Morgunblaðið - 03.03.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 11
FRÉTTIR
VERJENDUR sakborninga í máli félaga
tengdum Frjálsri fjölmiðlun gagnrýndu Jón H.
Snorrason, fulltrúa ákæruvaldsins, harkalega í
málflutningi sínum í Héraðsdómi í gær, og
sögðu mörgu ábótavant við rannsókn efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra. Margra ára
rannsókn hafi engu skilað, ekki séu til nákvæm-
ar upplýsingar um hvað hafi í raun átt að greiða
og hvað ekki.
Halldór Jónsson, verjandi Eyjólfs Sveinsson-
ar, sagði m.a. að ákæran bæri þess merki að
ákæruvaldið sé af einhverjum hvötum að eltast
við Eyjólf og Svein, og reyni að blása upp ákær-
ur í málinu. Til dæmis séu ákærur vegna
Fréttablaðsins ehf., og Póstflutninga ehf., til-
hæfulausar með öllu og rétt að draga þær til
baka.
Hann sagði ljóst að í þessu máli hafi í raun
Eyjólfur ekki komið sér undan því að greiða eitt
né neitt, þegar tölur séu skoðaðar komi í ljós að
alltaf hafi verið greitt meira inn í félögin en
ákært sé vegna, en ákæruvaldið hafi ekki haft
áhuga á að rannsaka þann þátt málsins með
sanngjörnum hætti. Undarlegt sé að ákært sé
fyrir vanskil þegar í raun sé ljóst að greitt hafi
verið of seint, en greitt fyrir rest.
Halldór sakaði einnig sækjanda í málinu um
að magna upp fjárhæðir, líta verði til umfangs
rekstursins, og þess að öll þessi meintu vanskil
séu jafngildi veltu örfárra daga hjá samstæð-
unni allri, og brotið því smávægilegt á þeim
skala. Að krefjast fangelsisrefsinga og hárra
sekta sé forkastanlegt.
Umdeilt er hver refsiábyrgð stjórnarmanna
er í raun, og rakti Halldór fjölda dóma þar sem
sekt stjórnarmanna hefur sannast, og sagði þá
alla eiga það sameiginlegt að þar hafi hlutur
hvers og eins stjórnarmanns verið rannsakaður
í þaula. Ekki fengist sakfelling fyrir hvað svo
sem gerist í rekstri félaga gegn öllum stjórn-
armönnum, sanna verði þeirra aðkomu.
Ákært vegna óinnheimts
virðisaukaskatts?
Ennfremur benti Halldór á að gerður sé
greinarmunur á annars vegar virðisaukaskatti
sem hafi verið innheimtur, og hins vegar virð-
isaukaskatti sem hafi átt að innheimta. Ákært
sé vegna innheimts virðisaukaskatts, og því
passi fjárhæðir í þeim ákærum alls ekki, þar
sem ljóst sé að félögin hafi mörg hver átt miklar
útistandandi kröfur sem þau hafi aldrei fengið
greiddar, og því ekki getað innheimt virðisauka-
skatt af þeim viðskiptum.
Halldór gagnrýndi lögreglurannsókn harð-
lega, og sagði enga tilraun hafa verið gerða til að
meta þær kröfur sem ekki hafi náðst að inn-
heimta, og því ekki haldið eftir virðisaukaskatti
vegna, eða ógreidd laun þegar félögin fóru í
þrot. Því sé afar erfitt að meta hver heildar-
skuldin við ríkissjóð sé í raun, og í sumum til-
vikum sé ljóst að hún sé engin. Ennfremur benti
Halldór á að kostnaður sem fellur á greiðslur,
svo sem dráttarvextir, álag og annar kostnaður,
hafi gjarnan verið greiddur hjá þessum fé-
lögum, og meta eigi þær innborganir til lækk-
unar á þeirri upphæð sem ákært sé vegna.
Búið að greiða 65 milljónir
vegna málsins
Búið er að greiða samtals 65 milljónir í rík-
issjóð vegna félaga sem Eyjólfur kom að, sem er
um fjórum milljónum króna meira en sú upp-
hæð sem hann er ákærður vegna, sagði Halldór.
Engar upplýsingar sé hins vegar að finna um
það í rannsókn lögreglu á því hversu mikið hafi
farið upp í álag, kostnað og dráttarvexti, en það
eigi með réttu að koma til frádráttar. Aðeins sé
upplýst um það sem kemur ákærðu illa, ekki
það sem komi þeim vel.
