Morgunblaðið - 03.03.2006, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Hafnarstræti 97, 600 Akureyri.
Sími 462 3505.
Opið virka daga 10-18,
laugardaga kl. 10-16.
Full búð af nýjum
vorvörum
jakkar, stuttkápur,pils, buxur, bolir, dragtir.j , , il , , li , i .
Holt | Ekki þykir fýsilegt að byggja lægra á
reitnum milli Þverholts og Einholts en gert er
ráð fyrir í þeim tillögum sem auglýstar voru 16.
janúar sl. í kjölfar athugasemda íbúa í nágrenn-
inu. Ástæðuna segir Kári Arngrímsson, for-
stjóri Atafls, sem hefur byggingarétt á hluta
reitsins, m.a. þá að dýrara sé að kaupa hús, rífa
niður og byggja svo upp á nýtt, en að byggja á
nýrri lóð. Þá séu tveggja hæða bílakjallarar
undir öllum húsum fyrirtækisins á reitnum,
sem geri framkvæmdina enn dýrari.
Kári segir þó ekki hátt byggt miðað við upp-
haflegar hugmyndir og fyrirtækið sé komið að
mörkum viðunandi hagnaðar af byggingunni.
„Það er verið að rífa 11.000 fermetra af hús-
næði, en það eru verðmæti sem þarf að dekka í
uppbyggingunni,“ segir Kári. „Þetta er komið á
ystu mörk og þá snúa menn sér að öðrum nýt-
ingarmöguleikum.“ Kári segir upphaflega hafa
verið gert ráð fyrir því að bæta það atvinnu-
húsnæði sem fyrir var og byggja upp verslun
og jafnvel verksmiðjur á reitnum, en hugmynd-
ir borgarinnar hafi hins vegar snúið að íbúða-
húsnæði og samstaða hafi náðst um það.
Kjörið til að fækka bílum
Varðandi bílastæðamálin segir Kári bíla-
kjallara undir öllu svæðinu. eins og því er stillt
upp. „Það er gert ráð fyrir einu bílastæði á íbúð
og svo geta menn keypt sér aukastæði. Þetta
svæði er hins vegar mjög miðsvæðis og helstu
staðir innan fimm mínútna göngufæris, þannig
að þetta mun draga að sér fólk sem vill draga úr
einkabílanotkun sinni og jafnvel fækka heim-
ilisbílunum um einn,“ segir Kári og bætir við að
vissulega muni uppbyggingin þýða aukna um-
ferð, en hún muni aukast hver sem uppbygg-
ingin er á svæðinu. „En við trúum því eftir að
hafa unnið að þessum hugmyndum með borg-
inni í þrjú ár og komist að ákveðinni niðurstöðu
sem var lögð fyrir íbúana, að þetta eigi eftir að
geta gengið upp.“
Kári segir mikinn áhuga á íbúðum á hinum
áformaða reit. „Það er hringt reglulega, sér-
staklega eftir að þetta fór í auglýsingu,“ segir
Kári og bætir við að fyrirtækið sé afar ánægt
með samstarfið við borgina sem hafi verið mjög
gott og málefnalegt. „Allir hafa sýnt skynsemi
og gott samstarf í þessu máli, líka nágrann-
arnir. Auðvitað verða aldrei allir algerlega sátt-
ir, en það er tekið tillit til athugasemda og það
hefur allt farið vel fram.“
Dagur B. Eggertsson, formaður Skipulags-
ráðs Reykjavíkur, segir að verulega hafi verið
komið til móts við athugasemdir nágranna, en
lægst sé byggt næst byggð-
inni Einholtsmegin. „Þar
eru fjórar hæðir næst göt-
unni og fyrsta hæðin er inn-
dregin, en hún fer hæst í sex
hæðir norðar á reitnum, þar
sem skuggavarpið gengur
síður á íbúðirnar í grennd,“
segir Dagur.
Á reitnum hefur í áratugi
verið atvinnu- og iðnaðar-
húsnæði sem fullútleigt
myndi að sögn Dags draga til sín töluvert mikla
umferð. „Það er alls óljóst hvort íbúðarhúsnæði
yki eða drægi úr umferðinni,“ segir Dagur og
bætir við að göturnar í kring eigi vel að geta
borið viðbótarumferðina frá hinum nýju hús-
um, þótt Háteigsvegurinn sé orðinn þröngur,
en um fleiri götur sé að ræða á svæðinu. Þó seg-
ir hann ekki ráðlegt að beina umferð frá Há-
teigsvegi t.d. með einstefnu í Einholti. „Okkur
sýnist á þessu svæði hentugra að hafa straum-
ana fleiri og minni en að fækka þeim og beina
umferð á vissar götur.“
Tryggt gegn skemmdum
vegna sprenginga
Hvað varðar áhyggjur íbúa af sprengingum
og áhrifum þeirra á lagnir segir Dagur ljóst að
slíkt sé á ábyrgð framkvæmdaraðila. „Við mun-
um sjá til þess að ítrustu kröfum verði fylgt, all-
ir fái eignir sínar metnar og lagðar verði fram
nægjanlegar tryggingar svo enginn beri skaða
af, eins og gert hefur verið á sambærilegum
reitum með góðum árangri,“ segir Dagur.
