þess að ekki þyrfti að greiða virðisauka- skatt þyrfti að afskrifa kröfur formlega, sem ekki hefði verið gert í þessum tilvikum. Ekki væri heldur hægt að víkja sér undan ábyrgð á því að greiða opinber gjöld vegna launa- greiðslna vegna þess að Ábyrgðarsjóður launa hefði greitt hluta launa. Það firrti menn ekki ábyrgð. Skráður framkvæmdastjóri án samþykkis Sækjandi skipti málflutningi sínum niður eftir fyrirtækjum, en alls koma átta fyr- irtæki við sögu í málinu sem sakborning- arnir tíu stjórnuðu á árunum 2000–2002. Fyrst rakti hann meinta aðild Eyjólfs og föð- ur hans Sveins Eyjólfssonar vegna fyrirtæk- isins Dagsprents ehf., sem gaf út dagblaðið Dag-Tímann og síðar Dag rétt áður en félag- ið fór í þrot. Ákært er vegna þess að ekki hafi verið staðin skil á opinberum gjöldum vegna félagsins. Eyjólfur var skráður stjórnarformaður Dagsprents, og Sveinn stjórnarmaður fé- lagsins á því tímabili sem ákæra vegna fyr- irtækisins nær til. Jafnframt kemur fram í hlutafélagaskrá að Sigurður Steingrímsson hafi verið skráður framkvæmdastjóri félags- ins, en sagði sækjandi að komið hefði í ljós að hann hefði verið skráður sem slíkur án eigin vitundar. Raunar hefði Marteinn Kr. Jónasson, einn ákærðu, lýst því að hann hefði sent tilkynningu um það fyrir mistök til hlutafélagaskrár. Því væri hann ekki ákærður í málinu. Sækjandi sagði ábyrgð stjórnarmanna skýra í lögum um hlutafélög. Þegar ekki væri ráðinn framkvæmdastjóri væri hans hlutverk á ábyrgð stjórnar. Hann sagði dómsfordæmi fyrir ábyrgð stjórnar öll á sama veg, skylda stjórnarmanna væri skýr í lögum. Ekki væri hægt að koma sér undan þeirri ábyrgð með því að segjast ekki hafa kynnt sér málefni félagsins. Vissu af erfiðri stöðu Jón H. rakti framburð vitna um erfiðleika í starfsemi Dagsprents frá upphafi rekstrar. Tap hefði verið á rekstrinum, og Eyjólfur hefði sjálfur borið að hann hefði fylgst mjög vel með stöðu félagsins vegna þessa. Sveinn fylgdist líka með félaginu, að mati sækjanda, enda hefði hann margoft þurft að leggja auk- ið fé til rekstrarins úr eigin vasa, og fyrir lægi að hann hefði vitað af þeirri stöðu sem upp kom í félaginu. Um var að ræða verulegar fjárhæðir, og því krafist refsingar í samræmi við það, sagði sækjandi, sem krafðist þess að Eyjólf- ur og Sveinn yrðu hvor um sig dæmdur til greiðslu sektar að upphæð ríflega tvær millj- ónir króna. Þrír eru ákærðir vegna vanskila á vörslu- sköttum vegna Markhússins-markaðsstofu, þeir Marteinn Kr. Jónasson, Sverrir Viðar Hauksson og Ómar Geir Þorgeirsson. Ákært er vegna vanskila á innheimtum virðisauka- skatti og staðgreiðslu á opinberum gjöldum – svonefndum vörslusköttum, en Sverrir er aðeins ákærður vegna hluta tímabilsins sem ætluð brot fóru fram á. Sækjandi rakti tengsl ákærðu við félagið, Marteinn var þar skráður stjórnarformaður, Sverrir framkvæmdastjóri á tímabili og Óm- ar stjórnarmaður. Hann segir Martein ótví- rætt hafa bakað sér skaðabótaábyrgð með vanrækslu, en hann bar fyrir rétti að hann hefði gengið inn í stjórn félagsins til að reyna að selja út úr því arðvænlegan hluta til að bjarga þeim verðmætum sem í því lægju, en hann hefði ekki kynnt sér stöðu félagsins. Ómar gekk inn í stjórnina vegna óska Marteins, og varð ljós erfið staða félagsins. M.a. benti sækjandi á að Ómar hefði tekið að sér óumbeðinn að leggja inn upplýsingar um vörsluskatta sem átti að greiða allt of