Halldór gagnrýndi að ekki væri samræmi í
því hverjir væru ákærðir, sumir stjórnarmenn
væru látnir bera ábyrgð, en ekki ljóst af hverju
aðrir sætu ekki með sakborningum í þessu máli.
Kylfa virtist þar ráða kasti.
Það eigi t.d. við um Sigurð Steingrímsson, þó
svo að hann hafi að því er virðist gegnt starfi
framkvæmdastjóra Dagsprents. Svo virðist
hins vegar sem Sigurður hafi ekki skipt máli í
þeirri viðleitni ákæruvaldsins til að tína til sem
flestar ákærur vegna Eyjólfs. Einnig eigi það
við um Gunnar Smára Egilsson, sem vitni hafi
lýst sem daglegum stjórnanda Fréttablaðsins
ehf.
Ákæra vegna ætlaðra brota í starfsemi Póst-
flutninga ehf. er dæmi um ákæru sem aldrei
hefði átt að fara fram með, sagði Halldór. Þar sé
uppi ágreiningur um skattskyldu, eins og gerist
hjá hundruðum fyrirtækja á ári hverju. Í þess-
um hundruða tilvika sé ekki ákært og krafist
fangelsisdóma og hárra sekta, og undarlegt og
ómálefnalegt sé að gera það í þessu máli.
Hvað varðar ákæru vegna Fréttablaðsins
ehf., sagði Halldór hana fáránlega. Þrotabúið
hafi þannig fengið 2,5 milljónir króna endur-
greiddar úr ríkissjóði vegna þess að of mikið
hafi verið greitt vegna opinberra gjalda, en
samt séu fyrrum stjórnendur ákærðir fyrir van-
skil. Ennfremur geti skiptastjóri farið fram á
um 8 milljón króna endurgreiðslu vegna þess að
of há upphæð hafi verið greidd í virðisaukaskatt
vegna afskrifaðra krafna, en ákæru sé haldið til
streitu.
Ragnar H. Hall, verjandi Sveins R. Eyjólfs-
sonar, tók í sama streng og Halldór hvað varð-
aði mun á innheimtum og útistandandi virðis-
aukaskatti, og opinberra gjalda vegna launa
sem ekki hafa verið greidd. Hann benti á að
sektarrefsingar séu leið ríkissjóðs til að inn-
heimta gjöld sem ekki hafi verið staðin skil á, og
það verði að hafa í huga þegar ljóst sé að búið sé
að greiða verulegar upphæðir í ríkissjóð sem
ekki sé rannsakað af lögreglu.
Hann ítrekaði einnig orð Halldórs um að til að
sannað þyki að stjórnarmenn hafi bakað sér
refsiábyrgð þurfi að sanna hlut hvers og eins.
Ekki mætti gera ráð fyrir því að allir stjórn-
armenn viti það sama, jafnvel þó þeir séu skyld-
ir. Sagði hann þetta eiga vel við í þessu máli, þar
sem svo virðist sem ákæruvaldið líti á feðgana
Svein og Eyjólf sem síamstvíbura, ef einn viti þá
viti hinn.
Ragnar benti ennfremur á að Sveinn hafi ver-
ið genginn úr stjórn Dagsprents 19. mars 2002
samkvæmt fundargerð stjórnar. Einu gildi þó
sá fundur hafi verið kallaður ólöglegur, kjör
sem fari fram á ólöglegum fundi sé bindandi
nema einhver hluthafi höfði mál til ógildingar.
Það hafi ekki verið gert. Engu skipti þó ekki
hafi verið tilkynnt um nýja stjórn til hluta-
félagaskrár, það geti ekki verið á ábyrgð þeirra
sem hætta. Ljóst sé t.d. á undirritun nýrra
stjórnarmanna á nauðarsamninga að hún hafi
verið tekin til starfa.
Stjórnarmenn fylgist
með innheimtu?
Furðulegt er einnig að telja það baka stjórn-
armönnum refsiábyrgð þegar framkvæmda-
stjóri borgar ekki skattana á réttum tíma, sagði
Ragnar. Hann sagði svo virðast sem sækjandi
geri ráð fyrir því að stjórnarmenn standi hjá
innheimtunni á gjalddaga og gæti þess að greitt
sé, og taki þá upp budduna ef framkvæmda-
stjórinn láti ekki sjá sig á réttum degi. Það sé al-
gerlega út í hött að ákæra Svein sem stjórn-
armann þegar hann hafði engin völd til að
greiða reikninga.