Skipulagsyfirvöld telja að bílastæðin sem
gert er ráð fyrir vegna uppbygingarinnar muni
uppfylla þær kröfur sem hin nýja byggð skap-
ar. „Sumir íbúar hafa áhyggjur af því að fleiri
bílastæði muni draga að sér meiri umferð, svo
þarna felst galdurinn í því að ná betra jafnvægi.
Það á sérstaklega við um námsmannaíbúðirnar
sem þarna rísa. Þetta er lykilsvæði fyrir fólk
sem vill spara það við sig að vera á tveimur bíl-
um,“ segir Dagur. „Þessi uppbygging á að geta
aukið gæðin í hverfinu, leitt af sér blómlegri
þjónustu við íbúa, bætt umhverfið og allar líkur
á að þetta muni leiða til hækkandi fasteigna-
verðs á svæðinu. Með verkefninu Hlemmur+
erum við að lyfta þessu svæði og stuðla að því
að þetta verði eitt eftirsóttasta íbúðasvæði í
borginni.“
Dýrt að rífa og byggja
Eftir Svavar Knút Kristinsson
Svavar@mbl.is
Dagur B.
Eggertsson
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
VÉLAVERSLUNIN Fossberg í Reykjavík,
sem verið hefur í eigu tveggja fjölskyldna allt
frá stofnun árið 1927, var seld síðastliðinn
föstudag. Það voru þeir Benedikt Jóhannsson
og Grettir Sigurðarson, sem hafa unnið hjá
Fossberg undanfarin þrjú ár, sem keyptu
reksturinn. Nýlega var ákveðið að selja hið
gamalgróna fjölskyldufyrirtæki, og segir
Grettir að þeir Benedikt hafi þá séð sér leik á
borði og keypt það.
„Eigendurnir vildu endilega að þeir sem
tækju við myndu halda Fossberg nafninu
gangandi,“ segir hann. Fossberg var stofnað
árið 1927 af Gunnlaugi Fossberg, en hann
gegndi stöðu framkvæmdastjóra fyrirtæk-
isins fyrstu 22 árin. Með honum þessi ár var
Bjarni Jónsson, sem tók við framkvæmda-
stjórn af Gunnlaugi, en hann átti einnig hlut í
fyrirtækinu. Niðjar þeirra hafa svo rekið það
fram til þessa. Verslunin hóf starfsemi á
Vesturgötu og starfaði þar í mörg ár en var
svo um langt skeið til húsa á Skúlagötu 63.
Fyrir ári fluttist hún svo í Dugguvog 6 eftir
að hafa um hríð verið rekin á Suðurlands-
braut.
Gamalt og þekkt nafn
Spurður um hvernig sé að taka við rekstri
fyrirtækis sem svo lengi hefur verið í eigu
sömu fjölskyldunnar segir Grettir að það sé
nokkuð sérstakt, enda sé um gamalt og þekkt
nafn að ræða. „Þetta er nokkuð stórt skref
enda hafa fyrirtæki gengið kaupum og sölum
nokkuð títt. Mörg hafa sprottið upp og hætt
starfsemi jafnharðan, en Fossberg hefur
staðið þetta allt af sér,“ segir Grettir.
Skemmtilegt sé að taka við fyrirtækinu núna.
Þeir Benedikt hafi undanfarin ár starfað við
sölu vara Fossberg á landsbyggðinni og þar
þekki þá nú orðið flestir. Nú munu þeir taka
alfarið við rekstrinum en hjá Fossberg eru
seld verkfæri í málm- og tréiðnað og allt sem
því fylgir, „allt frá minnstu skrúfum“, segir
Grettir að lokum.
Nýir eigendur taka við vélaversluninni Fossberg
sem var rekin af sömu fjölskyldunum í um 80 ár
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Traustir menn Þeir Benedikt og Grettir í Fossberg munu halda nafni fyrirtækisins á lofti.
Skemmtilegt að taka
við rekstrinum
AUSTURLAND
tækjum og búnaði vegna meðferðar
var almennt gott á sjúkrahúsinu.
