Morgunblaðið - 03.03.2006, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.03.2006, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ferðast þú til Flórída? Hefur þú hugsað um að eiga þitt eigið sumarhús? Viltu vita meira? Umboðsaðilar frá Orlando Vacation Homes, USA, verða á Íslandi til að veita þér nánari upplýsingar eftirtalda daga: laugardag 4. mars frá kl. 9:00 til 18:00 sunnudag 5. mars frá kl. 13:00 til 18:00 á Hótel Loftleiðum, Reykjavík. Allir þátttakendur á kynningunni eiga kost á að vinna ókeypis gistingu í Orlandó! www.livinfl.com SAKSÓKNARAR í Moskvu hafa endurnýjað ósk sína um að bresk stjórnvöld framselji auðkýfinginn Borís Berezovskí til Rússlands en hann hefur nú verið ákærður fyrir samsæri um að fremja valdarán. Berezovskí hefur verið í út- legð í Bretlandi um árabil og breska stjórnin veitti honum pólitískt hæli ár- ið 2003, og hafn- aði þannig beiðni rússneskra stjórnvalda um framsal hans. Nú hafa rússnesk yfirvöld hins vegar endurnýjað beiðni sína og sögðu saksóknarar í gær að gögn þar að lútandi hefðu verið send innanrík- isráðuneytinu breska á mánudag. Nýjar ákærur á hendur Berez- ovskí eru byggðar á ummælum sem hann lét falla í viðtali á Ekho Moskvy-útvarpsstöðinni í janúar. Sagði hann þar að hann ynni nú að því að steypa núverandi stjórn af stóli. Ríkisstjórn Vladímírs Pútíns leyfði ekki frjálsar kosningar og því væri fullkomlega réttlætanlegt að beita valdi til að skipta um stjórn „og það er það sem ég vinn nú að“. Sagði Berezovskí að stjórn Pútíns hefði „glatað öllu lögmæti“ og að Pútín „stefndi beina leið til glötunar með Rússland“. Hægt að endurskoða ákvörðun um pólitískt hæli Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, hefur þegar fordæmt ummæli Berezovskí, það gerði hann í síðustu viku. „Að tala fyrir því að stjórnarbylting í fullvalda ríki verði gerð með ofbeldi er óvið- unandi,“ sagði hann og varaði Berezovskí við því að vel væri mögulegt að svipta þá, sem hlotið hefðu pólitískt hæli í Bretlandi, réttindum flóttamanna. „Við mun- um grípa til aðgerða gegn þeim sem nota Bretland sem bækistöð til að stuðla að ofbeldi og óreiðu eða hryðjuverkum í öðrum ríkj- um,“ sagði Straw í yfirlýsingu sinni. Berezovskí auðgaðist verulega á vafasömum einkavæðingarsamn- ingum sem gerðir voru í Rússlandi snemma á síðasta áratug, er hann talinn eiga um 91 milljarð ísl. króna. Berezovskí var jafnframt áhrifa- mikill ráðgjafi Borísar Jeltsíns, sem var forseti á undan Pútín. Hann flýði hins vegar til Bretlands eftir að Pútín tók við völdum árið 2000 í því skyni að forðast ákæru fyrir peningaþvætti; en hann hefur sagt um þær ákærur að þær hafi verið af pólitískum rótum runnar. Endurnýja ósk- ir um framsal Berezovskís Hvatti til þess í útvarpsviðtali að Pútín, forseta Rússlands, yrði steypt af stóli Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Borís Berezovskí Róm. AFP. | Leiðtogar Sovétríkj- anna fyrrverandi skipuðu svo fyrir, að Jóhannes Páll páfi II skyldi myrtur í maí árið 1981. Kom þetta fram hjá formanni ítalskrar þing- nefndar í gær. Paolo Guzzanti öldungadeild- arþingmaður og félagi í flokki Silv- io Berlusconis forsætisráðherra, Forza Italia, skýrði frá þessum nið- urstöðum rannsóknanefndarinnar en skýrslan verður birt opin- berlega á næstunni. „Nefndin telur engan vafa leika á því, að leiðtogar Sovétríkjanna hafi beitt sér fyrir því, að Karol Wojtyla páfi yrði myrtur. Hafi þeirri ákvörðun verið komið til leyniþjónustu hersins og henni fal- ið að skipuleggja þennan glæp, sem á sér ekkert fordæmi í sögu síðari tíma,“ segir í skýrslu Mítr- okhín-nefndarinnar en hún er kennd við sovéska skjalavörðinn Vasílí Mítrokhín, sem settist að á Vesturlöndum 1992. Fól ítalska þingið nefndinni að kanna ýmis leyndarmál kalda stríðsins í ljósi þeirra