seint og án greiðslu. Sverrir hefði lýst því yfir að hann hefði orðið afhuga félaginu nokkrum mánuðum áður en hann hætti, sem firrti hann þó ekki ábyrgð. Öllum þremur átti mönnunum að vera ljóst að þeir voru í ábyrgðarstöðu og áttu að standa skil á bæði virðisaukaskatti og staðgreiðslu vegna launa, sagði sækjandi. Krafðist hann fang- elsisdóms, og þess að allir ákærðu greiddu sekt í ríkissjóð, Marteinn 19,8 milljónir, Óm- ar tæpar níu milljónir og Sverrir 3,1 milljón króna. Gættu hagsmuna eigenda en ekki félagsins Marteinn er einnig ákærður vegna van- skila Nota bene hf., þar sem hann var fram- kvæmdastjóri á vörslusköttum, en auk hans eru stjórnarmennirnir Eyjólfur Sveinsson og Karl Þór Sigurðsson ákærðir. Staða félags- ins var alla tíð mjög erfið, eins og vitni báru fyrir dómi, og virtist sem tveir stórir eig- endur hefðu rekið sína hagsmuni í gegnum stjórnarmenn sína, sagði sækjandi. Kassagerð Reykjavíkur, einn eigenda fé- lagsins, gekkst þannig í ábyrgð vegna tækja- kaupa, og virtust sumir stjórnarmenn leggja meiri áherslu á að losa félagið undan þeirri ábyrgð en að greiða gjaldfallna skatta og gjöld. Rakti sækjandi að stjórn hefði verið vandi félagsins vel ljós, enda ítrekað rætt á stjórnarfundum, þar sem framkvæmdastjór- inn óskaði m.a. oft eftir auknu hlutafé. Sagði sækjandi að stjórnin hefði hins veg- ar skorað á framkvæmdastjóra að greiða tækjabúnað sem eigendur voru í ábyrgð fyr- ir. Það væri vægast sagt afar sérstakt, og hlyti að vera um að ræða bindandi fyrirmæli til framkvæmdastjóra. Ef stjórnin hefði séð að ekki var hægt að halda rekstri áfram hefði átt að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. Það hefði þó ekki verið talið henta, enda hefði þá ábyrgðin fall- ið á einn eiganda. Því hefði rekstri verið haldið áfram von úr viti. Krafðist sækjandi þess að allir ákærðu yrðu dæmdir til fangelsisvistar, auk þess sem þeim yrði gert að greiða sekt. Krafist var 24,9 milljóna af Marteini, og 20,4 millj- óna af hvorum þeirra Karls og Eyjólfs. Ágreiningur leysir ekki undan ábyrgð Eyjólfur Sveinsson og Valdimar Grímsson eru ákærðir vegna meintra brota á lögum um vörsluskatta hjá Póstflutningum ehf., sem m.a. dreifði Fréttablaðinu á fyrstu mán- uðum útgáfu blaðsins. Valdimar var um tíma framkvæmdastjóri félagsins, en Eyjólfur er í ákæru sagður hafa verið stjórnarformaður og daglegur stjórnandi félagsins. Ákæran nær aðeins að hluta til Valdimars, sem staldraði stutt við hjá félaginu. Sækjandi rakti að ætlað brot forsvars- manna Póstflutninga væri annars eðlis en önnur brot gegn lögum um vörsluskatta, enda væri hér um að ræða mál þar sem tek- ist var á um skyldu félagsins til að skila inn virðisaukaskatti. Þrátt fyrir ágreining þar um hefði málið legið fyrir, ekki hefði þurft að gera annað en að biðja um leiðbeiningar frá skattstjóra til að sjá hver skattskyldan var. Af og frá væri að krefjast refsileysis vegna tilbúins ágreinings við skattyfirvöld. Því mætti líkja við að bera fyrir sig vanþekkingu á lögum, sem gengi hreinlega ekki upp. Farið var fram á að Eyjólfur yrði dæmdur til fangelsisvistar vegna brotsins, og greiddi auk þess sekt sem nemur 9,2 milljónum króna. Ekki var krafist fangelsisdóms yfir Valdimari, heldur einungis að hann greiddi 1,6 milljónir króna í sekt. Tveir eru ákærðir vegna vanskila félagsins Visir.is ehf., sem rak samnefndan vef. Eyj- ólfur Sveinsson var