Morgunblaðið - 03.03.2006, Side 25

Morgunblaðið - 03.03.2006, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 25 MINNSTAÐUR PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Fyrir vöðva og liðamót GLUCOSAMINE -HCI SUÐURNES Keflavík | „Strákarnir mínir voru í körfubolta og sá yngri er enn að. Ég fór í þetta til að gefa til baka það sem búið var að gefa þeim,“ segir Kristín Herdís Kristjánsdóttir, fyrrverandi formaður unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, sem fengið hefur afhentan starfsbikar félagsins fyrir árið 2005. Miklar framfarir urðu í rekstri unglingaráðsins þau fimm ár sem Herdís var formaður. Hún lagði áherslu á að fá góða þjálfara til starfa og koma fjármálunum í lag. Einar Haralds- son, formaður Keflavíkur, gat þess þegar hann afhenti starfs- bikarinn,að Kristín hefði stundum beðið fyrir utan íþrótta- húsin til þess að sjá hvort þjálfarnir mættu á réttum tíma og stæðu sig. „Okkur tókst ótrúlega vel að ná þessum mark- miðum,“ segir Herdís og leggur áherslu á að hún hafi haft hóp af góðu fólki með sér í starfinu. Mikil fjölgun hefur orðið á iðkendum á vegum unglingaráðsins svo framtíðin ætti að vera björt hjá Keflvíkingum í körfunni. Í fyrravetur voru 350 börn í körfuboltanum og Samkaupsmótið var glæsilegra en nokkru sinni fyrr. Þangað komu 850 krakkar. Kristín segir stefnt að því að ná þúsundinu á komandi Samkaupsmóti. „Þetta er hreint hugsjónastarf. En mér finnst ótrúlega gaman að vinna með krökkunum og gefa eitthvað af mér til samfélagsins, nú þegar ég er búinn að ala upp mín börn,“ seg- ir hún. Kristín Herdís lét nýlega af formennsku í unglingaráðinu og Margrét Sturlaugsdóttir tók við, en er áfram meðstjórn- andi. Hún segir að formennskunni hafi fylgt mikil vinna. Það hafi gengið vel enda hafi hún notið skilnings fjölskyldunnar. Nú sé hings vegar kominn tími til að minnka aðeins við sig og fá inn nýtt hresst fólk með ferskar hugmyndir. Hún sagðist þó starfa áfram, á meðan hún gæti miðlað af reynslu sinni. Ljósmynd/Víkurfréttir Viðurkenning Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, af- henti Kristínu Herdísi Kristjánsdóttur starfsbikar félagsins. Gaman að gefa af sér til samfélagsins Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Keflavík | Öll aðalstjórn Kefla- víkur – ungmenna- og íþrótta- félags var endurkjörin á aðal- fundi félagsins sem nýlega var haldinn. Þykja það í sjálfu sér ekki mikil tíðindi,því félaginu og deildum þess hefur almennt haldist betur á stjórnarfólki en flest önnur íþróttafélög í land- inu. Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, segir að almennt sé fólk ekki lengur en tvö til fjögur ár í stjórnum íþróttafélaga. Hjá Keflavík situr fólk mun lengur. Algengt er að það sé tíu til fimmtán ár í stjórn. Félagið hef- ur frá árinu 1999 veitt viður- kenningar fyrir fimm og tíu ára stjórnarsetu. Á þessum tíma hefur 51 einstaklingur fengið bronsmerki fyrir fimm ára starf og níu silfurmerki fyrir tíu ára starf. Einar segist ekki hafa skýringu á þessu, aðra en þá að starfið sé gott og mikill metn- aður hjá stjórnarfólkinu. Á aðalfundinum voru veitt sex bronsmerki fyrir fimm ára stjórnarsetu en þau fengu Einar Skaftason, Gunnar Jóhannsson og Hermann Helgason, allir úr körfuknattleiksdeild, Níels Her- mannsson úr sunddeild og Árni Leifsson og Geir Gunnarsson úr skotdeild. Veitt voru fjögur silfurmerki fyrir tíu ára stjórnarsetu og þau fengu Árni Pálsson úr skotdeild, Sesselja Birgisdóttir úr badmin- tondeild og Sigurvin Guðfinns- son og Þórður Magni Kjartans- son aðalstjórnarmenn. Þá voru Jón Þorsteinsson og Bjarney S. Snævarsdóttir sæmd starfs- merki UMFÍ. Keflvíking- um helst vel á stjórn- arfólki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.