Ragnar sagðist ósammála þeirri fullyrðingu
sækjanda að rannsókn málsins hafi tekið til-
hlýðilegan tíma. T.d. hafi kæra vegna Dags-
prents farið til ríkislögreglustjóra í janúar 2003
en Sveinn fyrst yfirheyrður árið 2004. Algerlega
sé óþolandi þegar málsmeðferð standi svo árum
skipti, og ljóst sé að hér hafi lögreglan tekið við
öðrum verkefnum sem sett hafi verið í forgang
hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra.
Sækjandi sakaður um að
magna upp fjárhæðir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verjendur báru saman bækur sínar í hádegishléi í gær áður en þeir hófu málflutning sinn.
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
Þungar ásakanir verjenda sakborninga á hendur fulltrúa ákæruvaldsins
GAGNRÝNI á fulltrúa ákæruvalds-
ins héldu áfram eftir kvöldmatarhlé
og stóðu langt fram á kvöld í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gærkvöldi þegar
verjendur sakborninga héldu mál-
flutningi sínum áfram. Sveinn Andri
Sveinsson, verjandi Marteins Kr.
Jónassonar, sagði að rannsókn efna-
hagsbrotadeildar lögreglu væri
ábótavant varðandi öll þau fyrirtæki
sem skjólstæðingur hans tengdist.
Lögum samkvæmt ætti ákæruvaldið
að halda öllum gögnum til haga en
hins vegar hafi það verið svo að verj-
endur hafi þurft að leggja í gríðarlega
rannsóknarvinnu. Sveinn Andri sagði
störf Marteins, sem stjórnarfor-
manns Marhússins-markaðsstofu
ehf., hafa verið talsvert ofmetin í
ákærunni, hann hafi t.d. gengið úr
stjórn félagsins í lok árs árið 1999 og
það hafi verið staðfest með fundar-
gerðum tveggja stjórnarfunda í kjöl-
farið. Tilkynning um brotthvarf hans
úr stjórninni hafi jafnframt verið send
hlutafélagsskrá en hún einhverra
hluta vegna endursend. Ekki hafi það
verið sök Marteins tilkynningin hafi
eftir það misfarist.
Sveinn sagði ennfremur að slíkir
annmarkar væru á ákærunni þar sem
honum er gefið að sök að hafa ekki
staðið í skilum vegna staðgreiðslu op-
inberra gjalda, að ekki sé annað hægt
en að sýkna Martein fyrir þann lið. Þá
var borið við að Marteinn, sem fram-
kvæmdastjóri Nota bene hf., hafi vit-
að af skuldum félagsins en fráleitt sé
að hann hafi leynt stjórn félagsins um
vanskil á vörslusköttum, frekar hafi
stjórnin viljað fljóta sofandi að feigð-
arósi í stað þess að grípa í taumana.
Stjórnin geti ekki verið stikkfrí, þar
séu vel upplýstir stjórnarmenn sem
ekki eiga sér málsbætur fyrir að vera
ekki starfi sínu vaxnir. Ákærði hafi
verið stjórninni háður og hlýddi í
blindni eins og honum bar.
Þriðji og síðari ákæruliðurinn
beindist að þætti Marteins hjá Info
skiltagerð ehf., þar sem Marteinn ját-
aði sök. Gagnrýndi Sveinn Andri enn
og aftur rannsókn málsins og sagði að
taka bæri inn í málið útistandandi
kröfur félagsins og hvaða laun hefðu í
raun verið greidd.
Óljós verknaðarlýsing
Erlendur Gíslason, verjandi Sverr-
is Viðars Haukssonar, gerði athuga-
semd við ákæru á hendur skjólstæð-
ings sínum. Hann sagði verkn-
aðarlýsinguna óljósa og ekki í
samræmi við ákæru en Sverrir starf-
aði sem framkvæmdastjóri Mark-
hússins til 30. nóvember 2000. Hann
var ákærður fyrir brot á lögum um
staðgreiðslu opinberra gjalda hjá
Markhúsinu frá september 2000 til
apríl 2001. Að mati verjanda hafi mik-
il ónákvæmni komið í ljós í ákærunni
og slíkir annmarkar að leiða ætti til
sýknu. Að auki var sýknukrafan
studd með þeim rökum að ábyrgð for-
svarsmanns hafi ekki verið formleg.