upplýsinga, sem Mítrokhín hefur gefið. Jóhannes Páll páfi særðist alvar- lega er tyrkneski leigumorðinginn Ali Agca skaut á hann á Péturs- torginu 13. maí 1981. Var Agca yf- irbugaður strax og dæmdur tveim- ur mánuðum síðar í ævilangt fangelsi. Var hann látinn laus í júní í fyrra er forseti Ítalíu náðaði hann. Lengi hefur verið orðrómur um, að Agca hafi á sínum tíma verið í sambandi við búlgörsku leyniþjón- ustuna og þá í raun við þá sovésku, KGB, en tilgangurinn með morð- tilræðinu hefur dálítið vafist fyrir mönnum. Ýmsir sagnfræðingar hafa þó bent á, að stuðningur páfa við Samstöðu og lýðræðishreyf- inguna í Póllandi hafi verið Sovét- stjórninni mikill þyrnir í augum. Búlgari á Péturstorginu Á árinu 1986 voru þrír Búlgarar og þrír Tyrkir ákærðir á Ítalíu fyr- ir að hafa skipulagt morðtilræðið en þeim var sleppt þegar saksókn- arar gátu ekki tengt þá við Agca. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir hins vegar, að nú sé ljóst, að einn Búlgaranna, Sergei Antonov, hafi verið á Péturstorginu þegar Agca skaut á páfa. Birtu ítölsku dagblöðin mynd af honum í gær þar sem hann er skammt frá Agca, með yfirskegg og stór sólgleraugu. Lögfræðingur Antonovs hélt því fram á sínum tíma, að myndin væri ekki af skjólstæðingi sínum en í skýrslunni segir, að vísindamenn og sérfræðingar lögreglunnar hafi nú tekið af allan vafa um, að mynd- in sýni Antonov. Guzzani sagði, að líklega væri ekki lengur grundvöllur fyrir að taka þetta mál upp en miklu máli skipti að upplýsa það í eitt skipti fyrir öll. Sovétstjórnin ákvað að páfi skyldi myrtur Ítölsk rannsóknarnefnd segir fyrirmælin um morðtilræðið við Jóhannes Pál páfa hafa komið frá Moskvu Reuters Jóhannes Páll páfi II fyrirgaf Ali Agca banatilræðið við sig og tjáði honum það er hann vitjaði hans í fangelsi 27. desember 1983. SIR Menzies Campbell sigraði í gær í formannskjöri Frjálslynda flokks- ins í Bretlandi. Menzies, sem þykir reyndur í utanríkismálum, fékk fleiri atkvæði en helsti keppinautur hans Chris Huhne. Campbell var sigurreifur þegar úrslitin lágu fyrir og sagði að flokkur sinn hefði með kjörinu komið gagnrýnendum á óvart. Reuters Campbell sigraði Naíróbí. AFP. | Lögreglan í Kenýa réðst í gærmorgun samtímis til at- lögu inn á tvo fjölmiðla Standard Group, næststærsta fjölmiðlafyr- irtækis landsins. Lokuðu lög- reglumennirnir, sem voru vopnaðir AK-47 rifflum, tímabundið fyrir út- sendingar sjónvarpsstöðvarinnar KTN, ásamt því sem þeir eyðilögðu prentvélar dagblaðsins Standard. Því næst brenndu þeir megnið af upplagi fimmtudagsútgáfu blaðsins, en þetta er fyrsta árás yfirvalda á út- breiddan fjölmiðil í landinu frá því að það öðlaðist sjálfstæði frá Bretum árið 1963. Samkvæmt fréttavef BBC hafa stjórnvöld lýst yfir ábyrgð á aðgerð- unum og sagði John Michuki, ráð- herra öryggismála, að markmiðið væri að tryggja öryggi landsins. Stjórnarandstaðan í Kenýa hefur harðlega gagnrýnt aðgerðirnar. „Þetta er grimmúðleg aðgerð og eins og við höfum snúið aftur til miðalda,“ sagði Uhuru Kenyatta, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Afríska þjóðarbandalag Kenýa (KANU). Samkvæmt starfsmönnum Stand- ard Group komu aðgerðirnar í kjöl- farið á umfjöllun fjölmiðla þess um að Mwai Kibaki, forseti landsins, hefði átt í leynilegum viðræðum við stjórnarandstæðing. Þá hvöttu samtök blaðamanna í Kenýa fjölmiðla til að sniðganga já- kvæðar fréttir af stjórn Kibakis á næstu tveimur vikum. Í gær voru einnig þrír blaðamenn Standard ákærðir fyrir að „birta falskan orðróm sem hefði það mark- mið að vekja ugg á meðal almenn- ings“. Koma aðgerðir lögreglu í kjöl- far vaxandi pólitískrar spennu vegna ýmissa ásakana um spillingu innan stjórnar Kibakis. Fyrirskip- uðu árás á fjölmiðla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.