Þá má nefna að sjúklingar töldu
rúmin á deildum þægileg og and-
rúmsloft þótti einnig gott á þeim
deildum sem rannsóknin náði til að
mati sjúklinga. Út frá könnuninni
voru metnir þættir sem ástæða þykir
til að vinna áfram með, þó svo þeir fái
almennt góða einkun. Þar má nefna
mat og drykk, „enda aldrei hægt að
gera öllum til hæfis í mat og drykk,“
eins og það var orðað við kynningu á
könnuninni,
möguleika á að tala í einrúmi við
hjúkrunarfræðinga, aðgengi að upp-
lýsingum um hvaða læknir væri
ábyrgur fyrir meðferð í hverju tilviki
og upplýsingar um sjálfsbjörg.
Umrædd könnun var gerð á liðnu
ári, þannig að samskonar könnun
verður gerð á því næsta. „Þá ættum
við að fá vísbendingar um hvort okk-
ur hefði miðað áfram svo sem metn-
aður okkur er,“ segir Bjarni Jón-
asson, formaður stjórnar FSA.
Halldór segir niðurstöðuna í takt
við það sem menn áttu von á, „okkar
tilfinning er sú að flestir séu sáttir við
þá þjónustu sem þeir fá hér.“ Halldór
nefndi líka að kröfur sjúklinga sem og
aðstandenda þeirra væru vaxandi og
menn yrðu að vera tilbúnir að mæta
þeim.
SJÚKLINGAR á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri eru almennt
ánægðir með þjónustu þess. Meiri-
hluti þeirra telur að þeir hafi fengið
bestu mögulegu læknismeðferð og að
starfsfólk hafi sýnt þeim áhuga, virð-
ingu og skilið hvernig þeir upplifðu
aðstæður sínar.
Þetta kemur fram í þjónusturann-
sókn sem IMG Gallup gerði fyrir
FSA, en á ársfundi á liðnu ári skrifaði
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra
undir stefnu og framtíðarsýn sjúkra-
hússins á tímabilinu frá 2005 til 2010,
þar sem kveðið er á um að gerðar
verði reglubundnar kannanir meðal
sjúklinga. Tilgangur þeirra er að afla
upplýsinga um framkvæmd sem
flestra þjónustuþátta sjúkrahússins,
hvort og þá hver megi bæta úr og á
hvaða sviðum takist vel til. Kannanir
sem þessi verða gerðar á tveggja ára
fresti og svo hægt verði að fylgjast
með þróun og gæðum þjónustunnar á
hverjum tíma. „Það er mikilvægt að
gera mælingar á því sem við erum að
gera, sjá hvernig sjúklingarnir upp-
lifa þá þjónustu sem við veitum og á
hvaða sviðum við getum bætt okkur.
Við viljum alltaf gera betur,“ segir
Halldór Jónsson forstjóri FSA.
Fram kom í könnuninni að viðmót
á stofnuninni var gott í garð aðstand-
enda og vina sjúklinga og aðgengi að
Sjúklingar ánægðir með þjónustu FSA
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Gæðakönnun Bjarni Jónasson, formaður stjórnar FSA, Sigríður Ólafs-
dóttir frá IMG Gallup og Halldór Jónsson, forstjóri FSA, kynntu niðurstöðu
könnunar á gæðum þjónustu sem FSA veitir.
Afbrot | Helgi Gunnlaugsson, pró-
fessor við Háskóla Íslands, og Rann-
veig Þórisdóttir, félagsfræðingur við
embætti Ríkislögreglustjóra, halda
erindi við Háskólann á Akureyri, í
Sólborg, stofu L101 í dag kl. 16.
Fjallað verður um niðurstöður nýrr-
ar rannsóknar meðal þolenda af-
brota á Íslandi í samanburði við op-
inbera skráningu lögreglunnar.
Fundurinn er haldinn á vegum ný-
stofnaðra Samtaka félagsfræðinga á
Norðurlandi.
Rósenborg | Íþrótta- og tóm-
stundaráð hefur ákveðið nýtt nafn á
hús gamla Barnaskóla Akureyrar.
Þar er nú hýst starfsemi Hússins,
Punktsins og Menntasmiðjunnar og
fleira sem tengist tómstundum.
Nýja nafnið er Rósenborg en und-
irtitillinn er Möguleikamiðstöð.
ÞEIR voru hraustlegir karlarnir í Slökkviliði
Akureyrar sem mættu í fullum skrúða við Ráð-
húsið á Akureyri um hádegisbil á öskudag.
Þeir voru ekki beint í öskudagsliði eins og veg-
farendur gætu haldið þar sem þeir stilltu sér
upp framan við Ráðhúsið og sungu fullum hálsi
Hraustir menn – og gerðu það vel. „Við tókum
eina æfingu áður en við fórum út úr húsi,“
sagði Jón Knútsson, einn slökkviliðsmanna, en
liðsmenn vildu minna á sig með þessum hætti.
Hraustir menn
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Fréttir á SMS