Hann hafi sagt upp störfum í júlí árið
2000, tekið sér sumarfrí mánuði síðar,
og unnið uppsagnarfrest sinn, tvo
mánuði hafi hann verið óvirkur sem
framkvæmdastjóri og gegndi ekki
þeim störfum.
Ekkert sem bendlaði við sekt
Þáttur Ómars Geirs Þorgeirssonar
var þá tekinn fyrir en hann var stjórn-
armaður hjá Markhúsinu. Ragnar
Baldursson, verjandi Ómars, sagði
með ólíkindum að meðstjórnandi væri
ákærður en það hafi ekki verið skýrt
nægilega hvers vegna hann hafi verið
valinn úr stjórnarmönnum til ákæru.
Ragnar sagði Ómar ekki hafa tekið
neinar ákvarðanir um greiðslur
vörsluskatta og slíkt væri á ábyrgð
framkvæmdastjóra og stjórnarfor-
manns. Ekkert í máli ákæruvaldsins
hafi bendlað hann við sekt og við
vitnaleiðslur hafi verið staðfest að
hann hafi ekki starfað hjá Marhúsinu
árið 2001, en aðeins setið þar í stjórn
og hafi því ekki haft að gera með dag-
legan rekstur.
Ásgeir Þór Árnason, verjandi
Karls Þórs Sigurðssonar, sagði skjól-
stæðing sinn hafa starfað hjá Hans
Petersen og tekið sæti í stjórn Nota
bene þar sem Hans Petersen átti
hlutdeild í félaginu. Karl hafi setið í
minnihluta í stjórn og hafði ekkert
með daglegan rekstur að gera. Þegar
hann hafi komist á snoðir um að fyr-
irtækið væri illa statt hafi hann kraf-
ist skýrslu um vanskil og ennfremur
úrbóta. Ekki hafi verið hægt að biðja
um meira hjá stjórnarmanni. Hann
ætti því ekki að bera refsiábyrgð
Verjandi vísaði jafnframt í ársreikn-
inga félagsins þar sem fram kom að
allt væri með felldu, þ.e. að það
stefndi ekki í gjaldþrot. Því hafi engin
ástæða verið fyrir Karl að gruna að
staða félagsins væri eins slæm og í
ljós kom. Hann hafi ekki haft aðgang
að bankareikningum.
Ekki einbeittur vilji
Verjandi Sigurðar Ragnarssonar,
sem starfaði sem framkvæmdastjóri
hjá Visir.is, sagði að bersýnilega hefði
komið fram við vitnaleiðslur að Sig-
urður hafi ekki komið að greiðslum
vörsluskatts fyrir félagið. Sigurður
hafi ekki tekið þátt í fjárhagslegum
rekstri, þrátt fyrir að vera fram-
kvæmdastjóri, og hafði ekki aðgang
að bókhaldi. Fjármálastjóri hafi séð
um slík mál og hafi láðst að setja Sig-
urð inn í fjármálin. Því hafi ekki ein-
beittur vilji legið að baki brotunum.
Sigurður Þóroddson, verjandi
Ólafs Hauks Magnússonar, sagði að
Ólafi hafi ekki verið greint frá bágri
fjárhagsstöðu ÍP-prentþjónustunnar
ehf. þegar hann var ráðinn sem fram-
kvæmdastjóri. Ólafur hafi greitt eldri
skuldir á meðan hann starfaði hjá fé-
laginu, en hann hafi ekki borið ábyrgð
á þeim skuldum sem félagið hafi safn-
að. Ákærði hafi þá gert allt sem í hans
valdi stóð til að reyna bjarga félaginu
frá gjaldþroti. Brynjar Níelsson var
síðasti verjandinn sem flutti mál sitt í
gærkvöldi og talaði jafnframt styst.
Brynjar ver Valdimar Grímsson, sem
starfaði sem framkvæmdastjóri Póst-
flutninga ehf. Brynjar sagði verjanda
Eyjólfs Sveinssonar hafa sagt allt
sem segja þurfti um málið. Valdimar
hafi greitt allar útistandandi skuldir
sem hann hafi vitað af, en ágreiningur
hafi verið um hvort að greiða þyrfti
virðisaukaskatt af starfsemi fyrirtæk-
isins. Enginn ásetningur hafi verið
enda greiddi hann öll önnur gjöld.
Valdimar hætti þá hjá fyrirtækinu
vegna slæmrar stöðu þess og ætti
ekki að sækja hann til saka.
Ákærur ónákvæmar að mati verjenda
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is