ákærður sem stjórnar- formaður og daglegur stjórnandi, en Sig- urður Ragnarsson sem framkvæmdastjóri félagsins. Sagði sækjandi þar engu breyta að Eyjólfur hefði í raun haft tögl og hagldir í rekstrinum, það hefði verið á ábyrgð Sig- urðar að setja sig inn í reksturinn eða þiggja ekki starfið ef hann treysti sér ekki til að gegna því lögum samkvæmt. Sannað þótti að mati ákæruvaldsins að báðir bæru ábyrgð á vanskilum á vörslu- sköttum, og að þeir hefðu með því bakað sér refsiábyrgð. Var þess því krafist að báðir yrðu dæmdir til fangelsisvistar, og til að greiða tæpar 5,6 milljónir króna í sekt hvor. Marteinn Kr. Jónasson var einn ákærður vegna brota gegn lögum um vörsluskatta í rekstri Info skiltagerðar ehf., þar sem hann var eini stjórnarmaðurinn, og játaði hann brotið. Eyddi sækjandi því ekki mörgum orðum í þann ákærulið, en krafðist þess að hann yrði dæmdur til fangelsisvistar og til að greiða 28,8 milljónir króna í ríkissjóð. Brugðust rangt við sem stjórnendur Eyjólfur og Sveinn eru tveir ákærðir vegna vanskila Fréttablaðsins ehf. á vörslu- sköttum, en Eyjólfur var stjórnarformaður félagsins og Sveinn stjórnarmaður. Sækj- anda þótti sannað að báðir hefðu gert sér grein fyrir fjárhagsvanda félagsins en ekki brugðist við með réttum hætti. Ljóst hefði verið að innheimta hefði gengið illa, sem leiddi til fjárhagserfiðleika. Ljóst væri af framburði þeirra og annarra að þeir fylgdust báðir vel með starfseminni og fjárhagsstöð- unni, og vitni bæru m.a. að Eyjólfur hefði starfað sem daglegur stjórnandi fyrirtæk- isins. Saksóknari sagði að Sveinn og Eyjólfur hefðu ekki brugðist rétt við sem stjórnend- ur, og fór fram á að þeir yrðu báðir dæmdir til fangelsisvistar, og til að greiða ríflega 11,4 milljóna króna sekt. Síðasta félagið sem sækjandinn Jón H. Snorrason fjallaði um í gærdag var ÍP- prentþjónustan ehf., sem var dótturfélag Ísafoldarprentsmiðju. Þar eru þrír ákærðir vegna vanskila á vörslusköttum, þeir Eyjólf- ur og Sveinn sem stjórnarmenn og Ólafur Haukur Magnússon sem framkvæmdastjóri. Sækjandi benti á að Ólafur hefði sagt að fé sem greitt var vegna vörsluskatta hefði runnið upp í eldri skuldir félagsins, sem urðu til áður en hann tók við starfinu, og því hefði ekki verið svigrúm til að greiða nýrri skatta. Þar sagði sækjandi Ólaf hafa tekið á sig ábyrgð sem leiddi til þess að hann uppfyllti ekki skyldur sínar sem stjórnandi með því að greiða frekar eldri skuldir en að sinna skyld- um sínum frá því tímabili sem hann starfaði. Í raun hefði hann betur ekki tekið að sér starfið, því nú hefði hann bakað sér refsi- ábyrgð. Stjórnarmönnum gat verið fullkunnugt um erfiða stöðu félagsins, að mati ákæruvalds- ins, tíðrætt hefði verið á stjórnarfundum að erfiðlega gengi að greiða skuldir vegna erf- iðrar stöðu félagsins. Var því krafist fangels- isdóms yfir öllum þremur ákærðu, og þess að Eyjólfur og Sveinn greiddu 4,2 milljónir króna í ríkissjóð hvor og Ólafur 5,3 milljónir. Sækjandi krefst þungrar refsingar og 189 milljóna í sektargreiðslur vegna vörsluskatta Engin fordæmi fyrir mál- um af þessari stærðargráðu Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Eyjólfur Sveinsson, sem sætir ákæru vegna meintra brota sex fyrirtækja sem hann var í for- svari fyrir á sínum tíma, gengur í réttarsal í húsakynnum Héraðsdóms Reykjavíkur í gærdag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.